Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 53

Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 53
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 53 DANSLEIKUR Dúndrandi harmonikuball í Auðbrekku 25, Kópavogi, í kvöld frá kl. 22:00. Fjölbreytt músík fyrir dansáhugafólk. Aðgangseyrir kr. 1.500. Harmonikufélag Reykjavíkur. debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 56 74 09 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Esprit fyrir krakka Nýtt í Debenhams Enn bætast ný merki við frábært úrval merkjavöru í Debenhams. Barnafötin frá Esprit auka enn á glæsilegt vöruúrvalið. Þau eru sérlega litrík, falleg og vönduð. EINHVERN tíma var sagt að mun- urinn á ljósmynd og málverki væri sá að meðan málverkið drægi upp ein- hvern hugarheim málarans, sannan eða loginn, – alltaf þó séðan með hans augum og túlkaðan með hans aðferðum, þá væri ljósmyndin eins og frosin sneið af raunveruleikanum. En er það svo? Auðvitað hefur sjón- arhorn ljósmyndarans áhrif á það hvernig við sjáum þá frosnu sneið. Og hvað er svo sem raunveruleiki? – ef við viljum fara út í enn dýpri sálma. Danski ljósmyndarinn Astrid Kruse Jensen veltir þessum hug- myndum fyrir sér í verkum sínum á sýningu sem nú stendur yfir í Gall- eríi Skugga á Hverfisgötunni, en sýninguna kallar hún „Imaginary Realities“ – sem hægt væri að kalla ímyndaðan raunveruleika. Meginvið- fangsefni hennar eru hversdagslegir staðir og aðstæður en í ljósmyndum sínum ljær hún slíkum stöðum and- rúmsloft sem kveikir með áhorfand- anum hugmyndir um annars konar, og ímyndaðan, raunveruleika. „Það er rétt, í myndunum sem ég sýni í Skugga er ég einmitt að varpa fram spurningum um „raunveruleik- ann“ í ljósmyndinni og um leið að varpa fram efasemdum um þá hug- mynd sem þú nefndir að ljósmyndin sé tæki til að sýna raunveruleikann. Það sem ég er að ýja að er að það sé enginn „alvöru“ eða raunverulegur heimur í ljósmyndum, heldur sé það sviðsettur veruleiki, jafnvel í ljós- myndum sem okkur þykir mjög raunverulegar.“ Óvenjulegt samspil ljóss og skugga einkennir margar myndir Astrid Jensen. „Ég nota eingöngu þá lýsingu sem er til staðar á tökustaðn- um, nema í einni mynd; – mynd af stúlku í skógi, en þar nota ég flass, til að draga fram ákveðin rýmishughrif. Ég mynda hversdagsleg augnablik, eins og af strætóstoppistöð, – augna- blik sem allir þekkja – stúlka situr á bekknum og bíður eftir strætó, og er í djúpum þönkum. Við vitum ekki að öðru leyti hvernig þetta augnablik er, hvort það snýst um dagdrauma, um eitthvað stórt drama, eða hvort þetta er sindur úr einhverju æv- intýri, – gæti verið hvað sem er; – og þá margræðni annarra heima reyni ég að draga fram.“ Astrid Kruse Jensen lauk námi frá Gerrit Rietveld-akademíunni í Amst- erdam og frá Glasgow School of Art en hún er nú búsett í Kaupmanna- höfn. Skuggi er opinn kl. 13–17 fimmtudaga til sunnudaga. Myndlist | Gallerí Skuggi Astrid Kruse Jensen: Bus Stop. Ímyndaður raunveruleiki HJÁ Máli og menn- ingu er Njála kom- in út á ensku – The Saga of Njáll – í endursögn Brynhildar Þór- arinsdóttur með myndskreytingum Margrétar E. Lax- ness. Brynhildur hlaut Vorvinda, við- urkenningu Barna og bóka, Íslands- deildar IBBY fyrir bókina árið 2002. Bókin er prýdd glæsilegum mynd- um eftir Margréti E. Laxness og að auki yfir 60 ljósmyndum. Jafnframt eru í bókinni fjölmargir fróðleiksmolar um sögusvið Njálu og sögutímann. Bókin er 61 bls. Þýðandi: Þóroddur Bjarnason Verð: 2.490 kr. Njála á ensku HJÁ Máli og menn- ingu er komin út Egla, sem er saga Egils Skalla- Grímssonar, í end- ursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreyt- ingum Margrétar E. Laxness. Egla er æsispennandi saga sem segir frá víkingum og bændum, kon- ungum og drottningum, einvígjum, göldrum og gersemum. Brynhildur Þórarinsdóttir gerir sögu Egils aðgengilega fyrir börn og ung- linga í spennandi endursögn og með fjölmörgum fróðleiksmolum. Bókina prýða glæsilegar myndir Margrétar E. Laxness auk tuga ljós- mynda og listaverka. Brynhildur hefur sent frá tvær aðrar barnabækur, Lúsastríðið (2002) og Njálu (2002) sem er endurritun á Njálssögu, einnig með myndskreyt- ingum Margrétar Laxness. Fyrir þá bók hlaut Brynhildur Vorvinda, við- urkenningu Barna og bóka, Íslands- deildar IBBY. Hún er nú einnig fáanleg á ensku. Bókin er 61 bls. Verð: 2.690 kr. Egla fyrir börn og unglinga Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.