Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 Heilsukoddar Heilsunnar vegna SJÁLFSVÍG eru meðal fimm algengustu dán- arorsaka í aldurshópnum 15–19 ára í heiminum og er svo einnig hér á landi. Í mörgum löndum eru þau í fyrsta eða öðru sæti sem dánarorsök, jafnt meðal drengja og stúlkna í þessum ald- urshópi. Þetta kemur m.a. fram í nýjum bæklingi sem Landlæknisembættið hefur gefið út í tilefni al- þjóðlegs sjálfsvígsforvarnadags WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem verður hér eftir 10. september ár hvert. Í bæklingnum, sem er upplýsingarit um sjálfsvíg og sjálfsvígshegðun og ætlað kenn- urum og öðru starfsfólki í efri bekkjum grunn- skóla og í framhaldsskólum, kemur einnig fram að sjálfsvíg meðal barna undir 15 ára aldri séu sjaldgæf en þrátt fyrir það fjölgi sjálfsvígum í sumum löndum „óhugnanlega mikið“ í þeim aldurshópi. „Þessi tilhneiging er því miður einnig staðreynd á Íslandi,“ segir í bæklingnum. Útgáfa bæklingsins er liður í forvarnaverk- efninu Þjóð gegn þunglyndi. Á vef landlæknis, þar sem hægt er að nálgast bæklinginn, segir að uppruna hans megi rekja til WHO, sem gaf hann út árið 2000 sem hluta svonefnds SUPRE-verkefnis, sjálfsvígsforvarnaáætlunar á heimsvísu á vegum stofnunarinnar. Hefur bæklingurinn verið þýddur og lagaður að ís- lenskum aðstæðum. Sjálfsvígum barna undir 15 ára að fjölga Embætti landlæknis gefur út upplýsingarit um sjálfsvíg og sjálfsvígshegðun barna og unglinga JÓNAS Sen tónlistargagnrýnandi gagnrýnir listræna stefnu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í grein í Lesbók í dag en Jónas telur hana hamla þróun íslenskrar tónlistarmenningar. „Þetta höfuðtónlistarvígi hámenningar á Íslandi leggur æ meira upp úr því að hafa sí- gild, vinsæl verk sem flestir þekkja á efnis- skránni en að sama skapi verða íslenskar tón- smíðar, sérstaklega þær nýjustu, stöðugt fyrirferðarminni.“ Jónas telur að þrælsótti við ofurvald markaðslögmálanna geti orðið til þess að stöðnun nái yfirhöndinni eins og virðist eiga sér stað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands um þessar mundir. / Lesbók Þrælsótti við markaðslögmálin ENN ber mikið á milli í samningaviðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaganna, að sögn Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemj- ara. Stíf fundahöld hafa verið síðustu daga og verður svo áfram um helgina. Hefur Ásmundur boðað til formlegs fundar síðar í dag og reiknar hann með öðrum fundi á morgun, sunnudag. Takist samningar ekki skellur á boðað verkfall í grunnskólunum 20. september, eða eftir níu daga. Enn ber mikið á milli í viðræðum Í BÆKLINGI landlæknis eru talin upp nokk- ur atriði sem geta skipt máli um líðan og breytingar á hegðun barna og unglinga:  Áhugaleysi um venjulegar athafnir (og tómstundir).  Almenn lækkun einkunna.  Minni ástundun.  Truflandi hegðun í bekknum.  Óútskýrðar og endurteknar fjarvistir eða skróp.  Hóflausar reykingar, áfengisdrykkja eða fíkniefnaneysla (m.a. hassneysla).  Atvik sem leiða til afskipta lögreglu eða of- beldis í skólanum. Einkenni nemenda í andlegri kreppu HOLLENSKA sveiflusveitin Van Alles Wat tók í hljóðfærin í miðbæ Reykjavíkur í gær og þrammaði um Laugaveginn, vegfarendum til mikillar ánægju. Sveitin, sem leikur tónlist úr öllum áttum, dvelur hér á landi í nokkra daga í tilefni af hollenskum dögum sem nú standa yfir og mun því skjóta upp kollinum víðs veg- ar um borgina og skemmta með lúðrablæstri og glaðlegri hrynjandi hátíðartónlistar. Sprellandi gleðigjafar Morgunblaðið/Sverrir ÁRLEGUR Stúdentadagur Stúd- entaráðs Háskóla Íslands var hald- inn fyrir framan aðalbyggingu Há- skólans í gær og spreytti fjöldi nemenda sig í ýmsum greinum íþrótta af þessu tilefni, s.s. skeifu- kasti og reiptogi, auk hefðbundnari keppnisgreina á borð við knatt- spyrnu. Þar bar Selborg, lið skipað laganemum og fleirum, sigur úr být- um í keppni við Eyjólf, lið verk- fræðinema. Keppt var um titilinn „sterkasti stúdentinn“ og í spurn- ingakeppni deilda háskólans, Koll- gátunni, fór lið heimspeki- og guð- fræðideilda með sigur. Að sögn Jarþrúðar Ásmunds- dóttur, formanns Stúdentaráðs, tókst dagurinn frábærlega vel þrátt fyrir að rignt hefði hressilega á mannskapinn. Þátttaka hefði verið mjög góð, jafnt meðal íslenskra stúdenta og erlendra skiptinema. Slegið var upp tjaldi og pylsur grill- aðar, farið í leiki og boðið upp á skemmtiatriði og lifandi tónlist. Íþróttir í hávegum hafðar á Stúdentadegi HÍ Morgunblaðið/Kristinn ♦♦♦ ♦♦♦ TEKINN verður 22 tonna ís- jaki úr Jökulsárlóni nk. mánu- dag og fluttur til Parísar vegna Íslandskynningar sem hefst í París í Frakklandi 27. september. Jakinn mun í fyrstu verða til sýnis fyrir ut- an vísindahöllina Palais de la Découverte. Íslandskynningin er sú stærsta á vegum stjórn- valda á franskri grundu hing- að til. 22 tonna ísjaka lyft ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra segir m.a. í svari sínu til Helgu Jónsdóttur borg- arritara, eins sex umsækjenda um stöðu ráðu- neytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, að Ragn- hildur Arnljótsdóttir, sem hann skipaði í stöðuna, sé „hæfust þriggja mjög hæfra“ um- sækjenda til að gegna embættinu. Ráðherra segir ýmis sjónarmið hafa ráðið úrslitum í ákvörðun sinni, m.a. fjölþætt fagleg þekking og yfirsýn á málaflokkum ráðuneyt- isins. Ragnhildur hafi fjölþætta starfsreynslu og trausta stjórnunarreynslu. Góð meðmæli og umsagnir hafi stutt þetta. Þar komi jafnframt fram að Ragnhildur hafi „góða leiðtogahæfi- leika, sýni almennt mikinn dugnað og kraft og eðli starfsanda með jákvæðu viðmóti og hvatn- ingu. Stjórnunarstíll hennar er talinn jákvæð- ur og uppbyggilegur og þess getið að henni væri lagið að leiðbeina fólki með jákvæðum hætti, þrátt fyrir að hún hafi líka sýnt getu til að taka af skarið í erfiðum málum“. Helga Jónsdóttir segir rökstuðning félags- málaráðherra fyrir ráðningunni vekja fleiri spurningar en svör. Hyggst hún fara með mál- ið til umboðsmanns Alþingis. Sigurður Snævarr, einn umsækjenda, hefur óskað eftir rökstuðningi ráðherra fyrir því að hann hafi ekki verið talinn meðal hæfustu um- sækjenda um embættið. Svar félagsmálaráðherra Ragnhildur hæfust þriggja mjög hæfra  Ráðherra/4  Tímalengd/30–31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.