Morgunblaðið - 12.09.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 12.09.2004, Síða 1
Konur sækja fram Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýr ráðu- neytisstjóri félagsmálaráðuneytis | 20 Tímaritið og Atvinna í dag Tímarit Morgunblaðsins | Vakningarsamkoma repúblikana  Bar- áttan gegn umskurði kvenna  Kvikmyndahátíð í Reykjavík  Sex þættir hinnar eilífu ástar Atvinna | Draumastörf, útboð, námsstyrkir 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. ÍVAN, einn öflugasti fellibylurinn í seinni tíma sögu eyjarinnar Jamaíka, gekk þar á land aðfara- nótt laugardags með mikilli úrkomu og hvassviðri. Búist var við að miðja hans yrði við strönd eyj- arinnar í gærmorgun en líkur voru á að hann færi ekki yfir hana sjálfa, að sögn veðurfræðinga. Gríð- arlegt tjón varð á mannvirkjum og gróðurlendi um nóttina en allt að sjö metra háar öldur gengu á land og vindhraðinn fór í um 250 kílómetra á klst. Rokið reif upp stór tré með rótum, eyðilagði raf- línur og þök fuku af húsum. Víða er talin hætta á aurskriðum vegna úrkomunnar. Nær fimmtungur íbúa Jamaíka – hálf milljón manna – býr á flatlendi við sjávarmál og voru þeir hvattir til að leita hærra upp í landið. „Ívan grimmi“, eins og Jamaíkamenn kalla óveðrið, hefur skilið eftir sig slóð dauða og eyði- leggingar á Karíbahafi, einkum á Grenada. Veð- urfræðingar telja að bylurinn eigi jafnvel enn eftir að sækja í sig veðrið á leið sinni til Kúbu í dag og Flórída eftir helgina. Reuters Grenadamaður bendir á staðinn þar sem húsið hans stóð áður en Ívan hreif það með sér. „Ívan grimmi“ veldur usla Kingston. AP, AFP. FRÁ næsta ári verður skylda að kenna nemendum í dönskum fram- haldsskólum undirstöðuatriði íslams og þeir munu lesa valda texta úr Kór- aninum, að sögn blaðsins Jyllands- posten. Talsmenn Danska þjóðar- flokksins hafa mótmælt því að íslam verði gert svo hátt undir höfði en Ulla Tørnæs menntamálaráðherra segir að um eðlilega þróun sé að ræða. „Margir eiga bekkjarsystkin sem eru íslamstrúar og nemendur eiga að kynna sér helstu trúarbrögð heims svo að þetta er því alveg réttlætanlegt,“ segir Tørnæs. Hún er liðsmaður hins borgaralega Venstre-flokks Anders Fogh Rasm- ussen forsætisráðherra. Einn af flokksmönnum Tørnæs í ráðgjafarnefnd sem fór yfir tillögur að nýrri kennsluskrá, sagnfræðilekt- orinn Jørgen Granum, var lengi ósáttur við að fræðsla um íslam yrði umtalsverður þáttur í trúarbragðakennslunni. Hann seg- ist nú sáttur við að tryggt hafi verið að kristindómurinn fái 30% af öllum stundunum í trúarbragðakennslu en ekki verður tilgreint nákvæmlega hvernig skuli skipta tímanum að öðru leyti milli trúarbragða. Kóraninn í danska skóla ÞETTA gerir mig brjálaðan. Allir biðja okkur um hjálp. Og svo kvartar fólk eftir á, segir Jeremy Bails, einn af hermönnum 82. fallhlífasveitarinnar, sem stunda æfingar í herstöðinni Fort Bragg í Norður-Karólínu. Jeremy hefur barist í Afganistan og Írak. – Við frelsuðum Afganistan. Við frelsuð- ur það gengið í skóla, segir Jeremy Bails. Í Morgunblaðinu í dag hefst greinaflokk- ur norska stríðsfréttaritarans og metsölu- rithöfundarins Åsne Seierstad og ljósmynd- arans Paal Audestad um daglegt líf í Banda- ríkjunum. Í fyrstu greininni er fjallað um líf hermannsins./12 um Írak. Svo segir fólk að við höfum farið þangað vegna olíunnar. Kjaftæði. Börn klöppuðu fyrir okkur og veifuðu bandaríska fánanum þegar við keyrðum framhjá. Nú endurreisum við Írak. Afganistan færist í lýðræðisátt. Við veittum konunum frelsi. Áður bjó fólk í holum og jarðhýsum, nú get- „Allir biðja um hjálp – svo kvartar fólk eftir á“ Ljósmynd/Paal Audestad DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist ekki vera tilbúinn til að hætta í stjórnmálum þrátt fyr- ir erfið veikindi. Hann segist á þessari stundu ekki hafa uppi nein önnur áform en að bjóða sig áfram fram til formanns Sjálf- stæðisflokksins á næsta ári. Dav- íð gagnrýnir framgöngu forseta Íslands í fjölmiðlamálinu og segir að sú uppákoma öll sé einn versti atburður sem hér hafi orðið í sögu lýðveldisins. Hann segir að því miður séum við ekki búin að sjá fyrir end- ann á því. Davíð segir að hann hafi í vor ætlað að taka sér góð- an tíma til að fara yfir fram- tíð sína, en átökin sem urðu um fjöl- miðlamálið og veikindi í kjölfar þess hafi komið í veg fyrir það. Hann segir að í fjölmiðlamálinu hafi „ríkisstjórnin og þingið [ver- ið] með nýjum hætti sett upp við vegg af þeim sem á að gæta þess að vera sameiningartákn þjóðar- innar. Þetta var því mikið áfall. Síðan komu veikindin og þá hugsaði ég með mér að það er best að halda bara sínu striki, sjá hverju fram vindur og taka til starfa. Ég vildi ekki láta atburði sem tengdust fjölmiðlafrumvarp- inu né veikindin rugla mig í rím- inu. En ef ég fæ ekki nægilega mikla krafta til að standa í mínu starfi þá er viðbúið að hætta því vegna þess að maður hefur ekk- ert leyfi til að vera í starfi sem maður getur ekki sinnt vegna lík- amlegra burða. Þá getur maður yfirvegað tekið ákvarðanir um framhaldið.“ Forsætisráðherra segist eiga „mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til mín taka. Ég hef því ekki viljað ljúka því með þessum hætti.“ Davíð Oddsson segist ekki láta veikindi hafa áhrif á pólitíska framtíð sína Stefnir á þessari stundu áfram að flokksforystu  Ekki tilbúinn/10 Davíð Oddsson SÆNSKI hægriþingmaðurinn Per Bill var í vik- unni handtekinn, sakaður um ofbeldi er hann reyndi að komast hjá handtöku eftir að hafa verið drukkinn við stjórn á barnavagni. Hann var á heimleið með son sinn eftir að hafa tekið þátt í vín- smökkun og segist ekki hafa drukkið of mikið „og lífið virtist vera dásamlegt“. Bill er talsmaður Hægriflokksins í áfengismál- um. „Hann slagaði og nokkrum sinnum munaði minnstu að hann dytti og velti vagninum um koll,“ segir Tina Johansson, starfsmaður einkarekinnar öryggisþjónustu, en hún reyndi að stöðva Bill. Hann brást illur við og segir Johansson að þing- maðurinn hafi barið sig. Sjálfur segist hann hafa gert mistök þegar hann reyndi að flýja en ber því við að hann hafi orðið hræddur vegna þess að hann búi við stöðugar ógnanir af hálfu nýnasista. „Og lífið virtist vera dásamlegt“ Stokkhólmi. AFP. ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 247. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.