Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HYGGST EKKI HÆTTA Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki vera tilbúinn til að hætta í stjórnmálum þrátt fyrir erfið veik- indi. Hann segist á þessari stundu ekki hafa uppi nein önnur áform en að bjóða sig áfram fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta ári. Mannlegi þátturinn útundan Þrátt fyrir aukna og jákvæða við- leitni til að skapa betri vinnuaðstöðu í hátæknifrystihúsum og gera strangari kröfur um hreinlæti, hefur mannlegi þátturinn setið eftir og starfsfólk kvartar undan meira álagi og óþægindum í hálsi samkvæmt nýrri rannsókn á samspili hátækni og starfsánægju. Innfluttar vörur ódýrari Nokkur dæmi eru um að inn- fluttar vörur, sem teknar voru með í verðkönnun sem gerð var fyrir Sam- tök iðnaðarins í fjórum matvöru- verslunum, séu ódýrari en sambæri- legar íslenskar vörur þrátt fyrir að þær beri háa tolla, allt að 76%. Skæður fellibylur Fellibylurinn Ívan olli miklu tjóni á Jamaíka aðfaranótt laugardags en ekki var búist við að hann skylli af fullum þunga á eynni. Áður hafði Ívan valdið tugum dauðsfalla og geysilegu eignatjóni á nokkrum Karíbahafseyjum, aðallega Grenada. Gert var ráð fyrir að Ívan færi yfir Kúbu í dag og Flórída eftir helgina. Íslam kennt í Danmörku Hægri-miðjustjórnin í Danmörku ætlar að setja framhaldsskólum nýja kennsluskrá á næsta ári og verður þar lögð áhersla á að kenna nem- endum aðalatriði íslams í trúar- bragðafræðslu. Verður þeim gert skylt að lesa kafla úr Kóraninum. Kristindómur mun þó aldrei verða minni þáttur í trúarbragða- fræðslunni en 30%. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl Í dag Sigmund 8 Myndasögur 50 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 56/60 Umræðan 36/41 Bíó 56/60 Bréf 41 Sjónvarp 62 Minningar 42/45 Veður 63 Hugvekja 46 Staksteinar 63 * * * Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Mennt vika símenntunar. MIKIL ánægja virðist vera meðal foreldra með þjónustu Leikskóla Reykjavíkur. Samkvæmt könnun sem fór fram meðal þeirra sl. vor telja 98% foreldra að barn þeirra sé mjög eða frekar ánægt í leikskól- anum og 99% segja að barninu líði þar mjög eða frekar vel. Í könnuninni segjast 95% foreldra vera mjög eða frekar ánægðir með hvernig tekið er á móti barni þeirra þegar það kemur í leikskólann og svipuð ánægja er með hvernig börn- in eru kvödd í lok dags. Yfir 90% aðspurðra foreldra eru ánægð með aðra þætti eins og til dæmis samstarf við leikskólann, dagleg samskipti við starfsmenn deilda og samskipti við leik- skólastjóra. Einnig eru næstum því allir foreldrar sem þekkja til náms- áætlunar leikskólans ánægðir með hana. Í tilkynningu frá þróunar- og fjölskyldusviði borgarinnar segir m.a. að kynning nýrra starfsmanna á leikskólunum sé veikur hlekkur í starfsemi þeirra en aðeins 63% for- eldranna voru ánægðir með þann lið. Foreldrar ánægð- ir með þjónustu leikskólanna KORNUPPSKERAN gengur vel, að sögn Jónatans Hermannssonar, til- raunastjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, en byggi var sáð í um þrjú þúsund hektara víða um land í vor. Gerir hann ráð fyrir því að heildaruppskeran geti orðið um tíu þúsund tonn. „Menn hafa verið að skera korn frá því um miðjan ágúst,“ segir hann og bætir því við að kornbænd- ur hafi verið á fullum afköstum síð- ustu tvær vikurnar. Rigningartíð sunnanlands að undanförnu hafi þó eitthvað tafið fyrir. Það breyti því hins vegar ekki að almennt sé upp- skeran góð. „Menn nota allar þær stundir sem gefast,“ segir hann. Kornuppskeran gengur vel GÓÐUR gangur er hjá Suðurverki við gerð Desjarárstíflu og Sauðár- dalsstíflu við Kárahnjúkavirkjun. Gengur vinnan vel og allir verk- þættir á áætlun, að því er segir á vef Kárahnjúkavirkjunar. Unnu Suðurverksmenn m.a. við stoðfyll- ingu Sauðárdalsstíflu í síðustu viku og að laga fláa undir grjótvarnir. Við Desjarárstíflu var m.a. grafið ofan af grjótnámum og unnið við að þétta bergið undir stíflunni. Frá- rennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar eru tilbúin, alls 1.436 metra löng. Góður gangur hjá Suðurverki SLAGVEÐUR og mikil rigning beið kajakræðaranna fjögurra, sem róa fyrir suðurodda Grænlands fyr- ir Blindrafélagið, er þeir litu til veð- urs í fyrradag á Otteruder-eyju skammt norðan suðuroddans og var kalt fram eftir degi. Slæmt var í sjóinn sem gerði það að verkum að þeir fóru ekki fyrir stóra höfðann á föstudag, en þeir þurfa heilan góð- an dag til að komast í fyrsta mögu- lega tjaldstæði hinum megin við hann. Góð veðurspá var hins vegar fyrir gærdaginn og ætluðu fé- lagarnir að vakna snemma í gær og róa eins langt og þeir mögulega gætu, samkvæmt dagbók þeirra á Netinu. Tjaldstaður þeirra er sennilega gamall tjaldstaður annarra kajak- manna þar sem talsvert er af litlum tjaldhringjum við stæðið og fundu þeir eina óopnaða matarkistu eða matarhaug. Þeir sögðust hlakka til að eiga stóran sprett fyrir erfitt svæði í gær, laugardag. Talsvert er af ís í sjónum og segja þeir greinilegt að vetur sé að ganga í garð. Þeir hafa þó báta sem reynst hafa vel í ís og eru vel búnir að öðru leyti. Leiðangursmenn eru Friðgeir Þráinn Jóhannesson, Reynir Jó- hannesson, Baldvin Kristjánsson fararstjóri og Halldór Sævar Guð- bergssson. Söfnunarsími Blindrafélagsins er 907 5100 og geta áhugasamir hringt inn og látið draga sjálfkrafa af sím- reikningi sínum 1.000 krónur. Kajakmenn reyna við höfðann NOKKUR dæmi eru um að innfluttar vörur, sem teknar voru með í verð- könnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins í fjórum matvöruverslun- um, séu ódýrari en sambærilegar ís- lenskar vörur þrátt fyrir að þær beri háa tolla, allt að 76%. Heildarniður- staða könnunarinnar var að íslenska innkaupakarfan með 23 vörutegund- um var 10,3% ódýrari en karfa með innfluttum vörum, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þannig leiddi verðkönnunin, sem AP-almannatengsl gerðu, í ljós að meðalverð kartöflusnakks með papr- ikubragði var 261 kr. í íslensku körf- unni en 210 kr. í þeirri innfluttu. Inn- flutt snakk af þessu tagi ber 59% toll. Sömuleiðis er innflutt hvítlauksbrauð, sem ber 20% toll, ódýrara en það ís- lenska. Þá var ekki mikill verðmunur á frönskum kartöflum frosnum. Þær íslensku kostuðu að meðaltali 286 kr. en þær innfluttu, sem bera 76% toll, kostuðu 302 kr. að meðaltali í þessum fjórum verslunum. Innflutt maískorn og rauðkál, sem bera 30% toll, voru talsvert ódýrari en sambærilegar ís- lenskar vörur í könnuninni. Aðspurður segist Sveinn Hannes- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, ekki hafa skýringar á reiðum höndum á þessum mun. Hann bendir á að tollar af nokkrum varanna séu ekki verndartollar, líkt og á brauði og súkkulaði. Þeir séu tilkomnir af því að í sömu innlendu vörurnar sé notað innflutt hráefni eins og mjólkurduft, sem sé á mun hærra verði hér en er- lendis. Þessir tollar séu því hugsaðir til að mæta hærri hráefniskostnaði. Samanburður erfiður Sveinn minnir ennfremur á að álagning í verslunum sé mismunandi. Sumar verslanir leggi t.d. meira á inn- lendar vörur heldur en innfluttar vörur, sem þær flytji kannski inn sjálfar og vilji halda meira fram. Þetta geti verið ein skýringin á þessum verðmun, innfluttu vörunum í vil. Um það hvort þessar vörur í könn- uninni geti talist fyllilega sambæri- legar segir Sveinn svona samanburð ávallt vera erfiðan. Að öðru leyti vísar hann á þá sem framkvæmdu könn- unina. Verðkönnun í fjórum verslunum fyrir Samtök iðnaðarins Innfluttar vörur ódýr- ari þrátt fyrir háa tolla NOKKUR fjöldi Grafarvogsbúa tók daginn snemma í gær er Grafarvogs- dagurinn var haldinn hátíðlegur, en boðið var upp á morgunkaffi í pott- unum í Grafarvogslaug og vatns- leikfimi undir stjórn sr. Lenu Rósar Matthíasdóttur. „Dagurinn fór mjög vel af stað og erum við afar sátt við startið. Þannig var mikill fjöldi fólks sem þáði morgunkaffi í Grafarvogs- laug í morgun og í kringum þrjátíu manns sem tóku þátt í vatnsleikfim- inni hjá nýjasta presti Grafarvogs- sóknar. Rétt fyrir klukkan hálfellefu fór af stað fimmtíu manna hópur í sögugöngu um Keldnaholt og Húsa- hverfi undir leiðsögn Jóhanns Páls- sonar,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, íþrótta- og tómstundaráðgjafi hjá Miðgarði, við Morgunblaðið. „Greinilegt er að Grafarvogsdag- urinn er að festa sig vel í sessi. Svo ánægjulega vill til að aðkoma leik- skólabarnanna og nemenda grunn- skólanna og Borgarholtsskóla er mun meiri og markvissari í ár en verið hefur áður. Þannig taka skól- arnir Grafarvogsdaginn inn á dag- skrá sína og síðustu tvær vikur hafa nemendur verið að vinna að ákveðn- um verkefnum í skólunum,“ sem Þráinn segir að hafi verið sýnd í skólunum. Morgunblaðið/Sverrir Vatnsleikfimi í morgunsárið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.