Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 6
reynir mikið á menn að reka skóla á þennan hátt með því að blanda saman nemendum saman, en ég held reyndar að það séu flestir sammála um að siðferðilega er skóli án aðgreiningar sú leið sem við viljum fara, þ.e. að allir nemar séu saman og að öllum sé leyfilegt að vera frá- brugðnir á einhvern hátt. Það á að vera leyfilegt, því í raun er- um við öll afar ólík og höfum okkar sérþarfir ef út í það er farið. Frávikin eru bara mismun- andi tegundar.“ Höfum ekki nægan mannskap Ólafur segir að fram hafi komið í máli Cor J.W. Meijer og Dianne Ferguson, sem voru aðalfyrirles- arar á málþinginu, að ekki mætti fórna öllum hópnum þegar verið væri að glíma við fáa erfiða ein- staklinga. „Þau lögðu áherslu á að þótt einstaklingur væri hluti af hópnum þá þyrfti samt að vera hægt að taka erfiða nemendur eða nemendur með sérþarfir út úr bekknum og veita þeim sérkennslu. En til þess að það sé hægt þurfa að vera einhver úrræði fyrir hendi. „SKÓLI án aðgrein- ingar, þar sem fötl- uðum er ætluð staða við hlið ófatlaðra, hef- ur verið opinber skólastefna á Íslandi síðastliðin tíu ár,“ seg- ir Ólafur Ólafsson, formaður Félags ís- lenskra sérkennara, í samtali við Morgun- blaðið og bendir á að samanborið við Norð- urlöndin standi Íslend- ingar afar framarlega í skólum án aðgrein- ingar. „Þannig kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Svíþjóð í fyrra að Íslendingar eru fremstir meðal jafninga í þessum málefnum, þar sem tiltölulega fæst- ir nemendur eru einvörðungu í sér- skólum eða sérdeildum, þ.e. teknir alveg út úr hinu almenna skóla- kerfi, hérlendis miðað við hin Norð- urlöndin.“ Að sögn Ólafs eru afar skiptar skoðanir á því hvaða úrræði séu heppilegust fyrir nemendur með sérþarfir og hvað komi skólakerf- inu best. „Við vitum að það eru ekki allir sammála um þessa stefnu og sumum finnst ófatlaðir nemendur eða nemendur sem ekki þurfa á sér- stakri sérkennslu að halda bera skarðan hlut frá borði. Vissulega Hins vegar hefur stefnan hérlendis verið sú að leggja niður allar sér- deildir og því eru menn í nokkuð lausu lofti um hvað eigi þá að gera við þá nemendur sem þurfa sér- kennslu eða aðstoð í einhverju formi.“ Ólafur segir vanta úrræði til að bregðast við breyttum aðstæðum. „Segja má að nú um stundir sé einna mest verið að horfa til tveggja kennara kerfis, þar sem sérkennari og almennur kennari starfa saman og geta þá einbeitt sér að hópnum eða hluta hans eftir þörfum. Eins og staðan er hins veg- ar í dag þá erum við einfaldlega ekki nógu vel mönnuð í skólakerf- inu til að geta sleppt úrræðunum sem felast í sérdeildunum. Ef það á að sleppa þessum úrræðum þá þurf- um við að gera aðrar ráðstafanir á borð við þær að hafa færri nem- endur í hverjum bekk og hugs- anlega faglegan stuðning við kenn- ara sem eru að kenna.“ Aðspurður hvort almennir kennarar séu nægi- lega vel undirbúnir til að takast á við skóla án aðgreiningar svarar Ólafur því neitandi. „Almennir kennarar kvarta sjálfir undan því að vera ekki nægilega vel und- irbúnir. Að mínu mati þyrfti að lengja kennaranámið og fella stærri hluta sérkennslunnar inn í almenna námið.“ FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Leitaðu svara! Á Alfa er fjallað um mikilvægustu spurningar lífsins í afslöppuðu umhverfi. Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú. Kvöldmatur, fræðsla og lifandi umræður. www.alfa.is GESTUR Guðmundsson, bóndi á Kornsá í Vatnsdal í A-Húnavatns- sýslu, hefur áratugum saman átt af- komu sína tengda við landið og sauðféð og lengst af hefur hann heimt fé sitt í Undirfellsrétt að hausti. Engin breyting varð á þetta indæla haust og Gestur stóð vakt- ina og beindi fénu sem kom úr Víði- dalsfjalli leiðina til réttar. Gestur er gróinn Vatnsdælingur, þekkir hjartslátt fjallanna og hjarð- arinnar. Bending með smalastaf skilja kindurnar þó svo Kornsár- kindurnar hefðu kosið að halda beint af augum því þær þekkja leið- ina heim en Gestur veit að áfangi í Undirfellsrétt er áfangi fjárins á leiðinni heim. Í réttum er dregið í dilka þótt sumum falli það þungt, en þungir dilkar eru auðlegð bændanna flokkist þeir vel. Gestur á Kornsá er glaður því heimtur eru góðar og hann veit að menn upp- skera eins og þeir sá. Ljósmynd/Jón Sig. Gamli maðurinn og landið Blönduósi. Morgunblaðið. FJÖLDI íslenskra tollvarða og tveir færeyskir starfsbræður þeirra munu í lok mánaðarins sitja námskeið hjá þremur bandarískum tollvörðum þar sem m.a. verður fjallað um viðbúnað við hryðjuverkum og öryggismál í höfnum. Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði í kjölfar aukinna öryggis- krafna vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Sigurður Skúli Bergsson, forstöðu- maður tollgæslusviðs Tollstjórans í Reykjavík, segir að lengi hafi staðið til að halda slíkt námskeið. Banda- ríkjamennirnir hafi m.a. verið fengnir til tollyfirvalda á Norðurlöndunum. Með aðstoð utanríkisráðuneytisins og bandaríska sendiherrans hafi loks tekist að fá þá til landsins. Á námskeiðinu verður fjallað al- mennt um tollaeftirlit og einn þáttur þess er helgaður hryðjuverkavörn- um. Einnig verður fjallað um leitar- hunda, leit í flugvélum, spillingu inn- an tollgæslu o.fl. Námskeið um hryðju- verk og öryggismál AF ÞEIM tuttugu og tveimur löndum sem aðild eiga að Evrópustofnun um þróun sérkennslu eru fæstir nemend- ur á Íslandi í sérskólum eða sérdeild- um. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Cor J.W. Meijer, sérfræð- ings á vegum Evrópustofnunar um þróun sérkennslu, á málþingi um skóla án aðgreiningar sem Félag ís- lenskra sérkennara stóð fyrir í húsa- kynnum Kennaraháskólans í gær og fyrradag. Auk Meijers var Dianne Ferguson, prófessor við háskólana í Oregon og Missory St. Luis og ráð- gjafi um sérkennslu barna, sérlegur gestafyrirlesari á málþinginu. „Tölur sýna okkur að hér á landi er innan við 1% nemenda í sérskólum, en til samanburðar get ég nefnt að í heimalandi mínu, Hollandi, eru 5% nemenda í sérskólum. Þau lönd þar sem fáir nemendur eru í sérskólum eiga það öll sameiginlegt að þar er op- inber stefna þess efnis að stefnt skuli að skólum án aðgreiningar. Það sem einkennir þessi lönd einnig er að fjár- mögnunarkerfi skólanna er sveigjan- legra og hvetur jafnvel til blöndunar nemenda og er það af hinu góða.“ Að sögn Meijers er þróunin í Evr- ópu að fella sérskólana inn í almenna skólakerfið, þar sem sérkennsla er notuð á sveigjanlegri hátt þannig að ef nemendur þurfi á slíkum stuðningi eða hjálp að halda að þá sé mun auð- veldara að nálgast hana. „Í mörgum löndum er því miður aðeins um tvo möguleika að ræða, þ.e. annaðhvort geta nemendur einvörðungu sótt sér- skóla eða almennan skóla og engar leiðir eru til að sameina hvort tveggja. Þessi lönd munu hins vegar þurfa að aðlaga sig breyttum stefnum í kennslumálum og bjóða upp á fleiri valkosti, því það að skipta nemendum í hópa eftir því hvort þeir eru með eða án sérþarfa er afar einfeldningslegt viðhorf,“ segir Meijer. Öll úrræði innan sama kerfis Meijer segist oft hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi líkja sérþörfum til náms við t.d. sjúkdóm eða beinbrot. „Ef við veltum fyrir okkur hvaða kröfur eða væntingar við gerum til þeirrar aðstoðar sem við fáum ef við erum veik má í fyrsta lagi nefna að við ætlumst til að fá aðstoðina eins fljótt og auðið er. Í annan stað gerum við kröfu um að meðferðin taki eins stutt- an tíma og unnt er, í þriðja lagi viljum við geta notið þjónustunnar eins ná- lægt heimili okkar og hægt er, í fjórða lagi að úrræðin séu sveigjanleg og í fimmta og síðasta lagi að meðferðin feli í sér eins lítið inngrip og mögulegt er. Þetta eru þau fimm atriði sem við horfum til þegar meðhöndla þarf sjúkdóm. Þegar við hins vegar lítum til sérskólanna með þetta í huga þá sýnir reynslan okkur að þeir eru and- stæða alls þessa. Skólakerfi sem treystir á sérskóla er ekki sveigjan- legt, oft líður of langur tími þar til við- unandi aðstoð fæst, yfirleitt er um langtímaúrræði að ræða, þjónustan er oftast mun fjær heimilum fólks en almennir skólar og sérskólar eru í raun mesta inngrip í námsferli nem- enda sem hugsast getur,“ segir Meij- er. „Á sama tíma er sérskólakerfið það kerfi sem erfiðast er að komast út úr. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa öll úrræðin innan almenna skólakerf- isins og reyna að hafa aðstæður eins eðlilegar og hugsast getur,“ segir Ferguson og bendir á að aðaláskor- unin sem t.d. bandaríska skólakerfið standi frammi fyrir um þessar mund- ir felist í því að betrumbæta almenna skólakerfið og kennsluna á þann hátt að nemendur geti feng- ið alla þá þjónustu sem þeir þurfa innan al- menna skólakerfisins. „Við höfum rekið okkur á að sumir nem- endur eru ranglega settir í aðgreindan hóp sökum þess hvernig þeir eru skilgreindir út frá sérþörfum sínum eða fötlun og þeir hafa aldrei möguleika á að taka þátt í almenna náminu. Ég held að það sem við sjáum í hinu almenna skóla- kerfi í dag sé að kennarar vinna með nemendum á mun sveigjanlegri hátt en áður og reyna að sníða námið að þörfum, áhugasviði og getu hvers og eins. Meðal þess sem boðið er upp á er að nemendur geta unnið saman í smærri hópum eða pörum. Ef fyrir- komulagið er á þessum sveigjanleg- um nótum í kennslustofunni þá er lítið mál að bæta nemanda með sérþarfir í hópinn, vegna þess að öll hin ólíku úr- ræði eru þegar fyrir hendi,“ segir Ferguson. Sveigjanleiki er lykilatriði Leyfilegt að vera frábrugðinn Á málþingi sem Félag íslenskra sérkennara stóð fyrir nú rétt undir helgi var skóli án aðgreiningar til umfjöllunar, en að mati fræðinga er heppilegast að hafa öll úrræði innan almenna skólakerfisins. Ólafur Ólafsson Íslendingar eru fremstir meðal jafningja í málefnum skóla án aðgreiningar Cor J.W. Meijer Dianne Ferguson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.