Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 25 Ný tækifæri til verslunarreksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef þú ert með góða hugmynd um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá gæti tækifærið verið á næsta leiti. Efnt verður til forvals um verslunarrekstur í flugstöðinni. Um er að ræða brottfarasvæði bæði í eldri og nýrri byggingu stöðvarinnar sem og á móttökusvæði farþega utan fríverslunarsvæðisins. Allir sem telja sig vera með góða hugmynd um rekstur sem á erindi inn á þetta eftirsótta verslunarsvæði eru hvattir til að kynna sér málið og taka þátt í forvalinu. Kynningarfundur Kynning á forvalinu og þeim breytingum sem framundan eru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður á Grand Hótel fimmtudaginn 16. september n.k. og hefst klukkan 13.30. KYNNINGARFUNDUR á Grand Hótel 16. september kl. 13.30 Rekur þú verslun? Á kynningarfundinum verður hægt að kaupa forvalsgögn og kosta þau 5.000 krónur. Einnig verður hægt að nálgast gögn um forvalið eftir fundinn á rafrænu formi á heimasíðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, www.airport.is. Í forvalsgögnunum er meðal annars að finna leiðbeiningar um forvalið og hvernig skila beri umsóknum. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN fengið hefur að þróast lengi, veita einskonar enduruppeldi á vissum sviðum. Þannig má kenna fólki að- ferðir til þess að ala sjálft sig upp á nýjan hátt. Endurmat þarf að fara fram til þess að hægt sé að beina ljós- geislanum að ákveðnum hlutum og í framhaldi af því nota hugrænar að- ferðir og fleira til hjálpar. Á að halda hjónabandi áfram? Oft þarf fólk á miðjum aldri að gera upp við sig hvort það vilji vera í hjóna- bandi áfram. Sumir eru í hamingju- sömum samböndum og þurfa lítið um þetta að hugsa en aðrir eru í sam- böndum sem ekki hafa verið mjög lukkuleg og fara út í endurmat,“ segir Guðfinna. – Er ástæða til að eyða löngum tíma í slæmt samband? „Já, fólk er mjög hikandi við að varpa fyrir róða áratuga sambandi og þeirri sameiginlegu sögu sem það á. Slík samvera myndar þéttriðið net og einnig eru inni í myndinni börn og barnabörn – það þarf mjög mikið til að fólk yfirgefi slíkt. En það þarf að skoða þetta vel því það er ekki sama- semmerki á milli þess að vera í góðu sambandi og vera í löngu sambandi. Á miðjum aldri fær fólk oft knýjandi löngun til þess að breyta sambandi sem ekki hefur fært óblandna ham- ingju. Kannski varpa gömul atvik eins og t.d. framhjáhald skugga sínum á sambandið og þannig mætti telja. Tíminn fer að minna á sig, stundum hefur sambandið keyrt sitt skeið á enda og ekki mikið hægt að laga í en í öðrum tilvikum má bæta sambandið. Stundum er annar aðilinn búinn að velta breytingum lengi fyrir sér en hinn ekki. Ef um er að ræða langvar- andi óánægju kemur hún oft upp á yf- irborðið þegar tími endurmats rennur upp t.d. á fimmtugsaldri. Stundum upplifir fólk blómaskeið í sambandi á miðjum aldri og verður skotnara hvort í öðru, hinir sem ekki eiga slíku að fagna í sínum sambönd- um finna þá meira fyrir því og taka í framhaldi af því að hugleiða hvað sé að og hugsanlegar breytingar. Kreppa kemur upp sem vinna þarf úr. Breytileikinn er mikill í samböndum og kannski aldrei meiri en á miðjum aldri,“ segir Álfheiður. Vináttan er gífurlega mikilvæg – Hvað með vináttuna, er hún mik- ilvæg? „Já gífurlega. Eftir fertugt er vin- áttan mikið mál. Það að eiga sálu- félaga í maka sínum er mjög þýðing- armikið, ekki síst þegar allt fer að breytast og heilsan kannski að versna. Sambönd sem byggjast á að fólk sé góðir félagar ganga oftast mjög vel. Fólk orðar það gjarnan svo við okk- ur að það vilji eiga sálufélaga í maka sínum – það er orðið sem margir nota,“ segir Guðfinna. – Verður fólk hamingjusamara eft- ir skilnað? „Það er nauðsynlegt að vinna vel í málum áður en til skilnaðar kemur. Oft er skyndileg ákvörðun í þeim efn- um slæm, í ljós kemur að hún hefur ekki verið hugsuð til enda. Við reynum að hjálpa fólki að greina vel þá stöðu sem það er í og þá möguleika sem það á til þess að lag- færa það sem að er. Við tölum við fólk saman og við hvort um sig, oft vill fólk tala einslega við okkur af því að því liggur eitthvað á hjarta sem það getur ekki sagt í áheyrn makans. Við reyn- um í þessu starfi að sjá hvernig sam- bandið hefur þróast til nútímans, hver sé vandinn og meta hvaða stefnu sé réttast að fylgja inn í framtíðina. Oft þarf að kenna fólki samskiptamunst- ur sem það hefur ekki á valdi sínu. Hægt er að bjóða upp á tillögur til að byggja upp sambandið á þennan hátt en til þess að það gangi verða báðir að hafa vilja til þess. Oft gerir fólk með sér samning um að vinna í málinu í ákveðinn tíma og sjá að honum loknum hvort staðan hafi breyst. Stundum hefur staðan breyst verulega að þessu loknu og sambandið heldur áfram eða að fólk kemst að því að þetta gengur ekki upp og sambandinu er slitið. En ákvörðun um slitin verður farsælli af því að fólk hefur reynt einlæglega. Skilnaðurinn verður þá ekki eins erfiður og ella hefði orðið og ekki hefur verið flanað að honum,“ segja þær Álfheiður og Guðfinna. – Kemur það fyrir að fólk noti hjónabandsráðgjöf sem einskonar stimpil um að allt hafi verið reynt? „Sé svo er að öllum líkindum um að ræða fólk sem kemur til þess eins að geta sagt að það hafi farið til sálfræð- ings og fengið þá umsögn að sam- bandið sé erfitt. Þá segir sá hinn sami kannski: „Það var greinilegt að sál- fræðingunum fannt þetta allt of erfitt samband til þess að vinna með.“ Þá kemur viðkomandi aðili til starfsins án þess að hugur fylgi máli.“ Þær Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir hafa sem fyrr sagði skrifað saman bækur, haldið saman fjölda námskeiða og lengi rekið sam- an Sálfræðistöðina – en hvernig skyldi samstarfið hafa byrjað? „Við kynntumst á Hótel Loftleiðum 1979. Norræn sálfræðiráðstefna var haldin þar á ári barnsins og við vorum beðnar að skipuleggja blaðamanna- fundi og senda útdrætti og upplýsing- ar af því sem fram fór til fjölmiðla hér og erlendis. Við höfðum aldrei sést en helltum okkur saman út í þetta starf sem ganga þurfti hratt fyrir sig. Við þræluðumst í þessu í heila viku og samstarfið gekk vel. Í framhaldi af þessu urðum við góðar vinkonur og vildum vinna fyrirbyggjandi vinnu, t.d. veita ráðgjöf til foreldra barna. Slíkt var ekki til hér þá. Í framhaldi af þessu tók Foreldraráðgjöfin til starfa. Hún var rekin með smávægilegri fjárhagsaðstoð frá barnaverndarráði í fjögur ár en fór svo fyrir Alþingi þar sem þetta var fellt. Hugsjónastarf þetta höfðum við unnið nær kauplaust og mikið var sótt til okkar um ráðgjöf. Þegar Foreldraráðgjöfin hafði ver- ið slegin af stofnuðum við Sálfræði- stöðina og höfum rekið hana saman síðan,“ segja þær stöllur. „Barnasálfræðibókin okkar er eig- inlegur afrakstur af hugsjónastarfi Foreldraráðgjafarinnar. Fyrsta bók- in okkar var raunar „Nútímafólk“ og kom út 1986, síðan kom út umrædd barnasálfræðibók, þá voru börnin okkar að verða fullorðin og við að yf- irgefa þann vettvang. Þessu næst kom út „Sálfræði einkalífsins“ árið 2001 og nú síðustu jól kom sem fyrr sagði út bókin „Í blóma lífsins“.“ Auk þessa hefur Guðfinna Eydal skrifa „Tvíburabókina“, en hún á upp- komna tvíburasyni. Bækurnar skrifaðar í tengslum við einhvern raunveruleika „Bækurnar okkar hafa allar verið skrifaðar í tengslum við einhvern raunveruleika,“ segir Guðfinna. Tildrög þess að þær stöllur skrif- uðu „Í blóma lífsins“ voru þau að þær fundu harla lítið af bókum um þetta efni þrátt fyrir leit. Hins vegar fengu þær upplýsingar frá rannsóknaraðil- um í Bandaríkjunum sem nú eru að kortleggja niðurstöður og athuganir um fólk á miðjum aldri. Samkvæmt venju gerðu þær stöll- ur beinagrind að bókinni og skiptu bókarkaflaskrifunum svo systurlega á milli sín. Lokakaflinn í umræddri bók ber fyrirsögnina „Lífið eigum við sjálf“. Við skulum enda þessa umfjöllun á tilvitnun í þann kafla: „Enginn vafi er á því að einn mik- ilvægasti hæfileiki nútímamannsins er getan til að laga sig að hraðanum og óstöðugleikanum sem hann býr við. Aðlögunarhæfni hans við þessar aðstæður felst í að taka eftir, hlusta á og fylgjast með atburðarás, semja sig að síbreytilegum aðstæðum, en halda samt persónulegum styrk sínum. Það er oft ekki fyrr en á miðjum aldri að fólk hefur lífsreynslu og persónustyrk til að ráða við hvort tveggja. Lífs- reyndur og bjartsýnn maður á í vændum gott síðdegi í lífi sínu og get- ur tekið undir með föður hugrænnar atferlismeðferðar, Aron T. Beck: „Við ráðum ekki við dauðann, en lífið eig- um við sjálf.““ gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.