Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 26
Halla Gunnarsdóttir útskrifaðist fráKennaraháskóla Íslands vorið 2003.Lokaverkefni hennar fjallaði umhvernig kennarar gætu frætt nem- endur sína um kynferðislegt ofbeldi. Hún segir að sú hugmynd hafi síðan kviknað í sumar að kynna efnið fyrir kennurum í skólum um allt land, og viðtökurnar hafi í langflestum tilfell- um verið góðar. Spurð hver hafi verið kveikjan að verkefninu svarar Halla að hún hafi verið ákveðin í að fjalla um eitthvað sem tengdist jafnrétti í loka- verkefni sínu við Kennaraháskólann. „Það hef- ur verið mikil vitundarvakning á undanförnum árum varðandi klámvæðinguna og þau kyn- mótandi skilaboð sem endalaust dynja á börn- um og unglingum, og þá er gjarnan bent á skólana til að leysa vandamálin. Ég fór að skoða það námsefni sem til er um jafnrétti, kynmótun, hefðbundin kynhlutverk, og svo klám, vændi og kynferðislegt ofbeldi, og komst að raun um að það var mjög takmarkað. Það sló mig sérstaklega að það var nánast ekkert námsefni til um kynferðislegt ofbeldi, og það litla sem var til var fléttað inn í kynfræðslu. Það skýtur skökku við að fjalla um þetta grófa ofbeldi í tengslum við fræðslu um eitthvað sem á að vera fallegt og gott eins og kynlíf. Þá er hætta á að þetta verði allt á gráu svæði. Í ljósi barnvæðingar klámsins getur verið erfitt fyrir börn að skilja muninn á ofbeldi og kynlífi.“ Ræturnar liggja í menningunni Halla kveðst fljótt hafa áttað sig á því að það skipti miklu máli hvernig fræðslan væri lögð upp. „Ég fór því að skoða umfang og rætur þessa ofbeldis. Allar rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi sé svo miklu algengara en okkur flest grunar. Samkvæmt nýlegri ís- lenskri rannsókn má ætla að 23% íslenskra stelpna og 8% drengja hafi verið misnotuð kynferðislega á einn eða annan hátt fyrir 18 ára aldur. Það þýðir að í 30 barna bekk með jöfnu kynjahlutfalli má gera ráð fyrir því að þrjár til fjórar stúlkur og einn drengur séu fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Á bak við öll þessi tilfelli eru gerendur, og ég gerði mér smám saman grein fyrir því að þetta eru ekki bara einhverjir örfáir veruleikafirrtir menn, þeir eru of margir til þess. Þetta eru venjulegir menn, í þeim skilningi að þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu ofbeldismenn. Og fyrst þetta er svona algengt hlýtur það að eiga einhverjar rætur í menningunni. Ég vil meina að kynferðisofbeldi sé grófasta birtingarmynd kynjamisréttis í samfélaginu og að það verði að skoða í því ljósi. Ég tel því að það væri rétt að byrja á því að fræða nemendur um jafnréttisbaráttuna og þá þætti sem mótað hafa hin hefðbundnu kynhlut- verk. Í kennslubókum í sögu er jafnréttisbar- áttunni sjaldnast gert hátt undir höfði. Það er kannski fjallað um kvennasögu í átjánda kafla og síðan er haldið áfram með mannkynssög- una. Ég byrjaði því lokaverkefni mitt á um- fjöllun um sögu jafnréttisbaráttunnar. Það kynjamisrétti sem enn er við lýði í dag byggist í rauninni á óskráðum reglum sem við- haldið er með markvissri kynmótun. Annar kaflinn í verkefninu fjallar því um kynmótun og staðalmyndir. Kynmótun merkir í rauninni öll skilaboð sem við sendum börnum um að þau eigi að hegða sér á einhvern ákveðinn hátt eftir því af hvoru kyninu þau eru. Þetta geta verið einfaldir hlutir, eins og það að við notum allt öðruvísi orð eftir því hvort við tölum við stráka eða stelpur. Kynin fá ólíkt viðmót í skólastof- unni og fjölmargar rannsóknir sýna að strákum er hampað fyrir allt annað en stelpum og öfugt. Fólk verður til dæmis óöruggt ef það veit ekki af hvaða kyni lítið barn er, því það velur lýsingarorð í samræmi við kynið. Strákar fá að heyra hvað þeir séu sterkir og manna- legir, á meðan stelpur eru sagðar sætar og al- gjörar prinsessur. Og öll þessi skilaboð taka börnin til sín. Smám saman búum við til tvö kyn sem sitja ekki við sama borð.“ Halla undirstrikar að kynmótun varði okkur öll, því langflest eigum við einhver samskipti við börn. „Það eru ekki bara foreldrar og kenn- arar sem hafa mótandi áhrif á börnin, heldur allir sem þau eiga samskipti við. Þess vegna þurfum við öll að skoða þetta hjá okkur sjálf- um. Það er mjög mikilvægt að vinna gegn þeim hugmyndum að stelpur hafi ákveðna eiginleika og strákar aðra, því þá erum við um leið að halda öðru kyninu frá ákveðnum eiginleikum. Við gefum strákum ekki færi á að þroska með sér viðkvæmni og umhyggju, að vera rólegir og dunda sér, og stelpum ekki færi á að þroska kraft, þor og frumkvæði. Í gegnum alla þessa kynmótun viðhöldum við hinum hefðbundnu kynhlutverkum og því valdaójafnvægi sem rík- ir milli karla og kvenna. Þetta valdaójafnvægi kemur í sinni ljótustu mynd út sem kynferð- islegt ofbeldi.“ Má ekki forðast að fjalla um efnið Kynferðislegt ofbeldi er viðkvæmt og vand- meðfarið umfjöllunarefni, en Halla leggur Morgunblaðið/Ómar Halla Gunnarsdóttir segir að leiða megi líkur að því að aukin fræðsla minnki tíðni kynferðislegs of- beldis og auðveldi þolendum að leita sér hjálpar. Grófasta birtingarmynd kynjamisréttis Halla Gunnarsdóttir leggur senn í ferð um landið til að kynna kennurum hvernig fræða megi nemendur um kynferðislegt ofbeldi. Hún sagði Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur að í þrjátíu barna bekk séu að jafnaði þrjár til fjórar stúlkur og einn drengur þolendur. 26 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Glæsileg hönnun, vandaður frágangur og frábær staðsetning. Öllum íbúðum fylgir merkt stæði í bílageymslu og lyftur ganga milli allra hæða. Íbúðirnar eru afhentar fullinnréttaðar með innréttingum frá Brúnás og án gólfefna. Nokkrar íbúðir eru enn fáanlegar á þessum frábæra stað. Verð frá 19,8 millj. Teikningar og nánari upplýsingar á www.eykt.is • Arkitektar: T.ark, Brautarholti 6 F í t o n / S Í A F I 0 1 0 6 0 1 Umboðssala og nánari upplýsingar: Kjöreign Sími 533 4040 SKÓGARSEL – ALASKAREITUR TIL SÖLU ÍBÚÐIR Í FJÖLBÝLI 105m2 – 145m2 Íbúð 307 – 3ja herb – 137,5m2 Björt og falleg íbúð með sérinngangi af svölum. Mjög stórar svalir, rúmgóð herbergi og opið eldhús. Þvottahús inn af baði. Íbúð 201 – 3ja herb – 142m2 Gríðarlega stór stofa með útgang á suður- svalir, stórt og fallegt eldhús, sérinngangur af svölum. Þvottahús inn af baði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.