Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Sannast sagna hnykkti mérvið er ég las hér í blaðinu ádögunum, að fyrir mörgum árum hafi laun kennara, presta og þingmanna verið svipuð, segir okk- ur að ekki er allt alslæmt við for- tíðarþrá. Ekki hyggst ég blanda mér í launadeilur af nokkru tagi enda síður innan ramma pist- ilskrifa minna, hins vegar kom þetta af stað hreyfingu í heilahvel- inu, hnikaði óþyrmdarlega við mörgu, þyrlaði loks upp nær- tækum hugrenningum. Líti maður á þjóðfélag okkar og þróunina í heild sinni, er borð- leggjandi að með þessu hefur kennarastéttinni verið þrýst niður á við í virðingarstiganum, líkt og hún hafi minna vægi en fyrrum. Og þótt hér sé helst um grunn- skólana að ræða fýsir mig að koma nokkrum orðum að, snertir ekki aðeins kennarastéttina heldur einnig háskalega þróun mála í uppeldismálum almennt með víðtæk áhrif út í þjóðfélagið. Inntakið í frægri setningu Platons, inniber að grunnur menntunar sé það sem á tíma end- urreisnar fékk samheitið list, þ.e. framrás skapandi atriða og gagn- virk samræða. En samkvæmt rannsóknum hins heimskunna enska rithöfundar Sir Herberts Read (1893–1968) varð á þessu við- snúningur í tímans rás, og lögðu „beturvitandi“ skólamenn fyrri alda grunn að þeirri öfugþróun. Meginveigurinn í kenningum Plat- ons var að öll afmörkuð fræðsla ætti að vera skapandi, opin, lifandi og fjölþætt, nefndur Read var ein- mitt þekktur fyrir þá baráttu sína að koma þessum atriðum og listum aftur inn í menntakerfið. Vildi að þau fengju sinn gamla sess í ljósi þess að í kjarna sínum hafi grunn- urinn ekki rokkast frekar en heil- inn stækkað, ennfremur um að ræða undirstöðu allrar menntunar. Skrifaði í því skyni bókina; „Education through Art“, í þýskri þýðingu „Erziehung durch Kunst“, sem á íslenzku gæti heitið; Upp- eldi með fulltingi listar eða Upp- eldi í skjóli listar. Nýrri tíma rann- sóknir segja okkur, að þrátt fyrir allar tækniframfarir höfðu fornar þjóðir í þeim mæli til að bera and- legan þroska og hugvit að vekur ótal spurningar um þróunarferil mannsins, hvað sé hér fram og hvað aftur. Grimmdin og siðleysið hafa í öllu falli ekki látið undan síga þrátt fyrir hina svonefndu og margprísuðu siðmenningu, nývakin stóröld átakanlegt dæmi þar um. Líti maður til rismikillamenningarþjóða kemur íljós, að uppeldisfrömuðir njóta mikillar virðingar og umbera samkvæmt því. Ætti að vekja til umhugsunar, að í þessum efnum tökum við illu heilli síður mið af voldugustu þjóð heims um þessar mundir, sem við þó í flestu drög- um dám af. Einkum ekki hvað varðar uppeldismál og listir, ei heldur fremstu þjóðum Evrópu, hvað þá að okkur komi til hugar að laga hlutina að sérstöðu okkar sem einangraðs eyríkis. Að viðurkenna þær viðblasandi staðreyndir myndi stækka okkur, en í þess stað búum við við einslitt og staðlað kennslu- kerfi sem að meginhluta er sótt í allt annað menningarumhverfi, sér í lagi á hinum Norðurlöndunum. Einkum Svíþjóðar, þar sem kerfið hefur lengi gengið fyrir eins konar sósíölskum jöfnuði og meðal- mennsku, felur í sér að allt kemur miðstýrt og niðursoðið að ofan, fyrir vikið fengu þarlendir á sínum tíma neikvætt tiltal frá menning- arstofnun Sameinuðu þjóðanna. Hömlur voru lagðar á tjáning- arfrelsi þolenda í nafni óhefts frelsis, þeir út úr myndinni sem ekki voru með á nótunum, óhreinir ef ekki líkþráir. Þetta heitir öfugsnúningur, forsjárhyggja og heilaþvottur, og hefur einkum færst yfir til myndlistarskólanna hvar sjálfskipuð einslit elíta beinir nemendunum inn á réttar brautir, fræðin látin hafa vinninginn fram yfir andríkar verklegar athafnir, ritgerðir þýðingarmesti hluti loka- verkefnisins. En hvort skyldi mik- ilvægara þegar hús er byggt, smíðin sjálf og hönnunin eða lýs- ing á útliti þess, herbergjaskipan o.s.frv? Þjóðfélaginu ber alfarið að sjá um menntunina að mati viðkom- andi, einkaskólar út úr myndinni og ein heildarstefna mörkuð. Býð- ur meðalmennsku heim eins og reynslan er til vitnis um, í Dan- mörku er komið upp hrikalegt aga- vandamál í grunnskólum, fáfræði nemenda um það sem næst þeim snýr sem og landafræði almennt varð að fjölmiðlafári fyrir ári og hrukku þá margir við. Hér þekki ég minna til Noregs og Finnlands, en hef iðulega beðið guð að hjálpa mér þegar hérlendir grunn- og framhaldskólanemar eru spurðir um eitthvað sem varðar sjón- menntir almennt. Þessi viðtekna skólastefna ermjög á skjön við þróuninaþar sem menntunargrunn- urinn var öflugastur langt fram eftir tuttugustu öldinni, einnig flest það sem á allra síðustu árum er helst uppi á teningnum. Vísa til hinna mörgu sjálfseignarstofnana í Bandaríkjunum og einkaskóla í Englandi, Frakklandi og Þýska- landi. Fýsir einnig að víkja enn einu sinni til þess að um tveggja ára skeið voru uppi harðar deilur um skólakerfið í Þýskalandi. Kom- ust menn á endanum að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, sem lesa mátti í viðamikilli samantekt í vikuritinu Der Spiegel, að fjöl- breytnin væri af hinu góða. Sam- hæfing sem og fjölbrautaskólar væri engin heildarlausn enn frem- ur varhugaverð framtíðarsýn nema við ákveðnar aðstæður. Nið- urstöður umfangsmikilla rann- sókna undirstrikuðu þetta ræki- lega. Helstu einkenni forsvarsmanna samhæfingar og einslitrar skóla- stefnu er óbeit þeirra á einka- framtaki, einnig skoðunum sem falla ekki að sérsmíðuðum og gefn- um stefnumörkum, vægast sagt viðhöfð mjög óvönduð meðul er þrengja skal þeim fram. Að ég best veit er bandaríska skólakerfið mjög fjölþætt, þó fór þar einnig fram umbylting í listaskólum sem leiddi til mjög loftkenndra vinnu- bragða og mörg listspíran dauð- fegin er gamla kerfið var hafið til vegs á ný í hinum svokölluðu aka- demíum, sama sagan gerðist í Evr- ópu. Hér liggur mat á vægi mark- aðra viðhorfa á samtímalistum, frjálslyndi og íhaldsemi full- komlega á milli hluta, opinberir listaskólar eiga ekki að vera leið- andi í þeim efnum, einungis sinna hlutverki sínu sem opnar og víð- sýnar menntastofnanir er miðla hlutlægum fróðleik. En á seinni tímum virðast þeir í vaxandi mæli hafa gengið í þjónustu þröngra markaðsafla í listheiminum, svo- nefndra listpáfa beggja megin Atlantsála, sem sjást ekki fyrir í viðleitni sinni við að koma skjól- stæðingum sínum á framfæri. Til að halda mönnum við efnið, mark- aðnum uppi og peningaflæðinu gangandi, hafa þessi stefnumörk svo aftur haft í för með sér brýna nauðsyn þess að stokka reglulega upp spilin í listheiminum, ekki síð- ur en í hátískunni, stöðugt verið að setja ný og harðsoðin stílbrögð á oddinn. Virðast á ferð sömu lögmál hraðans og þegar menn segja að ekkert sé eldra og úrkynjaðra en dagblað frá í gær, enda seljast slík ekki, ferskar fréttir dagsins gaml- ar á morgun. Hér skýtur skökku við þar sem listhugtakið hefur um þúsundir ára verið tengt var- anlegum gildum, jarðbundinni samræðu og rökfræði. Undirorpið þróun sem hefur öðru fremur farið fram á myndfletinum, og sam- anlögðum geirum myndlistarinnar, hún jafnframt alla tíð verið sjón- ræn sagnfræði og spegilmynd framþróunar … Að listaskólar skuli hér helsthafa verið notaðir sem við-mið, kemur til vegna nær hálfrar aldar reynslu minnar innan veggja þeirra, fyrst sem nemanda en svo kennara. Meginveigurinn skrifanna þó að vekja athygli á vægi kennarastarfsins og þeirri öfugþróun að ýta skapandi atriðum huga og handar út úr námskrám framhaldsskóla … Þegar verið er að takast á við hátækni og hraða nútímans hljóta gömlu viðhorfin um íhaldssemi og frjáslyndi að vera úrelt, grunn- urinn og þekkingarmynstrið hins vegar í brennidepli. Fullkomlega út úr myndinni að gera uppreisn gegn ákveðnum kennsluháttum fortíðar, ýta út af borðinu, hins vegar löngu kominn tími til að gera (lista)skólana að sjálfstæðum stofnunum, með þann vitræna grunn sem Platon mótaði í upphafi að leiðarljósi. Viðkemur á einhvern hátt öllum skólastigum, ekki síst grunnskólunum sem eru að móta óplægðan jarðveg, ábyrgir fyrir framtíð ungviðisins og um leið æskilegt að þeir hafi innan vé- banda sinna best menntuðu kenn- arana, jafnframt í stöðugri end- urnýjun. Ef meta ætti skólastigin til mannvirðinga og launa eftir vægi þeirra, er nærtækt að grípa til lík- ingamáls og varpa fram þeirri spurningu, hvort heldur grunn- urinn eða þakið sé mikilvægara á fimm hæða steinhúsi. Um þak má alltaf skipta en húsið hrynur ef grunninum er kippt undan því, síg- ur og brestir koma í veggi þess ef hann er ekki traustur, þannig háskaleg stefna ef ekki kolröng að vanda ekki vel til undirstöðunnar, umbuna gerendum þarnæst sam- kvæmt því. Einnig að vanmeta samanlagða kennarastéttina, skipa henni ekki til sætis þar sem henni ber réttilega að vera, búa henni skilyrði til frjórra athafna, helst eins og best þekkist úti í heimi. Uppeldi með fulltingi listar Platon lagði svo fyrir að skapandi kenndir og frjó hugsun skyldi í forgrunni uppeldis, tveir ásar á vit framtíðar. SJÓN- SPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.