Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 31 Enska fyrir börn Barnanámskeið hefjast 25. september Það er leikur að læra 6-7 ára Talnanámskeið 8-9 ára, 10-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk 588 0303 Það er leikur að læra  Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Kraká 25. okt. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Sorrento 30. sept. Kr. 79.900 7 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. Barcelona 24. okt. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum m.v. 2 fyrir 1. Gildir frá sunnudegi til fimmtudags. Róm 6. okt. Kr. 69.900 4 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. Prag 4. okt. Kr. 25.870 Flugsæti með sköttum. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Budapest 11. okt. Kr. 25.780 Flugsæti með sköttum. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. HANDAVINNUNÁMSKEIÐ í Kópavogi og Selfossi Boðið er upp á kennslu í silkiborðssaumi (1-2 og 3), hvítsaumi í upphleyptum ullarsaumi, herpisaumi, „kunstbroderi“, svartsaumi, þrívíddarsaumi, harðangri og annarri almennri handavinnu. Innritun og upplýsingar hjá Jóhönnu Snorradóttur í síma 554 1774 eða 697 8030 milli kl. 15.00 og 18.00. Námskeið hefjast 15. september nk. Listagallery Ingu. HAUSTVEIÐIN er víða hin ágæt- asta og þakka menn fyrir haust- demburnar þótt vætan hefði mátt koma fyrr. Straumfjarðará á Snæ- fellsnesi hefur t.d. verið afar vatns- lítil í allt sumar, en stefnir nú hugs- anlega í metveiði. Mest hafa veiðst þar 436 laxar og líklega verður veitt til 19. september. Nú er vatnshæð góð, veiði góð og lax enn að ganga. Ástþór Jóhannsson í Dal, einn leigutaka árinnar sendi Morgun- blaðinu pistil um gang mála í sumar sem hljóðar í aðalatriðum svo: – Nú er að ljúka einu besta veiði- sumri í Straumfjarðará en áin er komin í 420 laxa og enn er veitt í nokkra daga. Það gæti því fallið veiðimet frá 1981. Áin er nú að bæta sig þriðja árið í röð sem er vonandi merki um að hún sé að komast uppúr lægð sem varað hefur síðasta einn og hálfan áratug, er hún fór varla yfir 300 laxa. Nú fer hún hátt yfir þá tölu þriðja árið í röð, sem ekki hefur gerst í rúm 20 ár. Fyrir þann tíma fór hún nánast aldrei undir 400 laxa áratugina þar á undan. Við erum því að vonum kát. Undanfarin sjö ár hef- ur eingöngu verið veitt á flugu. Uppistaða veiðinnar í sumar byggist á kröftugum smálaxagöngum og hafa verið að veiðast lúsugir smálax- ar fram á síðustu daga. Nú rignir stíft og áin hefur brostið í ólgandi fljót þess á milli sem hún er með kröftugt vatn og draumaskilyrði, með laxi um alla á. Einnig hefur ver- ið talsvert af sjóbirtingi í neðri hluta árinnar. Í sumar hefur nánast öllum tveggja ára laxi verið sleppt aftur og hafa veiðimenn verið nánast einhuga um það. Við erum strax farin að hlakka til næsta sumars. Frábær skot síðustu daga Fregnir berast af góðum skotum hér og þar, enda komið líf í árnar eftir rigningar, sem hafa meira að segja náð í Dalina og húnvetnsku árnar, sem lengst af fengu ekki deigan dropa. Veiðimaður í Víði- dalsá fékk t.d. nýverið 19 laxa á tveimur dögum, þar af 10 seinni morguninn sinn. Önnur skemmtileg saga er úr Gljúfurá í Borgarfirði þar sem tveir félagar sem deildu stöng í einn og hálfan dag lönduðu 14 löxum. Þetta var allt á flugu og eftir því tekið að enginn laxanna var beinlínis leginn. Mest fengu þeir í Móhyljunum tveimur, Oddahyl og Eyrarhyl. Laxá komin á endasprettinn Laxá í Dölum er nú á sínum nán- ast árvissa endaspretti og þar hefur verið mok síðustu daga. Fyrstu viku september veiddust 230 laxar í ánni, sem var þá komin í 960 laxa. Lokatala úr Blöndu Enn ein lokatalan hefur nú borist, búið er að loka Blöndu og endaði hún með 1.465 laxa, mun betri veiði en í fyrra, er veiddust 504 laxar. Hítará hærri en í fyrra Líkt og aðrar ár á Snæfellsnesi hefur Hítará gefið betri veiði en á síðasta sumri. Fyrir skemmstu höfðu veiðst um 480 laxar í ánni, en allt síðasta sumar veiddust þar 448 laxar. Hítará var afar vatnslítil eins og aðrar ár lengst af, en er nú kom- in í samt lag á ný. Þennan fallega 8 punda sjóbirting veiddi Eyrún I. Sigþórsdóttir í síð- ustu viku í Botnsá í Tálknafirði. Haustveiðin víða frábær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.