Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 33 Saddam Hussein einstakur að því leyti að honum yrði ekki haldið í skefjum og hann myndi nota hvert tækifæri til að myrða Bandaríkjamenn án tillits til þess hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir hann eða land hans. Í öðru lagi hefði Hussein lagt Al-Qaeda lið og jafnvel aðstoðað við árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Í þriðja lagi væri Hussein við það að komast yfir kjarnorkuvopn. Í fjórða lagi ætti hann efna- og sýklavopn, sem hægt væri að nota með hryllilegum hætti gegn Bandaríkjamönnum heima fyrir eða bandarískum hermönnum í Mið-Austurlöndum. „Nánast engin af fullyrðingum stjórnarinnar stóðst skoðun og upplýsingar, sem koll- steyptu þeim öllum voru aðgengilegar bæði utan og innan Bandaríkjastjórn- ar áður en stríðið hófst,“ skrifar Kauf- mann. „Engu að síður endurtóku emb- ættismenn stjórnarinnar ítrekað aðeins öfgakenndustu fullyrðingar um ógnina og kæfðu gögn um hið gagn- stæða.“ Kaufmann spyr hvers vegna banda- rískum stjórnvöldum hafi tekist þetta og veltir fyrir sér hvort í þessu tilfelli hafi skapast einstakar kringumstæður vegna 11. september og því sé um undantekningu að ræða, eða hvort draga megi almennar ályktanir af þessari reynslu. Ýkjur og ógnir „Það er sérstaklega mikilvægt að átta sig á takmörkum þess hversu langt sé hægt að ganga í að ýkja ógnina vegna þess að stjórn Bush hefur tekið upp kenninguna um fyr- irbyggjandi stríð sem miðað við fyrri stefnu varðandi stríð eykur verulega líkurnar á því að Bandaríkin taki þátt í stríðsævintýrum af ýms- um toga,“ skrifar hann. Í grein sinni hrekur Kaufman röksemdir Bush-stjórnarinnar lið fyrir lið. Hann segir að fyrri hegðun Saddams Husseins beri því síður en svo vitni að þar væri á ferð óútreiknanlegur brjálæðingur sem tæki rakalausa áhættu. Því hefði verið hægt að halda honum í skefjum án stefnubreytingar en Bush hefði tekist að snúa umræðunni upp í það að nauðsynlegt væri að fara í fyrirbyggjandi stríð til að bregðast við ógninni sem af honum stafaði. Engar sönnur hafi verið færðar á það að tengsl hafi verið milli Al-Qaeda og Husseins. Stjórn hafi sagt að tvennt væri til vitnis um það, annars vegar að hryðjuverkamaðurinn Mohammed Atta, sem flaug fyrri vélinni, sem flogið var á turnana í New York 11. september, hefði hitt íraskan leyniþjónustumann í Prag, hins vegar að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi hryðjuverkasamtak- anna Al-Tawhid, hefði fengið skól í Írak og væri milliliður stjórnar Husseins og Al-Qaeda. Bæði bandaríska alríkislögreglan, FBI, og leyniþjónustan, CIA, komust að þeirri niður- stöðu að fundur Atta hefði sennilega aldrei átt sér stað og hann hefði ekki einu sinni verið í Prag umræddan dag. Engu að síður endurtók Dick Cheney þessa fullyrðingu hvað eftir ann- að. Í september 2003 dró Bush þó til baka full- yrðingar stjórnarinnar um að Írakar hefðu ver- ið viðriðnir hryðjuverkin 11. september. Þá bendi ekkert til þess að Zarqawi hafi verið í samstarfi við stjórn Husseins. Zarqawi hélt til á slóðum Kúrda í norðurhluta Íraks og þar hafði Hussein lítil ítök. Í þokkabót starfaði hann með samtökum í Írak sem höfðu að mark- miði að steypa Hussein. Hins vegar bendir ým- islegt til þess að Zarqawi sé í tygjum við Al- Qaeda og hafi leitað til þeirra eftir aðstoð til að berjast gegn hersetuliði Bandaríkjamanna í Írak. Kaufmann segir að með fullyrðingum sínum 2002 og 2003 um að Írakar hefðu endurvakið kjarnorkuvopnaáætlun sína hafi stjórn Bush horft framhjá því að engar vísbendingar voru um að Írakar gætu auðgað úran eða komið sér upp getunni til þess í fyrirsjáanlegri framtíð. Samkvæmt gögnum CIA hefðu Írakar þurft fimm ár í viðbót og lykilaðstoð að utan og samkvæmt bandaríska varnarmálaráðuneytinu myndu þeir í fyrsta lagi ná því eftir fimm ár og jafnvel aldrei eftir því hvort viðskipta- þvingunum hefði verið haldið áfram eða ekki. Til vitnis um kjarnorkuvopnaáætlun Íraka lögðu Bandaríkjamenn fram að Írakar hefðu reynt að flytja inn álrör sem aðeins hentuðu þeim sem væru að framfylgja kjarnorkuáætlun. Þegar stjórnvöld héldu þessu fram höfðu sér- fræðingar CIA, orkumálastofnunar Bandaríkj- anna og utanríkisráðuneytisins hins vegar þeg- ar komist að þeirri niðurstöðu að sönn- unargögnin styddu ekki þessa túlkun. Al- þjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) benti einnig á að mjög ósennilegt væri að þessi rör hentuðu til notkunar í skilvindur, sem Banda- ríkjamenn héldu því fram að ætti að nota þær í, en væru hins vegar ákjósanleg til smíði sprengna sem Írakar hefðu notað í 15 ár. Þá hefðu Írakar pantað 120 þúsund stykki sem væri sýnu meira en nokkurn tímann þyrfti að nota til að auðga úran en hentuðu til fram- leiðslu sprengna fyrir stórskotalið. Kaufmann bendir einnig á að eftir að hafa fengið að skoða aðstæður í Írak í fjóra mánuði frá desember 2002 til mars 2003 hafi IAEA getað takið af nánast allan vafa um að engin kjarnorkuvopna- áætlun væri fyrir hendi. Enginn vafi heldur fullvissa Stjórn Bush hélt því fram að Írakar ættu miklar birgðir af efna- og sýklavopn- um og framleiddu stöðugt meira. Kaufmann segir að í ljósi fullyrðinga um að Írakar væru við það að komast yfir kjarnorkuvopn hefðu fullyrðingar um ógnina af efna- og sýklavopn- um ekki skipt sköpum, í það minnsta ekki í ljósi þeirrar eyðileggingar sem Hussein hefði getað valdið Bandaríkjamönnum. Stjórnin hafi heldur ekki útskýrt hvernig það að ráðast inn í Írak myndi draga úr þeirri hættu sem Banda- ríkjamönnum stafaði almennt af slíkum vopn- um þar sem vitað væri að fjöldi ríkja ýmist ætti slík vopn, eða gæti komið sér þeim upp með hraði, þar á meðal ríki sem hefðu gert meira til að aðstoða hryðjuverkamenn en Írak- ar. „Þessar staðhæfingar skiptu fremur máli við að renna stoðum undir fullyrðingar stjórn- arinnar um að innilokunarstefna dygði ekki til að koma í veg fyrir að Hussein kæmi sér upp gereyðingarvopnum vegna þess hvað sannan- irnar um kjarnorkuógnina voru veikar,“ segir hann. Engar vísbendingar hafa fundist um efna- eða sýklavopn eftir stríðið en eins og Kaufmann bendir á er mun auðveldara að fela búnað til að framleiða slík vopn, en kjarn- orkuvopn, þannig að erfiðara var að segja til um það með vissu fyrir stríðið hvort Írakar ættu efna- og sýklavopn eða væru að framleiða þau. Hins vegar hafi liðsmenn Bush aldrei gengist við því að nokkur vafi léki á því að þessi vopn væri að finna í Írak þótt leyniþjón- usta varnarmálaráðuneytisins hefði sent frá sér skýrslu þar sem sagt var að ekki væru „neinar áreiðanlegar upplýsingar um að stjórn Íraks búi yfir sýkla- eða efnavopnum.“ „Við vitum að Saddam Hussein er staðráðinn í því að geyma gereyðingarvopn sín og staðráðinn í því að búa til fleiri,“ sagði Colin Powell. Bush sagði í mars 2003, sama mánuði og ráðist var inn í Írak, að vitað væri að Írakar flyttu efna- og sýklavopnin til á hálfs til eins sólarhrings fresti. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra sagði: „Við vit- um hvar þau eru. Þau eru á svæðinu í kringum Tíkrít og Bagdad og eitthvað þar fyrir austan, vestan, sunnan og norðan.“ Stjórnin hafi aldrei lagt fram trúverðug gögn um að efna- og sýklavopn væru í Írak, en trúverðugasta til- raunin hefði verið ræða Colins Powells hjá ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna 5. febrúar 2003. Þar sýndi hann myndir af bifreiðum, sem hann sagði að í væru rannsóknarstöðvar til að búa til sýklavopn. Sérfræðingar hefðu hins vegar dregið þessar fullyrðingar í efa og eftir að Hussein var steypt af stóli hefðu tveir bílar lík- ir þeim, sem lýst var í ræðu Powells, fundist. Í þeim hefðu verið gasrafalar til að blása í veð- urkönnunarbelgi. Markaðstorgið brást Kaufmann kemst að þeirri niðurstöðu að fimm þættir hafi ráð- ið úrslitum um það að markaðstorg hugmyndanna brást í aðdraganda Íraksstríðsins. Í fyrsta lagi hafi stjórn Bush tekist að beina umræðunni í nýjan farveg þannig að hún hætti að snúast um að halda Saddam Hussein í skefjum með innilokunar- stefnu og koma í veg fyrir að hann seildist til aukinna áhrifa í sínum heimshluta og fór að snúast um það hvernig koma ætti í veg fyrir að gerðar yrðu beinar árásir á Bandaríkjamenn. Stjórn Bush gat í öðru lagi stjórnað því hvaða upplýsingar komu fyrir sjónir almennings. Í þriðja lagi nýtur forsetaembættið forskots í umræðum um þjóðaröryggi. Í fjórða lagi brugðust þær stofnanir, sem eiga að veita að- hald, allt frá fjölmiðlum og sjálfstæðum sér- fræðingum til pólitískra andstæðinga og á þeim veltur að markaðstorg hugmyndanna gegni hlutverki sínu. Í fimmta lagi er síðan það and- rúmsloft, sem myndaðist við áfallið vegna hryðjuverkanna 11. september. Margt hjálpaðist að við að auðvelda Bush að safna fylgi almennings við stríðið í Írak með þeim árangri að 71% Bandaríkjamanna studdi það þegar það hófst í mars 2003, samkvæmt könnun stofnunarinnar PIPA. (Á sama tíma var 71% Bandaríkjamanna ánægt með frammi- stöðu hans. Í apríl á þessu ári var stuðningur við stríðið 41 til 46% samkvæmt könnun sömu stofnunar og 46–52 ánægð með frammistöðu hans í embætti.) Stjórn Bush stóð sameinuð að baki sínum málstað, en demókratar voru klofn- ir í afstöðu sinni og gátu því ekki komið fram sem ein heild. Sama er að segja um fræði- mannasamfélagið. Stjórnvöld hafa öflugar stofnanir á bak við sig og slíkt bolmagn til að afla upplýsinga að það getur verið erfitt að ætla að beinlínis sé verið að mata almenning á röngum upplýsingum. Sá sem stjórnar upplýs- ingunum getur haft afgerandi ítök í um- ræðunni. Við slíkar aðstæður ríkir í besta falli fákeppni á markaðstorgi hugmyndanna og tómt mál að tala um jafnræði. Það er því ekki að furða að nú er rætt um það að tryggja þurfi sjálfstæði og breyta skipulagi þeirra stofnana sem sjá um að afla stjórnvöldum upplýsinga sem þau eiga að nota ákvörðunum sínum til grundvallar. Heitur pottur og bakki sundlaugarinnar í Grafarvogi speglast í húsi sundlaugarvarðarins. Sá sem stjórnar upplýsingunum get- ur haft afgerandi ítök í umræðunni. Við slíkar aðstæður ríkir í besta falli fá- keppni á markaðs- torgi hugmyndanna og tómt mál að tala um jafnræði. Laugardagur 11. september Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.