Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Kórsalir - „Penthouse“ Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id Ein glæsilegasta „penthouse“-íbúð landsins með stórkostlegu útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið. Íbúð- in, sem er á tveimur hæðum, er 291,3 fm ásamt tveimur stæðum í bílageymslu. Neðri hæð skiptist í stofu, eldhús, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi og þvottahús. Efri hæðin skiptist í stofu, baðher- bergi og svefnherbergi. 40 fm svalir með fullkomnum nuddpotti. Eign sem hefur allt. Hönnuður íbúðar er Pétur Birgisson. 4750. Verð 59,0 millj. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 SJÁVARGRUND 5A, GARÐABÆ. Opið hús í dag frá kl 14-16. Sérstaklega skemmtileg íveruíbúð með glæsilegu útsýni. Vönduð 125 fm 3ja herbergja íbúð í hringhúsinu Garðabæ. Stór stofa með frábæru útsýni. Snæ- fellsjökull, Bessastaðir, Arnarnesvogurinn, Seltjarnarnes, Kópavogur, Perlan, Reykjavík. Forstofa, 2 góð svefnherbergi, gott þvottahús, snyrtilegt eldhús og baðherbergi. 20 fm skjólgóð einkaverönd þar sem sólar nýtur allan daginn. Gott einkastæði í lokaðri bílageymslu með inngangi beint inn í íbúð í lokaðri bílageymslu með inngangi beint inn í íbúð. Hentar fólki sem vill njóta lífsins við Sjávarsíðuna með Glæsilegu útsýni. VERÐ AÐEINS KR. 19.900.000. BRUNA- BÓTAMAT KR. 17.975.000. Þórhallur tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 14-16. OPIÐ HÚS - SJÁVARGRUND 5A OPIÐ HÚS MILLI KL. 14 OG 15 Í SVÖLUÁSI 1A - HF. Sérlega glæsileg 4ra herbergja endaíbúð á 3. hæð, 105,9 fm. Sérinn- gangur af svölum. Parket og flísar á gólfum. Kirsuberjainnréttingar. Glæsilegt baðherbergi, baðkar með sturtuaðstöðu. Þvottahús í íbúð. Frábært útsýni og góðar svalir. Stutt í skóla, klætt fjölbýli. Verð 16,9 millj. Gunnar Ólason sölufulltrúi Akkurat tekur á móti þér. Gsm 694 9900 Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Glæsilegt 170 fm pallabyggt raðhús á tveimur hæðum með innb. 24 fm bílskúr. Neðri hæðin skiptist í anddyri, hol, eldhús með fallegri kirsuberjainnrétt- ingu og tvö herbergi. Baðher- bergi flísal. og með innr. Þvotta- hús með innr. og innangengt í flísal. bílskúr. Á efri hæð eru 2 stór svefnherb. og rúmg. sjón- varpshol. Bomanite-stéttar og bílaplan. Glæsileg eign á eftirsótt- um stað. Verð 26,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 OPIÐ HÚS - VIÐARÁS 45 SÍMI 5 900 800 Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Til sölu er 216 fm verslunarhúsnæði á besta stað í Hamraborginni í Kópa- vogi. Um er að ræða einstaklega bjart húsnæði með mjög stórum glugg- um, sem blasa við umferð á svæðinu. Frekari upplýsingar veitir Ingileifur Einarsson lgf. EINSTAKT TÆKIFÆRI ÉG VIL byrja á því að þakka Ara Trausta fyrir fróðlega grein um ferða- og umhverfismál hér í Morg- unblaðinu 30. ágúst síðastliðinn. Í greininni vakti hann athygli á þeim vanda sem vélhjólaíþróttamenn standa frammi fyrir, en það er óábyrgur akstur fámenns hóps. Innan vélhjóla- íþróttageirans eru starfræktir klúbbar sem vinna að fram- gangi íþróttarinnar. Vélhjólaíþróttaklúbb- urinn (VÍK) er þeirra stærstur og hefur í 26 ár barist fyrir því að fá viðunandi og varanlega æfingaaðstöðu fyrir fé- lagsmenn sína. Þrauta- ganga stjórnarmeðlima í þessum málum hefur verið þyrnum stráð og oftar en ekki er talað fyrir daufum eyrum þegar sjónarmið klúbbsins hafa verið kynnt. Á síðasta ári fékk félagið þó úthlutað svæði til afnota sem nýtist aðeins hópi hjólamanna sem æfa og keppa í motocrossi. Á sama tíma hafa tilraunir félagsins til að fá úthlutað svæði þar sem hægt væri að stunda svokallaðan þolakstur (enduro) í náttúrulegu landslagi ekki borið ár- angur. Aukin umferð mótorhjóla er því að hluta til afleiðing aðstöðu- leysis. Síðan umræða um utanvegaakstur mótorhjóla fór af stað hefur það sýnt sig að langflest mótorhjólafólk for- dæmir slíkt sem og annan óábyrgan akstur. Samstaða í okkar hópi er mikil og ljóst að við ætlum ekki að láta langan tíma líða þar til svona hegðun heyrir sögunni til. Ég held að allir þeir sem eiga og nota torfæru- vélhjól séu sammála um að glæfra- legur og ólöglegur akstur vélhjóla á göngustígum í borgum og bæjum, og þar með talið göngustíga í Heiðmörk eins og Ari Trausti nefnir, sé alls ekki íþróttinni til framdráttar. VÍK fordæmir því slíka hegðun. Í grein sinni talar Ari Trausti um eigendur torfæruvélhjóla og fjór- hjóla sem kunni ekki að fara með tækin sín á ábyrgan hátt. Ég geri ráð fyrir að hér sé vísað til þess að öku- menn vélhjóla geri sér ekki grein fyr- ir hvar brúka eigi tækin. Það sem vélhjólaíþróttamenn gætu túlkað sem ábyrga landnotkun getur farið fyrir brjóstið á öðrum útivist- arhópum. Akstur vélhjóla á ein- stígum, ruddum af sauðfé eða hófum hesta gæti talist til ábyrgrar land- nýtingar af einhverjum iðkendum íþrótt- arinnar, því ekki er ver- ið að búa til ný för, heldur nýta þau sem fyrir eru. Á hinn bóginn er stefnulaus og oft á tíðum ónauðsynlegur akstur utan slóða og einstíga algjörlega óábyrg landnotkun og engum til sóma. Þótt ábyrgð gerenda sé óumdeilanleg, liggur ábyrgðin einnig ofar í stjórnkerfinu. Einhvers staðar heyrði ég að eft- ir höfðinu dansi limirnir. Á meðan bæjarstjórar og skipulagsyfirvöld sýna ekki vélhjólaíþróttamönnum skilning á ég bágt með að sjá hvor sýnir meira ábyrgðarleysi, bæj- arstjórinn sem neitar að viðurkenna að íþróttin sé til eða ökumaður vél- hjóls sem keyrir eftir löngu aflögðum slóðum. Hingað til hafa beiðnir vél- hjólaíþróttafólks um æfingarsvæði fengið dræmar undirtektir hjá yf- irvöldum og finnst okkur það viðhorf sýna fádæma ábyrgðarleysi. Hvar væru íþróttamenn í boltaleikjum ef ekki væru byggðir upp vellir fyrir þá? Jú, líklega úti á götu eða á bíla- stæðum. Við erum líka íþróttamenn, en á hrakhólum. Á Reykjanesi ríkti stríðsástand um allnokkurn tíma og voru torfæru- vélhjólaiðkenndur hraktir frá ósam- þykktum æfingasvæðum á láglendi og upp til fjalla. Þetta hefur valdið því að Sveifluhálsinn og svæðið þar í kring er að verða mjög illa farið af völdum vélhjóla. Margt af því sem þar er að gerast er smánarblettur á sportið. Það er umhugsunarvert að á sama tíma og ný spólför myndast í hlíðum Sveifluhálsins er lokaður að- gangur fyrir æfingar hjólamanna í gamalli sandnámu Vegagerðarinnar við Djúpavatnsleið. Gengið var hart fram í þessu máli af hálfu löggjafans og sektarbeitingum beitt gegn íþróttamönnum í leit að æfing- arsvæði. Ari Trausti bendir réttilega á að torfærutækjaeign landsmanna hafi aukist. Að sama skapi fjölgar þeim sem stunda útiveru almennt. Göngu- fólk á grófbotna skóm sækist í fjöll og skóglendi höfuðborgarsvæðisins sem kallar á framkvæmdir sem spilla landsvæði sem áður var óspillt. Til að koma til móts við þennan útivist- arhóp eru lagðir göngustígar og jafn- vel malbikuð bílastæði. Aðrir útivist- arhópar virðast hins vegar ekki njóta sömu velvildar þegar kemur að að- stöðumálum, eins og áratugalöng barátta Vélhjólaíþróttaklúbbsins sannar. Núna í vor fylltist mælir þeirra sem telja sig stunda ábyrgan akstur á vélhjólum og af illri nauðsyn var stofnuð umhverfisnefnd á vegum VÍK. Þessi nefnd hefur verið starf- andi nú í nokkra mánuði og á þessum stutta tíma hefur hún unnið að for- vörnum og reynt að fá félagsmenn og aðra til að temja sér umhverf- isvænan akstur. Einnig hefur verið rekinn harður áróður fyrir bættri umgengni á vef félagsins, motocross- .is. Það er mat nefndarmanna að ávinningur af þessu starfi muni skila sér á nokkrum árum, en þangað til verður unnið jafnt og þétt að for- vörnum og uppbyggilegum áróðri. Ég vona að þessi grein sýni Ara Trausta að okkur stendur alls ekki á sama um einstök strákapör óupp- lýstra félaga okkar. Slóðar og ein- stígar sem við ökum á eru okkur jafnmikilvægir og gott samstarf við aðra útivistarhópa. Við bjóðum því Ara Trausta velkominn í hópinn. Taka skýra afstöðu til landsskemmda Jakob Þór Guðbjartsson skrifar um vélhjólaíþróttamenn ’Slóðar og einstígarsem við ökum á eru okk- ur jafnmikilvægir og gott samstarf við aðra útivistarhópa.‘ Jakob Þór Guðbjartsson Höfundur er nefndarmaður í umhverfisnefnd Vélhjólaíþrótta- klúbbsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.