Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MORGUNBLAÐINU hinn 9.9. birtist í Verinu smágrein með fyr- irsögninni „Mikið aflaskip“ og var þar verið að fjalla um Kópnes ST, fyrrum Geirfugl GK, sem sökk nú nýverið. Þótti mér athyglisvert að birta „minningargrein“ um bátinn enda var hann eitt af mestu afla- skipum Íslandssögunnar. Nokkuð var um rangmæli í fréttinni og því fór ég í gögn sem ég á og leit á málið og ákvað að setja saman litla aflasögu bátsins og jafnframt leiðrétta það sem fram kom í fréttinni. Kópnes ST, sem hét fyrst Héð- inn ÞH, var smíðaður í Noregi ár- ið 1960 og afhentur 27. júlí sama ár. Fyrstu vertíðina (1961) var Héðinn ÞH í öðru sæti yfir allt landið með samtals 861,2 tonn í 63 ferðum(13,6 tonn í róðri). Helga RE var þá aflahæst með 877,4 tonn í 62 ferðum (14,1 tonn í róðri). Og Ólafur Magnússon KE var í því þriðja með 850,5 tonn í 59 ferðum (14,4 tonn í róðri). Þessar tölur voru fengnar úr afla- töflum í Ægi sem birtust árlega eftir hverja vertíð. Í fréttinni (9.9.) var góð mynd af Héðni ÞH að koma með fullfermi af síld í land, ennþá var hann með á 72 út- haldsdögum samtals 1738,7 tonn uppreiknað. Héðinn ÞH var seldur 29.12. 1965 og því stenst það ekki að báturinn hafi sett Íslandsmet árið 1965, því það ár var Héðinn ÞH með 531,7 tonn og í 178. sæti yfir landið allt. Hvenær var þá metið sett? Ég ætla að leyfa mér að renna í gegnum nokkrar vertíðir undir nafni Geirfugls GK. Fyrsta vertíð Geirfugls GK var árið 1967 og fékk hann þá 734,5 tonn og var í 65. sæti. Árið eftir var Geirfugl GK í 6. sæti með 979,4 tonn. Árið 1968 var Geirfugl GK í því fyrsta með 1358,3 tonn. 1969 setti Sæ- björg VE, sem var einungis 67 brl, met, sem verður vafalaust aldrei slegið fyrir þær sakir einar að Sæbjörg VE var eikarbátur, en Sæbjörg VE fékk 1653 tonn. 1970 slær Geirfugl GK það met með því að fá 1720 tonn á vertíð- inni. Bæði þessi met eru í nokkr- um sérflokki, sérstaklega fyrir það að annað er sett af eikarbát og hitt af óyfirbyggðum og frekar litlum stálbát, en þá voru komnir til sögunnar mun stærri stálbátar sem reru á vertíð. Í fréttinni (9.9.) var sagt „stend- ur það met enn“. Árið 1972 slær Skarðsvík SH það met með því að fá 1809 tonn á vertíðinni, Skarðs- vík SH var 176 brl bátur. Vertíðin 1989 var mokvertíð og fékk þá Jó- hann Gíslason ÁR 1795 tonn og Þórunn Sveinsdóttir VE 1915 tonn, og telst það vera núverandi Íslandsmet. Engu að síður fórst þarna mikið og sögufrægt aflaskip, og fær Morgunblaðið og þá Verið hrós fyrir að minnast Geirfugls GK með þessari frétt. Því má svo bæta við að fyrr á þessu ári sökk annar aflabátur, nefnilega Gúsi í Papey SF 188, fyrrum Guðný ÍS 266 og Sunnutindur SU 59. GÍSLI REYNISSON, Sléttahrauni 29, 220 Hafnarfirði. Geirfugl GK 66 Frá Gísla Reynissyni SÍÐASTLIÐINN föstudag var í aðalfréttatíma Sjónvarpsins birt viðtal við talsmann grunnskóla- kennara í tilefni af væntanlegu verkfalli þeirra, sem boðað hefur verið 20. september næstkom- andi. Góðir kennarar eru gulls ígildi og alls góðs maklegir og það er áhyggjuefni ef ekki er fullur skilningur á því. Enn eina ferðina bíða lands- menn milli vonar og ótta um hvort enn eitt skólaárið muni fara forgörðum. Talsmaður kennara, sá er rætt var við, vísaði allri ábyrgð frá sér með eftirfarandi orðum: „Samn- inganefnd ríkisins hefur ekki hreyft sig spönn í rassi, eins og sagt er.“ Í þessu sambandi er full ástæða til að árétta að okkur foreldrum þykir flestum afar brýnt að kenn- arar séu nemendum sínum góð fyrirmynd hvað málfar varðar. Ef kennarar velja sér talsmann úr sínum hópi til að hafa fyrir þeim orð með þessum hætti er það gríðarlegt áhyggjuefni. Ekki vegna tímabundinnar launabaráttu heldur vegna fram- tíðar íslenskrar tungu, sem stétt þeirra ætti með réttu að standa vörð um. Það færist æ í vöxt að menn rugli saman orðtökum. Það getur hver séð sjálfan sig í því að það hlýtur að vera kvalræði að ganga með spönn í rassi. Í þessu sambandi er vert að geta orðtaksins „það hefur hver sína spönn í rassi að draga“. Einhver góðviljaður maður benti mér á að formaður grunn- skólakennara hefði ekki talað um spönn í rassi heldur spönn úr rassi. Ef þetta er rétt þá hef ég nokkra samúð með samn- inganefnd ríkisins því þó margir vilji ekki „missa spón úr sínum aski“ þá er varla hægt að ætlast til þess af nefndarmönnum né raunar nokkrum öðrum að þeir vilji „missa spönn úr sínum rassi“. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Glaðheimum 18, 105 Reykjavík. „Spönn í rassi“ Frá Sigurði Þórðarsyni: GLÓSALIR - KÓP. - SÉRHÆÐ OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 Nýkomin í einkasölu glæsileg efri sérhæð í nýlegu 2-býli með innbyggðum tvöföldum jeppaskúr, samtals 200 fm. Glæsilegt eldhús, stórar stofur, 4 svefnherbergi o.fl. Massíft parket, rúmgóðar suðursvalir, útsýni. Verð 27 millj. Sigríður og Eyjólfur bjóða ykkur velkomin.                         ! "       # !   $%&      '     "    ( ")  *"  ""  "  "   +,    ! , % -   .*      /    !     !    0! ! %$  1  *   2              ! ! " #$#!! %& '"&( 3  3  & --  *+ , " -   !  Íbúð fyrir eldri borgara Opið hús - Hæðargarður 33-35 Falleg 2jaherbergja íbúð á 3.hæð. Gluggar í suður og vestur. Fallegt umhverfi og góð sameign. Inn- angengt er í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. Íbúðin verður til sýnis kl. 14.00-17.00 sunnudag. Nánari upplýsingar veitir þórhallur s. 897 4504 w w w . h i b y l i o g s k i p . i s Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignas., Aðalsteinn Torfason múraram., sölustjóri, gsm 893 3985. Samanlagðir kraftar fólks, annars vegar með sérþekkingu á fasteign- um og hins vegar sérþekking lög- manns. Þjónusta alla leið. Skálaheiði Kópavogur Mjög glæsileg vel staðsett sérhæð í þrí- býlishúsi ásamt bílskúr alls 135,1 fm. All- ar innréttingar eru sérsmíðaðar, parket og flísar á gólfum. Hiti undir flísum. Mjög falleg og góð eign í nýlega byggðu húsi. Verð 21,6 millj. Eyrarbakki Reisulegt vel byggt einbýlishús á stórri lóð ásamt bílskúr alls 181,8 fm. Ófrá- gengið ris er yfir öllu húsinu með tilheyr- andi möguleikum. Stórt eldhús, tvær stofur, fjögur herbergi og tvær snyrtingar eru í húsinu. Húsið hefur verið heilklætt að utan og er í góðu ástandi. Stutturaf- hendingartími. Verð 13,2 m. Blásalir - 3ja herb. Kópavogur Á jarðhæð með sérinngangi í fjórbýlishúsi 97,0 fm. Íbúðin er anddyri, stofa með opnu eldhúsi, snyrting og tvö góð her- bergi með góðum skápum. Þvottahús í íbúð og góð geymsla. Vel staðsett íbúð með útsýni og fallegum garði. Verð 15,3 m. VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SÖLUSKRÁ. 208,3 fm einbýli á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum bílskúr og með fallegu útsýni. Húsið er ópússað að utan, með ófrág. lóð en nánast frágengið að innan. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu og borðstofu, glæsilegt eldhús, þrjú svefnherbergi og glæsilegt baðherbergi. Á neðri hæðinni er þvottahús og þar er hægt að hafa sér 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. 4968. V. 29,9 m. Allar uppl. á Miðborg í síma 533 4800. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 JÓNSGEISLI - SÉRÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is SMS FRÉTTIR mbl.is Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.