Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Kær tengdafaðir minn, Gunnar G. Schram, kvaddi á síðsumarkvöldi eins og þau gerast fegurst, umvafinn ástvinum sínum. Þar er genginn góð- ur drengur, sem hafði ljúfa návist. Gunnar var fyrirmannlegur maður, góðum gáfum gæddur og sannur herramaður. Hann kvæntist einkar glæsilegri konu, Elísu Steinunni Jónsdóttur, ættaðri af Snæfellsnesinu. Vöktu þau athygli hvar sem þau komu. Nú þegar söknuður og sorg ríkja í fjölskyldunni er gott að eiga góðar minningar til að orna sér við. Gunnar fylgdist með námi og tómstundum barnabarnanna af heilum hug, gladd- ist yfir góðu gengi þeirra í skólanum og ekki síst þegar þau stóðu sig vel fyrir hönd KR, en hann var mikill KR-ingur eins og hann átti kyn til. Þegar við hjónin hófum endurbæt- ur á gamla ættarhúsinu við Stýri- mannastíginn fylgdist Gunnar með af áhuga og hvatti okkur áfram með ráðum og dáð. Á hátíðisdögum í fjölskyldunni hélt Gunnar jafnan bráðskemmtileg- ar og kærleiksríkar ræður sem gerðu daginn enn hátíðlegri og eftirminni- legri. Ég minnist þess þegar við Jón Gunnar bjuggum í sumarbústað við Sogið einn vetur, mikinn snjóavetur, þá komu Gunnar og Elísa í matarboð til okkar um páskana og við urðum að selflytja þau á vélsleða niður í bústað, hrímþokan stirndi á birkið í tungl- skininu og rjúpurnar vöppuðu í kringum bústaðinn. Þetta var einkar skemmmtileg og kær stund, sveipuð ævintýraljóma. Til gamans má geta þess að for- feður Gunnars áttu rætur í minni sveit, Grímsnesinu. Langafi hans, Kristján Gynther Schram húsasmið- ur, og langamma, Hallbjörg Guð- mundsdóttir ljósmóðir, bjuggu í Önd- verðarnesi á árunum 1860–1870. Sonur þeirra, Ellert Kristófer Schram, skipstjóri í Reykjavík, gaf veglega peningaupphæð árið 1943 til minningar um foreldra sína sem skyldi notuð til þess að stuðla að skógrækt í Grímsnesinu til prýðis og nytsemdar. Nú eiga þessi hjón af- komendur sem eiga rætur í Gríms- nesi og vonandi vex þar upp fagur skógarlundur sem heldur uppi minn- ingu þessara forfeðra þeirra. Ég kveð vin minn Gunnar G. Schram með virðingu og þakklæti og bið ástvinum hans öllum Guðs bless- unar. Laufey Böðvarsdóttir. Mér stendur enn fyrir hugskots- sjónum ljóslifandi sú minning er ég sá töffarann Gunnar G. Schram í fyrsta sinn. Ég var ein heima um 11– 12 ára gömul og nýkomin úr sveitinni þegar dyrabjöllunni var hringt og gegnum glerið sá ég að úti fyrir stóð stór maður. Þar sem þetta var síðla kvölds var ég ekki viss um hvort ég ætti að þora að opna, sem ég afréð þó að gera, enda bandarískir sjónvarps- þættir ekki farnir að móta æsku landsins á þessum tímum, og úti fyrir stóð þessi líka hái maður sem mér fannst vera hæsti maður sem ég hafði augum litið og spurði um for- eldra mína og Elísu. Hann reyndi eins og hann gat að hafa upp úr mér hvert fólkið hafði farið, en ég var nú ekki á því að þessi langintes fiskaði það upp úr mér. Daginn eftir var mér mikið niðri fyrir að segja foreldrum mínum frá þessum stóra manni sem GUNNAR G. SCHRAM ✝ Gunnar G.Schram, laga- prófessor og fyrr- verandi alþingismað- ur, fæddist á Akur- eyri 20. febrúar 1931. Hann lést sunnudaginn 29. ágúst síðastliðinn á líknardeild Land- spítala á Landakoti og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 7. september. hafði stækkað til muna um nóttina í huga mér. Sá ég þá að þau litu kankvís hvort á annað og sögðu mér að þetta myndi líklega hafa ver- ið vinur Elísu frænku. Ekki leið á löngu þar til ég fór að merkja að ým- islegt hafði skeð meðan ég var í sveitinni því ekki var hægt að hreyfa sig nema þessi maður væri á sveimi í ná- munda við frænku mína og ekki laust við að ég yrði smáafbrýðisöm að þurfa að deilda athygli hennar með þessum glæsimanni. Ég verð þó að játa að mér fannst þau vera glæsilegt par og var ég ekki lítið hrifin þegar þau trúlofuðu sig og ekki laust við að mér fyndist vera svolítill „Holly- wood-glamour“ yfir þessu pari. Mað- urinn var nú einu sinni frægur og hafði lesið söguna „Með kveðju frá Gregory“ í útvarpinu, og Elísa sýnt föt í útlöndum, gat maður staðið öllu nær fræga fólkinu á þessum tíma! Afa fannst að vísu hann ekki vera mikill bóndi í sér, þið sem þekktuð Gunnar getið kannski ímyndað ykk- ur Gunnar með hrífu úti á túni að gera galta. Nei, það verður að segjast að galta- og sátugerð var ekki hans sterkasta hlið. Þá reyndi afi hann í kunnáttu í lögfræði og stikaði með hann að skurði sem bóndinn á næsta bæ hafði látið grafa á milli jarðanna og spurði hann hvort það væri ekki augljóst að maðurinn hefði farið inn á sitt land. Gunnari, sem ekki var enn útskrifaður úr lagadeild, vafðist tunga um tönn og sagði málið ekki al- veg liggja ljóst fyrir, eins og sönnum lögfræðingi sæmir, en við þessi um- mæli gaf afi honum falleinkunn fyrir lögfræðikunnáttu en amma sagði að það væri allt í lagi því hann hefði svo ljómandi fallega rödd og væri svo áheyrilegur í útvarpi. Þar með sam- þykktu þau ráðahaginn og Elísa og Gunnar urðu hjón. Seinna tóku við miklir gleðitímar með þeim hjónum og börnum þeirra enda voru þau hjónin bæði félagslynd og mann- blendin. Gunnar var mikill og góður fjölskyldumaður og dró aldrei af sér að hjálpa venslamönnum ef á þurfti að halda. Það var ekki amalegt að eiga Gunnar að vini, svo fróður sem hann var, mannglöggur svo af bar og með ættartölu manna á hreinu langt aftur í ættir. Mikið var oft skemmtilegt hjá okkur hjónunum í gegnum árin og mikið var hlegið. Ég átti síðan kost á því að vinna með Gunnari í háskólanum í 17 ár, samstarf sem aldrei bar skugga á, hann sem prófessor, en ég á stjórn- sýslusviði. Margs er að minnast frá þessum langa samstarfstíma. Það var ljúft að fylgjast með Gunnari sem kennara og sjá hve nemendur voru hrifnir af honum. Vildi hann ávallt greiða götu þeirra sem best hann gat. Ég held að ekki verði á neinn hallað þó að ég segi að hann hafi verið manna duglegastur við að skrifa meðmælabréf fyrir fyrrverandi nem- endur sína, svo allir sem einn komust í framhaldsnám erlendis með þeim góðu ummælum sem hann hafði látið falla um þá. Genginn er af sviðinu glæsilegur maður og verður hans sárt saknað af öllum sem til hans þekktu. Hvíl í friði, gamli vinur. Ástvinum öllum biðjum við fjöl- skyldan Guðs blessunar. Ásta Edda og Hinrik. Genginn er góður vinur, lærifaðir og samverkamaður um tæpra tveggja áratuga skeið, dr. Gunnar G. Schram, fyrrum prófessor við laga- deild Háskóla Íslands. Ferskir vindar tóku að leika um sali Lögbergs, þegar Gunnar réðst til starfa við lagadeild. Hann hafði áður numið við virtar erlendar mennta- stofnanir og aflað sér reynslu á er- lendum vettvangi í stöfum fyrir ís- lensku utanríkisþjónustuna, og bar með sér, þegar heim kom, andblæ þeirrar menningar, sem hafði nært hann á erlendri grundu. Hann var að erlendri fyrirmynd frjálslegri í sam- skiptum við nemendur en áður hafði tíðkast við lagadeild og óþreytandi við að koma íslenskri lögfræði á blað með lögvísindum annarra þjóða. Hann hvatti nemendur sína og lög- fræðinga almennt óspart til að leita út fyrir túngarðinn í þeim efnum, enda mikill talsmaður alþjóðlegrar samvinnu og samstarfs á sviði lög- fræðinnar. Þá var hann ötull tals- maður samstarfs ólíkra fræðigreina um sameiginlega snertifleti, svo sem aðild hans að stofnun og rekstri ým- issa þverfaglegra rannsóknarstofn- ana Háskóla Íslands ber með sér. Helstu kennslugreinar Gunnars við lagadeild voru stjórnskipunar- réttur ásamt þjóðarétti og fleiri skyldum greinum. Gunnar gerði sér betur en flestir aðrir grein fyrir þýð- ingu þjóðaréttarins í samskiptum Ís- lands við erlend ríki og hóf þá fræði- grein til vegs og virðingar við lagadeild. Stuðlaði hann með því, ásamt starfsmönnum íslensku utanríkis- þjónustunnar, að gera þjóðréttar- reglurnar að virku tæki í baráttu Ís- lendinga við ýmsar erlendar þjóðir fyrir lífshagsmunamálum sínum. Hann naut trausts og virðingar fræðimanna á þessu sviði og var eft- irsóttur fyrirlesari við erlenda há- skóla, einkum á sviði hafréttar. Þá var Gunnar einlægur talsmaður fyrir verndun íslenskrar náttúru, hann gerðist frumkvöðull í hópi íslenskra fræðimanna við ritun greina og bóka um umhverfisrétt og leiddi þá grein inn í fræðikerfi íslenskrar lögfræði, þar sem hún gegnir nú æ þýðingar- meira hlutverki. Sem fyrirlesari var Gunnar G. Schram einstaklega áheyrilegur. Hann hafði hljómmikla og fallega rödd, var skýrmæltur og skemmti- legur og setti kennsluefnið fram á greinargóðan og skipulegan hátt. Hann var gæddur góðri kímnigáfu, var orðheppinn í meira lagi, og nem- endur hans minnast hnyttinna til- svara úr kennslustundum. Mál sitt skýrði hann gjarnan með dæmum úr framkvæmdinni og naut þar starfs- reynslu sinnar út utanríkisþjónust- unni og frá Alþingi, en þar átti hann sæti um tíma. Minnist ég þess, þegar einn nemenda Gunnars, sem þá var að hefja nám í þjóðarétti undir hand- leiðslu Gunnars á síðasta námsári, sagði eitt sinn við mig, að nú þætti sér loksins gaman að lesa lögfræði. Gunnar G. Schram var glæsimenni svo af bar, stórhuga, áræðinn og djarfur í flestu, sem hann tók sér fyr- ir hendur. Hann hafði hlýja og þægi- lega návist, kímnin var sjaldan langt undan, og góður og skemmtilegur fé- lagi var hann á vinnustað. Það var jafnan glatt á hjalla þar sem Gunnar var. Um leið og ég þakka Gunnari sam- fylgdina, færi ég fjölskyldu hans og aðstandendum öllum samúðarkveðj- ur. Þorgeir Örlygsson. Kveðja frá Golfklúbbnum Dalbúa Félagar í Golfklúbbnum Dalbúa senda Gunnari G. Schram hinstu kveðjur og þakklæti fyrir gæfuríkt og ósérhlífið starf fyrir klúbbinn. Gunnar G. Schram var formaður Golfklúbbsins Dalbúa frá stofnun klúbbsins 1989 og var formaður í ell- efu ár. Gunnar gekk til allra starfa fyrir klúbbinn jafnt og gilti þá einu hvort um var að ræða stjórnunarstörf í klúbbnum eða erfiða jarðvinnu við að byggja upp golfvöll. Skógrækt var honum hugleikin og var hann þar stórhuga sem í öðru. Gunnari var það eðlislægt að hugsa stórt og með bjartsýnina eina að vopni réðst hann til atlögu við þau verkefni sem fyrir lágu. Þótt golfklúbburinn væri smár í sniðum og þröngt sniðinn stakkur voru markmið eða hugsun Gunnars það aldrei og ekkert ómögulegt í hans huga. Við sendum frú Elísu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgarstund. Stjórn Golfklúbbsins Dalbúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.