Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arnór GuðjónÓlafsson fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 13. maí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 28. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Jóns- son, f. 3. nóvember 1906, d. 19. septem- ber 1976 og Sigríð- ur Guðmunda Örn- ólfsdóttir, f. 18. ágúst 1907, d. 21. janúar 1988. Systk- ini hans eru 1) Kristján Ríkharð- ur, f. 3. ágúst 1930, d. 6. júlí 2001, kvæntur Fjólu Runólfsdótt- ur, f. 31. október 1930, og 2) Erna Gréta, f. 10. ágúst 1938, gift Jóni Skafta Kristjánssyni, f. 16. ágúst 1937. Arnór kvæntist 27. maí 1950 Maríu Ágústsdóttur, f. 9. janúar 1930, d. 10. júlí 1977. Foreldrar hennar voru Gunnar Ágúst Hall- júní 1987. 4) Sigríður, f. 29 ágúst 1959. Maður hennar er Sigurður B. Sólbergsson, f. 9. mars 1957. Synir þeirra eru Margeir Valur, f. 2. febrúar 1982, Arnar Mar, f. 20. ágúst 1985, Sigurður B., f. 19. maí 1989 og Fjalar Örn, f. 23. mars 1994. 5) Arna, f. 7. maí 1962. Maður hennar er Helgi Magnússon, f. 12. nóvember 1961. Börn þeirra eru Magnús Ingi, f. 5. apríl 1980, Tinna, f. 25. apríl 1984 og Eva, f. 23. des- ember 1988. Arnór lærði múraraiðn hjá Að- alsteini Árnasyni og lauk svein- prófi árið 1951. Meistaraprófi lauk hann 1954. Hann var sjálf- stætt starfandi múrari 1953– 1979 og var í samstafi með Adam Þorgeirssyni frá 1953– 1971. Arnór var í stjórn Meist- arafélags byggingamanna og Múrarafélags Akraness og var gjaldkeri múrarafélagsins í nokkur ár. Hann var í vinnu- skólanefnd Akraness í 4 ár. Hann fluttist til Reykjavíkur 1979 og hóf störf hjá bygging- ardeild Sambandsins og síðar Húsasmiðjunni og lét af störfum við 67 ára aldur, árið 1997. Útför Arnórs fór fram frá Akraneskirkju 7. september. dórsson, f. 23. nóv- ember 1897, d. 20. maí 1976 og Ingi- björg Jóhanna Ing- ólfsdóttir, f. 17. nóv- ember 1900, d. 4. ágúst 1983. Börn Arnórs og Maríu eru: 1) Kjartan, f. 4. jan- úar 1950, d. 17. mars 2001. Kona hans er Jóhanna Baldurs- dóttir, f. 17. júní 1952. Börn þeirra eru Agnar, f. 21. ágúst 1971, Arna María, f. 13. apríl 1976, María Sigríður, f. 24. júní 1982, Baldur Ólafur, f. 22. októ- ber 1992, Jóhann Hersir, f. 28. júní 1994 og Melkorka Jara, f. 12. mars 1997. 2) Ólafur, f. 29. október 1954. 3) Gunnar Ágúst, f. 23. júní 1956. Kona hans er Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 12. maí 1953. Börn þeirra eru a) María, f. 17. apríl 1976, Ólafur, f. 21. nóvember 1980 og Arnór, f. 18. Hann pabbi er dáinn. Þessi orð hljóma í eyrum mér, þó vissi ég hvert stefndi. Mér verður hugsað til baka, til okkar bestu ára. Marg- ar góðar minningar koma upp í hugann, líka þær erfiðu. Pabbi var kjölfestan í mínu lífi, þótt leiðir hafi skilið um tíma. Ávallt var hann til staðar fyrir mig og mína þegar við þurftum á að halda. Hann varð fyrir þeirri lífs- reynslu að missa konuna sína í blóma lífsins þegar hann var aðeins 48 ára og tel ég að það hafi haft mikil áhrif á hann, þrátt fyrir hrjúfan skráp. Í mínum huga var pabbi alltaf þessi kaldi karl sem ekkert haggaði. Kannski voru það lífsviðhorf þess tíma sem hann ólst upp á sem mörkuðu hann. Samt fannst mér hann alltaf vera mjúkur inn við beinið og þá sérlega hin síð- ari ár. Hann var jú ágætur karl. Innst inni veit ég að hann vildi enga lofræðu um sig, enda vissi hann manna best hverjir voru kost- ir hans og gallar. Á mínum uppvaxtarárum var það hann sem réði, strangari pabbi var án efa ekki til, allavega ekki í mínum huga. Í dag er ég sátt við kröfur hans, þó oft höfum við verið ósammála um uppeldisaðferðir. Það var honum örugglega erfitt að standa frammi fyrir því að verða bæði pabbi og mamma barnanna sinna og fjölskyldna þeirra. Hann var ekki búinn undir þá lífsreynslu frekar en aðrir. Í þá daga var ekk- ert sem heitir sorgarferli. Allir áttu bara að standa sig jafnt ungir sem eldri. Sem betur fer erum við vitrari í dag. Börnunum mínum var hann góð- ur afi og Helga mínum góður tengdafaðir. Ávallt fylgdist hann vel með og gerði miklar kröfur. Hann vildi að við stæðum okkur vel í námi, starfi og ekki síst í íþrótt- um. Hann kom og fylgdist með á Íslandsmóti í badminton þegar Tinna og Magnús Ingi voru að keppa, þótt honum fyndist leiðin- legt að horfa á badminton. Fótbolti var jú hans íþrótt af lífi og sál og aðeins til tvö fótboltalið í heimin- um, ÍA og ARSENAL. Okkar síð- asta samvera var þegar Þórey Edda var að stökkva í Aþenu. Hann fylgdist spenntur með þrátt fyrir að vera illa haldinn. Hans mesta gæfa í lífinu síðustu 15 árin var hún Dúna. Þvílíkt happ að kynnast konu eins og henni. Ást og virðing einkenndi þeirra sam- band og er öðrum til eftirbreytni. Elsku Dúna, takk fyrir hvað þú hugsaðir vel um pabba og fjöl- skylduna hans. Við pabba segi ég bless, ég kveð að sinni. Þín yngsta, eins og þú sagðir alltaf. Arna. Ég heyrði einu sinni sögu um strák sem féll út um glugga. Hann var á öðru ári. Í fallinu tók hann sængina sína með sér þannig að hann fékk mjúka lendingu þó að fallið væri af annarri hæð. Þetta var á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1930. Líklega fyrsta fall sem Arnór Ólafsson tókst á við. Arnór átti eftir að falla nokkrum sinnum eftir þetta. Ég kynntist Arnóri þegar ég var 16 ára. Á fimmtudögum spilaði hann brids í Röstinni á Skaganum og þá gat ég óhræddur mætt á Vesturgötuna og heimsótt Örnu mína. Fyrstu kynnin við Arnór voru þó ekki mikil en eftir því sem árin liðu urðu þau betri og meiri. Karlinn treysti mér betur og betur fyrir dóttur sinni og barnabörnun- um síðar þó svo að ég hefði hent fermingarsófanum á haugana, sóf- anum sem Arnór hafði keypt fyrir fermingarpeningana og þótti svo mikið til koma. Lífshlaupið er margbrotið. Þeg- ar ég kynntist Arnóri var hann ungur og harður nagli. Þetta breyttist og karlinn bognaði. Þann mann þekkti ég best, sem reis upp úr erfiðleikum og lifði lífinu lifandi síðustu árin í jafnvægi með góðan lífsförunaut sér við hlið. Það var mjög gott að leita til Arnórs í sambandi við leiðsögn um landið og ég fékk kjark til að keyra yfir ár vegna kunnáttu hans og reynslu. Arnór var sérstaklega fróður um skemmtilega og fallega staði til að heimsækja. Eitt sinn fyrir mörgum árum var ferðinni heitið í Ásbyrgi. Tengdapabbi sagði mér að fara Hólssandinn, það væri svo falleg leið. Að sjálfsögðu fór ég Hólssandinn eftir 8 tíma akstur frá Reykjavík í roki og rign- ingu um kvöld á venjulegum fólks- bíl (hann hafði farið þessa leið á 8 gata jeppa). En án gríns, Arnór kenndi mér mikið. Ég vil líka minnast á vinnuhörku Arnórs. Ég hef sjaldan séð menn vinna eins skemmtilega og múr- arann. Hann var góður fagmaður og vann á ógnarhraða. Ég fékk tengdapabba eitt sinn til að vinna fyrir mig og átti ég að hræra á gólfinu á meðan hann kastaði mæð- inni. Ég byrjaði að hræra og þótt- ist kunna vel til verka, oft búinn að hræra. Eftir ca 20 sek. var hann búin að missa þolinmæðina og „sýndi mér hvernig ætti að fara að þessu“. Í veislum var Arnór ótrúlega skemmtilegur og kunni svo vel að ná til fólks, það er einstakur eig- inleiki sem fáir hafa. Við eigum eft- ir að sakna þeirra stunda. Ég fór oft til Arnórs og Dúnu á Furugrundina og í Fannborgina og þá var talað um gamla tíma sem og stjórnmálin í dag. Arnór var mikill jafnaðarmaður og þoldi ekki íhald- ið. Tengdapabbi bauð mér oft í mat. Alltaf var það „gamall matur“, s.s. svið, hrossakjöt og þess háttar. Eitt sinn bauð Nóri í hrossakjöt sem hann vissi að mér þótti svo gott. Ég mætti með vatn í munn- inum og til í kjötið, en þá hafði karlinum dottið í hug að hakka kjötið og setja papriku út í. Þegar ég kom heim með skeifu skildi kon- an ekki neitt í neinu. Hrossakjöt var ekki hans sterkasta hlið. Ann- ars var allt tekið með trukki, 40 slátur, tunna af söltuðu hrossa- kjöti, 3 kartöflugarðar og Óli og Gunnar settu niður og tóku upp. Ekki má gleyma uppvaskinu því Arnór var harður við drengina og lét þá vaska upp frá 3 ára aldri, eða þannig hljómar sagan hjá bræðr- unum. Arnór og Dúna voru mikið í Kjósinni í bústað sem Dúna á. Þetta er frábær staður sem okkar börn hafa verið svo heppin að fá að koma á. Fyrst Magnús Ingi í kart- öflurækt og síðar Tinna og sér- staklega Eva sem var mjög mikið hjá afa og Dúnu. Dúna er okkar mesta happ og auðvitað Arnórs. Hún hefur verið hans mesti sólargeisli síðustu 15 árin. Alltaf að hugsa um Arnór sinn og verið honum svo góð. Ég sagði við Arnór eftir síðustu ferð hans til Dúnu að hann ætti ekki að vera að láta Dúnu alltaf vera að þvo og strjúka honum, hún orðin þetta fullorðin. Svarið kom strax. Helgi, þetta er einsdæmi í heim- inum. Það er engin kona sem er svona góð við manninn sinn og hættu að vera svona öfundsjúkur! Afi barnanna minna hefur staðið sig vel. Hann kenndi þeim ýmislegt og var stoltur af þeim. Hann kenndi Magnúsi Inga vinnusemi og verklagni, Tinnu að trúa á sjálfa sig og Evu reyndist hann vel. Arn- ór, þú skilur mikið eftir þig, það ber fjölskylda þín vitni um. Jæja þetta er orðið gott. Það er eitt sem ég þarf að segja í lokin, ég mun sakna þín, kæri vinur. Helgi Magnússon. ARNÓR GUÐJÓN ÓLAFSSON Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Nú er Halla látin, eftir langan og góðan ævidag og ég hef trú á því, að nú sitji hún og skeggræði heimsmálin í nýjum heimkynnum, með gömlum og nýjum vinum, lesi Moggann sinn staf fyrir staf og muni áfram sem hingað til allt sem hún les og heyr- ir. Halla ferðaðist ekki mikið um ævina, en hún kunni landakortið ut- anað, hún þekkti helstu þjóðvegi Evrópu, hvaða leiðir væru greið- HALLFRÍÐUR NIELSEN ✝ Hallfríður Niel-sen fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnu- daginn 25. júlí síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Bústaðakirkju 30. júlí. færastar, hvar væri fallegast, hvar væru vinalegustu borgirnar og þorpin. Halla fylgdist vel með samferðamönnum sínum, mundi gamla tíma, breytingarnar í borginni, hún var mik- ið borgarbarn og tengdi svo eðlilega söguna við nútímann. Ég veit ekki hvort reisnin og öryggið í framkomu hennar var danskættað, en í mín- um huga var hún heimskona. Hún þekkti sporin sín og vissi hvar hún gekk. Hennar verður saknað á góðum stundum. Hugurinn dvelur nú hjá vinkonu minni Lillian og fjölskyldunni allri. Guð veri með þeim og styrki. Blessuð sé minning Höllu. María E. Ingvadóttir. ✝ Magnús IngimarÞorvaldsson fæddist að Koti í Svarfaðardal 24. apr- íl 1924. Hann lést á hjúkrunarheimili í Tranby í Noregi 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Guð- mundsson bóndi á Þrasastöðum í Stíflu, f. 10. maí 1899, d. 21. júlí 1989 og Hólmfríð- ur Kristjana Magnús- dóttir húsfreyja, f. 26. sept. 1899, d. 27. maí 1989. Systkini Magnúsar eru Guð- mundur, f. 27. des. 1921. d. 12. mars 2004, Guðný, f. 24. jan. 1929, Anna Snjólaug, f. 17. mars 1939, d. 5. nóv. 1967, og Hörður, f. 12. nóv. 1942. Magnús kvæntist Liv Þorvaldsson, norsk að ætterni en þau slitu samvistir, þeim varð ekki barna auðið. Magnús var lærð- ur rafvirkjameistari, fluttist ungur til Nor- egs, og bjó þar yfir 50 ár, hann vann á sjúkrahúsi í Ósló sem rafvirki allt þar til hann fór á ellilaun. Útför Magn- úsar fór fram frá Tranby kirkju í Noregi 3. september. Elsku bróðir og frændi, við kveðj- um þig með söknuði og virðingu og vitum að þú ert kominn á betri stað. Minningarnar geymum við í hjörtum okkar. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Kveðja, ættingjar. MAGNÚS I. ÞORVALDSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.