Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 46
AUÐLESIÐ EFNI 46 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Seinni hluti Ég hef mjög gamanaf tónlist; ekki allri, enþó vel flestri. Og veitfátt skemmtilegra en aðhorfa á góða kvikmynd. Á mínum yngri árum var þetta eins, nema dálítið ýktara. Um fermingu átti ég mér uppáhalds söngvara, James Taylor, og plakat á veggnum til að sanna það. Mér fannst töff að eiga átrúnaðargoð, sem fáir aðrir kunnu skil á. Nokkrum árum síðar var það Al- bert Hammond. Og á mennta- skólaárunum Janis Ian, Grammy- verðlaunahafi fyrir plötuna „At seventeen“, og svo Donovan. Ég man ekki til þess, að ég hafi gert neitt sérstakt til að herma eftir þessum listamönnum, en mér féll vel andrúmsloftið og boðskap- urinn. Allt var þetta prýðisfólk, ró- legt og afslappað. Og hvað bíóið snertir, man ég að Rod Taylor varð hetjan mín eftir að ég hafði séð kappann berjast við hlið ind- íána, gegn hvítum ribböldum. Þetta var eiginlega bara augna- bliks hrifning, en kom leikaranum á stallinn hjá mér. Öll verkuðu þau mótandi á leitandi sálina. Svo liðu árin. Nú veit ég ekkert hvar James Taylor er eða Albert Hammond, hvað þá Janis Ian og Donovan. Og Rod Taylor sá ég ekki í mynd eftir þetta. Aukinn þroski með vaxandi aldri og reynslu gerði það að verkum að áhrif þessara einstaklinga á líf mitt dofnuðu, ásjóna þeirra föln- aði. Samt er ég viss um, að þau sitja enn djúpt í hugskoti mínu einhvers staðar. En í dag hlusta ég á margt fleira en þá, og horfi, en persónur og leikendur komast ekki nær mér en það. Ég var heppinn, því átrún- aðargoðin hefðu getað verið öllu svakalegri, eins og mörg dæmin voru um þá og einnig nú á tímum. En sum eru vissulega í lagi og góð upp að vissu marki, að eilífu hlut- unum. Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur ritaði eftirfarandi á einum stað, 18. febrúar 2003, í grein sem bar yf- irskriftina: Á barnið þitt sér góðar fyrirmyndir? Ekki eru allar fyrirmyndir jafn æskilegar. Í fjölmiðlum, sem hafa börn og unglinga að markhópi, eru til dæmis sýnd myndbönd þar sem talað er um ofbeldi og fíkniefnaneyslu sem eðlilegasta hlut í heimi. Sum myndbönd eru einnig full af kvenfyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi barna og unglinga, þótt þau séu framleidd með þau í huga. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sem góð fyrirmynd og foreldri, er því mikilvægt að fylgjast með því hvað barnið þitt er að horfa á, meta hvað er æskilegt barnaefni og útskýra fyrir barninu þínu af hverju þú telur sumt í sjón- varpinu ekki við hæfi barna. Ef þér finnst erfitt að gera þetta geturðu kannski sótt þér stuðning með því að ræða við foreldra þeirra sem eru vinir barna þinna. Allir foreldrar hafa hag af því að börnin okkar eigi sér góð- ar fyrirmyndir. Berglind Sigmarsdóttir og Sig- ríður Birna Valsdóttir rita á svip- uðum nótum á www.doktor.is, í greininni „Útlit – unglingar“: Allir hafa hugmynd um hvernig þeir vilja líta út og yfirleitt er fólk of gagnrýnið á sjálft sig. Ef unglingar eru spurðir hvort þeir vilji breyta einhverju í útliti sínu hafa margir langan lista yfir það sem þeir vilja hafa öðru- vísi, til dæmis að vera mjórri, lengri, minni, þyngri, brúnni, vöðvameiri, með minna nef, með minni eyru, með liðað hár, með slétt hár, með hvítari tennur, með færri bólur og svo mætti lengi telja.Það er alltof sjaldgæft að unglingar séu sáttir við útlit sitt. Spurt er: Hvaðan koma hugmyndir okkar um æskilegt útlit? Hvað er fegurð? Svarið er: Frá tímaritum, kvikmyndum, tölvu- leikjum, auglýsingum, tískuverslunum og frægu fólki, svo að eitthvað sé talið. Eru þessar fyrirmyndir raunverulegar? Í raun ekki, þar sem myndum í tímaritum og kvikmyndum er breytt í tölvum og brellum beitt svo að fólk virðist gallalaust, tennur eru gerðar hvítari, bólur fjarlægðar, brjóstum lyft, baugar fjarlægðir, augu gerð skærari og mikil lýsing kemur í veg fyrir að misfellur sjáist í húðinni. Stílistar, förðunarfræðingar og hárgreiðslumeistarar eiga tímunum sam- an við fólk áður en það birtist í sjónvarpi eða kvikmyndum. Kvikmyndastjörnur nota jafn- vel ekki eigin líkama í nærmynd og stundum stækka tölvur brjóst kvenna og breikka axlir karlmanna. Þetta er draugurinn sem við er að glíma. Börn okkar og unglingar eru að dýrka veröld sem er ekki ekta, heldur plat. Sýndarveruleiki. Þau eru að elta skuggamyndir, falskar, kaldar og tómar. Eða eins og Sigurbjörn Einarsson biskup, hinn vitri maður og stílisti, orðaði það í bréfi til mín í liðinni viku: Hin glysmikla samtíð er mótuð af þeirri til- finningu og hugarfari, að þessi heimur hafi allt að bjóða, sem hugur girnist, og þrælar og ambáttir þeirra jöfra, sem stýra ágangi og áfergju skemmtanalífsins og hirða ómælda tolla af þeirri „þjónustu“ sinni, verða þeir dýrlingar, englar og guðdómar, sem ungt fólk fellur fram fyrir og tilbiður, til þeirrar hlítar jafnvel, að það sleikir upp í sig skitnar tuggur, ef ekki hrákana, sem þau goð skila af sér. Í Biblíunni er slíkt kallað hé- gómi og eftirsókn eftir vindi. Ljóst er að þessu verður að snúa, og tækifærin eru að sönnu víða, ef grannt er skoðað, m.a. í hinu nýja fagi grunnskólans, Lífs- leikni, sem og í faðmi kirkjunnar, í gegnum barna- og unglingastarf hennar, og ekki síst á heimilunum sjálfum, í innsta hring. Verði ekki á þessu tekið er bara myrkur framundan. Og það má aldrei verða. Ekki í landi þar sem Krist- ur hefur búið í 1.000 ár. Nei, takk. Stjörnurnar sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er ekki sama hverjar fyrirmyndir barna okkar eru, og við eigum ekki að forðast að ræða það opinskátt, heldur benda á kostina og gallana, reyna að leiða þeim hið rétta fyrir sjónir. Sigurður Ægisson heldur nú áfram þar sem frá var horfið í síðasta pistli. HUGVEKJA VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, segir að ekki komi til mála að semja við hryðjuverka-menn í Tétsníu. Forsetinn sagði þetta eftir árás hryðjuverka-manna á skóla í Rússlandi. Árásin var gerð um síðustu helgi. Skólinn er í bænum Beslan í héraðinu Norður-Ossetíu í Suður-Rússlandi. Í árásinni dóu að minnsta kosti 355 menn. Í þeim hópi voru 156 börn. Ruddust hryðjuverka-mennirnir inn í skólann. Þar inni voru um 1.000 manns. En hryðjuverka-mennirnir hótuðu að drepa alla í skólanum. Svo fór að lokum að þeir byrjuðu að skjóta á fólkið. Þá gerðu rússneskir hermenn árás á þá. Voru hryðjuverka-mennirnir flestir drepnir. Flestir þeirra komu frá héraði sem heitir Tétsnía og er í Rússlandi. Margir Tétsenar vilja stofna sjálfstætt ríki. Þar er líka að finna marga glæpa-flokka og Pútín vill ekki semja Reuters Konur sjást hér gráta við gröf eins fórnar-ĺambanna sem féllu í árás hryðjuverkamanna á skóla í Beslan í Norður-Ossetíu. ÓVENJULEG dans-sýning verður í Laugardals-höllinni með Pilobolus dans-leikhúsi 10. mars á næsta ári. „Þetta er mögnuð sýning sem manns-augað á bágt með að trúa,“ segir í tilkynningu. „Þetta er í senn list og há-menning. Sýning sem er samt að höfða til breiðs hóps. Hún er fyrir allan aldur og bæði kyn. Dansararnir eru frægir fyrir að ná upp góðri stemningu í salnum,“ segir Ísleifur Þórhallsson, sem flytur hópinn inn. Algengt er að áhorfendur láta í sér heyra á sýningum Pilobolus. Fagnaðar-læti brjótast oft út með tilheyrandi hlátra-sköllum og klappi, þannig að stundum er eins og um rokk-tónleika sé að ræða. dans-flokkurinn er. Sæti verða fyrir tvö-þúsund manns á sýningunni. Aðeins sex manneskjur í heiminum eru nú fullfærir Pilobolus-dansarar og verða þeir allir í mars á sviði Laugardals-hallarinnar. Óvenjulegur dans- flokkur á Íslandi „Þú trúir ekki eigin augum og hvernig þau fara að þessu. Þú skilur ekki hvernig einn maður getur verið með fjóra á bakinu og hlaupið um sviðið,“ segir hann. En lýsingin ber vitni um hver óvenjulegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.