Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 54
MENNING 54 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING á verkum grænlensku listakonunnar Isle Hessner var opnuð af borgarstjóranum í Reykjavík í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. föstudag, en Hessn- er er talin einn helsti brautryðj- andi í grænlenskri samtíma- myndlist. Sýningin ber yfirskriftina Mánasigð og sýnir Hessner þar sem verk skipta má í fjóra meg- inflokka, lágmyndir úr flóka, grím- ur, málmverk og stólkolla. Verkin eru gerð úr grænlenskum efnivið, en með aðferðum samtímalistar. „Ég notast alltaf við hefðbundnar aðferðir og efni í verkum mínum,“ segir Hessner. „Þannig reyni ég að fá jafnvægi milli þeirra menn- ingarheima sem ég tilheyri.“ Hún segir stóran hluta grænlenskra listamanna hafa um langt skeið notað hefðbundinn efnivið og að- ferðir í verkum sínum, til dæmis beinútskurð. „En það er þó fyrst og fremst eldri kynslóðin. Yngri kynslóðin, fólk á þrítugs- til fimm- tugsaldri sem ég tilheyri sjálf, reynir hins vegar að blanda arf- leifðinni við utanaðkomandi áhrif sem þeir verða fyrir, áhrif sem streyma í auknum mæli til Græn- lands fyrir tilstilli alþjóðavæðing- arinnar. Þó er ég ekki viss um að hve miklu leyti við gerum okkur grein fyrir því.“ Að sögn Hessner notast þó fáir grænlenskir listamenn við járn- smíði í sama mæli og hún gerir, en nokkur verka hennar á sýning- unni í Sigurjónssafni eru úr málmi og selskinni. „Ég er dóttir græn- lenskrar móður og dansks föður, og með málminum finnst mér ég koma með eins konar „evrópska“ menningu inn í verkin mín. Auk þess er ég lærður málmsmiður og fékkst lengi við skipasmíði, áður en ég fór að nota málminn í list- sköpun,“ segir hún. Það er Hessner mikilvægt að hafa konsept, og fyrir sýninguna núna notaði hún orðið „fragment- ation“ eða „tvístrun“ á íslensku. „Það koma margvísleg verk þegar maður vinnur úr frá hugtaki eins og þessu, en megináherslan er á tvístrun í tilfinningum og tungu- máli. Á sýningunni koma fyrir danska, grænlenska og enska. Um hvernig við tölum saman, og tölum ekki saman, og einnig um sam- skipti sem eiga sér stað án tals. Nálgun mín er oft á tíðum mjög hugmyndafræðileg og mínímalísk,“ segir Hessner. Eftir að sýningunni í Listasafni Sigurjóns lýkur færist hún til Danmerkur þar sem hún verður sett upp í Johannes Larsen- safninu í Kerteminde næsta vor. Síðar á næsta ári verður sýningin síðan sett upp í Þjóðminjasafninu í Nuuk á Grænlandi. Sýningin er styrkt af norræna menning- arsjóðnum. Hefðbundinn efniviður í samtímabúningi Morgunblaðið/Kristinn Grænlenska listakonan Isle Hessner sýnir um þessar mundir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Myndlist | Grænlensk samtímalist Áskriftarkort á 6 sýnigar Aðeins kr. 10.700 Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI fi 16/9 kl 20, fö 17/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð Mi 15/9 kl 20 - Aðeins einir tónleikar Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI „Ekk i spurn ing að þet ta er e inn best i söng le ikur sem ég hef séð . Ég át t i e r f i t t með að ha lda mér í sæt inu og stökkva ekk i upp á sv ið og vera með“ -B i rg i t ta Haukda l , söngkona- . “ MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Sun. 12. sept. kl. 19:30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: ATH. 2 AUKASÝNINGAR Vegna gríðarlegrar eftirspurnar Fös. 17. sept. kl. 19.30 Sun. 19. sept. kl. 19.30 Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. Jón Nordal ::: Gríma John Adams ::: Fiðlukonsert Robert Schumann ::: Sinfónía nr. 1 í B-dúr, op. 38 „Vorsinfónían“ HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 19.30Gul #1 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Leila Josefowicz Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Í flokki fremstu einleikara heims Þrátt fyrir að Leila Josefowicz sé aðeins 26 ára gömul er hún á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér í krafti glæsilegrar spila- mennsku og spennandi verkefnavals. Hún er æ oftar nefnd í sömu andrá og fremstu fiðluleikarar heims og hefur leikið með þekktustu hljómsveitum heims. Nú er komið að Sinfóníuhljómsveit Íslands. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPT. KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR María Jónsdóttir sópran, Elín Guð- mundsdóttir, píanó, Hulda Dögg Proppé og félagar úr Fóstbræðrum FÖSTUD. 17. SEPT. KL. 20.30. BAMAN' Tónlist og dans Yolngua, frumbyggja Ástralíu, og íslenskir tónlistarmenn. Tónleikarnir verða hjóðritaðir og kvik- myndaðir. SUN. 19. SEPT. KL. 16 OG 20.30 REYKJAVÍK 5 ásamt 4 manna hljómsveit; útsetningar Manhattan Transfer, New York Voices o.fl. Tónleikarnir verða hljóðritaðir. TÓNLEIKASKRÁIN KOMIN! Kynntu þér málið á www.salurinn.is. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning 3. sýn. sun 12/9 kl. 20 UPPSELT SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi Áskriftarkort! 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. Reykjavík – Á fleygiferð til framtíðar Sýning um hvernig Reykjavík breyttist úr sveit í borg Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Rvík Opin kl. 13-17 – Ókeypis aðgangur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Heil & Sæl Sjúkraþjálfunin Heil & Sæl ehf. Hraunbæ 102 c, 110 Reykjavík. Ingigerður Guðmundsdóttir og Margrét H. Indriðadóttir löggiltir sjúkraþjálfarar eru komnar aftur til starfa eftir leyfi. Tímapantanir í síma 567 7455.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.