Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. GULLFOSS var óvenjuvoldugur á að líta þegar þessir ferða- menn lögðu leið sína að honum fyrir helgina, enda hafa mikl- ar rigningar verið að undanförnu. Stöðugur ferðamanna- straumur liggur að fossinum allan ársins hring enda ekki amalegt að njóta þess að horfa á þennan höfðingja íslenskra fossa. Morgunblaðið/RAX Gullfoss í ham Í TÍMARITI Morgunblaðsins um helgina er birtur afrakstur tísku- teyma Samtaka iðnaðarins þar sem fagfólk í fataiðn, hárgreiðslu, snyrtingu, gullsmíði og úrsmíði fór höndum um sex þjóðþekkta einstaklinga. Að verkefninu komu um 60 manns en innan Samtaka iðnaðarins eru rúmlega 1.200 fyr- irtæki og félög sjálfstæðra at- vinnurekenda. Menntamálaráð- herra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, er ein þeirra sem lögðu verkefninu lið og segir hún mikilvægt að þeir sem komi að stefnumótun í menntun og fræðslu á þessu sviði kynni sér starfsemi fagaðila innan samtakanna og leggi sitt af mörkum til að koma íslenskum iðnaði og handverki á framfæri. „Ég er stolt af þeirri fag- mennsku sem ég kynntist í tengslum við verkefnið. Menntunin á þessu sviði er greinilega góð og hæfi- leikar þessara fagaðila miklir sem skilar sér í þjón- ustu og handverki á heimsmælikvarða,“ segir Þor- gerður Katrín í Tímaritinu. Í tilefni þessa var síðastliðinn föstudag efnt til forsýningar á Tímarit- inu að viðstöddu fjölmenni í Iðu við Lækjargötu og má hér sjá tugþrautarmanninn Jón Arnar Magnús- son ásamt eiginkonu sinni, Huldu Skúladóttur, við stækkaða síðu úr Tímaritinu. Fagmennska hjá tískuteymum Morgunblaðið/Þorkell ÞRÁTT fyrir aukna og jákvæða viðleitni til að skapa betri vinnuaðstöðu í hátæknifrystihúsum og gera strangari kröfur um hreinlæti og annan aðbúnað hefur mannlegi þátturinn setið eftir að mati Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræð- ings sem rannsakaði áhrif tæknivæðingar á vinnuskipulag og líðan starfsfólks í frystihúsum, ásamt Margréti Lilju Guðmundsdóttur. Grein þeirra birtist nýlega í tímaritnu Work, sem kemur út í Bandaríkjunum, Evrópu og Jap- an. Guðbjörg Linda safnaði gögnum úr 19 bolfisk- vinnslufyrirtækjum og 5 rækjuvinnslufyrirtækj- um og skipti þeim í þrjú tæknistig, hátækni- millitækni og lágtæknistig. Lagðir voru spurningalistar fyrir starfsmenn og tekin viðtöl við þá og stjórnendur fyrirtækjanna. „Í ljós kom að þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar á vinnuumhverfi í fiskvinnsluhúsum þar sem vinnslan er mjög tæknivædd, virðast breytingarnar hafa haft í för með sér að vinnu- skipulagið er ekki eins og best verður á kosið út frá andlegu og félagslegu álagi á starfsmenn, ekki síst fiskvinnslukonurnar,“ segir Guðbjörg. „Mannlegi þátturinn í vinnuverndarmálum hef- ur helst orðið útundan við þessar breytingar. Það kemur víða fram marktæk fylgni milli tæknistigs og tiltekinna mældra álagsþátta, hátæknihúsun- um í óhag, sem þarf ekki að koma á óvart þar sem búið er að breyta vinnufyrirkomulaginu í átt til mun meiri einhæfni, minna svigrúms fyrir starfs- menn og meira einstaklingseftirlits.“ „Í hátæknihúsunum er lögð áhersla á að brjóta hvert viðfangsefni niður í mjög smáar, mælanleg- ar einingar þannig að fólk verður „sérfræðingar“ á sínu litla sviði. Þannig telja stjórnendur að hægt sé að auka afköst og framleiðni og þar með gróðann. Þetta leiðir af sér að þekking starfsfólks á framleiðsluferlinu verður brotakennd, en ein- föld störf gera það hins vegar að verkum að starfsfólk verður meira útskiptanlegt. Á móti kemur sú neikvæða hlið að flest störfin, þó eink- um þau sem konur eru ráðnar til að sinna, eru að ýmsu leyti orðin einhæfari og þar með óheilsu- samlegri, innihaldsrýrari og starfsfólki finnst þau einfaldlega leiðinlegri.“ Guðbjörg segir ýmislegt gott hafa verið gert í fiskvinnsluhúsunum og lögð hafi verið mikil vinna í að sinna aðbúnaðarmálum starfsfólks sem lúta að t.d. hálum gólfum, dragsúgi, innilofti, líkams- beitingu o.fl. „Starfsfólk í hátæknihúsunum segist stolt af fyrirtækjum sínum, en kvartar hins vegar undan meira álagi og tímapressu, minni starfsánægju og glaðværð, auk þess sem aukin einhæfni hefur í för með sér aukin heilsufarsleg óþægindi, sam- kvæmt rannsókninni. Þá er starfsfólk hátækni- húsanna líklegra til að segjast ekki hafa nægilegt sjálfræði og finnur að því að geta ekki dregið úr vinnuhraðanum án þess að það bitni á laununum.“ Starfsfólk hátæknifrystihúsa vinnur sífellt einhæfari störf Kvartað undan álagi og líkamlegum óþægindum ÞEKKTIR listamenn af ólík-um toga koma hingað oghalda tónleika í október ognóvember í Austurbæ. Annars veg- ar er það sænska djass- söngkonan Lisa Ekdahl og mun hún troða upp ásamt hljóm- sveit hinn 30. október. Hins vegar kemur hingað breska síðpönksveitin The Fall, ein helsta sveitin sem breska pönkbylgjan hefur getið af sér. Tónleikar hennar verða 18. nóvember. Það er Zonet sem stendur að heimsóknunum. Lisa Ekdahl og The Fall til Íslands  Djassdrottning/60 Lisa Ekdahl Í KJÖLFAR harmleiksins í Beslan fyrr í mánuðinum og til minningar um að nú um helgina voru liðin þrjú ár frá því að árásirnar á tvíbura- turnana í New York voru gerðar, hvetur Evrópuráðið til þess að fórn- arlamba hryðjuverka verði minnst í öllum skólum aðildarlandanna með einnar mínútu þögn á hádegi næst- komandi þriðjudag. Í samtali við Morgunblaðið stað- festi Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri menntamálaráðuneytis- ins, að beiðni Evrópuráðsins hefði borist ráðuneytinu. „Menntamálaráðuneytið tekur undir þessa málaleitan og mun strax eftir helgi senda öllum grunn- og framhaldsskólum bréf þar sem skól- arnir verða hvattir til að taka þátt í þessari einnar mínútu þögn og sýna þannig hluttekningu í þjáningu þeirra sem orðið hafa fórnarlömb hryðjuverka.“ Að sögn Guðmundar verða kennarar einnig hvattir til þess að setja viðburðinn í samhengi og skýra fyrir nemendum hvað valdi því að haldin sé einnar mínútu þögn. Hryðjuverk alheimsógnun Í fréttatilkynningu frá Evrópu- ráðinu segir m.a.: „Sá mikli fjöldi au- virðilegra hryðjuverkaárása, sem framdar hafa verið á síðustu þremur árum, sýnir okkur að hryðjuverk eru raunveruleg alheimsógnun við sam- félag okkar og þau gildi sem sameina þær 800 milljónir er búa í Evrópu, þ.e. gildin sem felast í lýðræðinu, mannréttindum og lagakerfum. Hryðjuverk í hvaða formi sem er eru viðurstyggileg.“ Mínútuþögn í grunn- skólum landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.