Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 2
Arkitektar að nýju íþrótta- og sýningahöllinni eru teiknistofan T.ark. LAUGARDALSHÖLLIN verður lokuð í um fimm mánuði á næsta ári vegna framkvæmda við nýbyggingu og endurbætur á 39 ára gamalli höllinni. Stefnt að því að því að þeim verði að fullu lokið í ágúst 2005. Reykjavíkurborg og Samtök iðn- aðarins stofnuðu hlutafélag um þetta verkefni sem nefnist Íþrótta- og sýningahöllin og eiga þar hvort um sig jafnstóran hlut. Heild- arkostnaður er áætlaður rösklega 1,4 milljarðar króna að meðtöldum endurbótum á Laugardalshöll á vegum borgarinnar. Laugardals- höllin er rúmlega 6.000 m² að stærð en nýja húsið er nokkuð stærra eða um 7.000 m². Jónas Kristinsson, forstöðumaður Laugardalshallar, segir að nauð- synlegt hafi reynst að loka höllinni þar sem m.a. þurfi að brjóta niður veggi milli bygginganna, leggja raf- magns- og vatnsleiðslur auk þess sem ráðist verði í tímabærar end- urbætur. Þá fái „gamla góða höllin“ andlitslyftingu og hugað verði að því að bæta hljómburð og sviðs- mynd. Að öðru leyti verði allt með svipuðu sniði innandyra og ekki er gert ráð fyrir að áhorfendasætum fjölgi. Jónas bendir á að nýbyggingin sé sérhönnuð fyrir frjálsar íþróttir og sýningahald. Í íþróttasalnum verði m.a. 200 metra hlaupabraut. „Þetta er algjör bylting fyrir frjáls- íþróttamenn og aðra sem geta not- að þessa aðstöðu,“ segir hann. Þá verði höllin kjörland fyrir ráð- stefnur og sýningar, smáar sem stórar. Laugardalshöllin lokuð í fimm mánuði Íþrótta- og sýningahöll að rísa 2 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DRÁPU GÍSL Íslamskt vefsetur birti í gær- kvöldi yfirlýsingu frá samtökum Abu Mussabs al-Zarqawis, sem stað- ið hefur fyrir mörgum hryðjuverk- um í Írak, þar sem fram kemur að þau hafi annan daginn í röð líflátið bandarískan gísl sem þau höfðu í haldi. Samtökin halda enn í gíslingu breskum manni, Kenneth Bigley, og hóta þau að taka hann einnig af lífi ef ekki verður orðið við kröfum þeirra um að öllum múslímskum konum í íröskum fangelsum verði sleppt úr haldi. Annan óánægður Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, setti ofan í við Bandaríkjamenn vegna innrás- arinnar í Írak og framferðis banda- rískra hermanna gagnvart íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti varði hins vegar innrásina í Írak í ávarpi sínu á allsherjarþingi SÞ. Hyggjast auðga úran Íranar eru byrjaðir að breyta hráu úrani í gas en um er að ræða mikilvægt skref í áttina að því að auðga úran. Íranar segjast einungis vilja auðga úran til þess að geta framleitt næga orku fyrir lands- menn en Bandaríkjamenn grunar að tilgangurinn sé þvert á móti sá að framleiða kjarnavopn. Tengjast ljósleiðaraneti OR Orkuveitan undirbýr nú tengingu heimila við ljósleiðaranetið og er ráðgert að tæp fimm þúsund heimili verði tengd við kerfið í fyrsta áfanga. Samkvæmt heimildum blaðsins munu OgVodafone og Norðurljós selja þjónustu sína um Netið. Undanþágur frá verkfalli Tíu undanþágubeiðnir frá kenn- araverkfalli hafa borist sérstakri undanþágunefnd sem mun fara yfir þær á næstu dögum. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Viðskipti 12 Minningar 24/28 Erlent 13 Skák 31 Suðurnes 15 Dagbók 32/34 Höfuðborgin 16 Listir 35/37 Akureyri 16 Fólk 38/41 Landið 17 Bíó 38/41 Bréf 20 Ljósvakamiðlar 42 Umræðan 19/20 Staksteinar 43 Forystugrein 22 Veður 43 * * *                                  ! " #            $         %&' ( )***                        HÓPUR frá Femínistafélagi Íslands afhenti Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra fullar hjólbörur af les- efni um jafnréttismál og bauð auk þess ríkisstjórninni allri á námskeið um jafnréttismál við fyrstu hent- ugleika, á fundi með forsætisráðherra í gær. Halldór sagði miklu skipta að umræðan um jafnrétt- ismál væri lifandi, enda málaflokkur sem skipti miklu máli. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort hann eða aðrir úr ríkisstjórninni ætluðu að þekkjast boð Fem- ínistafélagsins og koma á jafnréttisnámskeið. Hann þakkaði þó fyrir bækurnar og blöðin sem honum voru færð, þótt ljóst væri af magninu að klárlega væri þetta ekkert sem hann læsi á einni viku. „Það skiptir gríðarlegu máli að forsætisráðherra sé vel að sér í jafnréttismálum og okkur finnst ríkis- stjórnin ekki hafa staðið sig sem skyldi, ekki bara í orði heldur á borði,“ sagði Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, ráðskona atvinnu- og stjórnmálahóps félagsins, eftir að hópurinn hafði afhent lesefnið. Vilja Halldór í lið með sér Bryndís segir að heimsóknin í stjórnarráðið sé hugs- uð til að fá forsætisráðherra í lið með femínistum. Hún segir ljóst að mikið sé búið að ganga á og Halldór hafi verið mikið gagnrýndur innan Framsóknarflokksins og aðrir í ríkisstjórn fyrir stöðuveitingar. Femínistafélagið bauð ríkisstjórninni allri á nám- skeið um jafnréttismál. Femínistar afhentu forsætisráðherra bækur um jafnrétti Morgunblaðið/Þorkell Fékk fullar hjólbörur af lesefni AÐALMEÐFERÐ í líkfundarmál- inu svonefnda hefst fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur 18. október og er gert ráð fyrir að réttarhöldin taki tvo daga. Þrír menn sæta ákæru ríkis- saksóknara, einkum fyrir fíkniefna- brot, sem tveir ákærðu játa á sig en einn neitar. Þá er ákært fyrir brot gegn lífi og líkama, sem neitað er af öllum, og illa meðferð á líki Vaidas Jucevicius, sem fannst látinn í höfn- inni í Neskaupstað í febrúar sl. Tveir neita sök þar, en einn játar að hluta til. Gagnaöflun í málinu lauk í gær þegar málið var tekið fyrir. Dómari synjaði beiðni verjanda eins sak- borningsins um að leggja fram bréf þar sem farið var fram á að aflað yrði upplýsinga um heilsufar Vaidas en verjandinn taldi við þingfestingu málsins í vor að slíkt gæti varpað ljósi á meðvirkandi þætti sem tengj- ast láti Vaidas hérlendis. Hefði kom- ið fram að hann hefði verið maga- veikur og með lungnabólgu áður en hann kom hingað. Dómari sagðist ekki sjá efni til að verða við beiðninni og óskaði verjandinn þá úrskurðar dómara þar sem ákvörðunin er rök- studd nánar. Líkfundarmálið tekið fyrir í dómi Réttarhöld hefj- ast 18. október ÁTTA lögreglumenn sem skipuðu samningahóp ríkislögreglustjóra sögðu upp störfum sem samninga- menn fyrir um einni viku. Töldu þeir starfið stórlega vanmetið og óskuðu eftir að fá greitt álag á laun sín en yf- irlögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra segir að ekki hafi verið hægt að verða við því. Þegar hafi verið gerðar ráðstafanir vegna þessa og viðbúnaður sé fullnægjandi. Samningahópurinn er hluti af sér- sveit ríkislögreglustjóra. Hlutverk samningamanna er m.a. að tala við menn sem hóta öðrum með vopnum, hafa tekið gísla eða eru í sjálfsvígs- hugleiðingum. Níu lögreglumenn voru í samn- ingahópnum en áður en áttmenning- arnir sögðu upp hafði hópstjórinn hætt störfum. Allir halda þeir áfram öðrum störfum sínum sem lögreglu- menn. Ekki fjárheimildir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og yfirmaður sérsveitar ríkislög- reglustjóra, segir að óskir um álag á laun hafi fyrst komið fram í vor. Ef orðið hefði verið við þeim hefði það valdið um 4–5 milljóna króna aukn- um kostnaði á ári. Ekki hefðu verið fjárheimildir fyrir því. Jón segir að auðvitað sé slæmt að missa mennina en eins og ávallt komi maður í manns stað. Stór hópur lög- reglumanna hafi fengið þjálfun í samningatækni og hluti þeirra hafi nú verið fenginn til þessara starfa. Viðbúnaður sé því fullnægjandi þó að auðvitað taki einhvern tíma að koma hlutum í samt lag og áður. Sérsveit ríkislögreglustjóra Samninga- hópurinn sagði upp KÁRAHNJÚKASTÍFLAN hefur nú fyllt sjálft Hafrahvammagljúf- ur og náð um 70 metra hæð frá gljúfurbotni. Að því er fram kem- ur á vef Kárahnjúkavirkjunar er stíflan því komin upp að gljúfur- börmum. Úthlið stíflunnar er orðin greinileg, bæði í gljúfrinu og á vesturbakkanum. Haldið verður áfram að flytja efni í stífluna með færiböndum og stórvirkum flutn- ingabílum og þjappa það niður í lögum, eða þar til að stíflan hefur náð nærri 200 metra hæð. Á vef virkjunarinnar má sjá nýjar myndir af þessum framkvæmd- um, www.karahnjukar.is. Stíflan við Kárahnjúka upp að gljúfurbörmum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.