Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Heilsubótar- ganga í skugga vinnudeilna ÞAÐ var æði napur en bjartur haustdagur sem heilsaði börn- um og fullorðnum í daglegri heilsubótargöngu þeirra niður Bólstaðarhlíðina í gær. Þetta er hinn laglegasti hópur og tilvalið að njóta útiverunnar þótt til- efnið komi ekki til af góðu, nefnilega verkfalli grunnskóla- kennara. Svo háttar til að hér er á ferðinni nemendahópur í Ís- aksskóla sem fær enga íþrótta- kennslu í verkfallinu. Það eru því foreldrarnir sem skiptast á um að hafa ofan af fyrir ungvið- inu í íþróttatímum, en íþrótta- kennarinn er í verkfalli. EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir engan vafa leika á því að þriggja daga um- þóttunartími sem sáttasemjari gaf deiluaðilum eftir að upp úr slitnaði á sunnudag, sé kappnógur fyrir kennara. Ríkissáttasemjari sagði spurningu í gær hvort gefa hefði átt deiluaðilum lengri umþóttunartíma en fram til fimmtudags, en það er óþarfi að mati Eiríks. „Við hefðum getað haldið áfram strax á mánu- daginn,“ segir hann. „Við hefðum skipt liði og sent út fólk til að kynna stöðuna. Ég bendi á að öll sú hreyf- ing sem orðið hefur í þessu máli hefur verið af okkar hálfu.“ Eiríkur segir að það standi nú upp á launanefndina að að nota tím- ann milli funda til að hugsa fyrir nýju útspili. „Við höfum sett fram grundvall- aratriði í vinnutíma, bæði í lang- tíma- og skammtímasamningi. Þessi atriði eru forsenda þess að deilan leysist. Á meðan engin viðbrögð eru merkjanleg hinum megin borðsins, erum við ekki að spila út neinu nýju.“ Eiríkur gagnrýnir sveitarstjórn- armenn í landinu fyrir tómlæti í garð skólastarfsins og segir að svo virðist sem hinum pólitískt kjörna einstaklingi „komi skólahald í land- inu ekki við. Ég spyr hvar eru sveit- arstjórnir þessa lands? Eru það fjórir aðilar í samninganefnd launa- nefndar sem bera alla ábyrgð á skólastarfi? Hvar er þetta fólk sem er að bjóða sig fram á fjögurra ára fresti til að stjórna sveitarfélögun- um? Liggur það í dvala?“ Nægur umþótt- unartími fyrir kennara Eiríkur Jónsson BIRGIR Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna, telur mikilvægt að samninga- nefnd kennara og launanefndin setjist niður eins fljótt og verða má til þess að leita lausnar á deilunni. Hann tjáir sig ekki beint um það hvort sá þriggja daga umþóttunar- tími sem ríkissáttasemjari gaf deilu- aðilum á sunnudag, sé nægilega langur, en segist að sjálfsögðu lúta ákvörðun sáttasemjara um að mæta á fund að nýju á morgun, fimmtudag. „Menn hafa verið að fara yfir framvinduna síðustu vikurnar og svo horfa menn einnig fram fyrir sig,“ segir hann aðspurður hvernig launa- nefndin verji tímanum fram að næsta fundi. „Það hafa náttúrlega komið upp ýmsar spurningar vegna verkfallsins. Aðilar þurfa að skipa undanþágunefnd vegna undanþágu- beiðna sem kunna að koma frá ýms- um stofnunum.“ Einnig hafi menn verið að sinna ýmsum hagnýtum þáttum sem tengjast verkfallinu. „En við höfum auðvitað verið að velta fyrir okkur stöðunni og höfum tíma til þess fram að fimmtudegi. Ég held að það sé mikilvægt að menn setjist niður eins fljótt og verða má til þess að leita að lausnum á eins for- dómalausan hátt og menn geta.“ Engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort launanefndin hyggist leggja fram nýtt útspil á samninga- fundinum á morgun. Ekki sé þá unnt að svara því í hvaða liði nákvæmlega sé verið að fara fram að fundinum. Birgir Björn tekur fram vegna fyrirspurna og umræðna um verk- bann á starfsmenn grunnskóla, aðra en kennara, hafi sveitarfélög ekki verkbannsheimild og því geti ekki komið til verkbanns á aðra starfs- menn skólanna sem eru í stéttar- félögum opinberra starfsmanna. Deiluaðilar fundi sem fyrst Birgir Björn Sigurjónsson HÓPUR hæstaréttarlögmanna hefur hrundið af stað undirskrifta- söfnun meðal lögmanna til stuðn- ings Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni og eins um- sækjenda um embætti hæstarétt- ardómara sem losnar um næstu mánaðamót. Í texta undirskrifta- söfnunarinnar er settur dómsmála- ráðherra í málinu, Geir H. Haarde, hvattur til að leggja sjálfstætt mat á kosti umsækjendanna þegar hann veitir embættið. „Ég get staðfest að það er hópur lögmanna sem hratt þessu af stað,“ segir Sveinn Andri Sveins- son hæstaréttarlögmaður í samtali við Morgunblaðið. Kveðst hann vera í þeim hópi. Að sögn Sveins Andra telur hópurinn að Jón Steinar, að öðrum umsækjendum ólöstuðum, njóti ekki sannmælis í umsögn Hæstaréttar um umsækj- endurna sjö sem sóttu um emb- ættið. „Í annan stað finnst okkur lögmannsstörf almennt hafa lítið vægi í þessari umsögn,“ segir Sveinn Andri, „og við höfum áhyggjur af því ef sá sem einna fremst stendur í hópi lögmanna þyki ekki gjaldgengur. Okkur þyk- ir það undarlegt. Þar með er verið að segja að það sé alls ekki stefna Hæstaréttar að mæla með hæsta- réttarlögmönnum í dómarastarf.“ Hann segir að söfnunin sé á frum- stigi en texti hennar gengur nú manna á milli í lögmannastétt. Leggi sjálfstætt mat á umsækjendur Texti undirskriftasöfnunarinnar hljóða svo: „Undirritaðir lögmenn lýsa undrun sinni á umsögn Hæstaréttar um einn umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmann og prófessor. Þar er hlutur hans að okkar dómi gerður miklu verri en efni standa til. Enginn vafi er á því, að Jón Steinar Gunnlaugsson er í fremstu röð íslenskra lögfræðinga og á að baki glæsilegan feril. Hann hefur m.a. flutt mörg af merkustu dóms- málum síðari ára á Íslandi. Er hann af öllum sem til þekkja, m.a. dómurum og lögmönnum, talinn afburðamálflytjandi. Farsæll kennsluferill hans og umfjöllun hans um lögfræði á öðrum vett- vangi, bæði í ræðu og riti, ber einnig góðum hæfileikum hans vitni. Það er mat undirritaðra að Jón Steinar væri afar vel að því kom- inn að verða skipaður dómari við Hæstarétt. Hefur raunar iðulega verið hamrað á því í umræðu und- anfarinna ára hvílík nauðsyn sé á því að í réttinn verði skipaður starfandi lögmaður. Er raunar vandséður verðugri fulltrúi þeirrar stéttar til setu í Hæstarétti. Með þessum orðum er ekki verið að kasta nokkurri rýrð á aðra um- sækjendur um embættið. Undirritaðir hvetja settan dóms- málaráðherra til að leggja sjálf- stætt mat á kosti umsækjendanna og hagsmuni Hæstaréttar til fram- tíðar litið, þegar hann veitir emb- ættið.“ Ráðherra leggi sjálfstætt mat á umsækjendur Hópur lögmanna stendur að undirskriftasöfnun vegna skipunar hæstaréttardómara HÉÐINN Unnsteinsson, fyrrum verkefnisstjóri Geðræktar og hvatamaður að stofnun verkefn- isins, tók á dögunum við viður- kenningu frá dr. L. Patt Franc- iosi, forseta Alþjóðageðheil- brigðissamtakanna (WFMH), sem útnefndu Geðrækt sérstaklega sem fyrirmyndarverkefni á sviði geðræktar. Viðurkenningin og peningaverðlaun voru veitt á al- þjóðlegri ráðstefnu, sem haldin var á Nýja-Sjálandi. Þrjátíu og fimm geðrækt- arverkefni alls staðar að úr heim- inum voru kynnt á sömu ráð- stefnu, þar með talið verkefni Héðins, en út er komin bók sem inniheldur greinargerðir um öll verkefnin. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig þó að ég hafi auðvitað yfirgefið verkefnið. Þetta er við- urkenning á vinnu undanfarinna ára og sérstaklega vakti það at- hygli að frumkvæðið hefði komið frá fyrrverandi notanda kerfisins. Ég gekk með hugmyndina að þessu verkefni í heilt ár og vann við að koma því áfram launa- laust. Það skilar sér í því að enda þetta á að fljúga til Nýja-Sjálands og veita þessari viðurkenningu viðtöku á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Héðinn, sem nú starfar á skrifstofu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar í Kaup- mannahöfn. Héðinn Unnsteinsson fær verðlaun fyrir Geðrækt „Mikil viðurkenning“ Dr. L. Patt Franciosi, forseti Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna, WFMH, veitir Héðni Unnsteinssyni viðurkenningu fyrir verkefnið Geðrækt á ráð- stefnu á Nýja-Sjálandi á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.