Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorgerður KatrínGunnarsdóttirmenntamálaráð- herra kynnti tillögur úr nýrri skýrslu samráðs- hóps menntamálaráðu- neytisins, sem hafði það meginhlutverk að fjalla um bætt aðgengi blindra og sjónskertra að menntakerfinu, á ríkis- stjórnarfundi í seinustu viku. Samráðshópur þessi var skipaður í kjölfar ályktunar stjórnar Blindrafélagsins um vanda blindra og sjón- skertra í tengslum við að- gengi þeirra að mennta- kerfinu. Menntamála- ráðuneytið leitaði eftir tilnefningum í samráðshópinn frá Blindrafélaginu, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, fé- lagsmálaráðuneytinu og Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Settar verði skýrar reglur um hjálpartæki Í skýrslunni gerir samráðshóp- urinn grein fyrir núverandi skip- an mála hvað varðar menntun blindra og sjónskertra og setur síðan fram tillögur um ýmsar æskilegar umbætur í þjónustu menntarkerfisins við blind og sjónskert börn. Í fyrsta lagi er lagt til að stefnt verði að stofnun þekkingarmiðstöðvar sem sam- hæfi þjónustu við blinda og sjón- skerta nemendur. Meginmarkmið slíkrar þekkingarmiðstöðvar ætti að vera að veita blindum og sjón- skertum ungmennum þjónustu og ráðgjöf, stuðla að rannsóknum á högum blinda og sjónskertra og hafa frumkvæði að nýjungum sem megi nýtast þeim í námi og starfi. Bent er á að nauðsynlegt sé að þekkingarmiðstöðin sé í nánu samstarfi við skóla þar sem blindir og sjónskertir stunda nám. Samráðshópurinn leggur til að menntamálaráðuneytið, fé- lagsmálaráðuneytið og heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið vinni saman að nánari útfærslu á fyrirkomulagi slíkrar þekkingar- miðstöðvar í samráði við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til að endurskoðuð verði úthlutun hjálpartækja til blindra og sjónskertra nemenda og þjálfun í notkun hjálpartækja með það að markmiði að hjálp- artækin fylgi nemendum í námi þeirra á grunnskólastigi, óháð því hvort börnin flytji milli skóla eða sveitarfélaga. Óskað var eftir því að settar verði skýrar reglur um hjálpartæki og útvegun þeirra verði samræmd, en samráðshóp- urinn leggur til að Samband ís- lenskra sveitarfélaga og mennta- málaráðuneytið sjái um að setja þessar verklagsreglur. Samráðshópurinn leggur til að samstarf Blindrabókasafns og Námsgagnastofnunar verði aukið á sviði útgáfu námsgagna fyrir blinda, sjónskerta og nemendur með dyslexíu til að nýta fjármagn þessara stofnana sem best. Bent er á að æskilegt væri að mennta- málaráðuneytið myndi starfshóp með fulltrúum stofnananna tveggja sem fari yfir mögu- leikana á aukinni samvinnu og samnýtingu tæknibúnaðar vegna útgáfu námsgagna sem nýtist blindum og sjónskertum nemend- um og nemendum með dyslexíu. Fram kemur í skýrslunni að lagt er til að menntamálaráðu- neytið hafi frumkvæði að því að setja á fót blindraletursnefnd sem hafi það hlutverk að vinna að stöðlun og þróun blindraleturs á íslensku og samhæfingu tákna. Einnig er lagt til að komið verði á föstu samstarfi við þekkingarmið- stöðvar á öðrum Norðurlöndum. Samráðshópurinn leggur til að þeim tilmælum verði beint til kennaramenntunarstofnana að þær fjalli um kennslu blindra og sjónskertra í almennu grunnnámi kennara og haldi námskeið fyrir blindrakennara. Einnig að þeim tilmælum verði beint til fram- haldsskóla og háskóla að skólarn- ir setji sér reglur um sértæk úr- ræði í námi eins og Háskóli Íslands hefur gert. Endurskoðun laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Hópurinn leggur til að kann- aðir verði kostir þess að með breytingu á lögum og reglugerð- um verði framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna hvers fatlaðs nemanda tengd viðkomandi ein- staklingi og skylt að nýta fram- lagið til þjónustu við hann og í samráði við hann og aðstandend- ur hans. Mælst er til þess að fé- lagsmálaráðuneytið hugi að end- urskoðun á lögum og reglu- gerðum um Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga með það að markmiði að tryggja betur en nú er gert að framlög úr sjóðnum vegna ákveð- inna fatlaðra einstaklinga nýtist viðkomandi einstaklingi sem best, en eins og staðan er í dag er sveitarfélögum frjálst að ráðstafa framlögum vegna mikið fatlaðra einstaklinga að vild. Að lokum er óskað eftir að þeim tilmælum verði beint til stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga að við hönn- un og framsetningu efnis á netinu verði tekið mið af þörfum blindra og sjónskertra, en í störfum nefndarinnar kom m.a. fram að letrið Arial henti þeim betur en það letur sem víðast er notað. Fréttaskýring | Bæta þarf aðgengið Miðstöð þekk- ingar stofnuð Nýjar tillögur um bætt aðgengi blindra og sjónskertra að menntakerfinu Vinna þarf að stöðlun og þróun blindraleturs. Aukið samstarf á sviði útgáfu námsgagna  Samráðshópur um bætt að- gengi blindra og sjónskertra að menntakerfinu skilaði nýverið skýrslu þar sem gerð er grein fyrir núverandi skipan mála og settar fram ýmsar tillögur til úr- bóta. Meðal þess sem lagt er til í skýrslunni er að stofnuð verði ís- lensk blindraletursnefnd sem hafi það hlutverk að vinna að stöðlun og þróun blindraleturs. Einnig að komið verði á föstu samstarfi við þekkingarmið- stöðvar á öðrum Norðurlöndum. silja@mbl.is Passaðu þig bara á rebbunum, Anna mín, annar sækir svo í rjúpurnar en hinn í virkjanirnar. FÆKKAÐ hefur verulega síðustu ár þeim sem kjósa að rækta eigin kartöflur og annað grænmeti í mat- jurtagörðum Reykjavíkurborgar í Skammadal. Árið 1996 voru 576 garðar í útleigu og 419 ári síðar. Á þessu ári voru hins vegar 210 garð- ar í útleigu. Að sögn Þórólfs Jóns- sonar, garðyrkjustjóra borgarinnar, er ljóst að það mun koma að því að görðunum verður lokað, haldi að- sókn að þeim áfram að minnka. Skammidalur er í landi Mosfells- bæjar en Reykjavíkurborg fær af- not af landinu undir matjurtagarða. Algengast er að ræktaðar séu kart- öflur í görðunum. „Aðsóknin hefur farið minnkandi jafnt og þétt í gegnum árin. Við höf- um verið að loka ákveðnum skikum og þétta svæðið. Við höfum rætt um að það komi að þeim tímapunkti að þessu verði hætt en það hefur ekk- ert verið ákveðið um það. Þetta eru þrátt fyrir allt rúmlega 200 manns,“ segir Þórólfur. Gjald fyrir leigu á skika fyrir matjurtagarð í Skammadal er 3.000 krónur en greiddar eru 3.500 krón- ur fyrir skika undir garðhýsi. Nokkrir tugir slíkra smáhýsa hafa verið reist nálægt görðunum. Að sögn Þórólfs hefur þeim krökkum sem nýta sér Skólagarða Reykjavíkur einnig fækkað síðustu ár. „Það er sama þróun þar. Að vísu hefur það færst í vöxt að garðarnir séu leigðir af skólunum, þannig að t.d. einn bekkur sameinast um garða og skipti með sér verkum. Krakkarnir setja þá niður með kennaranum að vori og taka upp að hausti. Ég á von á því að við förum út í meira samstarf við skólana. Það hentar mjög vel að skólarnir komi að þessu.“ Þórólfur segist telja líkur á að fleiri komi til með að nýta sér skóla- garðana næstu ár. Tilraunir hafi verið gerðar með að bjóða fólki, sem vill rækta sínar matjurtir sjálft, að nýta sér lausa skika í skólagörðum fyrir matjurtagarða og gefist vel. Minni aðsókn að kart- öflugörðum í Skammadal Útleigðum görðum hefur fækkað um helming frá 1997            ! "      EKIÐ var á hundrað tuttugu og fjóra gangandi og hjólandi vegfarendur í um- ferðinni síðustu 24 mánuði og þar af urðu nokkur alvarleg slys á fólki. Um 20% þessa hóps voru börn á aldrinum 1–6 ára og segir Ágúst Mogensen, hjá rannsóknarnefnd umferðarslysa, að í umtalsverðum fjölda tilvika hafi verið ekið á vegfarendur á gangbraut. Í erindi sem Ágúst hélt á málþingi um umferð grunnskólabarna í Ráðhús- inu nýlega kom fram að horfa verður til þess í skipulagi hverfa að börn stytta sér leið í átt að skóla, íþróttahúsi og þangað sem þau sækja sér þjónustu. Brýnt sé að koma í veg fyrir það með því að tryggja öryggi barnanna, einkum þar sem þau fara um stofn- og tengi- brautir innan íbúðahverfa. Þá sé ábyrgð foreldra mikil. „Þegar við skoðum slys þar sem í hlut eiga börn, 5–6 ára, er mjög hæpið að orsakagreina slík slys og segja að barnið hafi ekki fylgt umferðarreglun- um. Við verðum að hugsa fyrir börnin og erum ábyrg í þessum tilfellum, sem foreldrar.“ Í erindi Herdísar Storgaard, fram- kvæmdastjóra Árvekni, kom fram að hjálmanotkun barna hefur minnkað og notkun endurskinsmerkja er á hröðu undanhaldi. Fimmtungur gangandi og hjólandi vegfarenda í umferðarslysum síðustu 24 mánuði var 1–6 ára börn Umtalsverður fjöldi slysa á gangbrautum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.