Morgunblaðið - 22.09.2004, Side 10

Morgunblaðið - 22.09.2004, Side 10
DOKTOR Pétur M. Jónasson, prófessor í vatnalíffræði við Kaupmannahafnarháskóla, ritar nýverið grein í Náttúrufræðing- inn, tímarit Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, þar sem hann mótmælir harðlega lagningu „hraðbrautar um óskert víðerni Þingvallasvæðisins“ í stað Kóngsvegarins svonefnda frá Gjábakka að Laugarvatni. Pét- ur segir nýjan Gjábakkaveg, svonefnda leið 7 eða Miðfells- braut, skapa alvarleg sár og sjónmengun á Eldborgarhrauni og aukin niturmengun muni berast í vatnsból og Þingvalla- vatn. „Vill þjóðin blátt og tært Þingvallavatn eða grænt og gruggugt? Vill þjóðin hraðbraut inn í þjóðgarðinn í stað róm- antískrar útsýnisbrautar þar sem unnt er að upplifa bláma Þingvallabirtunnar og litbrigði hins stórbrotna fjallahrings?“ spyr Pétur í grein sinni, sem ber yfirskriftina „Á að fórna Þingvallavatni fyrir niturmeng- andi hraðbrautir?“ Pétur segir það sæta furðu að Vegagerðin virðist virða að vettugi sjónarmið ráðuneyta sem gæta eigi hagsmuna þjóðarinnar. Vísar hann til þess að ríkisstjórnin hafi nýverið sett fram vatns- verndarfrumvarp og Alþingi síðan samþykkt ný þjóð- garðslög. Segir Pétur að þjóðgarðurinn sé einnig kominn á heimsminjaskrá UNESCO og þar með í forgangsröð dýrmætustu þjóðgarða veraldar og fram- lag Íslendinga til mannkynsins. Óbætanleg spjöll á lífríkinu Samkvæmt greininni er náttúrulegt innrennsli af nitri í Þingvallavatn, einkum norðanvert, um 115 tonn á ári og 69 tonn af fosfór fara í vatnið. Næringar- efnin berast því vatninu í hlutfallinu 2:1 en Pétur segir þörunga þurfa þessi lífsnauðsynlegu efni í hlut- fallinu 7:1. Nitur sé því takmarkandi fyrir vöxt og viðgang þörunga. Einnig segir í greininni að árlega berist um 35 tonn af nitri í vatnið frá bílum, andrúmsloftinu, ferða- mönnum og sumarhúsum, ræktun og landbúnaði. Pét- ur segir niturmengunina við Þingvallavatn hafa auk- ist um 25–30% síðustu áratugi. Segir hann að verði þjóðgarðurinn á Þingvöllum hluti af „hraðbrautakerfi“ muni mengun þar aukast gífurlega og valda óbætanlegum spjöllum á lífríki Þingvallavatns og einu helsta vatnsforðabúri þjóð- arinnar. Líffræðiprófessor mótmælir nýjum Gjábakkavegi Blátt og tært Þingvallavatn eða grænt og gruggugt? Morgunblaðið/Golli „Vill þjóðin blátt og tært Þingvallavatn eða grænt og gruggugt?“ spyr Pétur M. Jónasson líffræðiprófessor í grein sinni í Náttúrufræðingnum. 10 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í ræðu á þriðja rann- sóknarþingi norðursins sem fram fór í Kanada fyrir helgina að eftir að kalda stríðinu hafi lokið hafi opnast möguleikar á nýrri samvinnu í norðri, þ.e. ný tenging á milli Bandaríkjanna, Kanada, Rússlands og Norðurlanda. Stofnun Norðurheimskautsráðsins og rannsóknarþing norðursins séu stofnanir á þessum vettvangi. Rann- sóknarþing norðursins, Northern Research Forum, var haldið í Yell- owknife í Kanada. Í ræðu sinni sagði forseti Íslands einnig að nauðsynlegt hafi verið talið að rannsóknarþingið yrði vettvangur þar sem fræðimenn, fulltrúar þjóð- mála, forystumenn þjóða og héraða- stjórna, ungt vísindafólk og fleiri gætu komið saman á opinn hátt til þess að ræða framtíð norðurslóða og áherslur í samstarfi og leggja til grundvallar niðurstöður vísinda- manna og fræðimanna. Fyrsta þingið var haldið á Ak- ureyri árið 2000. Ólafur Ragnar Grímsson segir ánægjulegt hvað þetta samstarf á norðurslóðum sé að festa sig í sessi á afgerandi hátt og hvað Íslendingar hafi þarna mikil tækifæri. ,,Ég tel að það sé ekkert annað svið alþjóðamála þar sem við höfum jafn ríkuleg tækifæri til þess að láta til okkar taka á fjölbreyttan hátt. Lega okkar og saga tengist norðurslóðum með afgerandi hætti. Við höfum margt fram að færa í til dæmis orkumálum og í lífi og aðbún- aði fólks á norðlægum slóðum. Við höfum líka sýnt mikinn árangur í harðri lífsbaráttu fólks á norð- urslóðum og höfum á þessum vett- vangi tækifæri til þess að styrkja tengslin við Bandaríkin, Kanada og Rússland á algerlega nýjan hátt. Við höfum aldrei fyrr haft þau tækifæri til þess að efna til samvinnu við til dæmis Bandaríkjamenn og Rússa án þess að aðrar öflugar þjóðir væru þar með í för. Allt þetta gerir það að verk- um að málefni norðurslóða er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga á nýrri öld að láta mjög að sér kveða á efn- isríkan hátt í alþjóðamálum. Við fundum það mjög á þessu rannsókn- arþingi hvernig framlag Íslands er metið.“ Morgunblaðið/Steinþór Gordn Reykdal, ræðismaður Íslands í Edmonton, bauð til veislu í tilefni þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði skamma viðdvöl í borginni. Á milli þeirra er Lois Hole, fylkisstjóri í Alberta. Nýir möguleikar í sam- vinnu á norðurslóðum Edmonton. Morgunblaðið. DANIEL Hannan er íhaldsmaður, situr á þingi Evrópusambandsins og er harður gagn- rýnandi aukins samruna og hugmyndanna um að Evrópa verði sambandsríki með eigin stjórnarskrá. Hann er fæddur 1971 og hefur frá 1996 verið einn af leiðarahöfundum dag- blaðsins The Daily Telegraph. Hannan skrifar reglulega pistla í dagblöð um reynslu sína af Evrópusamstarfinu og hefur m.a. lýst vand- lega þeim hlunnindum sem fylgja þingmanns- starfinu og rakið hvernig liðsmenn fram- kvæmdastjórnarinnar láta stjana við sig. En hvað finnst Hannan svona slæmt við stjórn- arskrárdrögin? „Það sem ég vil nefna fyrst er að menn eiga að vera heiðarlegir. Ég tel að nú sé komið að því að Evrópusambandið hætti að vera sam- band þjóðríkja og verði eitt ríki. Til er fólk í Brussel sem notar þetta sem rök fyrir stjórnarskránni og það er mjög heiðarleg afstaða. Mér finnst hins vegar ómerkilegt að láta eins og skráin hafi ekki þessi áhrif og menn séu bara að hreinsa svolítið til í kerfinu. Tekið er skýrt fram í drögunum að stjórn- arskráin hafi forgang gagnvart lögum aðild- arríkis. Ríki skuli aðeins beita valdi sínu á svið- um sem valdsvið ESB nær ekki til.“ Bretar úr ESB? – Finnst þér að Bretar ættu að ganga úr ESB? Hvað tæki við? „Ef stjórnarskráin verður að veruleika tel ég ekki að okkur sé vært þar. Við gætum ef til vill komið á svipuðu sambandi og þið Íslend- ingar [á Evrópska efnahagssvæðinu, EES], það gæti orðið líkara tengslunum sem Sviss- lendingar eiga nú við ESB eða enn eitt fyr- irkomulagið. En við myndum þá losna við að taka þátt í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni og sameiginlegu fiskveiðistefnunni.“ – Menn hafa bent á að með EES tökum við upp þorrann af lögum og reglum ESB en höf- um engin áhrif á samningu þeirra. Er það nógu gott? „Að sjálfsögðu vil ég ekkert segja ykkur fyr- ir verkum. En ég bendi á eitt: Öll þessi ríki, Ís- land, Noregur, Sviss og Liechtenstein, eru mun auðugri en ESB-ríkin, þjóðarframleiðsla á hvert nef er mun meiri en meðaltalið þar. Það er greinilega ekki neitt skelfilegt við það að vera með tengsl af þessu tagi við sambandið.“ Hannan er tortrygginn á skrifræðið í fjöl- þjóðlegum stofnunum og segir ESB gott dæmi um það hvernig fólk verði samdauna ólýðræð- islegu valdi. „Brussel-valdið laðar ekki til sín slæmt fólk en þar er gert margt slæmt vegna þess að menn þurfa ekki að svara kjósendum milliliðalaust,“ segir hann og telur að þetta sé ástæðan fyrir því hve mikil spilling þrífist í sambandinu og erfitt sé að komast fyrir hana. Hann hefur sagt að bændur og sjómenn í Bret- landi hafi tjáð sér að þeir skammist sín fyrir að brjóta og misnota reglur frá Brussel en þetta ópersónulega kerfi bjóði ávallt slíkum vinnu- brögðum heim. Kjörsókn í kosningum til Evrópuþingsins hefur minnkað alveg frá því fyrst var kosið 1979 er hún var að meðaltali 56% og var hún síðast aðeins um 25%. Hannan segir að skýr- ingin sé ekki að þingið hafi of lítil völd, þau hafi stöðugt verið aukin allan þennan tíma. En venjulegt fólk samsami sig ekki jafnóskil- greindu fyrirbæri og Evrópu á sama hátt og eigin ríki og þjóð. Enginn vaki fram á nótt við að fylgjast með tölum úr Evrópuþingskosn- ingum. Gallar fiskveiðistefnunnar dæmigerðir „Auðvitað er það í þágu hagsmuna allra þjóðanna að vinna saman að vandamálum eins og til dæmis loftmengun. Ég er hins vegar ekki viss um að ESB sé heppilegasti vettvangurinn til þess og hinn kosturinn er ekki einhvers kon- ar stjórnleysi þar sem engir tveir vilja tala saman. Lítum nú á reynsluna af stjórn fiskveiða á Íslandi og Nýja-Sjálandi annars vegar og ástandið í Norðursjónum hins vegar þar sem ESB hefur stýrt málunum. Sameiginlega fisk- veiðistefnan er dæmigerð, hún sýnir vel hvað er að í sambandinu. Sömu gallarnir og þar koma fram stinga upp kollinum á öðrum svið- um vegna þess að enginn ber persónulega ábyrgð. Tengslin milli þeirra sem stjórna og hinna sem er stjórnað eru ekki til staðar. Það er munur á annars vegar sjálfviljugu, einlægu samstarfi milli lýðræðisríkja í þágu al- mennings í löndunum og þessum hugmyndum um samruna sem eru byggðar á hefðum gam- alla tíma þegar löggjafar þurftu hvergi að svara fyrir gerðir sínar. Þannig er þetta orðið í ESB, öflin sem móta stefnuna þar eru gersam- lega einangruð frá fólkinu.“ Hannan fullyrðir að feður Evrópusamstarfs- ins, ekki síst Jean Monnet, hafi á sínum tíma ákveðið að ekki mætti láta almenning í hverju ríki ráða ferðinni með reglubundnum atkvæða- greiðslum vegna þess að hann myndi aldrei samþykkja ríkjasamruna, hið endanlega tak- mark. Samruna sé nú smám saman komið á, stig af stigi, hvort sem þjóðirnar vilji hann eða kjósi laustengdara samstarf. Og þótt hvergi sé búið að efna til þjóðaratkvæðis um stjórn- arskrá ESB sé þegar byrjað að hrinda í fram- kvæmd atriðum í henni sem hart hafi verið tek- ist á um eins og sameiginlegri utanríkisþjónustu. Menn gefi sér niðurstöðu kosninganna fyrirfram. „Ég tel að hugsjónir evrópskrar siðmenn- ingar, einkum þingræði, einstaklingsfrelsi og réttarríki, hafi aukið með einstökum hætti hamingju manna í heiminum. Í þeim skilningi er ég Evrópusinni. En merkir það að ég styðji ESB eins og það hefur þróast? Nei, og það er vegna þess að mér finnst að sambandið sé núna í andstöðu við evrópsk gildi. Sambandið er að verða ólýðræðislegt og þarf ekki að standa neinum reikningsskap gerða sinna, það hunsar lög. Það er að leggja til hliðar bestu gjafirnar sem Evrópa færði mannkyninu,“ segir Daniel Hannan. Í andstöðu við evrópsk gildi Morgunblaðið/Sverrir Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan er liðs- maður Íhaldsflokksins. Breskur fulltrúi á Evrópuþinginu segir að verði stjórn- arskrárdrög ESB að veruleika sé búið að koma á ríkja- samruna sem þjóðirnar hafi alls ekki beðið um. kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.