Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 11 ÚR VERINU JÓHANN Gunnarsson, skipstjóri á Sólbak EA, segir að áhöfn Sólbaks og útgerð skipsins sé samstiga um breytt útgerðarfyrirkomulag og samningsaðilar séu sannfærðir um að það þýði verulegan ávinning fyrir báða aðila. Á vef Brims segir Jóhann að stefnt sé að því að sér- hæfa Sólbak til þorsk- og ýsu- veiða og þar af leiðandi sé hægt að vera með færri menn í áhöfn. „Það er að mínu mati mikill ávinn- ingur frá núgild- andi fyrir- komulagi að það verður ekki hafnarfrí eftir hverja veiðiferð. Þetta er mjög jákvætt fyrir áhöfn skipsins, enda er það svo að hún kemur víða að af landinu og það er mun betri kostur fyrir áhöfnina að geta róið í tvær vikur í senn og fengið síðan viku frí, í stað þess að stoppa í þrjátíu tíma milli veiði- ferða. Með þessu fyrirkomulagi verður úthald skipsins meira og bæði útgerð og áhöfn fá meira fyr- ir sinn snúð.“ Jóhann segir að áhöfn Sólbaks og útgerðin hafi í sameiningu unn- ið að útfærslu þessa samnings und- anfarnar vikur. „Það eru allir í áhöfn spenntir fyrir þessu fyr- irkomulagi og menn hafa borið þetta undir forystumenn sinna stéttarfélaga. Því miður hafa fé- lögin ekki léð máls á þessum breytingum og það hefur valdið okkur miklum vonbrigðum.“ Allir fá meira fyrir sinn snúð Jóhann Gunnarsson HJÁ Brimi á Akureyri er í vax- andi mæli unninn ferskur fiskur til útflutnings, svokallaður flug- fiskur. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., segir á vef fé- lagsins að miklu máli skipti að hráefnið í þessa vinnslu sé sem ferskast og skipin séu þess vegna ekki lengi í hverjum túr. Í dag þurfi skip að stoppa við bryggju í þrjátíu tíma að lokinni veiðiferð, óháð því hversu löng hún er. Það sé sameiginlegt mat útgerð- arinnar og áhafnar Sólbaks að hafa svokall- aða skiptiáhöfn á skipinu og það geti róið stans- laust. Með því móti sé alltaf nýr og ferskur fiskur í vinnslunni. Guðmundur segist lengi hafa verið á þeirri skoðun að núverandi fyrir- komulag í samningum útvegs- manna og sjómanna sé komið í ákveðið öngstræti. Í framtíðinni muni útgerðarmenn og sjómenn í vaxandi mæli taka sameiginlega ákvörðun um hvernig útgerðinni skuli háttað. Lögð áhersla á hagræðingu Í TILKYNNINGU sem Brim sendi frá sér í gær er vísað til úrskurð- argerðardóms frá árinu 2001 þar sem m.a. var tekið á atriðum er vörðuðu áhrif sem breyting á fjölda í áhöfn hefur á skiptakjör. Þar segi m.a: „Nú er settur í fiskiskip tæknibúnaður eða hag- ræðing á sér stað sem leiðir til þess að færri menn geti sinnt skipsstörfum en kveðið er á um í skiptatöflu í kjarasamningi þess- um og skal þá hlutur eða hlutir þeirra sem á vantar skiptast að hálfu milli þeirra sem eru á skip- inu í hlutfalli við skiptahlutfall þeirra. Hinn helmingurinn skal ganga óskertur til útgerð- arinnar.“ Segir í tilkynningunni frá Brimi að með breytingunum á útgerð Sólbaks sé einmitt lögð áhersla á hagræðingarþáttinn, sem leiðir af því að skipið verði sérhæft til þorsk- og ýsuveiða. Áhersla verði lögð á stuttar veiðiferðir og skip- ið beri að landi fyrsta flokks hrá- efni. Magnið er ekki það sem lögð verður áhersla á, fyrst og síðast gæði hráefnisins. Það sé sameig- inlegur skilningur útgerðar og áhafnar Sólbaks að með sérhæf- ingu skipsins breytist vinnuferli um borð og unnt sé að ná fram verulegri hagræðingu. Núverandi fyrirkomulag í öngstræti Guðmundur Kristjánsson SAMTÖK sjómanna munu berjast með öllum tiltækum ráðum gegn ráðningarsamningi sem Útgerðar- félagið Sólbakur ehf. hefur gert við skipverja á ísfisktogaranum Sólbaki EA. Formaður Sjómannasambands Íslands segir samninginn siðlausan og að sambandið muni leita liðsinnis annarra launþegasamtaka til að berj- ast gegn honum, enda sé hann ekki aðeins aðför að sjómönnum heldur frjálsri verkalýðshreyfingu. Eins og greint hefur verið frá hefur verið stofnað sérstakt rekstrarfélag um útgerð Sólbaks EA og er félagið að fullu í eigu Brims hf. Útgerðar- félagið Sólbakur ehf. er ekki aðili að Landssambandi íslenskra útvegs- manna og skipverjar á Sólbaki EA standa utan stéttarfélaga sjómanna en gerður hefur verið sérstakur ráðn- ingarsamningur við skipverjana. Fækkað verður í áhöfn Meðal ákvæða í ráðningarsamning- um er að hver almanaksmánuður telst vera eitt kauptryggingartímabil, en ekki hver veiðiferð eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum sjómanna. Þá verður skipverjum á Sólbaki EA tryggð föst peninga- greiðsla upp í væntanlegan aflahlut við hver mánaðamót en ekki eftir hverja veiðiferð eins og nú tíðkast. Þá verður á Sólbak EA skiptimanna- kerfi, sem þýðir að almennt starfar enginn skipverji lengur en 22 sólar- hringa á hverju 30 sólarhringa tíma- bili. Miðað er við að í hverri veiðiferð verði 12 menn í áhöfn í stað 15 áður og 6 menn í landi. Núgildandi reglur kveða á um að eftir hverja veiðiferð skuli skip taka 30 klukkustunda hafn- arfrí. Samkvæmt samningi áhafnar og útgerðarfélagsins heldur skipið á veiðar strax að lokinni löndun. Að öðru leyti njóta skipverjar á Sólbaki EA sömu kjara og kveðið er á um í öðrum kjarasamningum sjómanna og útgerðarmanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segist eng- an veginn geta sætt sig við þennan samning. Óviðunandi sé að breyta tryggingartímabilinu, enda sé það bein aðför að launakerfi sjómanna að ætla að breyta því úr því að miða það við hvern mánuð en ekki hverja veiði- ferð eins og tíðkast hafi lengi. Sævar segir ekki ljóst hvað felist í raun í fækkun skipverja í áhöfn, enda hafi útgerðin enn ekki viljað sýna samn- inginn. „Ég hinsvegar þykist vita að þeir fækka í áhöfn í skjóli tæknibreyt- inga. Mér er hinsvegar ekki kunnugt um neinar tæknibreytingar um borð í þessu skipi.“ Sævar segir það yfir höfuð siðlaust að gera mönnum að segja sig úr stétt- arfélagi til að fá að veiða veiðiheim- ildir fyrirtækis. „Útgerðin hefur hót- að mönnum að ef þeir ekki geri hlutina eftir hennar höfði fái skipið ekki kvóta til að veiða.“ Ekki áhrif á kjaraviðræður Sævar segir samninginn ekki hafa nein áhrif á kjaraviðræður sjómanna og útvegsmanna að svo stöddu, „enda hafa þær gengið nógu hægt og illa. En þetta lagar svo sannarlega ekki ástandið. Það verður ekki hægt að ná samkomulagi ef einstaka stórútgerðir fara á skjön við það sem þó er í gildi. Menn sem eru knúnir út úr stéttar- félögum mega ekki gera lakari kjara- samning en þeir samningar sem í gildi eru. Við munum bregðast við með því að kalla til liðs við okkur önnur laun- þegasamtök en lít svo á að samn- ingurinn sé ekki bara aðför að sjó- mönnum, heldur aðför að frjálsri verkalýðshreyfingu. Við munum ekki láta það yfir okkur ganga,“ segir Sæv- ar. Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segist ekki hafa fengið að kynna sér ráðningarsamn- ing skipverja á Sólbaki EA, þrátt fyr- ir ítrekaðar óskir þar um. Hann viti því ekki hvernig samningurinn kveði á um til dæmis skiptakjör. Árni segir samninginn koma á afar óheppilegum tíma, enda hafi hann neikvæð áhrif á kjaraviðræður sjómannasamtakanna og útvegsmanna. „Hafi verið sigling í viðræðunum undanfarna viku, er sundurkúplað núna,“ segir Árni. Hann segir samninginn einnig setja í uppnám sameiningu skipstjórnar- félaganna í eitt félag. Undarleg þversögn Árni segir að sumt í Sólbakssamn- ingnum sé á svipuðum nótum og rætt hafi verið um í kjaraviðræðunum, til dæmis varðandi hafnarfrí. Annað sé aftur á móti þvert á það sem sjó- mannasamtökin hafi barist fyrir. „Ein hatrammasta kjarabarátta sem um getur var háð þegar við náðum í gegn að hver veiðiferð væri eitt trygging- artímabil. Nú vill Brim breyta því og það getum við engan veginn sætt okk- ur við. Til að bíta höfuðið af skömm- inni segir útgerðin að önnur ákvæði samningsins séu óbreytt frá kjara- samningum. Þá spyr ég: Hvaða kjara- samningum? Kjarasamningum þeirra stéttarfélaga sem útgerðin hefur þröngvað sjómönnum til að segja sig úr? Ég fæ ekki séð að þetta nýja félag standi undir því að reka til dæmis styrktar- og sjúkrasjóði. Það er í þessum samningi undarleg þversögn og við munum gera allt til að koma í veg fyrir að útgerðin komist upp með þetta,“ segir Árni. Samtök sjómanna segja Sólbakssamninginn vera siðlausan Ætla að berjast hart gegn samningnum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sævar Gunnarsson Árni Bjarnason LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna og Samtök atvinnu- lífsins sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í gær, vegna frétta af samningum milli Útgerð- arfélagsins Sólbaks ehf. og áhafn- ar Sólbaks EA. „Útvegsmenn hafa í kjara- viðræðum við stéttarfélög sjó- manna m.a. farið þess á leit að gerðar verði breytingar á ákvæð- um um hafnarfrí á skuttogurum. Þegar skuttogararnir komu fyrir rúmum 30 árum var algengt að hver veiðiferð stæði í um og yfir 10 daga á minni togurunum en í um 14 daga á stærri togurum. Þá var samið um að eftir hverja veiðiferð væru skipin stöðvuð í a.m.k. 30 klukkustundir. Með auknum kröfum neytenda til ferskleika hráefnis og stór- auknum útflutningi á ferskum fiski þarf að stytta veiðiferðir skipanna. Nauðsynlegt er að breyta ákvæðum um lágmarks inniverur skipanna til að nýta þau betur við breyttar aðstæður. Í síðustu viku kynnti eigandi Sólbaks EA-7 drög að sam- komulagi milli hans og áhafnar skipsins í þessa veru fyrir Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum atvinnulífsins sem þau samþykktu fyrir sitt leyti. Í því var gert ráð fyrir að það yrði einnig lagt fyrir stéttarfélög sjó- manna til samþykktar. Nú hefur komið fram í fréttum að útgerð skipsins hefur ákveðið að standa utan samtaka atvinnu- rekenda og áhöfnin utan stétt- arfélaga og hafa þessir aðilar gert með sér ráðningarsamninga um kaup og kjör. Þótt Lands- samband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins hafi fyr- ir sitt leyti fallist á þau ákvæði sem þeim voru kynnt, hafa þau ekkert haft með þá framvindu málsins að gera sem síðar hefur orðið. Landssamband íslenskra út- vegsmanna og Samtök atvinnu- lífsins munu áfram vinna að gerð kjarasamninga við stéttarfélög sjómanna. Hafa ekkert með framvindu málsins að gera FRÉTTIR TÆPUR þriðjungur skráðra síma- númera er með bannmerkingu á sér í símaskrá, sem merkir að eigandi númersins óskar eftir að vera laus við hvers konar markaðsstarf eða fyrirspurnir í gengum síma, sem grundvallaðar eru á úrtaki úr síma- skrá. Einnig er hægt að láta setja sig á bannlista í þjóðskrá og hafa tæp- lega 24 þúsund manns látið gera það, sem er um 11,3% af fólki sem er eldra en 18 ára. Samkvæmt upplýsingum síma- skrár fjölgar þeim ört sem óska eftir að rauður kross sé settur við nafn þeirra í símaskránni, sem merkir að þeir vilja ekki láta ónáða sig með símtölum vegna markaðsstarfs hvers konar. Fjöldinn er nú rúmlega 100 þúsund af um 320 þúsund skráð- um símanúmerum. Þriðjungur með bann- merkingu í símaskrá ÖKUMAÐUR sem grunaður er um ölvun við akstur ók á gangandi veg- faranda á Garðatorgi í Garðabæ á laugardagskvöld. Hann reyndi að aka af vettvangi en nærstaddir borg- arar tóku til sinna ráða og sáu til þess að hann komst hvergi fyrr en lögregla kom á staðinn. Hann er einnig grunaður um að hafa ekið á kyrrstæða bifreið. Fram kemur í dagbók lögreglunn- ar í Hafnarfirði að talsverður erill hafi verið í umdæminu. Bæði á föstu- dagskvöld og laugardagskvöld þurfti lögreglan að hafa afskipti af ungling- um sem neytt höfðu áfengis ótæpi- lega og voru þeir fluttir heim til for- eldra. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum samkvæm- um í heimahúsum, einkum vegna kvartana yfir hávaða. Komst ekki undan ♦♦♦ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir umsögnum um drög að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélag og einkahlutafélög sem ráðuneytið hefur unnið og má finna á vef ráðuneytisins. Eru drögin í samræmi við skýrslu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi sem ný- lega var kynnt og þurfa umsagnir að hafa borist ráðuneytinu fyrir 5. októ- ber nk. Samþykki hluthafa fyrir starfskjarastefnu Lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá sam- þykki hluthafafundar á starfskjara- stefnu fyrir stjórnendur, þar á með al er varðar kaupréttarsamninga, ár- angurstengdar greiðslur, hlunnindi, starfslokasamninga, o.s.frv. Þá er lagt til að stjórnarformanni hluta- félags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórn- arformanns. Stjórn félagsins geti þó falið formanni að vinna einstök verk- efni fyrir stjórnina. Einnig er lagt til að hluthafar í hlutafélögum og einkahlutafélögum sem ráði yfir 1⁄10 hlutafjár geti höfðað skaðabótamál í nafni félags, en á eig- in kostnað, gegn stofnendum, stjórn- armönnum, framkvæmdastjórum, o.s.frv., sem taldir eru hafa valdið fé- laginu tjóni í störfum sínum. Stjórnar- formaður taki ekki að sér önnur störf innan hluta- félags ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.