Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● KB banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra inn- og útlána í kjöl- far hækkunar á stýrivöxtum Seðla- bankans um 0,50% frá því í síð- ustu viku. Vextir óverðtryggðra útlána hækka almennt um 0,50% og eru kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa eftir hækkunina 9,40%. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,50%, mismun- andi eftir innlánsformum. Í tilkynningu frá KB banka segir að bankinn breyti ekki vöxtum verðtryggðra inn- og útlána. KB banki hækkar óverðtryggða vexti ● LÍNA.NET og Varnarliðið á Mið- nesheiði hafa gengið frá samn- ingi um ADSL- þjónustu innan varnarsvæðisins. Um 1.200 banda- rískum heimilum býðst þar með að ADSL-væðast fyrir tilstilli Línu.nets. Í tilkynningu frá Línu.neti segir að íbúar á varnarsvæðinu hafi til þessa tengst Netinu með upphringibúnaði og því ekki búið við öflugt samband. Notendur geti nú fengið 1-8 Mb sí- tengt netsamband með þráðlausum endabúnaði þess í stað. Uppsetningu kerfisins er lokið og eru fyrstu not- endur að fá samband þessa dagana. Varnarliðið semur við Línu.net um ADSL-þjónustu             ! "# $ "% & '"% (" ) (" *"% (" & '"% +!' +!% ! '# ,#  , " ! -./! -. ! "#($ 0   ' ! "# 1'#2 . & '"% '#'!  3. " 3'( 4 5"($ 3 6 $ 74 / " 8(" )'%( )#" *9 :" 4 "" ;</! -& -9'% "" '" -' 1'# -'"% -:' -'.  / 6 /$ ="# =6## "#.  " > "" ' " 7.$ .. 2-:(!#  ! "# ( !'% ?6 *"% 9. & '"% =: : >6## "# 1'# & '"% -9  $!       2 2 2 2 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2 2 !6 "# 6  $! 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 @ AB @ 2 AB 2 2 @ 2 AB @ 2AB 2 2 @ 2 AB @ AB 2 @ AB 2 @ AB 2 2 @ 2 AB 2 @ AB 2 @ AB @ 2 AB 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 3! '%  %# " = '( 9 ' %# C ) -' $ $ $ $ $ $ $ $ $  $ $ $  $ $  2 $ 2 $  2 2 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2 2 $        2  2 2         2 2   2 >  9 D5 $ $ =3$ E /#"' '%       2 2  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 OZ Communications, fyrirtæki Skúla Mog- ensens, hefur aflað sér tæplega tveggja milljarða króna í hlutafé, að því er kemur fram í frétta- tilkynningu frá fyrir- tækinu. Oz er nú staðsett í Kanada og mun vera um að ræða einn stærsta samning sinnar tegundar þar í landi síðan árið 2001. Samkvæmt tilkynn- ingunni hefur fyrir- tækið VantagePoint Venture Partners, sem er í Kísildal í Kaliforníu, lagt til 27,3 milljónir dollara svo OZ geti numið land í Evrópu og Asíu. OZ sérhæfir sig í hugbúnaði sem gerir kleift að senda skilaboð í og úr far- símum, líkt og MSN Messenger gerir í einkatölvum. Í tilkynningunni er það haft eftir Eric Ver Ploeg, stjórnarmanni í VantagePoint, að hæfileiki OZ til að afla stórra viðskiptavina og mynda samstarfssambönd við önnur fyr- irtæki geri fyrirtækið að heillandi fjárfestingarkosti. „Frumlegar vörur, kraftur og skýr sýn stjórnenda gera OZ að augljósum leiðtoga í farskilaboðaiðnaðin- um,“ segir Ver Ploeg. Skúli Mogensen segir vörumerkt farskilaboð geti náð svipuðum vin- sældum í N-Ameríku og SMS-skilaboð hafa náð í Evrópu. Um fjórir milljarðar skilaboða fara á milli tölva á hverjum degi, og gera lausnir þær sem OZ framleiðir notendum kleift að nota uppá- haldsspjallforrit sín á handtölvum eða farsímum. Sam- kvæmt nýlegri rannsókn er þessi markaður um 360 milljóna banda- ríkjadala virði í ár (um 25 millj- arðar króna), og er búist við að hann verði orðinn um 1,2 milljarðar dala (um 85 milljarðar króna) árið 2008. Hugsanlegt yfirtökutilboð Haft er eftir Skúla í viðtali við kanadíska blaðið Globe and Mail að OZ sé nú að ná núllpunkti í rekstri, þ.e.a.s. að ekki sé lengur tap á starfseminni, og að hann sé þess fullviss að hagnaður verði á næsta ári. Starfsmenn OZ eru 60 talsins, þar af 50 í höfuðstöðvunum í Mont- real. Stjórnendur og starfsmenn eiga meirihluta í fyrirtækinu. OZ færði höfuðstöðvar sínar til Montreal fyrir tveimur árum, vegna mikils framboðs af hæfu vinnuafli, öflugs fjarskiptageira og hagstæðra skattareglna. Á meðal viðskiptavina OZ eru AOL, Microsoft, Nokia, Siemens, SonyEricsson, Sprint og Yahoo! Í frétt kanadíska blaðsins er það sagt hugsanlegt að stærra fyrirtæki geri yfirtökutilboð í OZ. Hefur blaðið eftir Skúla að eigendur OZ muni skoða öll tækifæri sem þeim bjóðist, en áherslan í augnablikinu sé að byggja upp sterka og arð- bæra starfsemi. Kísildalur fjárfestir í OZ Skúli Mogensen, for- stjóri OZ Commun- ication. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ OZ Communications Inc. var stofnað árið 1990 af Skúla Mogensen, Guð- jóni Má Guðjónssyni og Aroni Hjartarsyni, í kringum þrívíddar- tækni og auglýsingagerð. Árið 1995 urðu talsverðar breyt- ingar á rekstrinum með stofnun OZ.com í Bandaríkjunum og starfs- mönnum tók að fjölga. Þegar hér var komið sögu hafði fyrirtækið einbeitt sér að þróunar- og hönn- unarvinnu um nokkurt skeið og náð samningum við fyrirtæki á borð við Microsoft, Intel og Ericsson. Árið 1998 var gerður þriggja ára samstarfssamningur milli OZ og Ericsson um þróun samskipta- hugbúnaðar fyrir farsíma sem met- inn var á a.m.k. einn milljarð króna. Hætti OZ í kjölfarið nær allri þrívíddarþróun og fór út í að þróa samskiptahugbúnað fyrir far- síma. Árið 2002 flytur OZ höfuð- stöðvar sínar til Montreal í Kanada, og í kjölfarið var samningnum við Ericsson sagt upp. Eftir mikla fjár- hagsörðugleika var nýtt félag stofnað utan um reksturinn, og fékk það félag heitið OZ Commun- ication inc. og starfar enn. Hæðir og lægðir í sögu OZ JÓN Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar hf., lætur af störfum hjá fyrirtækinu um næstu áramót. Við starfi hans tekur Andri Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjár- mála- og þróunarsviðs Ölgerðarinnar. Hann mun gegna starfi að- stoðarforstjóra frá og með næstu mánaðamót- um. Andri Þór segir að honum lítist vel á að taka við starfi forstjóra Ölgerðarinnar. Fyrir- tækið sé í miklum vexti og mörg skemmtileg verkefni séu til að takast á við. Jón Diðrik Jónsson var ráðinn til Ölgerðarinnar fyrir þremur árum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að velta þess hafi tvöfaldast á und- anförnum árum og markaðshlut- deild í gosdrykkjum aukist verulega. Sala á bjór, áfengi og léttvín- um hafi aukist að sama skapi og sé nú stór hluti af veltu fyrirtæk- isins. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hafi mark- aðshlutdeild í sterku áfengi verið 34% og um 40% í gosdrykkj- um. Aukin áhersla hafi einnig verið lögð á út- rás dótturfélaga. Andri Þór Guð- mundsson er við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Rotterdam School of Management í Hollandi. Hann hefur starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2002. Áður starfaði hann m.a. sem fjármála- stjóri og aðstoðarforstjóri Lýsis hf. og markaðsstjóri hjá Almenna bókafélaginu hf. Nýr forstjóri tekur við hjá Ölgerðinni Andri Þór Guðmundsson ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði í gær um 0,66% og var í lok dags 3.612,02 stig. Viðskipti í Kauphöllinni námu tæp- um 8,5 milljörðum króna, þar af námu viðskipti með bréf KB banka um 550 milljónum króna. Vísitölur á bandarískum mörk- uðum hækkuðu í gær eftir að banda- ríski seðlabankinn hækkaði stýri- vexti um 0,25% í 1,75%. Vaxtahækkun í USA STJÓRN Big Food Group (BFG), móðurfélags verslunarkeðjunnar Iceland, er reiðubúin til að mæla með yfirtökutilboði Baugs Group upp á 110 pens á hlut, ef ákveðið til- boð kæmi fram um það frá Baugi. Í frétt í breska blaðinu Independent í gær segir að breska yfirtökuráðið hefði óskað eftir því að BFG veitti frekari upplýsingar um viðræður sínar við Baug Frá því var greint síðastliðinn föstudag að Baugur hefði, ásamt nokkrum íslenskum og erlendum fjárfestum, lýst áhuga á yfirtöku á BFG við stjórn félagsins. Sagði þá að hugsanlegt tilboð gæti hljóðað upp á 110 pens á hlut verði til- teknum skilyrðum fullnægt. Baugur á nú þegar 22% hlutafjár í félaginu. Segir Independent að 3,2% sam- dráttur í sölu BFG á síðustu tíu vik- um í samanburði við sama tímabil í fyrra, og 192 milljóna punda lífeyr- isskuld BFG, geti hugsanelga leitt til þess að Baugur bjóði lægra verð fyrir hlutabréf í BFG en 110 pens á hlut. Breska blaðið Guardian hefur í gær eftir sérfræðingum á fjár- málamarkaði að tilboð Baugs gæti vegna þessa orðið nær 90 pensum á hlut. Independent segir að sumir hlut- hafar í BFG séu á því að 110 pens á hlut séu of lágt verð og því sé alls óvíst með framhald þessa máls. Stjórn BFG reiðu- búin til að mæla með 110 pensa tilboði VIÐSKIPTADEILD Háskólans í Reykjavík hefur þekkst boð um að verða aðili að samtökum evrópskra viðskiptaháskóla, „European Found- ation for Management Develop- ment“, EFMD. Í tilkynningu frá viðskiptadeild HR segir að EFMD séu stærstu og þekktustu samtök viðskiptaháskóla í Evrópu. Viðskiptaskólar sem eiga aðild að samtökunum eru m.a. IMD í Sviss, IESE á Spáni, INSEAD í Frakklandi, London Business School í Englandi, Rotterdam School of Management í Hollandi og Copen- hagen Business School í Danmörku. Í tilkynningunni segir að tilgangur samtakanna sé að efla gæði stjórn- endamenntunar og alþjóðlegt sam- starf viðskiptaháskóla og fyrirtækja. Viðskiptadeild HR sé eina íslenska viðskiptadeildin sem boðin hefði ver- ið aðild að samtökunum. „Þetta er mikill heiður og alþjóð- leg viðurkenning á því frábæra starfi sem unnið hefur verið í deildinni,“ segir Þorlákur Karlsson, forseti við- skiptadeildar HR. „Innganga okkar í EFMD mun efla deildina og gera okkur enn frekar kleift að ná öflugu samstarfi við leiðandi viðskiptahá- skóla í Evrópu til framdráttar fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Viðskiptadeild HR í evrópsk samtök ; %F -GH    A A =-? I J    A A K K ,+J   A A )J ; !   A A LK?J IM 8"!    A A Innri markaðssetning og mik- ilvægi hennar er umfjöllunarefni há- degisverðarfundar Ímark á Nordica- hóteli í dag frá kl. 12.00 til 13.30. Framsögumenn eru: Kristján Schram, hjá Íslensku auglýs- ingastofunni, Herdís Pála Páls- dóttir, Íslandsbanka, og Jensína K. Böðvarsdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá IMG. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.