Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 13 ERLENT GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ávarpaði allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna í gær og varði þar stefnu Bandaríkjastjórnar í málefn- um Íraks. Hann skoraði á Samein- uðu þjóðirnar og aðildarríki þeirra að verða við beiðni írösku bráða- birgðastjórnarinnar um aukna að- stoð við að endurreisa landið og koma á lýðræði. Bush hvatti ennfremur þjóðir heims til að herða baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Þá skoraði hann á aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna að sameina kraftana í ýmsum mannúðarmálum, svo sem í barátt- unni gegn alnæmi, og binda enda á blóðsúthellingarnar í Súdan. Varði innrásina Bush sagði að heimsbyggðin yrði að bregðast við ofbeldi og kúgun og varði innrásina í Írak. Innrásarher- inn, undir stjórn Bandaríkjamanna, hefði verið að uppfylla kröfur heims- byggðarinnar með því að „frelsa írösku þjóðina úr klóm útlægs ein- ræðisherra“. Bush hvatti ríki heims til að berj- ast gegn hryðjuverkum og öfgum. Hann sagði að hryðjuverkamenn tryðu því að sjálfsmorð og manndráp væru réttlætanleg og höguðu sér í samræmi við það. Forsetinn skírskotaði m.a. til gíslatökunnar í skóla í Beslan í sunn- anverðu Rússlandi, þar sem um 340 manns biðu bana, þar af nær helm- ingurinn börn. Sagði hann að þar hefði enn einu sinni komið í ljós að hryðjuverkamenn miðuðu árangur við hve margir saklausir borgarar létu lífið. „Börnin í Rússlandi áttu það ekki skilið að verða fyrir þessum skelfilegu þjáningum og hryllingi.“ Ræðan tók um 24 mínútur og áheyrendurnir klöppuðu aðeins einu sinni – þegar forsetinn lauk máli sínu. Bush óskar eft- ir aukinni að- stoð SÞ í Írak Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. Reuters George W. Bush ávarpar allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. SUSILO Bambang Yudhoyono, fyrr- verandi hershöfðingi, virtist í gær hafa sigrað örugglega í forsetakosn- ingunum í Indónesíu á mánudag. Margir landsmenn binda vonir við að Yudhoyono komi á umbótum til að blása lífi í efnahaginn eftir margra ára samdrátt. Þegar tveir þriðju atkvæðanna höfðu verið taldir var Yudhoyono með um það bil 60% fylgi og Megaw- ati Sukarnoputri forseti 40%. Er- lendir eftirlitsmenn sögðu að kosn- ingarnar hefðu farið heiðarlega fram. Er þetta í fyrsta skipti sem Indó- nesar kjósa forseta í almennum kosn- ingum og nái Yudhoyono kjöri verður hann fjórði þjóðhöfðingi landsins frá því að Suharto, fyrrverandi einræð- isherra, sagði af sér 1998 eftir að hafa verið við völd í 32 ár. Lofar hörku í baráttunni gegn hryðjuverkum Yudhoyono var öryggismálaráð- herra í stjórn Megawati og stjórnaði baráttunni gegn hryðjuverkastarf- semi. Hryðjuverkahreyfingin Jem- aah Islamíyah, sem tengist al-Qaeda, hefur gert þrjár mannskæðar árásir í Indónesíu á síðustu tveimur árum, meðal annars á eyjunni Balí. Yudhoyono hefur lofað að taka hart á hryðjuverkastarfsemi í land- inu. Efnahagsmálin voru þó efst á baugi í kosningabaráttunni og líklegt þykir að flestir kjósendurnir hafi val- ið Yudhoyono vegna þess að þeir telji hann líklegri til að styrkja efnahag- inn og uppræta spillingu í stjórnkerf- inu. Samdráttur hefur verið í efnahag Indónesíu frá kreppunni í Asíu á ár- unum 1997–98. Gengi hlutabréfa í indónesískum fyrirtækjum hækkaði þegar flest benti til sigurs Yudhoy- ono og hefur það aldrei verið jafn- hátt. Fyrrverandi hershöfðingi kjörinn forseti Indónesíu Efnahagsmál- in réðu mestu um úrslitin Reuters Forsetaefnið Susilo Bambang Yudhoyono (t.v.) fylgist með talningu at- kvæða ásamt eiginkonu sinni, Kristiani Herawati, og stuðningsmönnum. Jakarta. AP. ARABÍSKIR vígamenn, sem herj- uðu á blökkumenn í Darfur-héraði í Súdan, eru nú sagðir hafa verið ráðnir í lögregluna til að vernda flóttamannabúðir í héraðinu. Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir Louise Arbour, mannréttinda- fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, að margir flóttamenn í norðanverðu Darfur-héraði hefðu sagt henni þetta. Vígamennirnir eru sakaðir um að hafa ráðist inn í þorp í Darfur, drepið fólk, kveikt í þorpunum, rænt börn- um og nauðgað konum. Stjórn Súd- ans, sem neitar því að hún styðji vígamennina, hefur lofað að binda enda á grimmdarverkin og sent þús- undir lögreglumanna til héraðsins. Arbour sakaði einnig stjórnina um að hafa ekki gert nóg til að vernda flóttafólkið, hún hefði fyrst neitað því að grimmdarverkin hefðu átt sér stað og síðan borið því við að of erfitt væri að finna þá sem voru að verki, að sögn BBC. Vígamenn sagðir „vernda“ flóttafólkið Grimmdarverkin í Darfur-héraði NORÐMENN, sem standa ut- an Evrópusambandsins (ESB), hafa hug á að leggja sitt af mörkum til hraðliðs sem ESB hyggst koma á fót fyrir árið 2007. Kristin Krohn Devold, varn- armálaráðherra Noregs, lýsti þessu yfir í viðtali við norska ríkisútvarpið í fyrradag. Sagði hún norsk stjórnvöld hafa „raunverulegan áhuga“ á að taka þátt í myndun hraðliðs- sveitanna en tók fram að fram- lag Norðmanna yrði „takmark- að“. Hins vegar réðu Norð- menn yfir getu og þekkingu á afmörkuðum sviðum sem ESB- ríkin hefðu að öllum líkindum áhuga á að nýta. Áætlanir ESB kveða á um að 1.500 manna hraðlið verði myndað. Herliðið mun verða fært um að sinna jafnt friðar- gæslu sem taka þátt í vopnuð- um átökum. Norðmenn í hraðlið ESB? Ósló. AFP. YFIR 600 manns hafa látið lífið á Haítí af völdum flóða sem hitabelt- isstormurinn Jeanne olli þegar hann fór yfir eyjuna Hispaniola um helgina. Embættismenn segja lík- legt að tala látinna hækki verulega. Verst er ástandið í borginni Gon- aives, þar sem að minnsta kosti 500 manns hafa látið lífið, þar af fjöldi barna. Um 80% borgarinnar voru undir vatni. Að minnsta kosti 56 manns týndu lífi í borginni Port-de-Paix og sautján í nágrannabænum Terre Neuve. Um fimmtíu lík hafa fundist í öðrum bæjum, flest þeirra í norð- vesturhluta Haítí. Rauði krossinn á Haítí sagði að yfir þúsund manna væri enn sakn- að. Flóð algeng Jeanne fór yfir Karíbahaf í vik- unni sem leið og olli víða usla vegna gífurlegrar úrkomu sem fylgdi storminum. Verst er ástandið á Haítí. Umfangsmikið skógarhögg hefur verið lengi á eynni, aðallega til að framleiða viðarkol, og er nú svo komið að um 90% trjánna hafa ver- ið felld. Þess vegna hefur jarðveg- urinn lítið viðnám og aurskriður og flóð eru algeng. Jeanne magnast Um 250 þúsund manns búa í Gonaives og þar stóðu íbúar í ökkladjúpri leðju utan við ráðhús borgarinnar þar sem sett hafði ver- ið upp bráðabirgðasjúkraskýli. Gerard Latortue, forsætisráðherra Haítí, fór um flóðasvæðið á sunnu- dag og lýsti borgina hamfarasvæði og bað um alþjóðlega aðstoð. Jeanne hefur magnast að nýju og náð styrk fellibyls en stefnir út á Atlantshaf og er ólíklegt að óveðrið valdi frekara tjóni á landi. Fellibyl- urinn Karl og hitabeltisstormurinn Lisa eru nú einnig á Atlantshafi. Um 1.500 manns létu lífið í flóð- um við landamæri Haítí og Dóm- iníska lýðveldisins í maí. Reuters Tugir Haítíbúa klifra af vörubíl sem valt þegar þeir reyndu að flýja frá borginni Gonaives vegna flóðanna þar. Yfir 600 manns létu lífið í flóðum á Haítí Gonaives. AP.                                !  . $ % %$ & ' (  " 3"% ."" /  (!  (" 9 . '. '4. 9 (# "" #  $  + ""   '1 '9  *!  / (!' . " 8!""! . /!'# " %& &% ' =#  ."" <"% '9   (    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.