Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 15 MINNSTAÐUR Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Mark skrifstofustólar Ótrúlegt verð! Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili. Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni. Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru kynningarverði. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki KYNNINGAR AFSLÁTTUR! 30% Mark 20 Kr.25.340 Mark 10 Kr.13.930 Mark 30 Kr.38.570 Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum Sandgerði | Forystumenn Björg- unarbátasjóðs Suðurnesja eru farnir að huga að endurnýjun björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein sem er í Sandgerði. Hannes er stærsta björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar og heimamenn leggja áherslu á að útvegað verði jafnstórt skip. Skýr- ist væntanlega síðar í haust hvaða stefna verður tekin í því hjá Slysa- varnafélaginu. Hjálmar Hjálmarsson, vélstjóri og umsjónarmaður Hannesar Þ. Hafstein, segir að rekstur skipsins sé orðinn erfiður. Þótt margt hafi verið endurnýjað séu áfram stöð- ugar bilanir. Það megi teljast eðli- legt því skipið sé yfir fjörutíu ára gamalt og hafi verið í rekstri hér á landi í ellefu ár. Vilja fremur þýskt björgunarskip en breskt Á þessum ellefu árum hefur sannast að mikil þörf er fyrir öflugt björgunarskip á þessu svæði, að sögn Hjálmars, og verkefnin verið mikil. Slysavarnafélagið Landsbjörg kaupir björgunarskipin sem stað- sett eru um landið en björgunar- bátasjóðir á hverjum stað annast reksturinn. Hannes Þ. Hafstein er stærra og öflugra en skipin sem fé- lagið hefur keypt síðustu árin. Það er 26 metra langt. Hjálmar segir að þegar sé farið að svipast um eft- ir skipi, til að leysa Hannes af hólmi. Hann segir mikilvægt að keypt verði sambærilegt skip að stærð. Hannes var keyptur frá Þýskalandi og segir Hjálmar að verið sé að líta þangað eftir not- uðum skipum. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvort slík skip séu á lausu um þessar mundir. Hann segir að bresku skipin sem keypt hafi verið að undanförnu henti illa við aðstæður í Sandgerði. Hannes lendi oft í því að draga mjög þung skip og fara langt á haf út í misjöfnu veðri. Skipið hafi farið alla leið að miðlínunni milli Íslands og Grænlands. „Þetta þarf að vera öflugt og öruggt skip og fara vel með mannskapinn,“ segir hann. Dýrari í rekstri Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar, segir að í lok þessa árs verði komin fimmtán björgunarskip á vegum félagsins og jafnmargir sjóðir heimamanna annist reksturinn. Hann segir að unnt væri að komast af með minna skip í Sandgerði ef einungis væri hugsað um lífbjörgun. Hins vegar tækju margir undir skoðanir heimamanna um að æskilegt væri að geta haft öflugt skip í Sandgerði til að sinna þeim verkefnum sem þar komi upp. Telur Kristbjörn Óli að hægt sé að fá slíkt skip í Þýska- landi, á góðum kjörum. Hins vegar hafi reynslan sýnt að þessi stærri og öflugri björgunarskip séu marg- falt dýrari í rekstri en skipin sem keypt hafa verið frá Bretlandi. Það verði verkefni sameiginlegs fundar forystumanna björgunarbátasjóð- anna, væntanlega í haust, að koma með tillögu um hvað skuli gera. Þungur rekstur björgunarskips- ins Hannesar Þ. Hafstein hefur orðið til þess að skuldir hafa safn- ast upp hjá Björgunarbátasjóðnum sem rekur hann. Hjálmar segir að seinni árin hafi reksturinn ávallt verið neikvæðum, nema eitt árið þegar hann var í jafnvægi. Undirbúa endurnýjun björgunarskipsins Hannesar Vilja fá jafnstórt og öflugt skip í staðinn Á ferð: Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein á siglingu í Garðsjó. SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.