Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR | HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Höfuðborgarsvæðið | Starfsmenn Strætó bs. stóðu í stórræðum í gær þar sem þeir stóðu vaktina á helstu skiptistöðvum vagnanna og kynntu fyrirhugaðar breytingar á leiðar- kerfi strætisvagna fyrir fólki. Þar sem Morgunblaðið rak inn nefið var nóg að gera við að svara fyrirspurnum almennings um kerf- ið. Úlfur Einarsson strætisvagna- bílstjóri, sem stóð vaktina á Hlemmi við annan mann, segir að flestar fyrirspurnirnar sem hann hafi fengið hafi gengið út á að finna nýjar leiðir fyrir fólk sem er vant að taka ákveðnar leiðir í gegnum tíð- ina. Úlfur segir að nú sé mikið verk fyrir höndum við að kynna nýja kerfið, og sérstaklega þurfi að kynna það vel fyrir eldra fólki, sem notar vagnana mikið. „Ég á ekki bíl og þar af leiðandi er ég alveg háður strætisvögnum,“ segir Einar Örn Gunnlaugsson, sem hafði verið að ræða leiðarkerf- ið við Úlf á Hlemmi. „Fyrst leist mér ekki nógu vel á þetta, en ég slepp nú betur en margir aðrir. Leiðin með strætó til að komast í og úr vinnu lengist í mesta lagi um 30 metra, í mínu tilviki, en hún hefði getað lengst um 700 metra, sem mér leist ekkert á.“ Vantar norður/suður-leiðir Einar segir að helsti gallinn sem hann sjái við kerfið sé að það vanti eftir sem áður fleiri tengingar frá norðurhluta borgarinnar til suðurs, flestar tengingarnar séu milli aust- ur- og vesturhluta. „Það hefur allt- af verið of mikið einblínt á austur og vestur, en það er líka til norður og suður og það virðist gleymast eina ferðina enn.“ Hraðleiðirnar sem eiga að koma á 10 mínútna fresti á annatíma eru ljósi punkt- urinn við nýja kerfið, segir Einar. „Ferðatíminn er of lágur í dag, þetta var ágætt þegar þetta var á korters fresti, en síðan var þessu breytt í að vera á 20 mínútna fresti.“ Jóna Sigurbjörg Óladóttir vinnur við Hlemm, og segist vera að vona að nýja kerfið verði betra svo það henti henni betur að taka strætó eftir breytingarnar, enda sé erfitt að fá bílastæði á góðum stað við vinnustaðinn. Strætisvagnarnir þurfa að hafa forgang í umferðinni „Ég fékk ágætis svör, en mér finnst ennþá dálítið furðulegt að fara í vagninn við Selás, fara alla Miklubrautina niður á Lækjartorg og svo hingað upp á Hlemm. Það er aukakrókur. En ef þeir hafa ein- hvern forgang í umferðinni og þetta er hraðferð þá getur það munað því frekar heldur en að vera að fara með tíunni og ellefunni eins og þetta er í dag,“ segir Jóna. „Vagninn sem ég tek í dag, fimm- an, sú leið hverfur,“ segir Esther Karlsdóttir, sem tekur strætó svo til daglega. Hún segir að nú þurfi hún að fara á annan stað til að taka vagninn, og trúlega ganga lengra til að komast á stoppistöðina. „Þegar þeir keyptu strætisvagnana þessir einkaaðilar átti þetta að vera miklu betra allt. Þetta er örugglega betra fyrir marga, en fyrir mig er þetta alveg ómögulegt.“ Esther segir það plús ef vagn- arnir koma á 10 mínútna fresti. „Það er plús, það sem ég er óhress með er hvað ég þarf að labba langt á stoppistöðina. En það er alltaf gott í öllu.“ Kynntu fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. Skiptar skoðanir um nýja kerfið Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Strætó þurftu að svara ófáum spurningum um nýja leiðakerfið á fundum með almenningi á skiptistöðvum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Reykjavík | Rúmlega helmingur nemenda í Hlíðaskóla, Langholts- skóla, Grandaskóla og Álftamýr- arskóla fer gangandi í skólann á morgnana, en ríflega fjórðungur er keyrður með einkabíl í skólann. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem nemendur í 6. og 7. bekk úr skól- unum fjórum gerðu á samgöngu- venjum samnemenda sinna í öllum bekkjardeildum, og starfsmanna skólanna, í tilefni af Evrópskri sam- gönguviku. Í niðurstöðum könnunarinnar, sem náði samanlagt til 1.654 einstaklinga, kemur fram að tæplega 56% barna í skólunum fjórum fóru fótgangandi í skólann, en um 27% fengu far með einkabílum. Stór hluti, eða um 14%, hjólaði í skólann, og rúmlega 1% fór með strætó. „Það voru rosalega margir sem komu gangandi, og furðulega margir sem komu á einkabíl fannst okkur,“ segir Örvar Hafþórsson, nemandi í 7.B.H. í Hlíðaskóla. Hann segir þó hægt að finna skýringar á fjöldanum sem kemur í skólann með einkabíl. „Það voru sumir sem áttu heima svo langt í burtu að þeir þurftu ann- aðhvort að koma á einkabíl eða með strætó. Það voru reyndar ekki marg- ir sem komu með strætó.“ Kynningu frestað vegna verkfallsins Hann segir að ætlunin hafi verið að kynna niðurstöðurnar formlega í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Sú kynn- ing féll þó niður vegna verkfallsins en sem betur fer höfðu hóparnir hist fyrir verkfall til að bera saman nið- urstöður sínar. Sumir hóparnir könnuðu líka hvort fólk tæki mark á umferðarreglunum, og segir Örvar að þeir hafi séð að allt of fáir noti hjálma á reiðhjólum, og að margir foreldrar sleppi því að láta börnin sín spenna bílbeltin þegar þau eru keyrð í skólann. Þau Katrín S. Antonsdóttir, Eysteinn Gunnlaugsson, Örvar Hafþórsson, Kristjana Pétursdóttir, Anna M. Sigurðardóttir, Arna Björt Bragadóttir, Dagur Jóhannesson og Rakel Kristinsdóttir kynntu niðurstöðurnar úr mis- munandi skólum í heimsókn til Höfuðborgarstofu. Fjórðungur skólabarna keyrður í skólann #$ !    % #%  ""'"(  )% ' ( ' ( ' ( * + ' (  ,  - $. "   %  /0$ KB BANKI ætlar að auka umsvif bakvinnslusviðs bank- ans með því að stofna nýja deild á Akureyri sem mun skapa allt að 15 ný störf í útibúi bankans á Akureyri. „Bæði er um að ræða ný störf en einnig er að hluta til verið að færa störf frá höfuðstöðvunum í Reykjavík,“ sagði Hilmar Ágústsson, útibússtjóri KB banka á Ak- ureyri, þegar tilkynnt var um áformin í gær. Hann sagði ýmsar ástæður fyrir því að ákveðið var að færa út kvíarnar á Akureyri, „hér er gott og stöðugt vinnuafl, húsnæði bankans var vannýtt og þá ætlum við að blása til sóknar á Akureyri með það fyrir augum að auka markaðshlutdeild KB banka í bænum,“ sagði Hilm- ar. Þar væri verk að vinna, markaðshlutdeild KB banka á Akureyri væri heldur lakari en hinna bankanna tveggja. „Við stefnum að því að stækka okkar markað hér í bænum.“ Þá nefndi hann að aukning starfa á vegum bankans á Akureyri væri einnig liður í þeirri stefnu að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið með því að skapa at- vinnu á svæðinu. Starfsmennirnir nýju munu annast ýmis bakvinnslu- störf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans, m.a. við frágang ýmiss konar, samningagerð, eftirlit, störf sem tengjast frágangi á nýjum íbúðalánum að sögn Einars Más Hjartarsonar, framkvæmdastjóra baksviðsdeildar KB banka. Friðrik Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs KB banka, sagði að bankinn væri sífellt að stækka, umfang starfseminnar hefði aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Vart hefði verið pláss fyrir þessa auknu starfsemi syðra, húsnæði væri takmarkað og einnig mun dýrara en á Akureyri. „Það var hægt að koma þessari starfsemi fyrir með góðu móti á Akureyri og því var sú lausn valin,“ sagði Friðrik. Starfsmenn KB banka á Akureyri eru 26 talsins þann- ig að starfsemin mun vaxa mjög að umfangi með tilkomu nýju starfanna. Þegar hafa menn hafist handa við að breyta húsnæði bankans við Geislagötu á Akureyri, en starfsemin verður á 2. hæð hússins. Morgunblaðið/Kristján Einar Már Hjartarson, framkvæmdastjóri bakvinnslusviðs KB banka, Friðrik Halldórsson, framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs, Hilmar Ágústsson, útibússtjóri á Akureyri, og Geir Gíslason aðstoðarútibússtjóri. Skapa allt að 15 ný störf KB banki færir út kvíarnar á Akureyri Myndlist og miðlar | Myndlist og miðlar er heiti á fyrirlestri sem Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, flytur á Félagsvís- indatorgi í dag, miðvikudaginn 22. september, kl. 12 í Deiglunni. „Í gegnum tíðina hefur íslensk- um myndlistarsöfnum oftast gengið erfiðlega að laða til sín gesti. Á þessu hefur þó orðið nokkur breyting á liðnum árum og er það ekki síst að þakka því fram- taki margra listamanna að sýna hvar og hvenær sem tækifæri gefst,“ segir í frétt um fyrirlest- urinn. Í erindi sínu gerir Hannes grein fyrir hugmyndafræði sinni í sýningarhaldi og viðhorfi til fjöl- miðla.    Mötuneyti opin | Skólamötu- neyti við grunnskólana á Ak- ureyri eru opin fyrir þá nem- endur sem hafa skráð sig í mat, að því er kemur fram í tilkynn- ingu frá skóladeild Akureyrar. Nemendur geta komið í skólana á matartímanum sem stundaskrá þeirra segir til um. Þetta á ekki við um nemendur í 5.–10. bekk Lundarskóla á mið- vikudögum og fimmtudögum, þar sem þá daga eiga kennarar að vera við gæslu. Þeir sem ætla ekki að nýta sér þessa þjónustu á meðan verkfall stendur þurfa að hafa samband við skólana og láta vita af því til að fá kostnaðinn dreginn frá næsta reikningi. AKUREYRARBÆR hefur ákveðið að breyta kjallaranum að Bjargi, Bugðusíðu 1, alls 630 m² brúttó, í þjónustu- og tómstundastöð fyrir eldri borgara og aðstöðu heima- hjúkrunar og heimaþjónustu. Starfsmenn verða alls tíu en aðeins einn starfsmaður mun hafa fasta viðveru á staðnum. Þetta kemur fram á vef bæjarins. Fasteignir Akureyrarbæjar sjá um framkvæmdina og er útboð á verkinu að fara í gang. Fram- kvæmdir hefjast í október og mun ný og glæsileg þjónustumiðstöð verða tekin í notkun 1. mars 2005. Í þjónustumiðstöðinni verður m.a. fjölnotasalur sem nýtist til ýmissar starfsemi tengdrar þjónustu við eldri borgara. Þar verður borðsal- ur, tómstundastarf, leikfimi, sam- verustundir, fræðslustarf og ýmis- legt fleira. Í tengslum við salinn verður eld- hús starfrækt þar sem framreiddir verða léttir réttir og aðkeyptur matur. Einnig verður tómstunda- salur sem mun nýtast fyrir tóm- stundir eldri borgara, t.d. knatt- borðs- eða keilusalur eða annað sem fólk kýs að stunda. Í þjónustu- miðstöðinni verður einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir hársnyrtistofu sem starfrækt verður nokkrar klukkustundir á viku. Þjónustu- miðstöð í Bjargi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.