Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Henson peysur í úrvali Garðatorgi 3 210 Garðabæ s: 565-6550 Hafnarstræti 106 Akureyri s: 462-5000 Vöruhúsið ehf heildverslun Ný sending af fallegum silkiblómum. Pantanir í síma 565 1504 voruhusid@internet.is RAGNAR Einarsson bókbandsmeistari er bókbindari í þriðja lið svo honum er hand- verkið nánast í blóð borið. Hann hefur unun af að binda inn bækur og stundar þá list sem handbókband er, ásamt konu sinni Guðlaugu Friðriksdóttur og félaga sínum Páli Halldórs- syni. Þau halda til á bókbandsstofunni Bóklist í kjallara við Klapparstíg og þar úir og grúir af gömlum tækjum sem notuð eru við hand- bókband og einnig eru þar geitaskinn og fiski- roð í miklum mæli. „Handbókband er listgrein sem er afskaplega skemmtileg og útfærslu- möguleikarnir eru óendanlegir. Þetta er nán- ast hugsjónastarf hjá okkur og veitir okkur mikla ánægju. Við lítum svo á að við séum að búa til listaverk úr bókum,“ segir Ragnar og dregur fram fagrar bækur þar sem kápurnar eru að hluta til úr fiskiroði og engin þeirra er eins. „Við notum steinbít, lax og hlýra en roðið kaupum við frá Sjávarleðri á Sauðárkróki og okkur finnst ekki verra að roðið sé sem nátt- úrulegast, til dæmis viljum við hafa göt og rispur á steinbítsroði enda er sá fiskur slags- málahundur.“ Fiskabækur með roði Pappírinn á kápum bókanna mála þau líka sjálf með sérstakri aðferð og töfra fram allra handa munstur. „Við viljum að útlit bók- arinnar tóni við innihaldið og til dæmis bund- um við inn bók um flug og hana höfðum við í bláu, eins og lit himinsins. Og þær bækur sem við erum búin að binda inn með roðinu eru ein- mitt um þorskinn, en þær eru til bæði á ensku og íslensku og henta mjög vel til gjafa, þegar þær eru komnar í svona band og í öskjur sem við búum líka til utan um þær. Fyrirtæki sem tengjast fiskvinnslu hafa keypt nokkrar svona bækur af okkur.“ Í Bóklist eru bækur bundnar inn í annað en roð og má þar helst nefna skinn- bækur þar sem kjölur og horn eru úr geita- skinni. „Geitaskinn er langoftast notað til bók- bindinga en slíkt skinn kaupum við frá Bretlandi þar sem það er sérunnið fyrir bókband. Síðan er til það sem kallað er bók í alskinni, en þá er kápan öll úr skinni og einnig er sérstök aðferð til að láta bækur líta út fyrir að vera frá gömlum tíma.“ Þau á Bóklist binda mikið inn fyrir bóka- safnara og einnig ýmis félagasamtök og eins kemur fólk með bækur sem þeim eru kærar og vilja láta binda inn á einhvern ákveðinn hátt. Og þau binda líka inn alls konar bækur sem þau langar sjálf til að binda inn og selja svo þeim sem áhuga hafa. Kennum öðrum að binda inn bækur Þremenningarnir á Bóklist segja það svo gefandi að handbinda inn bækur að þau gleymi sér gjarnan svo tímunum skipti. Ragnar segir að þeim fari fækkandi sem kunna hand- bókband og þess vegna héldu þau námskeið í þessari listgrein síðastliðinn vetur og ætla að fara af stað aftur með námskeið. „Það er alveg jafn skemmtilegt að kenna þetta eins og að stunda það. Fólk bindur inn fimm til sex bæk- ur á grunnfalsnámskeiði og síðan verðum við líka með djúpfalsnámskeið fyrir þá sem hafa þegar farið á fyrra námskeiðið. Þetta var svo vinsælt í fyrra að færri komust að en vildu, enda hefur fólk gaman af því að búa til lista- verk úr uppáhaldsbókunum sínum eða ein- hverjum bókum sem hafa sérstaka þýðingu fyrir það. Og í leiðinni skreytir það heimilið, því vel innbundnar bækur eru mikið augna- yndi í bókahillu.“  HANDVERK | Geitaskinn og fiskiroð Bækur mjúkar viðkomu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar, Páll og Guðlaug: Við borð sem hlaðið er roði og bókum sem þau hafa bundið inn. Þorskabækur: Bundnar inn með roði og fal- legum pappír með þorskamyndum. Frekari upplýsingar um bókbandsnámskeiðin fást hjá Ragnari s: 863 8835, Guðlaugu í síma 845 7835 og Páli s: 898 6836. khk@mbl.is Spurning: Nýjar rannsóknir benda til að munn- tóbak sé ekki svo skaðlegt. Hefur skaðsemi þess verið rannsökuð til hlítar? Svar: Ég kannast ekki við neinar nýjar rann- sóknir sem sýna að munntóbak sé skaðlaust en í seinni tíð efast sumir um að krabbameinshætta af því sé eins mikil og áður var talið. Um þetta eru þó skiptar skoðanir og skaðsemi munntób- aks er ekki bara krabbameinshætta. Ekki er hægt að segja að skaðsemi munntóbaks hafi ver- ið rannsökuð til hlítar en þó er hægt að fullyrða að neysla þess veldur miklu heilsutjóni. Tóbak inniheldur nikótín sem er eitt allra öflugasta fíkniefni sem þekkist. Fíkn í nikótín myndast mjög fljótt við notkun, verður sterk á stuttum tíma og erfitt er að venja nikótínfíkla af fíkninni. Reykingar og notkun neftóbaks og munntóbaks eru verulegt heilbrigðisvandamál sem kostar samfélagið, um allan heim, stöðugt meiri fjár- muni vegna veikinda og ótímabærs dauða neyt- endanna. Það er af þessum ástæðum sem heil- brigðisyfirvöld reyna að takmarka tóbaksnotkun þótt hvergi í heiminum hafi verið stigið það skref að banna hana. Vegna þess hve erfitt er að hætta tóbaksnotkun er forvarnastarf mikilvægt og sér- staklega það sem beinist að börnum og ungling- um. Á síðustu áratugum hefur notkun á reyk- lausu tóbaki (neftóbaki og munntóbaki) farið minnkandi hér á landi þó svo að það hafi gengið í nokkrum bylgjum. Upp úr 1980 fór að bera á fín- kornóttu nef- og munntóbaki í Evrópu sem reynt var að markaðssetja meðal barna og unglinga. Vegna þess að tóbakið er fínkornótt berst nikó- tínið hratt út í blóðið í miklu magni og efnið er því mjög ávanabindandi. Þetta tóbak hefur verið kallað snus (skandinavíska) eða snuff (enska), það inniheldur allt að fjórum sinnum meira nikó- tín en reyktóbak og er því mjög hættulegt. Sums staðar var notkunin orðin veruleg meðal grunn- skólanema og var því mikilvægt að berjast gegn þessari þróun. Ástæður þessa faraldurs voru ýmsar, þetta er reyklaust efni og þess vegna hægt að neyta þess víða, auglýsingar framleið- enda beindust að ungu fólki í Evrópu (tóbaks- auglýsingar hafa lengi verið bannaðar hér á landi), frægir íþróttamenn voru notaðir sem fyr- irmynd og breiddur var út sá misskilningur að reyklaust tóbak sé hættulaust eða a.m.k. hættu- minna en sígarettur. Staðreyndin er hins vegar sú að reyklaust tóbak er næstum því eins hættu- legt og sígarettur. Gamaldags neftóbak höfðar ekki til ungmenna en munntóbak gerir það ef áð- urnefndri sölumennsku er beitt. Í Svíþjóð er snus leyft og er notað að staðaldri af nálægt 20% karlmanna og 1% kvenna. Notkunin er sér- staklega algeng meðal ungs fólks og íþrótta- manna. Afleiðingar munntóbaksnotkunar eru að tennur gulna og skemmast, tannhold bólgnar og gómar rýrna en við það verður tannlos og and- fýla. Bragð- og lyktarskyn minnka, slímhúð í munni skemmist og þar getur myndast krabba- mein. Svipað gerist í nefi og nefkoki þeirra sem taka í nefið. Munn- og neftóbak innihalda þekkt krabbameinsvaldandi efni og nikótín veldur æða- kölkun með aukinni hættu á kransæðasjúkdómi og heilablóðfalli. Til að berjast gegn þessu var sett reglugerð hjá Evrópusambandinu árið 1992 sem takmarkaði sölu munntóbaks og á Íslandi var árið 1997 sett reglugerð um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki. Sam- kvæmt þessari reglugerð er eina reyklausa tób- akið, sem heimilt er að selja hér á landi, gam- aldags, grófkornótt neftóbak og skrotóbak. Allt fínkornótt tóbak er bannað og einnig munntóbak í grisjum. Það er ánægjuleg þróun að sala á öllu tóbaki fer minnkandi en við verðum að halda vöku okkar vegna þess að tóbaksframleiðendur leita sífellt nýrra leiða til að koma vöru sinni á markað. Oft eru þessi ráð óvönduð og óheiðarleg og oftar en ekki beinast þau að ungu fólki. Hve hættulegt er munntóbak?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Nikótín veldur æðakölkun með aukinni hættu á kransæða- sjúkdómi og heilablóðfalli  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.