Morgunblaðið - 22.09.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.09.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 19 UMRÆÐAN SAMKVÆMT 8. tl. 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skal Hæstirétt- ur láta dómsmálaráðherra í té um- sögn um hæfi og hæfni þeirra manna, er sækja um embætti hæstaréttardómara. Í gegnum tíðina hef- ir Hæstiréttur yfirleitt látið nægja að tjá sig um það, hverjir um- sækjenda séu hæfir til að gegna starfinu og hverjir ekki. Hitt heyrir til und- antekninga, að um- sækjendur séu dregnir í dilka eftir hæfni eins og meirihluti Hæsta- réttar gerir í umsögn sinni um það embætti hæstaréttardómara, er losnar hinn 1. októ- ber 2004. Umsögn meirihluta Hæstaréttar um um- sækjendur kom mér og fleirum mjög á óvart. Ástæða þess er sú, að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og prófessor, skyldi eigi vera talinn í hópi hinna hæfustu. Menn hljóta að spyrja sig, hvað veldur því, að svo frábær og reynsluríkur lögmaður með mikla þekkingu í lögfræði fær þessa útreið hjá meirihluta Hæstaréttar. Svarið í mínum huga er eitt og aðeins eitt: Gremja meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni, sem sumir dómar Hæsta- réttar hafa sætt frá hendi Jóns Steinars. Gremjan er kennd, sem eigi má ráða för í þessum efnum. Það sjá allir, sem til þekkja, að Jón Steinar hefir ekki fengið að njóta sannmælis í þessari umsögn. Ég hefi aðeins einu sinni þurft að ráða mér lögmann til varnar. Það var árið 1989. Ég valdi Jón Steinar Gunnlaugsson. Það segir meira en mörg orð um það, hvert álit ég hafði á manninum. Og það hefir ekki minnkað síðan – þvert á móti. Á árunum 1979–1982 starfaði ég sem lögfræðingur hjá Mannrétt- indanefnd Evrópu í Strasbourg. Í því starfi þurfti ég að fara í gegnum fjöldann allan af dóm- um frá aðildarríkjum Evrópuráðsins. Mér fannst dómar frá einu ríki ævinlega bera af að gæðum, bæði hvað varðaði lögfræði, rök- fræði og siðfræði. Þetta voru brezku dómarnir. Ég spurði því enskan starfsbróður minn hjá Mannréttinda- nefndinni, hvernig velj- ið þið Bretar ykkur dómara? Við tökum þá yfirleitt úr lög- mannastéttinni, úr hópi hæfustu „barristera“. Hæstiréttur Íslands þarf að vera skipaður mönnum með mismun- andi starfsreynslu, bak- grunn og sérþekkingu. Rétturinn má aldrei verða sjálftímgandi, einsleitur hópur kerfis- karla og kvenna. Eins og rétturinn er nú skipaður, er hann alltof einsleitur. Hann skortir breiddina. Það bráðvantar dómara í Hæstarétt úr lög- mannastéttinni. Þegar ég var dómari í Hæsta- rétti árin 1982–1989 voru þar starf- andi tveir fyrrverandi lögmenn, þeir Björn Sveinbjörnsson og Guð- mundur Skaftason. Var það mikill styrkur fyrir réttinn. Nú er enginn dómari í Hæstarétti úr stétt lög- manna. Það er mikil afturför. Þessu verður dómsmálaráðherra „ad hoc“ að bæta úr með því að skipa hæfasta lögmann landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, í embættið. Umsögn Hæsta- réttar Íslands Magnús Thoroddsen fjallar um skipan hæstaréttardómara Magnús Thoroddsen ’Menn hljóta aðspyrja sig, hvað veldur því, að svo frábær og reynsluríkur lögmaður með mikla þekkingu í lögfræði, fær þessa útreið hjá meirihluta Hæstaréttar.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SPURT hefur verið: Hvernig ætti að bregðast við aukinni fákeppni á Íslandi? Mitt svar er: Með fögnuði. Um síðustu áramót sagði for- sætisráðherra: „Öll merki benda til þess að samruni fyrirtækja og einok- unartilburðir í kjölfarið sé að verða meinsemd í íslensku viðskiptalífi.“ Þótt ég hafi lengi fylgst með íslensku viðskipta- lífi hefur mér ekki tek- ist að koma auga á þessi „öll merki“ for- sætisráðherra. Í jan- úar skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra nefnd sem átti meðal annars að taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni sam- þjöppun í íslensku við- skiptalífi. Nefndin skil- aði skýrslu sinni 31. ágúst síðastliðinn. Ég hef kynnt mér skýrsluna nokkuð og get ekki séð að nefndin telji að á Ís- landi sé óæskileg fákeppni eða sam- þjöppun. Sú niðurstaða er í sam- ræmi við þá mynd sem ég hef haft af íslensku viðskiptalífi. Hvað er fákeppni? Eins og orðið ber með sér er það fá- keppni þegar fáir aðilar (fá fyr- irtæki) keppa á tilteknum markaði. Fákeppni er í eðli sínu hvorki góð né slæm, svona almennt séð. Á litlum mörkuðum er fákeppni gjarnan for- senda framþróunar og hagkvæmni og markaðir á Íslandi eru litlir. Því er fákeppni að jafnaði heppileg á Ís- landi. Sumir rugla saman hugtökunum fákeppni og lítil samkeppni en þetta er tvennt ólíkt. Mörg dæmi eru um að samkeppni aukist mikið við fá- keppni og er dagvörumarkaðurinn (matvörumarkaðurinn) á Íslandi mjög skýrt dæmi þar um. Fyrir fáum áratugum voru margar hverf- isverslanir að keppa um við- skiptavinina og því alls ekki um fá- keppni að ræða en samkeppni var lítil. Síðan þróaðist þessi markaður út í fákeppni með tveimur stórum aðilum og mörgum smáum. Í þessari fákeppni er samkeppnin mikil og hörð, svo hörð að margir hafa kvart- að undan því. Neytendur hafa hagn- ast og fákeppnin er ein af forsendum lágs verðs á dagvörumarkaði. Fákeppni fyrir neytendur Síðustu tvo áratugi hefur sú þróun átt sér stað á vesturlöndum að ein- ingar í atvinnulífinu hafa stækkað. Fyrirtæki hafa stækk- að en einnig fram- leiðslueiningar. Sem dæmi má nefna að þrír stærstu bílaframleið- urnir framleiða um helming allra bíla heimsins og Carlsberg (Pripps) rak fyrir þremur áratugum um 40 bruggverksmiðjur í Svíþjóð en nú eru þær þrjár. Ástæða þessarar þróunar er að með ár- angursríkri stækkun og fækkun eininga má bæta árangur, oft stórkostlega. Aukin fákeppni leiðir gjarnan til hagsbóta fyrir neytendur. Mörg dæmi eru um slíkt á Íslandi. Sum dæmin eru (nánast) óumdeild en í sumum tilvikum heyrast efasemd- araddir en oft má rekja slíkar efa- semdir til vanþekkingar. Dag- vöruverslun var nefnd sem dæmi hér að framan en skoðum fleiri dæmi. Bönkum hefur fækkað á síðustu árum og nú er flestum ljós ávinning- urinn af því. Reyndar er augljós ávinningur af enn frekari fækkun banka, t.d. ef Landsbanki og Ís- landsbanki sameinuðust. Þannig mætti fækka útibúum án þess að skerða útibúaþjónustu, en margt annað hangir einnig á spýtunni. Í flutningastarfsemi innanlands hefur fyrirtækjum fækkað og þau eflst. Þeir sem til þekkja vita að al- mennt séð er þjónusta þessara fyr- irtækja miklu betri en þjónustan var áður. Þó má finna undantekningar og kannski eru þeir til sem telja að þjónustan hafi verið betri eða ódýr- ari áður. Ein meginforsenda öflugrar sam- keppni er öflug fyrirtæki. Á flestum sviðum verða fyrirtæki ekki öflug nema starfsemin sé umfangsmikil. Aðeins á þann hátt verða til afkasta- mikil, örugg og hagkvæm fram- leiðslu- og þjónustuferli, mikil upp- bygging þekkingar og hröð vöruþróun. Á litlum markaði eins og Ísland er geta fyrirtæki aðeins orðið öflug ef þau ná hárri markaðshlutdeild. Aug- ljóst er að á hverjum markaði geta aðeins örfá fyrirtæki haft háa mark- aðshlutdeild. Niðurstaðan er því ljós. Ef við vilj- um mikla samkeppni á mörgum mörkuðum þá þurfa að starfa öflug fyrirtæki á mörgum mörkuðum. Vegna smæðar íslenska markaðar- ins er aðeins rúm fyrir fá öflug fyr- irtæki á flestum mörkuðum. Þar af leiðir að fákeppni er æskileg á mörg- um mörkuðum á Íslandi, ef ekki flestum. Öflugri samkeppni Á undanförnum árum hefur sam- keppni aukist verulega og njóta neytendur þess. Meðal ástæðna eru aukið atvinnufrelsi, einkavæðing og tækniþróun. En við getum einnig þakkað þessa þróun samruna fyr- irtækja og aukinni samþjöppun og fákeppni. Ef stjórnvöld vilja bæta hag neytenda með aukinni sam- keppni er margt sem þau geta gert, en að reyna að hindra fákeppni er ekki eitt af því. Nýlega stóð Íslandsbanki fyrir ráðstefnu um sjávarútveg. Í frásögn af ráðstefnunni í Fréttablaðinu 12. september síðastliðinn sagði: „Rauð- ur þráður í máli framsögumanna var að sjávarútvegur þyrfti á aukinni samþjöppun að halda til þess að sjávarfang geti keppt betur um hylli neytenda.“ Skyldi sama eiga við um íslenskan landbúnað? Fögnum fákeppni Snjólfur Ólafsson skrifar um samkeppni ’Á undanförnum árumhefur samkeppni aukist verulega og njóta neyt- endur þess. ‘ Snjólfur Ólafsson Höfundur er prófessor í Háskóla Íslands. Föstudaginn 24. september nk. mun Íbúðalánasjóður halda hinn árlega skipulagsdag með starfsfólki sínu. Sjóðnum verður því lokað á hádegi þann dag, kl. 12.00, vegna fundahalda. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á hugsanlegum óþægindum vegna þessa. Opnað verður aftur mánudaginn 27. september samkvæmt venjulegum opnunartíma. Verið velkomin. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 www.ils.is LOKAÐ EFTIR HÁDEGI Á FÖSTUDAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.