Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KENNARAR! Að sjálfsögðu eru kennarar ein mikilvægasta starfsstétt landsins og nauðsynlegt að hún mannist vel. –Og: Að sjálfsögðu eru, m.a., byrj- unarlaun kennara of lág og þarfnast leiðréttingar. –En: Teljið þið ykkur aðallega, eða að miklum hluta, barna-„píur“? Sú hugsun vaknar óneitanlega; ef þið teljið fólk og fyrirtæki brjóta á ykkur með því að sinna og hafa of- anaf fyrir börnum meðan þið eruð í verkfalli. Hvar rekast hagsmunir ykkar og barnapössun á? Grunsemdir vakna um að þið deil- ið þeirri skoðun með hluta þjóð- arinnar, ekki síst skattleggjendum, að meginhlutverk ykkar/skólans sé að gera foreldrum kleift að vinna fjandann ráðalausan utan heimila. Þá þarf að halda börnum í skólum sem lengst dag hvern og sem flesta daga ársins. Það kalla ég – og fleiri – „parker- ingar-sjónarmið“. Sorglegt – segi ekki meir! HLÉDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugavegi 105, 105 Reykjavík. Skóli – barnaparkering? Frá Hlédísi Guðmundsdóttur geðlækni: ÉG SEGI það satt að mér finnst að hann Kristján Loftsson eigi skilið alla þá krossa í barminn sem forset- inn getur veitt fyrir það úthald að hafa haldið hvalveiðiskipunum, þess- um menningarverðmætum þjóð- arinnar, á floti við bryggju í öll þessi ár. Og nú vil ég að hann fái kross nú þegar því sú gleðisjón blasir við þessa dagana niður við kaja að byrj- að er að skúra, sparsla og mála um borð. Þótt mér sýnist í fljótu bragði að vinnan við hvert skip muni taka meiri tíma eftir því sem utar dregur í röðinni þá vona ég að ekki verði hætt fyrr en lokið er. Ég hika ekki við að flokka þessi gömlu hvalveiðiskip til menning- arverðmæta því bæði bera þau sem slík vott um gamla tíma og einnig minna þau okkur á að við erum og eigum að vera hvalveiðiþjóð. At- hafnasemin um borð í skipunum nú sýnir og sannar að þau eru síður en svo dauð úr öllum æðum og kannski fátt að vanbúnaði að halda til veiða á ný. Og svo glotta þau framan í ferða- mennina sem ganga hjá á leið sinni um borð í hvalaskoðunarskipin, sem sigla með sífellt fleiri ferðamenn. Það er mjög ánægjuleg þróun líka. Leiðinlegust þykir mér sú ákvörð- un borgaryfirvalda að Slippurinn hverfi úr miðbænum. Ég geng á degi hverjum til og frá Slippnum, þar sem ég legg í bílastæði við smá- bátahöfnina. Það bregst ekki að æv- inlega er þónokkur fjöldi ferða- manna þar um kring. Margir taka myndir af skipunum í Slippnum, af mönnum við vinnu sína eða sitja á bekk og horfa á allar trillurnar. Það er synd fari Slippurinn burt. Hann er meðal annars sá segull sem fær fjölda fólks niður að höfn. Hann stuðlar vissulega að auðugra mann- lífi á svæðinu. BOLLI VALGARÐSSON, Kjarrhólma 26, 200 Kópavogur. Hvalveiðiskipin Frá Bolla Valgarðssyni, áhuga- manni um hvalveiðar og auðugt mannlíf í miðbænum: Í FRÉTTUM hinn 16. september sl., kom fram að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, hefði lýst því yfir daginn áður, að innrásin í Írak hefði verið brot á al- þjóðalögum. Í því sambandi er rétt að rifja upp, að 2. október fyrir tæpu ári lýsti for- maður hinnar íslenzku ráðstjórnar yfir því í stefnuræðu sinni í Alþingi að Íraks- stríðið hefði verið ,,lög- helgað af samþykktum Sameinuðu þjóðanna“. Undirritaður efast um að hægt sé að ná lengra í óskammfeilni. Í þeirri makalausu stefnuræðu sagði for- maðurinn einnig eft- irfarandi orðrétt: ,,Sú ákvörðun sem tekin var í vor um að skipa Íslandi í sveit með rúmlega þrjátíu öðrum ríkjum í bandalag hinna staðföstu þjóða í Íraksmálinu átti sér skýrar forsendur.“ Ef einhverjir eru sem ekki trúa þessari tilvitnun er þeim hinum sömu bent á Alþingistíðindi, á um- ræðukaflann, sem inniheldur þessi orð. Hvað er orðið af hinum ,,skýru forsendum“? Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. september sl. má lesa um þær ,,skýru forsendur“ sem skósveinar stríðsherranna tefla nú fram. Þar segir svo m.a.: ,,Hvaða hefð hefur Halldór Ásgrímsson rofið? Stóð Ís- land ekki með bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari? Var það ljótt að veita þeim stuðning í baráttu við Jósep Stalín og böðla hans? Varð heimurinn svona óöruggur eftir inn- rásina í Írak? Greip ekkert örygg- isleysi um sig á heimsbyggðinni eftir árás hryðjuverkamanna á New York fyrir nokkrum árum? Stóryrði, svig- uryrði, sleggjudómar og órök- studdar staðhæfingar einkenna op- inberar umræður. Má ekki gera meiri kröfur til presta?“ Séra Ólafur Þ. Hall- grímsson, prestur á Mælifelli í Skagafirði, hafði deginum áður í Morgunblaðinu rifjað upp hina margítrekuðu eiðsvörnu stefnu Ís- lands að fara aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum og hon- um sendur þessi tónn. Og þarna hafa menn svar hinna ,,staðföstu“ þjóna sem aldrei láta hendi óveifað að verja framyfir rauðan dauð- ann afglöp stjórnarherranna. Það er undirrituðum ekki sárs- aukalaust að sjá sitt gamla málgagn leggjast svona marflatt í blekk- ingasvaðið. Ákvörðun um þátttöku í Íraks- stríðinu af Íslands hálfu var ekki ,,formleg ákvörðun ríkisstjórn- arinnar“ eins og haldið er fram í fyrrgreindum Staksteinum. Ákvörð- unin var tekin af formönnum stjórn- arflokkanna að næturlagi austur í Prag, umboðslausum með öllu. Svo vill nefnilega til að bundið er í lög hvernig meðhöndla skuli slíkt stór- mál eins og hér var á ferðinni. Rík- isstjórn ber skv. þeim lagabókstaf að hafa samráð við utanríkismálanefnd Alþingis. Þessvegna eru lögbrjótar á ferð í þessu falli þar sem ákvæði lag- anna er ótvírætt. Ráðherrar með snefil af virðingu fyrir löggjafarsamkundunni hefðu að sjálfsögðu leitað eftir umboði hennar í slíku örlagamáli, enda sið- ferðisskylda þeirra. Þróun öryggismála í heiminum er skelfilegri en orð fái lýst og virðist stefna í algjört öngþveiti. Stefna Búss og heitorðsmanna hans virðist leiða þau í algjöra ófæru. Það er þyngra en tárum taki að ís- lenzkir stjórnmálaforingjar skuli hafa lagt lag sitt við slíka óald- armenn sem Vosingtonmenn ætla að reynast sem nú ráða þar ríkjum. All- ar ,,skýrar forsendur“ fyrir þátttöku Íslands í stríðinu reyndust taum- lausar blekkingar og ósanninda- vaðall. Það liggur lífið á að Íslendingar segi sig strax úr flokki hinna ,,stað- föstu“ stríðsmanna. Því hefir verið varpað fram að stjórnarherrarnir íslenzku ættu að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu. Það er tilgangslaust. Þeim verður ekki fyrirgefið. ,,Staðfestan“ Sverrir Hermannsson skrifar um utanríkismál ’Það er undirrituðumekki sársaukalaust að sjá sitt gamla málgagn leggjast svona marflatt í blekkingasvaðið.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, lönd- um...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryfir- valda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar VEGNA athugasemda Staksteina við fyrri grein mína tek ég fram að sú staðhæfing mín stendur óhögguð að landslýður hafi aldrei verið spurður að því hvort stóriðja sé sú leið sem hann vilji fara til atvinnuuppbygg- ingar. Kárahnjúka- virkjun var troðið í gegnum þingið á milli kosninga en var ekki kosningamál. Einföld staðreynd: Fram- kvæmdir voru hafnar fyrir kosningar. Fram- kvæmdir voru meira að segja hafnar áður en þær höfðu fengið lög- gildingu frá Alþingi. Austfirðingum var stillt upp fyrir þeim val- kosti að fá fimm hundr- uð milljarða inn í kjör- dæmið eða hins vegar að ekkert yrði aðhafst. Ruku margir þeirra, en ekki allir, upp til handa og fóta til að fá auðinn inn. Aðrir valkostir voru ekki í boði. Fram- undan munu verða nokkur athafnasöm ár. Að þeim loknum hafa fimm hundruð störf, flest hefðbundin karla- störf, orðið til og þarna mun tróna málm- bræðsla sem leyfist að ósa eitri yfir Reyð- arfjörð, vegna und- anþágna frá rík- isstjórninni, og enn eiga margir eftir að halda brott úr byggð- arlaginu sem fyrr, því einhæft atvinnulíf hefur ekki upp á margt að bjóða. Rétt eins og dæmin frá Noregi sanna; virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefta ekki landsbyggðarflótta. Og jafnvel nú þegar uppgangurinn er sem mestur, á fyrri helmingi ársins 2004 eru sam- kvæmt Hagstofunni 62 brottfluttir Ís- lendingar frá Austurlandi umfram að- flutta. Búast má við að farandverkamenn frá Portúgal og Ítalíu haldi heim að verki loknu. Þá verður búið að rústa töfraheimi sem eru öræfin norðan Vatnajökuls. Það má spyrja sig hver hafi skapað það andrúmsloft að það jafngilti póli- tísku sjálfsmorði að standa gegn Kárahnjúkavirkjun? Og hversu mjög hugsuðu þingmenn þá um sína skammtímahagsmuni, (það er að ná enn einu sinni kjöri) andspænis lang- tímahagsmunum þjóðarinnar? Stjórn- völd eru ekki alveg heyrnarsljó. Einn er sá hagsmunahópur, sem nær eyr- um stjórnvalda, sterkur og menntað- ur, sem er á höttunum eftir vinnu fyr- ir sitt fólk: Landsvirkjun. Í sameiningu hafa iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun rekið risastóran netvef sem hefur kostað milljónir ef ekki tugi milljóna. Hefur mátt lesa óhróður um andstæðinga virkjunarstefnu stjórn- valda, um leið og vegið hefur verið að heiðri vísindamanna þeirra sem kom- ust að öðrum niðurstöðum en ætlast var til. Þar var ekki farin sama leið og hjá menntamálaráðu- neyti varðandi styttingu menntaskólans þar sem búinn var til opinn um- ræðuvefur um hugs- anlega kosta og galla, heldur skapaður einhliða áróðursvefur um jákvæð áhrif framkvæmda. Stjórnvöldum bar skylda til að upplýsa þjóðina um allar hliðar málsins. Þau brugðust. Nú er Lands- virkjun í óða önn að lappa upp á álit sitt með því að veita fé, sem er vitanlega ríkisfé, í listir og söfn. Heyrst hefur nýyrðið ímyndarþvætti í því sambandi. Það er aðeins ein leið fær til að kanna hug al- mennings, með kosn- ingum. Landslýður telst landsmenn allir. Forset- anum láðist að bera stærstu framkvæmd Ís- landssögunnar undir þjóðaratkvæði og er það illt. Nú sitjum við upp með klúðrið við Kára- hnjúka, sem anað var út í að okkur forspurðum, stórkostlegum göllum framkvæmdarinnar var leynt og aðrir valkostir ekki íhugaðir. Þar má Morgunblaðið líta sér nær: Morgunblaðið fylgdi því ekki eftir þeg- ar enginn sérfræðingur hjá bönkum landsins treysti sér til að gefa álit á arðsemismati Kára- hnjúkavirkjunar. Hefði eftirfylgni skapað minni trú landsmanna á fram- kvæmdir? Hvers vegna tóku ekki fjöl- miðlar við sér þegar bent var á hættu á alvarlegum hamförum á virkj- anasvæðinu? Sú hætta vofir yfir enn. Það er gefið mál að vetnisfram- leiðsla getur aldrei orðið umsvifamikil iðja hér á landi ef búið er að gefa burt öll virkjanatækifæri til erlendra auð- hringa fyrir skít á priki, nema ætlunin sé að halda áfram að kroppa í frið- lýstar vinjar öræfanna rétt eins og gera skal við Kringilsárrana, þar sem fjórðungur friðlandsins á að fara und- ir vatn. Er Jökulsá á Fjöllum óhult þegar allir aðrir kostir eru fullnýttir? Þegar land er sett undir vatn, frið- lönd skert, stórfljótum svipt úr far- vegi sínum og aurbeðjur skapaðar fyrir vindinn að feykja yfir nærliggj- andi gróðurlönd er ekki nóg að taka stemninguna fyrir austan. Það á að spyrja þjóðina alla. Spyrjið okkur öll Ásdís Thoroddsen svarar Staksteinum Ásdís Thoroddsen ’Þegar land ersett undir vatn, friðlönd skert, stórfljótum svipt úr farvegi sínum og aur- beðjur skapaðar fyrir vindinn að feykja yfir nær- liggjandi gróð- urlönd er ekki nóg að taka stemninguna fyrir austan. Það á að spyrja þjóðina alla.‘ Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður. Í UMRÆÐUNNI um hátt fast- eignaverð á Austurlandi vakna nokkrar spurningar í kjölfar yf- irlýsingar Alcoa um að þeir ætli að beita sér fyrir því að þetta verð verði lækkað. Þá yfirlýsingu má túlka á þann hátt að kjör fólks á Austurlandi verði ekki svo góð í framtíðinni að þetta fasteignaverð geti staðist. Því eru þetta ekki góðar fréttir fyrir álunnendur hér á landi, enda var vitað að þessi álr- isi sem hefur nífalda veltu ís- lenska þjóðarbúsins mundi ekki skilja eftir meiri fjármuni hér á landi en brýna nauðsyn krefur. Maður spyr þar að auki; hvaða rétt hefur erlent fyrirtæki til að beita slíkum aðgerðum? Og ef af verður, er það þá ekki íhlutun í mál fullvalda ríkis? Af hverju þegja bæjar- og sveitarstjórnir á Austurlandi? Þora þær ekki, eða hafa þær kannski ekki vilja til að tjá sig? Eða er þessi þögn kannski staðfesting á þeim takmarkalausa undirlægjuhætti við erlent auð- vald sem tröllríður íslensku sam- félagi um þessar mundir? Guðmundur Ármannsson Álframtíð og fasteignir Höfundur er bóndi á Vaði í Skriðdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.