Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 21 ALDARMINNING OSRAM flúrperur á alla vinnustaði Jóhann Ólafsson & Co Sundaborg, Johan Rönning Sundaborg/Akureyri, Rekstrarvörur, Osram Perubúðir: Árvirkinn Selfossi, Faxi Vestmannaeyjum, R.Ó. Rafbúð Reykjanesbæ, Glitnir Borgarnesi, Rafbúðin Hafnarfirði, G.H. Ljós Garðabæ, Þristur Ísafirði, Ljósgjafinn Akureyri, S.G. Egilsstöðum, Lónið Höfn, Straumur Ísafirði, Víkurraf Húsavík, Vírnet Borgarnesi. Rafverkstæði Árna Elíssonar Reyðarfirði. Í SEPTEMBER í fyrra var nefnd barnabarna Línu sett á laggirnar til að halda ættar- og niðjamót í sumar. Ekki komu margir staðir til greina sem gætu með góðu móti tekið á móti svo stórum hóp. Ákveðið var að semja við Edduhótelið að Laugum í Sælingsdal, um helgina 13. til 15. ágúst. Gerð var heimasíðan www.linadal- ros.tk með upp- lýsingum um ætt- armótið. Þessi heimasíða verður í notkun áfram. Margvíslegt hæfileikafólk finnst í svo fjöl- mennri ætt, og var m.a. stofnuð hljómsveit sem hélt nokkrar æfing- ar í vetur, og búseta á Ísafirði kom ekki í veg fyrir að menn mættu á æf- ingar í Reykjavík. Nefndin yfirfór og uppfærði niðjatalið ásamt kennitölum þeirra og tengdafólksins, og gaf út í bók, þar sem síðasti afkomandinn bættist við hinn 7. ágúst sl. (Og einn bættist við 28. ágúst.) Á föstudagskvöldi, í blíðskap- arveðri, kom hver bílfarmurinn eftir annan af brosandi fólki á stæðið ut- an við hótelið að Laugum, og allir föðmuðust og kysstust, og alltaf bættist við. Útlendingar sem voru að bisa við hjólin sín utan við hótelið, urðu undrandi á svipinn, og skildu ekkert í þessu fólki. Allir fengu þau herbergi sem um var beðið, og allt gekk einstaklega vel og ljúflega. Tjaldstæðið fylltist af tjöldum, tjaldvögnum og hús- bílum, og kveikt var í stóru grilli og mörgum minni. Afhent voru barm- merki með tíu litum, sínum lit fyrir hvern hóp. Formleg setning og brekkusöngur fór svo fram við tjald- stæðið, og einlægur fögnuður og vinátta ríkti hvarvetna. Á laugardag kl. 8 til 10 voru spjöld með fjölskyldumyndum hengd upp í íþróttahúsinu. Kl. 11 fór fram helgistund í brekkunni við tjaldstæðin. Séra El- ínborg Sturludóttir, prestur í Grundarfirði, sem er tengdadóttir eins af sonum Línu Dalrósar, minnt- ist ættmóðurinnar, látinna manna hennar og ástvina úr fjölskyldunni. Öllum kom saman um að þetta var einstaklega hugljúf og falleg athöfn. Eftir hádegið fór fram íþrótta- keppni. Tíu lið tóku þátt í keppninni, og var keppt í ýmsum skrautlegum og fjölbreyttum greinum. Mikill áhugi var á keppninni, sem sjá má af því að einn tveggja ára vildi ólmur keppa í pokahlaupinu, og stóð sig vel, og þegar halla tók á eitt liðið í reiptoginu, bættist ein tæplega 75 ára amman í hópinn og bjargaði málinu. Allir höfðu mikla ánægju af þessari spennandi keppni, og ekki dró úr ánægjunni, þegar dómnefnd- in tilkynnti úrslitin, því liðin voru það jöfn, að allir fengu glæsileg fyrstu verðlaun, og enginn tapaði! Þrátt fyrir harða og gáskafulla íþróttakeppni allra aldurshópa, þurfti ekki að nota nema einn lítinn plástur á lítið hné, og það var kvöld- ið áður. Sundlaugin gerði sitt til að auka enn á ánægju dagsins, því margir notuðu sér „Kanarí“-hitann og blíð- una við laugina. Eini ókosturinn var, að geta ekki verið nema á einum stað í einu, því alls staðar var svo gaman. Um kvöldið var sameiginlegt borðhald í íþróttahúsinu, hlaðborð fyrir á þriðja hundrað manns. Marg- ir höfðu orð á, hve fljótt og greið- lega gekk að afgreiða matinn, og hvað hann var mikill, fjölbreyttur og góður. Allt starfsfólkið að Laugum, á hótelinu, sundlauginni og alls stað- ar, var svo einstaklega almennilegt og allt gekk án minnstu vandamála. Hljómsveitin var búin að koma sínum tækjum fyrir á senunni og á meðan veislan stóð yfir, kom í ljós hvað margvíslegir hæfileikar búa í afkomendum og tengdafólki Línu Dalrósar, því það var stanslaust heimatilbúið skemmtiefni í gangi allan tímann, og allir velkomnir á sviðið. Börnin létu ekki sitt eftir liggja, því m.a. spiluðu þau á þver- flautu og trompet, auk þess sem einn átta ára snáði söng allt íslenska Evrovison lagið á ensku, án undir- leiks, við mikinn fögnuð allra og mest undrandi urðu foreldrar hans, því þau vissu ekki að hann kynni þetta. Síðan tók hljómsveitin við, og það var erfitt að trúa því að aðeins sumir hljómsveitarmanna höfðu nokkrum sinnum æft saman. Ekkert trommu- sett var á staðnum, en bætt var úr því með majonesfötu, pottum og hnífum, og einn færasti trommuleik- ari landsins (sem auðvitað er í ætt- inni), náði ótrúlega góðum hljómum út úr því. Og enginn skortur var á söngfólki með hljómsveitinni. Það var stanslaust fjör til kl. 3, og hljóm- sveitin tók aldrei neina „pásu“ allan tímann. Á sunnudagsmorgun, í áfram- haldandi sól og blíðu, var farið í gönguferð á Tungustapa og sagðar álfasögur um hann. Um hádegi var samkomunni slitið og dreifðist ættin aftur um allt land, og víðar, því tveir frændurnir fóru strax um morg- uninn, annar mætti til starfa í Þýskalandi morguninn eftir, og hinn, sem kom frá Atlanta í Banda- ríkjunum, mætti þar aftur í vinnu á mánudagsmorgni. Edduhótelið að Laugum í Sæ- lingsdal er einstaklega góður staður fyrir samkomur eins og þessa, sem er mjög jákvæður og sérstakur þátt- ur í þjóðlífinu. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra mótsgesta, yngri sem eldri, þegar ég flyt öllu starfsfólki hótels- ins og sundlaugarinnar innilegasta þakklæti fyrir frábæra þjónustu við allan þennan stóra hóp. Hún var á allan hátt til fyrirmyndar. Mér tókst aðeins að líta inn á byggðasafnið, og það er vissulega þess virði að skoða það í góðu næði. Hún stóð sig vel, undirbúningsnefndin. Bæði börn og fullorðnir sögðust aldrei hafa skemmt sér svona vel, og spurðu hvenær ætti að mæta næst. Ekki féll einn einasti skuggi á þessa fjöl- mennu samkomu sem var haldin í tilefni hundrað ára minningar, þakklætis og virðingar Línu Dalrós- ar Gísladóttur í Bolungarvík. Svo sannarlega ríkti hennar andi yfir öllum þessum fagnaðarfundi. Ættarmót að Laugum í Sælingsdal Lína Dalrós með börnum sínum og tengdabörnum 7. apríl 1968. Standandi: Kristján Pálsson, Kristinn Finn- bogason, Sigurvin Jónsson, Halldóra Guðbjörnsdóttir, Jóhannes Guðjónsson, Elsa Friðriksdóttir, Óskar Jóhanns- son, Elsa D. Gestsdóttir, Jóhann Líndal Jóhannsson, Ingibergur Jensen, Herbert Jónsson, Sveinn Viðar Jónsson, Gyða Antoníusdóttir, Gísli Jóhannsson. Sitjandi: Guðmunda Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Áslaug Jó- hannsdóttir, Lína Dalrós, Alda Jónsdóttir, Steinunn Felixdóttir, Auður Vésteinsdóttir. Óskar Jóhannsson Árið 1985. Lína Dalrós ásamt seinni manni sínum og öllum börnum sínum. Sveinn Viðar Jónsson, Sigurvin Jónsson, Herbert Jónsson, Jón Ásgeir Jóns- son, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Lína Dalrós, Alda Jónsdóttir, Áslaug Jó- hannsdóttir, Guðmunda Jóhannsdóttir, Gísli Jóhannsson, Jóhann Líndal Jóhannsson, Óskar Jóhannsson. Herbert og Gísli eru látnir. Lína Dalrós, 28 ára ekkja, með 6 börn. Óskar, 4 ára, Gísli, 8 ára, Guðbjörg, 5 ára, Jóhann Líndal, 2 ára, Guðmunda, 11 ára, Áslaug, 3 ára. Lína Dalrós var fædd í Tröð í Bolungarvík. Frá níu daga aldri var hún alin upp hjá frændfólki sínu á Geirastöðum í Syðridal. Faðir henn- ar Gísli „skáldi“ sagði að hún væri rósin sín í dalnum, og af því kom nafnið. Lína bjó í Bolungarvík alla sína tíð. Hún andaðist 14. desember 1997, níutíu og þriggja ára að aldri. Ung giftist hún Jóhanni Sigurðs- syni frá Vonarholti í Strandasýslu. Á árunum 1922 til 1930 eignuðust þau sjö börn, en misstu eitt á fyrsta ári. Í ágúst 1932 andaðist Jóhann úr krabbameini eftir tæplega árs legu heima. Enginn spítali. Engir pen- ingar fyrir læknishjálp. Engin von um bata eftir að sjúkdómurinn var greindur. Það voru erfiðir tímar hjá átta manna fjölskyldu í einu her- bergi og eldhúsi í litla húsinu á fjörukambinum í Bolungarvík. Lína varð því ekkja 27 ára gömul með sex börn, eins til tíu ára. Seinni maður hennar var Jón Ás- geir Jónsson sjómaður, og eignuð- ust þau fjögur börn á árunum 1935 til 1939. Jón Ásgeir andaðist árið 1996. Eins og fram hefur komið, átti Lína 10 börn sem upp komust. Þegar hún andaðist, hafði hún eignast 240 afkomendur, og voru 225 þeirra á lífi. Hún átti 57 barna- börn, (og þar af átti ein dóttirin tíu). Barnabarnabörnin, eða langömmu- börnin voru 127, og langa-lang- ömmubörnin voru 45. Aðeins vant- aði nokkra mánuði upp á að hún lifði að sjá afkomanda sinn í sjötta lið. Lína Dalrós var hvorki hávaxin, né mikil um sig, en orðlögð fyrir dugnað, og í Einars sögu Guðfinns- sonar getur hann hennar meðal sinna bestu starfsmanna. Jóhann, fyrri maður Línu, sá um lifrar- bræðsluna fyrir Einar. Þegar hann var orðinn rúmfastur, seint á árinu 1931, sá hún um rekstur bræðsl- unnar fram að páskum næsta ár, og Einar greiddi Jóhanni full laun á meðan. Hún tók alla vinnu sem bauðst, og vann stanslaust í frysti- húsinu í yfir þrjátíu ár, og kunni á allar vélar og gat farið í hvaða starf sem var, og unga fólkið, sem vann með henni, sagði að allir Bolvíking- ar ættu hana „Ömmu Línu“. Hún var stálminnug fram á síðasta dag, og sendi öllum nýjum afkomendum fallega prjónaðar hosur og vettlinga til hins síðasta. Sumarið 1994 komu yfir 170 af- komendur hennar og makar saman í Bolungarvík í tilefni 90 ára afmæl- isins. Við, börnin hennar Línu, sem öll áttum æskuminningar frá erf- iðum tímum í Bolungarvík, fundum þá, og finnum alltaf fyrir einlægri vináttu allra Bolvíkinga í hennar garð og alls hennar fólks. Við, niðjar hennar og makar okkar, erum for- sjóninni þakklát fyrir að hafa gefið okkur hana Línu Dalrós, sem í dag, þegar hún hefði orðið hundrað ára, hefur eignast 297 afkomendur, eða rúmlega einn af hverjum þúsund Ís- lendingum. Óskar Jóhannsson. LÍNA DALRÓS GÍSLADÓTTIR Lína Dalrós og menn hennar. Jóhann Sigurðsson og Jón Ásgeir Jónsson, F. 22.9. 1904 – D. 14.12. 1997. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.