Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÆSTIRÉTTUR OG VEITINGAVALDIÐ Þegar umsögn meirihluta dóm-ara Hæstaréttar um umsækj-endur um dómarastöðu við réttinn er lesin er auðvelt að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að dóm- ararnir geri tilraun til að seilast til meiri áhrifa á val nýs dómara en þeir hafa lögum samkvæmt. Lögum samkvæmt á dómsmála- ráðherra að leita „umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni um- sækjenda til að gegna því“. Mark- mið meirihluta dómara með umsögn sinni nú er bersýnilega að tak- marka eins mikið og þeir telja sér fært svigrúm dómsmálaráðherra til þess að velja úr röðum umsækj- enda. Því takmarki reyna þeir að ná með sérkennilegri röðun á umsækj- endum í umsögn sinni. Þrátt fyrir þessa augljósu tilraun kemst meirihluti dómaranna þó ekki hjá því að viðurkenna, að allir umsækjendur fullnægi almennum hæfisskilyrðum og lágmarkskröfum um hæfni. Þar með er ljóst, að ráð- herra getur skipað hvern umsækj- endanna, sem er. Það er auðvitað fráleit hugsun, að dómarar við Hæstarétt eigi að hafa eitthvað um það að segja hverjir eru skipaðir dómarar við réttinn. Þeir, sem fyrir eru, eiga ekki að velja eftirmenn sína. Það er rangt í grundvallaratriðum í lýðræðisþjóð- félagi og þar að auki eru afskipti Hæstaréttardómara af skipan nýrra dómara við réttinn líkleg til þess að skapa ófrið um réttinn. Þegar Hæstiréttur veitti umsögn um umsækjendur vegna dómara- stöðu, sem veitt var á síðasta ári, taldi rétturinn heppilegast að annar tveggja umsækjenda yrði fyrir val- inu. Annar þeirra var og er starf- andi hæstaréttarlögmaður. Af því tilefni sagði í umsögn Hæstaréttar: „Í réttinum situr nú aðeins einn dómari, sem hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður, þótt fleiri hafi málflutningsreynslu. Þykir þetta jafnframt styðja framangreinda niðurstöðu.“ Fyrir ári taldi Hæstiréttur æski- legt að sjálfstætt starfandi lögmað- ur yrði skipaður dómari við réttinn. Hvað hefur breytzt á einu ári? Er ekki lengur þörf á því að mati meirihluta dómara að fá starfandi lögmann í réttinn? Hvers vegna ekki? Nú er einn af umsækjendum sjálfstætt starfandi lögmaður, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður. Á síðasta ári mælti rétt- urinn sérstaklega með Ragnari Hall hæstaréttarlögmanni. Er eini umsækjandinn úr röðum lögmanna nú svo miklu hæfileikasnauðari að mati dómaranna en umsækjandinn úr sömu starfsstétt í fyrra? Jón Steinar Gunnlaugsson hefur á allmörgum undanförnum árum unnið sér orð, sem einn allra hæf- asti og færasti lögmaður landsins. Fólk úr öllum áttum þjóðfélagsins hefur leitað til hans með vandamál smá og stór. Þar hefur pólitík hvergi komið við sögu, þótt lögmað- urinn sé þekktur sem þátttakandi í stjórnmálaumræðum, enda margir skjólstæðingar hans harðir and- stæðingar hans í stjórnmálum. Ekki er ofmælt, að með málflutn- ingi sínum fyrir dómstólum lands- ins og þá ekki sízt Hæstarétti Ís- lands hafi Jón Steinar Gunn- laugsson sýnt slíka þekkingu á lögum landsins og lífi fólksins að hann hljóti að teljast einn af fremstu lögfræðingum þjóðarinnar. Þeir eru margir, sem telja, að rétt- lætið hafi sigrað vegna málflutn- ings hans. Í umsögn sinni um umsækjendur virðist meirihluti dómara við Hæstarétt Íslands ganga úr vegi til þess að gera lítið úr hæfileikum lögmannsins og augljóslega stefnt að því að takmarka möguleika hans til þess að koma til álita við veit- ingu þessa embættis. Fyrir nokkrum vikum var fullyrt í fréttum eins ljósvakamiðlanna, að einstakir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu leitað eftir því við einstaka lögfræðinga, að þeir sæktu um þessa stöðu. Morgunblaðið lýsti þá þeirri skoðun í ritstjórnargrein, að þessi frétt gæti ekki verið rétt. Það væri einfaldlega óhugsandi, að dómari eða dómarar við Hæstarétt Íslands leyfðu sér slíka íhlutun enda gæti sá hinn sami ekki setið í réttinum eftir það. Dómarar við réttinn báru þessa frétt ekki til baka, sem þó hefði verið skynsam- legt af þeim í ljósi þess hversu al- varlegar þessar ásakanir voru. Þegar umsögn meirihluta dóm- aranna nú er lesin er það áleitin hugsun, að þeim hafi verið svo mjög í mun að koma í veg fyrir, að Jón Steinar Gunnlaugsson kæmi til álita við veitingu embættisins, að þeir hafi farið yfir mörk réttsýni, sanngirni og málefnalegs mats í umsögninni. Allt eru þetta eigin- leikar, sem hægt er að gera kröfu til að dómarar við Hæstarétt haldi í heiðri. Það er augljóslega kominn tími til að breyta því fyrirkomulagi, sem ríkt hefur við val dómara í Hæsta- rétt Íslands. Raddir um slíkar breytingar hafa orðið háværari á undanförnum árum. Að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum um, hvernig framtíðarskipan þessara mála eigi að vera. Umræður um það þurfa að fara fram, bæði í hópi lögfræðinga og eins meðal þjóðarinnar allrar. Núverandi kerfi hefur gengið sér til húðar. Dómarar við Hæstarétt eiga sinn þátt í því, að svo hefur orðið. Það skiptir þjóðina miklu að hinir hæfustu menn á sviði lögfræði velj- ist í Hæstarétt. Það hefur ekki allt- af tekizt vel til í þeim efnum en oft- ast þó. Þrátt fyrir vanhugsaða viðleitni meirihluta dómara nú til þess að hafa áhrif á val nýs dómara er ljóst, að sá ráðherra, sem hefur veitinga- valdið í sínum höndum, getur valið hvern umsækjendanna sem er. Þeir eru allir taldir uppfylla bæði hæfis- kröfur og hæfniskröfur. BIRNA Arnþórsdóttir hefur kennt í Lundarskóla á Akureyri í rúm 14 ár, eða frá því hún lauk námi við Kennaraháskóla Íslands. „Ég hef í dálít- ið langan tíma verið mjög ósátt við að vinnan mín skuli ekki verið metin sem vinna. Í kjara- samningum er gert ráð fyrir að við höfum ákveð- inn vinnutíma og á þeim tíma eigum við að sinna ákveðnum verkum. Ég hef aldrei getað það og er þó ekki fræg fyrir að vera lengi að vinna. Mér finnst óþægilegt að við vinnum eftir lögum og aðalnámskrá þar sem eru gerðar mjög miklar kröfur, en það er ekki möguleiki fyrir mig að uppfylla þær kröfur,“ segir Birna. Hún tekur sem dæmi að í vetur kenndi hún 157 börnum í 8. til 10. bekk eitt fag og einungis náms- matið sem því fylgdi tæki að lág- marki 5 klukkustundir á viku. „En ég hef samtals 10 klukku- stundir bæði í undirbúning og námsmat. Undirbúningurinn á að felast í því að sjá til þess að allir þessir nemendur mínir fái nám við sitt hæfi, miðað við stöðu sína, þroska, getu og áhuga. Ég hef sem sagt 5 klukkustundir í það að finna námsefni við hæfi fyrir þá alla. Það sér hver heilvita maður að þetta er ekki hægt. Það er erfitt þegar mað- ur vill vinna vinnuna sína rétt og standa sig að geta það ekki. Það finnst mér afar slítandi.“ Hún segir ástandið í þessum efn- um hafa versnað til muna eftir sam- þykkt síðasta kjarasamnings, fleiri störf hafi bæst við en undirbúnings- tími skertur verulega. Þannig nefn- ir Birna að vinnuskylda kennara hafi áður verið 45 tímar áður en nú tæpar 43 stundir. Birna sagðist ekki trúa því að fólk héldi virkilega að nú væri hægt að sinna vinnu sem áður tók 45 tíma á 43 tímum, „bara af því búið er að skrifa það niður á blað að starfið eigi að taka þennan tíma. Sér í lagi ekki af því að ég veit að það tók mig meira en 45 stundir áður að sinna þessu starfi,“ segir Birna og bendir á að kennarar standi frammi fyrir því að sinna ekki vinnu sinni eða vinna hana ólaunaða. „Kennarar eru orðnir þreyttir á þessu ástandi, búnir að fá upp í kok.“ Birna segir kennara oft ekki mæta miklum skilningi hvað störf þeirra varðaði. „Mér dettur ekki í hug að gagnrýna störf annarra starfsstétta eða launakröfur þeirra því ég hef ekki þekkingu á því hvort þær hafa viðunandi laun eða ekki. Ég tel mig hins vegar hafa vit á mínu starfi og í hverju það er fólgið, hvað þarf til að hægt sé að sinna því af viti og þannig að maður geti gengið nokkuð keikur út að loknu dagsverki. Mér er það bara ekki fært nú, mér finnst laun mín ekki vera í samræmi við það álag sem á mér hvílir og það er raunar langur vegur frá því. Þar vegur vinnutím- inn þyngst, hann er alveg að fara með mig því mér finnst ég ekki hafa tíma til að sinna starfinu sem skyldi. Eini möguleikinn til þess er að bæta á sig vinnu án launa. Það hef ég gert það árum saman gegn minni stéttarvitund, en er ekki að verða tilbúin til þess lengur,“ segir Birna. Birna Arnþórsdóttir Launin ekki í samræmi við álagið ÁSMUNDUR Einarsson er 28 ára kennari 2. bekkjar í Vesturbæj- arskóla. Hann er einn af fáum karl- mönnum sem kenna í yngri bekkjum grunnskólans og er að hefja þriðja starfsvetur sinn. Ásmundur, sem er með 17 krakka í umsjónarbekk ásamt því að stjórna stærðfræði- vinnu, segist hafa lækkað í launum á hverju ári og nú sé svo komið að hann treysti sér varla til að halda áfram kennslu fáist ekki í gegn um- talsverðar launahækkanir í yf- irstandandi kjarasamningum grunn- skólakennara. „Ég var að kenna úti á landi fyrsta árið mitt og þá var ég með hærri laun. Grunnkaupið hjá mér núna er í kringum 165 þúsund krónur. Ég á kost á mjög lítilli yfirvinnu, um 2–3 tímum á viku,“ en hann segir yfir- vinnu hafa minnkað frá því á síðasta vetri vegna niðurskurðar. Ekki kaup til að lifa af Ásmundur og kona hans Helga Berglind Guðmundsdóttir 29 ára, sem einnig er grunnskólakennari, eiga þrjú börn; 7 ára, 3 ára og 2 mán- aða. „Ég fæ í kringum 140 þúsund út- borgaðar og konan mín um 130 þús- und krónur. Þetta er ekki beint kaup til þess að lifa af,“ segir Ásmundur. Hann segir að eftir að þau hjónin hafi greitt af húsnæði, bíl, námslánum og öðru sé hreinlega ekkert eftir. „Við náum einfaldlega ekki endum saman á kennaralaunum. Þær ráðstöf- unartekjur sem við höfum ert. Sem er svolítið furðule skólanám í þrjú ár,“ segir h nefnir sem dæmi vini sína s kosið sér annað háskólanám verkfræði eða viðskiptafræ Ásmundur Einarsson Morgunbla „Þarf að hækka töluvert til að geta haldið áfram að kenna“ Ásmundur með Katrínu 2 Kennarar víða um land sem Morgunblaðið ræddi við eru sa stuttan starfsaldur segjast ekki ná endum saman og telja „ÉG held að fólk sé mjög á því núna að fá inn í samnin hverja leiðréttingu á grunn Það er nauðsynlegt,“ segir gerður G. Björnsdóttir, 54 ari við Öskjuhlíðarskóla, se kennt í yfir 30 ár og að auk sér ársleyfi tvisvar sinnum bæta við menntun sína. Dó ar, Guðrún Lára Skarphéð er 29 ára kennari í Seljaskó um fjögurra ára reynslu af auk þess sem hún er menn námsráðgjafi. Valgerður h þúsund krónur í grunnlaun rún Lára 169 þúsund krónu „Eftir að skólar urðu ein mjög erfitt að fá yfirvinnu, að þetta eru heildarlaun.“ V vonar að verkfallið leysist s en telur ljóst að ríkið þurfi framlög til sveitarfélaga se verst standa til að flýta fyr deilunnar. „Ég held að allir kennar sér grein fyrir vandanum s af því að börnin sækja ekki Auðvitað hugsar maður oft hræðilega ástands sem ska á heimilum, en það breytir að launin eru alveg ótrúleg að við gífurlegt álag og vin hefur margfaldast frá síðu ingum,“ segir Valgerður. Guðrún Lára, sem útskr 1998 úr KHÍ, segir marga félaga sína hafa snúið sér a kennslu. „Við sem vorum s bekk í Kennó hittumst árle fækkar á hverju ári í þessu sem eru að kenna. Bara eft árið voru þónokkuð margir annaðhvort í nám eða í aðr Valgerður telur brottfall inni vera áhyggjuefni, en þ anlegt miðað við hvernig la kjörin séu. „Það segir sig s manneskja sem er komin m ára háskólanám og fær lau Valgerður G. Björns Guðrún L. Skarphéð Leiðrétti launum n „MÉR finnst afar slæmt að til verkfalls hafi þurft að koma,“ segir Sigurlaug Gunnarsdóttir, kennari við Hallorms- staðarskóla. „Þetta virðist samt sem áður vera eina leiðin sem okkur er boðin til að ná fram betri kjör- um. Verkfalls- vopnið er beitt vopn að nota, en það segir sig sjálft að þegar því er beitt, sem á ekki að gera fyrr en í lengstu lög, eru hlutirnir farnir að ganga býsna illa.“ Sigurlaug segir laun kennara verða að hækka. „Menn eru að fara fram á meiri peninga fyrir vinnu sína. Samninganefndin hefur sett á oddinn hærri laun fyrir nýj- ustu kennarana og leiðréttingu launa annarra kennara til sam- ræmis við laun framhaldsskóla- kennara. Menntunin er svipuð og við erum langt á eftir þeim. Í síð- ustu samningum var farið í heil- miklar strúktúrbreytingar, t.d. á vinnutíma. Þeir samningar voru hins vegar samþykktir afar naum- lega. Greinilega voru því margir óánægðir með þá. Nú er kominn tími til að leiðrétta kjör okkar.“ Sigurlaug segist ekki hafa trú á að verkfallið leysist í vikunni. „Það hefur komið fram að enn beri mik- ið á milli í viðræðum og sáttasemj- ari látið frá sér fara að það sé óvenjumikið. Miðað við það er ég ekki bjartsýn og ég giska á að næstu viku þurfi til að semja.“ Sigurlaug Gunnarsdóttir Hlutirnir farnir að ganga býsna illa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.