Morgunblaðið - 22.09.2004, Page 24

Morgunblaðið - 22.09.2004, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Jón Jónsson, föður- bróðir minn, lést á líknardeild Landa- kotsspítala hinn 23. ágúst og var jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju hinn 1. september sl. Hann hefði orðið 88 ára í dag, 22. september, hefði hann lifað. Hann var fæddur á Brjáns- stöðum á Skeiðum. Fyrir tilviljun er ég staddur á Hótel Heklu á Brjánsstöðum er ég skrifa þessi minningarorð. Þó að hér hafi orðið miklar breytingar frá því að þeir bræður Nonni og Guðni seldu jörðina 1989, þá hjálpar það til við að rifja um gamlar minningar að ganga hér um móa og tún. Hér ólst Nonni upp og bjó allan sinn starfsaldur. Hjá honum og systk- inum hans var ég í sveit í níu sum- ur. Þegar ég kom fyrst til sumar- dvalar á Brjánsstöðum níu ára JÓN JÓNSSON ✝ Jón Jónssonfæddist á Brjáns- stöðum á Skeiðum 22. septem ber 1916. Hann lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 23. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 1. sept- ember. gamall stóðu þrjú af þeim átján börnum sem amma og afi eign- uðust, fyrir búinu. Það voru þau Guðmundur, næstelsti bróðirinn, Anna Eyrún, elsta systirin, og Nonni, sem var þriðji yngstur af systkinahópnum. Nonni var einstakt ljúfmenni og ákaflega natinn við skepnur. Ég held að við höfum átt það sameiginlegt að halda mest upp á kýrnar, enda voru störfin tengd þeim helsta hlutverk mitt framan af sveitadvölinni. Eig- um við, ég og systkini mín, sem stundum fengu einnig að koma í sveitina, margar góðar minningar úr gamla fjósinu. Það var oft mikið sungið meðan á mjöltum stóð, það stytti stundirnar og kúnum virtist líka það vel. Á Brjánsstöðum höfðu kýrnar ekki bara eitthvert númer eins og nú tíðkast, heldur skírðu Nonni og Anna þær allar hinum virðulegustu nöfnum. Ég man eftir Malargjörð, Skrautu og Kinnu og ein var nefnd upp á ítölsku og köll- uð Bambína. Trúmennska Nonna og dugnaður við bústörfin var aðdáunarverður. Þau sumur sem ég var á Brjáns- stöðum man ég ekki eftir einu skipti sem hann var ekki við mjaltir. Hann sýndi mér ungum mikið traust í meðferð véla og var ein- staklega laginn við að segja manni til. Tilsögn hans var svo áreynslu- laus og sjálfsögð að maður vissi ekki af fyrr en tiltekinni færni var náð. Hann kenndi mér margt um tæki og tól, lífið og tilveruna og tíð- rætt varð honum um líf að loknu þessu. Eilífðarmálin voru honum hug- leikin og hann las allt sem hann komst yfir um dulræn málefni. Nonni var ágætlega hagmæltur og læt ég fljóta hér með vísur sem hann orti og nefndi „Við lestur dul- rænna fræða“: Ég bergi af þeirri lífsins tæru lind sem lyftir oss og úr hugans vanda greiðir. Vér klífum brattann hærra tind af tind uns takmarki er náð á æðri leiðir. Þroskans braut ei gefur grið þá götuna verðum að halda. Því öll við stefnum upp á við til æðri máttarvalda. Nú við lok þessarar jarðvistar Nonna vil ég fyrir hönd systkina minna og móður okkar flytja þakkir fyrir allar þær gefandi stundir sem við áttum saman með honum. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir það þroskandi uppeldi sem ég hlaut í vistinni hjá Nonna og hinum föð- ursystkinum mínum á Brjánsstöð- um. Kristján Sigurmundsson. ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 14. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Stef- anía Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 17. ágúst 1886, d. 1916, og Jón Árnason, f. 3. ágúst 1889, látinn. Fósturforeldrar Margrétar voru Pál- ína Steinunn Guð- mundsdóttir, f. 9. desember 1888, d. 1930, og Bjarni Skúlason, f. 16. nóvember 1882, látinn. Margrét átti alsystur, Jónu Guðmundu, f. 8. janúar 1914, d. 10. september 2004, og hálfbróður, Ingimund Guðmunds- son, f. 16. mars 1907, d. 21. mars 1991. Hinn 15. febrúar 1940 giftist Margrét Ásgeiri Haraldi Gríms- syni, f. 2. mars 1918, d. 28. októ- ber 1996, þau skildu. Þau áttu saman fimm börn, Þau eru: a) Kort Sævar, f. 11. júní 1943, fyrri kona Sigrún Sigurgeirsdóttir, f. 20. febrúar 1948, skilin, þau eiga tvo syni, Arnar Geir og Sigurgeir Örn. Eiginkona Ás- laug Pétursdóttir, f. 30. mars 1953, þau eiga eina dóttur, Katrínu Írisi. b) Stefanía Ósk, f. 30. júlí 1948, eiginmað- ur Einar Sólon Hug- berg Þorbergsson, f. 8. nóvember 1950, þau eiga sex börn, Örn, Þorberg Ás- geir, Kristin Rúnar, Rósalind Hugbjörtu, Eyrúnu Margréti og Sólon Pétur. c) Örn, f. 15. september 1950, d. 13. janúar 1951. d) Pálína Erna, f. 23. október 1953, fyrri maður Kristinn Hreinn Þorbergs- son, f. 1. júní 1947, skilin, þau eiga fjögur börn, Margréti Björk, Gunnar Brynjólf, Grím Björn og Melkorku Bríeti. Eiginmaður Árni Steingrímur Sigurðsson, f. 2. ágúst 1971, þau eiga soninn Sigurð Pétur. e) Bryndís Hulda, f. 10. júlí 1957. Eftirlifandi sambýlismaður Margrétar til 33 ára er Sveinn Jósepsson, f. 1. ágúst 1926. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Magga byrjaði lífsgönguna í Reykjavík. Mundi, Jóna og Magga þurftu ung að takast á við sorgina. Mamma þeirra deyr frá þeim þeg- ar Magga er rétt ársgömul. Pálína Steinunn móðursystir þeirra og Bjarni maðurinn hennar tóku hana að sér. Hún ólst upp með Þórði syni Pálínu á Hellum á Vatns- leysuströnd þar til hún er 15 ára. Hún fylgist ung með veikindum Bjarna og kveður fóstru sína hinstu kveðju þegar hún er 15 ára. Margt lærði hún hjá Pálínu fóstru sinni og oft tók hún orð hennar sér í munn. Fórnfýsi, ósérhlífni og dugnaður voru eiginleikar sem hún ræktaði með sér hjá henni. Nú lá leið hennar aftur til Reykjavíkur í vist til móðursystur sinnar Ingi- bjargar Kortsdóttur. Magga átti langa starfsævi. Hún var í vist á nokkrum stöðum í Reykjavík. Mest sagði hún mér frá vistinni á Reykjum. Hún var þakk- lát og stolt yfir að hafa unnið hjá Guðrúnu húsfreyju. Reykir voru henni sem annað heimili. Þar lærði hún að hjóla, dansa og gera marga skemmtilega hluti með heimasæt- unum. Hún hélt tryggð við fjöl- skyldu Guðrúnar. Ekki var skóla- gangan hennar löng, aðeins nokkrir mánuðir svo að hún gæti lært Kverið og fengið fermingu. En hún vann í vistum á góðum heimilum hjá vel máli förnu fólki. Ég undraðist oft hve fallegt ís- lenskt mál hún talaði vitandi um litla skólagöngu hennar. Magga var alltaf dugleg til vinnu. Þegar hún var heimavinn- andi húsmóðir þá stífaði hún skyrtur, bakaði flatkökur, hnýtti net og vann það sem til féll á hverjum tíma. Mottóið hennar var að gefast aldrei upp. Upphafið að ævistarfi hennar var á Slysavarð- stofunni við Barónsstíg. Þaðan lá leið hennar í símastúlkustarfið á Læknavaktinni. Magga vann þar til starfsloka eða í rúma tvo ára- tugi. Hún var eins og margar íslensk- ar konur af hennar kynslóð flink saumakona og sletti svolítið dönsk- unni. Magga var mikil félagsvera, hláturmild, söng- og danselsk. Hún giftist Halla 15. febrúar 1940. Dansinn, sönginn og hláturinn áttu þau saman. Hún var hjartadrottn- ingin hans. Þau bjuggu á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskyldan óx með hverju barni og með flestum börnunum komu gæludýr. Hún var sjálf mikið fyrir dýr. Árið 1950 var þeim erfitt ár. Örn þriðja barnið þeirra fæðist en lifir aðeins í fjóra mánuði. Hún rifjaði þann tíma oft upp með mér. Af litlum efnum en miklum dugn- aði og bjartsýni byggðu þau hús í Háagerði. En vonir brustu og lífið breyttist, eftir tæpa tvo áratugi skildu leiðir þeirra Möggu og Halla. Lífið hélt áfram. Aðlögunar- hæfni hennar var með ólíkindum og kom oft í ljós á lífsgöngu henn- ar. Nú tók nýr kafli við. Árið 1963 kynntist hún eftirlifandi sambýlis- manni sínum Sveini. Hann hafði gaman af söng eins og hún. Ég man vel eftir því þegar hún kynnti Valgerði Hebu dóttur hans 10 ára fyrir okkur systrunum. Á sinn hátt blandaði hún henni í systrahópinn. Hún var ekki bara mamma heldur líka vinkona. Þegar ég byrjaði að búa þá breyttust samskipti okkar og vorum við góðar vinkonur alla tíð eftir það. Árið 1977 fór hún í fyrsta sinn til útlanda. Hún hafði gaman af því að ferðast og hlakk- aði ég alltaf til að heyra ferðasög- urnar og skoða myndirnar sem hún hafði tekið. Mamma var sterk kona með góða útgeislun og skemmtilegan húmor. Tveimur dögum fyrir andlátið var hún að glettast við mig og tala um hve langt væri orðið í vinaböndunum og hnýtti því svo hlæjandi við að það mætti nú alltaf stytta í þeim. Hún kenndi mér það sem nafna mín, fóstra hennar, kenndi henni, að gefast aldrei upp, að hjálpa þeim sem minna mega sín, að vanda verkin mín og hugsa ekki um hve langan tíma það tekur, hún kenndi mér að vera sterk. Í stolti og virðingu kveð ég þig elsku mamma, þakka þér fyrir að deila lífsreynslu þinni með mér. Megi brot af þér lifa áfram í mér. Guð blessi þig. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur alla daga. Glæsileg kona er gengin á braut Guðs blessun mót henni taki dýrðarljós Drottins, eyðist hver þraut, dásemdir andans á eilífðarbraut í þér og allt um kring vaki. Pálína E. Ásgeirsdóttir. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Hann Svenni var að kveðja þennan heim eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég minnist hans sem góðs, lífsglaðs, hlýs og mikils SVEINN SIGURÐSSON ✝ Sveinn Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 14. júní 1964. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 5. ágúst síðast- liðinn og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 16. ágúst. baráttumanns. Sam- skiptin hafa verið lítil undanfarin ár, en helstu samskipti mín við Svenna og Sibbu frænku voru þegar ég passaði hann Ágúst litla. Elsku Sigurbjörg og Ágúst, ég votta ykkur samúð mína á þessari sorgarstundu, megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við þennan erfiða tíma. Kveðja Karitas Bergsdóttir. Elsku amma. Við kveðjum þig með mikinn söknuð í hjarta en vitum að þú ert í góðum höndum núna. Við þökkum þér fyrir allar þær ynd- islegu stundir sem við áttum sam- an í lífinu. Þú varst alltaf svo skiln- ingsrík og góðhjörtuð. Við eigum GUÐLEIF JÓNSDÓTTIR ✝ Guðleif Jóns-dóttir fæddist í Krossadal í Tálkna- firði 16. nóv. 1914. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi laugardaginn 14. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 24. ágúst. eftir að sakna þess að koma í heimsókn í blómahafið og sitja bara og spjalla um hvað sem okkur lá á hjarta. Það var alltaf svo gott að tala við þig. Okkur þykir leitt að geta ekki verið með fjöl- skyldunni þegar við kveðjum þig. Við söknum þín þegar en vitum að þú ert á enn betri stað núna og sá dagur kemur sem við sjáumst aftur. Guð blessi minningu þína. Með ástar- og saknaðarkveðjum, Elsa, Birna og fjölskyldur. Að kvöldi 18. ágúst bárust mér þær sorg- arfréttir að Jóhann Halldórsson hefði lát- ist skyndilega. Jói á Andvaranum. Jói, vinur pabba. Ótal lítil atvik frá liðnum árum rifjast upp. Jói snarast inn úr dyr- unum heima, það er verið að landa úr Andvaranum fyrir austan og hann kemur með myndir og bréf frá Jóhönnu dóttur sinni, tekur bréf til baka, segist vera í póst- ferðum. Jói að teyma undir okkur krökkunum á hestunum hans Braga. Jói í torfærum á Range Rovernum, hvattur áfram af Heimi. Jói með Birgit nokkurra mánaða á Brekkuborg, býður ein- birninu að fá krúttið lánað í nokkra daga til að prófa hvernig er að eiga systkini. Á seinni árum tengjast minningarnar aðallega veiðiferðum. Jói á leið í Grenlæk, eða á hreindýraveiðar með pabba. Alltaf hress. Alltaf eins. Minningarnar eru margar en sú sem er mér kærust og best lýs- andi fyrir þann Jóa sem ég þekkti er síðan ég var um 10 ára og átti að vera sofnuð kvöldið eitt þegar pabbi, Bragi og Jói komu heim. Þeir höfðu setið að spilum á Brekkuborg, „kaupstaðarlykt“ af þeim og mönnum liggur hátt róm- ur. Jói kemur inn í herbergi, sest á rúmstokkinn, segist vera með JÓHANN HALLDÓRSSON ✝ Jóhann Hall-dórsson fæddist á Fáskrúðsfirði 24. október 1942. Hann lést að kvöldi mið- vikudagsins 18. ágúst síðastliðins og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 27. ágúst. svolítið sem hann þurfi að biðja mig að geyma fyrir sig. Undrunin ekki lítil þegar undan úlpunni birtist svartur hvolp- ur, það er drifið í að útbúa rúm fyrir þennan óvænta gest, sem sofnar með dúkkusæng. Gleðin yfir hvolpinum ólýs- anleg. Það var sjald- an lognmolla í kring- um Jóa, hann hafði hressilega og upp- lífgandi nærveru, var hreinskiptinn í orðum og gerðum. En þó hann talaði ekki undir rós og það væri oft betra fyrir viðstadda að vera ekki mjög viðkvæmir, þá duldist engum sem kynntist Jóa að þar fór maður með stórt og hlýtt hjarta. Hann talaði ekki mikið um eigin tilfinn- ingar eða líðan frekar en svo margir af hans kynslóð en hann var stoltur af krökkunum sínum og umhugað um að allir hefðu það sem best. Í einu af síðustu sam- tölum kom einmitt fram að meiri frítími síðustu ára hafði verið hvað dýrmætastur vegna aukinna samvista við barnabörnin. Hann fylgdist vel með fólkinu sínu hvort sem það voru vinir eða skyld- menni. Og ef gaf á bátinn og reyndi á, þá var það Jói sem hringdi oftar og hafði því meira samband. Er hægt að fá betri eft- irmæli en að hafa verið sannur vinur vina sinna? Ég vona að hann hafi vitað hversu mikils við fjölskyldan mát- um vináttu hans og tryggð. Elsku Lilla og fjölskylda, ykkar missir er mikill, hugur okkar er hjá ykkur og Brynju. Blessuð sé minning Jóhanns Halldórssonar. Esther Hermannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.