Morgunblaðið - 22.09.2004, Page 26

Morgunblaðið - 22.09.2004, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Oddný RósaRagnarsdóttir fæddist í Innri-Njarð- vík 26. október 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi föstudaginn 3. september síðastlið- inn. Rósa var elsta dóttir hjónanna Kristbjargar Sveins- dóttur, f. 29. júlí 1922, og Ragnars Guð- mundssonar, f. 22. júní 1920. Systkini Rósu eru 1) (Stein- unn) Margrét, f. 21. júní 1943, búsett í Mosfellsbæ, maður hennar er Sigurður Hrafn Þórólfsson. Dætur þeirra eru Hólmfríður Hemmert og Ragn- hildur. 2) Steinar, f. 23. maí 1944, búsettur í Sandgerði, kona hans er Hulda Kragh. Synir þeirra eru Ragnar og Örvar. Steinar á tvær dætur, Freyju og Kristbjörgu, með fyrri eiginkonu sinni. Þær eru bú- settar í Bandaríkjunum. 3) Þorkel- ína Ragnheiður, f. 20. apríl 1957, búsett á Akranesi, maður hennar Ólafur Haraldsson. Dætur þeirra eru Jórunn María og Bergrós Fríða. 4) Helga Björk, f. 6. júlí 1962, maður hennar er Sigtryggur Páll Sigtryggsson. Börn þeirra eru Eva Dögg, Daníel Bergmann og Hjalti Freyr. 12. des. 1969 gift- ist Rósa Stefáni Guð- mundssyni, f. 21. apríl 1935. Þau voru búsett í Reykjavík. Dætur þeirra eru Hrönn Stefánsdóttir, f. 29. desember 1971, búsett í Reykjavík, sambýlismaður hennar er Árni Guð- mundsson, f. 9. apríl 1970, og Kristín Stefánsdóttir Boyce, f. 6. október 1969, maður hennar er James Boyce, börn þeirra eru; Oddný Erykah Boyce, f. 23. júní 1997, Arnar Michael Boyce, f. 23. júní 1997, og Sonja Björk Boyce 28. desember 1999. Synir Kristín- ar frá fyrra hjónabandi eru Tryggvi Pétur Brynjarsson, f. 22. febrúar 1992, og Stefán Snær Brynjarsson, f. 22. febrúar 1992. Kristín er búsett í Bandaríkjunum. Útför Rósu fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma, það er erfitt að kveðja þig og vita að ég á aldrei eftir að sjá þig aftur, þú átt aldrei eftir að koma og kíkja „aðeins“ á barnabörn- in eins og þú sagðir alltaf, hvort sem það var í næsta húsi eða vestur um haf. En um leið rifjast upp fullt af góðum minningum sem munu lifa að eilífu í hjarta okkar. Ég sakna þín svo mikið, elsku mamma mín, hugur minn er alltaf hjá þér, þar sem þú ert núna í góðum höndum ömmu og allra hinna. Ég kveð þig með þessum orð- um elsku mamma mín því þetta segir svo mikið um þig Þakka þér fyrir að segja aldrei: „þetta sagði ég þér“, að minnsta kosti ekki oft. Þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar, ekki ágeng, ekki kröfuhörð, bara til staðar. Tiltæk hvenær sem var að gefa ráð viðvíkjandi hósta, réttritun, góðum bókum, blettum, vinargjöfum, krossgátum og svo framvegis. Reiðubúin að pakka niður og koma, ef þess þurfti með, undir eins. Fús til að hugga, hlusta á mig segja fréttir. Vera óþrjótandi uppspretta ástar, hvað sem ég hef gert. Alltaf. (Pam Brown.) Guð veri með þér. Þín Kristín. Ég kynntist Rósu Ragnarsdóttur fyrir rúmum fimmtán árum þegar við Hrönn dóttir hennar felldum hugi saman, ég nýorðinn 19 ára gamall og Hrönn að verða 18 ára. Þegar ég rifja upp kynni mín af Rósu verða mér ljósir helstu mannkostir hennar; ósérhlífni og manngæska. Rósa var elst fimm systkina. Ein systra hennar sagði mér frá því hversu vel Rósa gætti yngri systkina sinna þegar þau voru að vaxa upp í Innri-Njarðvík. Hún gekk fyrr til náða en systkini hennar á þessum ár- um, til þess að geta vaknað til þeirra að morgni svo hún gæti vakið þau, gefið þeim að borða og komið þeim á stað í skólann. Ef hún vaknaði að nóttu til breiddi hún sængurnar bet- ur yfir þau. Þetta lýsir Rósu kannski einna best. Eins og hún vakti yfir vel- ferð systkina sinna forðum vakti hún seinna yfir velferð fjölskyldu sinnar, barna sinna og seinna barnabarna. Í æsku sinni þurfti hún að þola mikið af hálfu föður síns. Af þessu hlutust sár sem aldrei greru og mörk- uðu hana alla ævi. Sem sjómannskona til margra ára- tuga kom það að miklu leyti í hennar hlut að sjá um heimilisreksturinn og uppeldi dætra sinna. Hún var dugleg og útsjónarsöm, var mikil listakona í höndunum og saumaði mikið, bæði á fjölskyldu sína og aðra. Fallegir kjól- ar voru hennar sérgrein. Rósa var ákaflega greiðvikin manneskja, hún var alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef hún skynj- aði einhverja erfiðleika. Þetta átti bæði við gagnvart fjölskyldu og vin- um. Í gegnum árin kom það ósjaldan fyrir að hún gekkst í ábyrgð fyrir fólk sem var í vandræðum og leitaði til hennar. Stundum, þegar allt fór á versta veg, þurfti hún að axla ábyrgð- ina af fjárhagsskuldbindingum ann- arra sem stóðu ekki við sitt. Þá var oft þröngt í búi hjá henni. En aldrei kvartaði hún. Rósa hafði mikið skap og mikinn viljastyrk. Ef hún einsetti sér að gera eitthvað gat fátt komið í veg fyrir það. Við í fjölskyldunni höfðum árum saman hvatt hana til að hætta að reykja en hún blés alltaf á slíkar til- lögur. Þegar hún sjálf tók þá ákvörð- un að hætta reykingum, eftir að hafa reykt í 50 ár, reyndist það henni auð- velt. Bestu kostir Rósu komu berlega í ljós þegar tvíburarnir Tryggvi Pétur og Stefán Snær fæddust langt fyrir tímann árið 1992. Hún studdi Krist- ínu dóttur sína með ráðum og dáð á þessum erfiðu fyrstu vikum í lífi bræðranna þegar þeir börðust fyrir lífi sínu á vökudeild Landspítalans. Á milli drengjanna og Rósu mynduðust óvenjulega sterk tengsl. Í huga þeirra skipaði amma þeirra ávallt sérstakan sess. Barnabörnunum fjölgaði og var oftast svo að einhver þeirra dvöldu hjá Rósu. Hlutur Rósu í uppeldi barnabarnanna var geysi- lega stór og mikilvægur. Fór svo að þegar Kristín og James fluttu til Bandaríkjanna haustið 2002, að Stef- án Snær varð eftir hjá Rósu. Okkur Rósu varð fljótt vel til vina og alla tíð var á milli okkar gott sam- band. Leit ég alltaf á hana sem einn af mínum bestu vinum. Ófáum kvöld- stundunum eyddum við saman í eld- húsinu hennar og ræddum saman þegar aðrir fjölskyldumeðlimir voru gengnir til náða. Hún hafði upplifað margt og hafði gaman af því að segja frá liðnum tímum og var einkar skemmtilegur sögumaður. Nú í vor kenndi Rósa sér meins. Um skeið hafði hún verið óvenjulega þreytt og haft mikla höfuðverki. Mánudaginn 5. apríl leitaði hún lækn- is. Þegar ég var beðinn um að fylgja henni af móttöku Læknavaktarinnar í Kópavogi og niður á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss gat mig ekki órað fyrir hvað myndi fylgja í kjölfarið næstu fimm mánuði. Við rannsóknir kom í ljós að í höfðinu á henni var æxli sem tafarlaust þurfti að nema brott. Aðgerðin sem slík heppnaðist vel en til allrar óhamingju reyndist um illkynja mein að ræða. Rósa sýndi mikinn styrk við þessar erfiðu aðstæður, hún var staðráðin í því að berjast gegn þessum óvini og hafa sigur. Rósa undirgekkst krefj- andi lyfjameðferð í þeirri von að unnt reyndist að hemja sjúkdóminn. Um mitt sumarið kom í ljós að sjúkdóm- urinn hefði heltekið hana og engin von væri um bata. Hún tók þessum erfiðu fregnum af miklu æðruleysi og hugrekki. Rósa lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 3. september síðastliðinn. Kannski lýsa orð barnabarnsins Tryggva Péturs sem hefur verið í fóstri hjá okkur Hrönn síðustu tvö ár henni best, þeg- ar hann rifjaði upp kynni sín af ömmu sinni: „Amma var alltaf góð.“ Ég held að við gætum öll verið sátt við að vera lýst á þennan hátt. Að vera alltaf góð við aðra, sama hvað bjátaði á í lífi okkar sjálfra. Með þess- um orðum kveð ég tengdamóður mína, Rósu Ragnarsdóttur, og þakka um leið fyrir þann tíma sem ég átti með henni. Árni Guðmundsson. Rósa var góð og yndisleg kona, hún var vinur minn og gat alltaf komið mér til að hlæja, þegar að við vorum að spjalla saman. Ég elskaði hana eins og mína eigin móður. Alltaf gat ég leitað til hennar ef ég var í vanda staddur, sama hvað það var. Jafnvel þó að við kæmum frá tveimur ólíkum heimum fundum við alltaf leið til að tjá okkur hvort við annað. Ég mun sakna hennar mjög mikið. If tears could build a stairway and memories a lane I’d walk right up to heaven and bring you home again Ég mun alltaf muna þig og elska, sama hvar þú ert. Ástarkveðja, þinn vinur og tengda- sonur, James. Til okkar ástkæru Rósu ömmu. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma, við söknum þín svo mikið. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um alla ókomna tíð. Við elskum þig svo ægilega mikið. Þín barnabörn Tryggvi, Stefán, Arnar, Oddný og Sonja. Rósa var besta kona í heimi. Hún var alltaf svo góð við okkur krakkana og alla í kringum sig. Við krakkarnir komum mjög oft til hennar. Við hugs- um alltaf til hennar. Hún var alltaf góð við mig, laug aldrei og var besta amma í heimi. Hún var eiginlega besti vinur minn. Hún var alltaf í góðu skapi. Hún átti marga vini í hús- inu, eins og Dúfu og Fransisku. Ég veit hvað þið eruð að hugsa, amma mín er betri, en samt, amma mín er góður engill og ég mun aldrei gleyma henni. Einu sinni var hún með mér og bróður mínum í strætó, þá gleymdi hún peysunni sinni í strætóinum, en henni fannst það allt í lagi, út af því að henni fannst peysan ljót. Hún var voða hraust kona, þegar hún var ung vann hún bikar í sundi. Okkur langar að hitta hana aftur. Tryggvi Pétur. Mig langar að minnast Rósu vin- konu minnar í fáeinum orðum. Rósa lést langt fyrir aldur fram eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Rósa var yndisleg manneskja með stórt hjarta og mjög skemmtilega kímnigáfu. Hennar verður sárt saknað í fjöl- skyldunni, klettsins sem alltaf stóð vörð um fjölskylduna sína. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Ég sendi Stefáni, Stínu, James, Hrönn, Árna og barnabörnunum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau á þessari erfiðu stundu. Anna. Hugurinn reikar aftur til haustsins 1958 er ég var á leið í rútu norður í land á Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafirði. Fyrir aftan mig í rútunni sátu tvær stúlkur og var Rósa önnur þeirra. Þær voru einnig á leið í skólann og urðum við ásamt einni til herbergisfélagar næstu níu mánuði. Eftir að skóla lauk höfðum við Rósa gott samband og reyndist hún og fjölskylda hennar mér og dóttur minni ákaflega vel í erfiðleikum okk- ar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kærar þakkir fyrir allt. Valborg Guðmundsdóttir (Vallý). Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi.) Elsku Rósa. Ég kynntist þér er við dóttir þín, hún Stína, urðum vinkonur. Þú tókst mér strax opnum örmum. Upp frá því urðum við góðar vinkonur. Alltaf var jafn gaman að heyra hlátur þinn og spjall, ófáar stundir áttum við í gegnum símann. Alltaf gat ég leitað til þín ef á þurfti að halda. Við þökkum þér allar okkar góðu stundir, Rósa mín, við vitum að nú eru allar þjáningar þínar horfnar. Ég mun sakna þín. Gakktu á guðs veg- um. Megi góður guð styrkja alla þína ástvini. Þín Berglind og börn. (ODDNÝ) RÓSA RAGNARSDÓTTIR Síðast þegar ég sá Bjarka Hafþór var hann afar fallegur. Hann var ljós yfirlitum, grannur og brosmild- ur. Hann var hættur á lyfjunum og var nú að einbeita sér að mataræði og náttúru- legum lækningum. Heimili hans var snyrtilegt og smekklegt en þó nógu frjálslegt til að rúma hæfilega óreiðu á skóbúnaði við innganginn. Ég fylgdist með honum þar sem hann stóð við vaskinn og tók inn nýja með- alið sitt; vatn og undanrennu, sem honum þótti hin versta ólyfjan. Hann tók undanrennuna inn með matskeið BJARKI HAFÞÓR VILHJÁLMSSON ✝ Bjarki HafþórVilhjálmsson fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1971. Hann lést 9. september síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 21. sept- ember. en lét vatnið dropa úr krananum upp í sig. Ég staldraði stutt við en þó nógu lengi til að spyrja hann hvernig hann hefði viljað hafa líf sitt hefði hann öllu fengið um það ráðið. Honum fannst hugmyndin brosleg en eftir nokkr- ar fortölur fékkst hann til að leika leikinn með mér. Hann sagði: „Ef ég hefði alveg fengið að ráða, hefði ég viljað leika. Í raun … hefði ég viljað gera það sem þú ert að gera.“ Þessi draumur, sem mig dreymdi tveimur nóttum eftir andlát Bjarka, segir kannski meira um mig en hann, en síðan mér bárust fregnir af andláti hans hef ég ekki getað varist hugsunum um hversu gæðum heimsins er misskipt; hversu mismikið er á mennina lagt. Nú eru meira en tuttugu ár síðan við Bjarki lékum okkur saman. Drengurinn sem ég kynntist þá var hjartagóður, hæfileikaríkur og hlát- urmildur. Hann hafði leiftursnöggan huga og þegar frú Vestman lagði reikningsdæmi fyrir bekkinn kom svarið iðulega eins og byssukúla frá næstfremsta borði í miðröð; Bjarki í essinu sínu. Sérlunda var hann vissulega, enda mikill prófessor í eðli sínu og hefði eflaust sómt sér vel sem vísinda- eða fræðimaður af einhverj- um tagi ef þræðir skapanorna hefðu fallið jafnar fyrir honum. Veikindin vörpuðu skugga yfir síð- ari ár Bjarka en það er til marks um skapgerð hans að hann var ætíð glaður þrátt fyrir það. Hann gerði sér fulla grein fyrir veikindum sínum en gat samt gantast og gert grín og mest að sjálfum sér – og þannig um leið að þeim sem ekki skildu að hann spaugaði. Þrátt fyrir stutta ævi og enn styttri viðkynningu, kenndi Bjarki mér meiri og stærri lexíur en margur sem ég hef eytt meiri tíma með og fyrir það er ég þakklátur. Sé líf eftir þetta er ég þess fullviss að Bjarki fái meiri meðbyr í sínu næsta; að hæfileikar hans fái notið sín og draumar hans rætist. Hann vann fyrir því. Ég kveð góðan dreng. Sigurður Eyberg Jóhannesson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS JÓNSSONAR frá Katanesi, Skarðsbraut 19, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar og heimahjúkrunar á Sjúkrahúsi Akraness. Jóna Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Norðfjörð, Jón Ólafur Ólafsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Erla Ólafsdóttir, Gísli Eiríksson, Sverrir Haraldsson, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.