Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 27 MINNINGAR Það var mikil til- hlökkun hjá 10 ára strákhnokka fyrir um 40 árum þegar hann var sendur heim til Íslands til þess að dveljast sumarlangt hjá ömmu sinni og uppáhalds frænda. Haukur frændi hafði verið dugleg- ur að senda okkur bræðrunum gjafir um jól og afmæli. Hann hafði heim- sótt okkur og hann hafði meira að segja sent okkur heilan kassa með ís- lenskum barnabókum sem enn eru til að miklu leyti. Reykjavík var ekki eins stór á þessum árum og fáar götur malbik- aðar. Strákar voru annaðhvort DBS- menn eða Phillips, með fána á hjólum sínum og annað skraut. Klíkur slóg- ust bara í þykjustunni og það mátti alls ekki tala við stelpur. Þetta var allt mjög skrýtið. Haukur hafði gaman af því að sýna mér mannlífið í Reykjavík. Við fórum daglega í göngutúra eða með græn- um strætisvögnum um bæinn. Við byrjuðum alltaf daginn á því að fara í Sundhöllina, það var stutt að labba frá Flókagötunni. Síðan var farið í kaffi og skoðaðar myndir hjá Jóhann- esi Geir á Bergþórugötunni eða farið niður að höfn að skoða bátana og tala við skrýtnu kallana á eyrinni. Haukur var alltaf mikið snyrti- menni og hafði gaman af því að vera fínn í tauinu. Þetta bitnaði svolítið á mér því ég var alltaf strílaður upp í hvíta nælonskyrtu með bindi. Mér leiddist þó reyndar ekkert að ganga um göturnar eða skreppa út í Örnólf að fá mér Spur í hvíta rykfrakkanum sem ég fékk að velja mér og fannst mér ég þá vera eins og spæjari eða Dýrðlingurinn sem var nú reyndar óþekktur hér á landi ennþá. Eftir spássitúrinn var svo farið heim til ömmu í hádegismat og setið svo og talað við Linda ef hann var í landi. Þeir höfðu alltaf nóg að tala enda báðir skemmtilegir sögumenn og kunnu ógrynni af sögum og æv- intýrum. Haukur vildi kaupa sér bíl og lögð- HAUKUR JÓNSSON ✝ Haukur Jónssonfæddist á Akur- eyri 3. september 1931. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi mánudaginn 13. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Áskirkju 20. september. um við upp í leiðangur til Patreksfjarðar þar sem við vissum af Skóda til sölu hjá bróð- ur Linda. Á Patreks- firði kynntist ég svo ýmsum þeim söguper- sónum sem svo oft hafði verið talað um. Ég fékk meira að segja að sjá kajakana frægu. Við keyptum blöðru- skódann góða og þótt það hafi þurft að bakka honum upp erfiðustu brekkuna á leiðinni suð- ur átti hann eftir að endast honum í mörg ár. Nú var loksins hægt að fara að ferðast. Amma var drifin upp í Skód- ann og lagt af stað norður í land og alla leið austur á firði. Allir ættingjar heimsóttir á Akureyri og mér voru sýndar 7 frænkur á Húsavík. Benni frændi fór svo með okkur í róður á trillunni sinni. Það var svolítið öðru vísi að ferðast í þá daga, skoppandi um á holóttum vegum og bíllinn full- ur af ryki. Eitt sinn fórum við upp að Hafra- vatni og þá sagði Haukur: Nú keyrir þú! Og hann kenndi mér að keyra þarna 10 ára gömlum. Hann kenndi mér svo seinna meir að taka myndir. Hann hafði alla tíð mjög gaman af ljósmyndun og hafði auga fyrir góð- um mótífum. Hann var alla tíð fyrst- ur til þegar einhverja hjálp vantaði eða aðstoð. Hann var okkur öllum frændsystkinunum, mökum og börn- um mjög kær og öllum er mikil eft- irsjá í elskulegum Hauki frænda okk- ar. Hann kemur til með að lifa í hjörtum okkar um ókomna framtíð og minnumst við hans með gleði og söknuði. Bjarni Guðmundsson. Haukur hóf störf hjá Trygginga- miðstöðinni í nóvember 1963 og hætti störfum vegna aldurs 1998 og vann því hjá félaginu í 35 ár. Lengst af vann Haukur við farmtryggingar. Þegar Haukur kom til starfa 1963 var Tryggingamiðstöðin ungt félag með aðeins 10 starfsmenn en þegar Hauk- ur lét af störfum voru starfsmenn ná- lægt 100. Haukur rækti störf sín alla tíð með mikilli samviskusemi og átti sinn þátt í framgangi félagsins. Hans er minnst af samstarfsfólki sem ein- staklega ljúfs félaga, sem var hæglát- ur og yfirvegaður í öllum sínum gerð- um. Haukur aflaði sér margvíslegrar þekkingar með lestri fræðibóka og ferðalögum til fjarlægra landa og var því fróður um marga hluti. Samstarfsfólk Hauks hjá Trygg- ingamiðstöðinni á afar hlýjar minn- ingar um þennan góðan dreng. Blessuð sé minning Hauks Jóns- sonar. Gunnar Felixson. Haukur Jónsson, vinur minn og samstarfsmaður hjá Tryggingamið- stöðinni til margra ára, er látinn, 73 ára. Aldur er afstæður og með Hauk í huga þá eru 73 ár alls ekki hár aldur. Má vera að hann hafi haft brigðuleika lífsins í undirmeðvitundinni vegna þess að mér fannst hann kunna svo listavel að njóta þess sem lífið hafði að bjóða og var gæddur þeim góða hæfileika að njóta augnabliksins hvort sem það var í leik eða starfi. Innihaldsríku og hófsömu lífi er lok- ið. Haukur var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, karlmannlegur með djúpa og hljómfagra rödd. Laglegur og góðlegur með smitandi hlátur. Var röskur til gangs og hafði mikla ánægju af líkamlegri vinnu. Óragur til þeirra verka og útsjónarsamur með gott smiðsauga. Hófstilltur var hann til orðs og æðis en um leið glað- sinna, jafnlyndur bókaormur og hjartahlýr húmoristi. Haukur naut náttúrunnar og sköp- unarverkið var honum hugleikið. Það sama gilti um margbreytileik mann- lífsins. Hann hafði áhuga á ljósmynd- un. Í ljósmyndum hans kom í ljós næmt auga fyrir formum og því óvænta. Það sama gilti um sýn hans á mannlífið. Þar sá hann oft atburði og menn út frá öðru sjónarhorni en al- mennt gerðist. Næmur maður og glöggur rýnandi á hið sérstaka og óvenjulega í lífinu. Í skemmtilegum frásögum af upplifun sinni miðlaði hann til okkar sýn sinni á lífið og til- veruna. Mér þótti sú sýn falleg, skemmtileg og oft hjúpuð dulúð. Frá- sagnir hans voru gagnorðar og skýr- ar. Hann var stuttmyndagerðarmað- ur hins daglega lífs sem hann kenndi manni svo vel að meta. Haukur vann í 35 ár hjá Trygg- ingamiðstöðinni lengst af við farm- tryggingar. Traustur og góður starfsmaður sem naut virðingar og vináttu samstarfsmanna sinna jafnt sem viðskiptavina félagsins sökum þjónustulipurðar og ljúfmennsku. Ég naut þeirra forréttinda að fá að starfa með Hauki síðustu 9 ár hans hjá félaginu. Um þann tíma hugsa ég með mikilli ánægju og bros á vör. Takk fyrir samstarfið og vináttuna Haukur Jónsson, sómamaður í lífi og starfi. Bjarni G. Bjarnason. Kveðja frá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur Hinn 9. september sl. lést í Reykjavík Árni Guðmundsson eftir erfið veikindi. Árni var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og gekk ungur að ár- um í KR, þar sem hann iðkaði knatt- spyrnu með jafnöldrum sínum fram á unglingsár. Þá tók lífsbaráttan við og gerði Árni sjómennsku að ævistarfi og var lengst af stýrimaður á togurum. Hann var hins vegar alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir og þegar hann hætti til sjós og fór að vinna í landi stundaði hann völlinn af miklu kappi. ÁRNI GUÐMUNDSSON ✝ Árni Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 9. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 20. septem- ber. Árni var alla tíð ein- lægur KR-ingur og studdi sína menn gegn- um þykkt og þunnt. Þeir voru ekki margir kappleikirnir sem hann lét sig vanta á meðan hann hafði heilsu til. Einkum var honum knattspyrna hugleikin og þótt stundum blési á móti var hann alltaf sannfærður um að rétt handan við hornið biði betri tíð með blóm í haga. Fáir glöddust meira þegar KR vann loks Íslandsmeist- aratitilinn í meistaraflokki karla haustið 1999 og hann var einnig á vellinum þegar stelpurnar léku sama leikinn árið 1993. Árni var ekki maður sviðsljóssins, um það lét hann aðra, en það er hverju íþróttafélagi nauðsynlegt að eiga trygga stuðningsmenn og það var hann svo sannarlega. Að leiðarlokum þakka KR-ingar Árna samfylgdina og stuðninginn og senda fjölskyldu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Árna Guð- mundssonar. Það eru ótal minning- ar sem sækja á hugann þegar ég hugsa um vin minn Jóhannes Ólafsson sem jarðsettur er í dag. Kynni okkar tókust árið 1959 eða fyrir liðlega 43 árum þegar ég hóf störf hjá Ora í Kópavogi. Jóhannes var þá forstjóri Dósagerðarinnar sem þá var staðsett við Borgartún. Yfirleitt fór vel á með okkur þó stundum fyki nokkur orð á milli okkar enda báðir að hugsa um hag okkar fyrirtækja. Jóhannes var heiðurs- maður og drengur góður í alla staði þó stundum væri hann ákveðinn og fylginn sér. Hann var ósérhlífinn og sérstök snyrtimennska einkenndi vinnustaðinn sem hann stjórnaði. Með árunum jukust kynni okkar frek- ar og árið 1976 eignuðumst við hjónin sumarbústaðarland í Vaðnesi við hlið- ina á landi Jóhannesar og Ingveldar konu hans. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér enda hjónin mjög gestrisin og vinsæl af nágrönnum sín- JÓHANNES INGI- BJÖRN ÓLAFSSON ✝ Jóhannes Ingi-björn Ólafsson fæddist á Hellissandi 22. febrúar 1919. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. september síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Neskirkju 21. sept- ember. um. Það kom því fáum á óvart að Jóhannes varð fyrsti formaður og stofnandi félags land- eigenda í Vaðnesi og sinnti því af skörungs- skap í 10 ár. Snyrti- mennska og nostur við sumarhús þeirra hjóna og ræktun á landi var til fyrirmyndar enda vörðu þau mest öllum sínum frístundum þar. Í nokk- ur ár leigðum við saman ásamt fleiri félögum Prestbakkaá í Hrúta- firði og var þar oft glatt á hjalla við veiðar og leik. Í nokkur ár var fjölskylda okkar einnig meðeig- andi með þeim hjónum ásamt fleirum í Dósagerðinni sem við síðar seldum öll nokkrum árum eftir að Jóhannes lét af störfum þar sökum aldurs. Víst mun ég eiga bágt með að trúa því að sjá ekki framar vin minn Jó- hannes með gleðibros á vör og veit ég að þar mæli ég einnig fyrir munn sveitunga og vina. Ég vil að leiðarlok- um þakka Jóhannesi allt það traust sem hann ætíð sýndi mér og fjöl- skyldu minni og aldrei brást. Elsku Inga mín, á sorgarstundu kemur fátt okkur að haldi annað en bænin og bið ég algóðan guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í harmi ykkar og söknuði. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggvason. Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Fannafold 140, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 21. september verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Eyjólfur Jónsson, Hjördís Eyjólfsdóttir, Oddur Friðriksson, Jón Eyjólfsson, Guðrún Hermannsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Magnús Þorsteinsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegra foreldra okkar, HARÐAR SIGURVINSSONAR og HÖLLU EYJÓLFSDÓTTUR, Safamýri 56. Guð blessi ykkur öll. Eyjólfur Harðarson, Sigþrúður Sæmundsdóttir, Hulda Harðardóttir, Anna Sess Harðardóttir, Ólafur Harðarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.