Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma. Nú ert þú farin og ég mun sakna þín. Ég þakka þér fyrir allan þann yndislega tíma sem við áttum saman. MARGRÉT GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Margrét Guð-munda Guð- mundsdóttir fæddist í Súðavík í Álftafirði í N-Ísafjarðarsýslu 5. febrúar 1907. Hún lést á líknardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss á Landakotsspítala í Reykjavík 11. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 20. september. Það er svo margt sem mig langar til að segja en kem ekki orð- um að. Tilfinningarnar eru svo miklu sterkari en orðin fá lýst. Ég er þakklát fyrir að Holly Eva fékk að kynnast langömmu sinni og eiga nokkrar ljúfar stundir með þér. Ég veit við munum geyma dýrmætu minn- ingarnar af þessum stundum í hjarta okkar og þökkum af heilum hug að ykkur var gefið tækifæri til að hittast. Elsku amma. Hvíldu nú í friði. Við munum sakna þín. María og Holly Eva. Elsku langamma, ég sakna þín svo mikið og það væri eina óskin mín að þú værir á lífi. Hér er bréf til þín: Þú langamma mín, þú varst langbest. Þér líður betur núna, hjá englunum, Guði og Jesús Kristi. Ég sakna þín. Þín Margrét Lena Kjartansdóttir. Elsku langamma. Ég ætl- aði bara að kveðja þig með nokkrum orðum. Elsku langamma mín ég vildi að þú værir ennþá mín og þú mátt vera sátt að vera komin svona hátt en ég vildi óska þess að þú værir hjá mér. Þinn Kjartan Ernir Kjartansson. HINSTA KVEÐJA Í spásímanum 908 6116 er spá- konan Sirrý. Ástir, fjármál, heilsa. Tímapantanir fyrir einkatíma í símum 908 6116 og 823 6393. SOLID GOLD náttúrulegur katta- matur. Engin aukefni. DÝRABÆR, Hlíðasmára 9, Kóp., sími 553 3062. Opið kl. 13-18 mán.-fös., kl. 11-15 lau. Hausttilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. kl.10-18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Nú aðeins 8.000 kr. allir leðurjakk- ar og frakkar. Vesti á 1.500 kr. Drengjajakkar 4.500 kr. Opið 14-16. Markaðsþjónn, Rangárseli 4, neðri hæð, 109 R., s. 534 2288. Hótel Vík, Reykjavík býður nú upp á vetrartilboð á gistingu. Hótelherb. og 27 fm íbúð. Sími, gervihnsjónv. og þráðl. internet. Gerum fyrirtækjum tilboð. Kannaðu málið í síma 588 5588. www.hotelvik.is . Barcelona — Fyrir framan Gaudi kirkjuna gullfalleg íbúð til leigu, viku í senn, eða í skemmri tíma með öllum þægindum. Upplýsingar í síma 899 5863. Fjölskyldudagar í Quiznos! Næstu daga fá börn sem borða hjá okkur að gjöf kökukrukkur sem gefa frá sér hljóð dýra þegar stolist er í köku. Glóðaðar sam- lokur Quiznos, Slbr 32, 577 5775. Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 35 kg, ég um 25 kg, Dóra um 15. www.diet.is-www.diet.is Hringdu! Margrét s. 699 1060. DÁLEIÐSLA, losun frá streitu og kvíða með sjálfsdáleiðslu og nýrri nálgun, Emotional Freedom Techniques. Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur. s: 694 5494 Eldavél til sölu. Nánast ónotað eldavélarborð og blástursofn (sett) til sölu á góðu verði. Uppl. í síma 551 1884. Til sölu Hyundai flygill - 208 cm. Ásett verð 550 þús. Upplýsingar í s. 691 0156. Flygill, rauðbrúnn SAMIC 172 til sölu. Upplýsingar í síma 868 1715 og 482 3775. Stór og björt 3ja herb. íbúð, full- búin húsgögnum í 101 Reykjavík. Til leigu frá 1. nóv. til 1. mars. Uppl. í s. 566 6290. Falleg og rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð til leigu í Hafnarfirði. Nýtt eldhús og bað. Verð 80 þús. á mán. með hita. Upplýsingar í s. 893 9968. Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog. Tilvalið fyrir heild- verslun eða léttan iðnað. Vöru- móttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. Auðvitað kem ég aftur, við hittumst hér ef ekki hér þá altjént í landinu þar sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar. (Jökull Jakobsson.) Það er erfitt að kveðja minn góða vin og frænda Jón Víði Steindórs- son sem varð bráðkvaddur langt fyrir aldur fram. Hver hefði trúað því að þessi hressi og káti maður myndi verða tekinn frá okkur svo skyndilega, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Það leiddist engum nálægt Jóni frænda. Það var aldrei nein logn- molla í kringum hann. Hann hafði sterkan karakter og góða nærveru, var hár, myndarlegur, dökkur á brún og brá. Jón Víðir var hafsjór af fróðleik og hafði skoðun á öllu og átti alltaf svör við ótrúlegustu hlut- um. Við munum glettnina í augum hans, galsann, stríðnistóninn og þennan líka hressilega hlátur sem var engum líkur. En undir stundum hrjúfu yfirbragði sló gullhjarta kærleiks og skilnings. JÓN VÍÐIR STEINDÓRSSON ✝ Jón Víðir Stein-dórsson fæddist á Teigi á Seltjarnar- nesi 15. júní 1940. Hann lést 7. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 20. septem- ber. Jón var mikill áhugamaður um ætt- fræði og vel að sér þar. Hann var hestamaður, mikill dýravinur og bar velferð þeirra fyrir brjósti og lagði áherslu á að fólk væri gott við dýrin. Jón Víðir var mikill gæfumaður í lífi og starfi. Velferð fjöl- skyldunnar var honum allt. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra hjóna, Jóns og Rannveigar, hans ynd- islegu góðu konu, skynja samheldni þeirra og vináttu. Og fá að fylgjast með dætrum þeirra, hverri annarri efnilegri og fallegri, vaxa og dafna og bera þær foreldrum sínum gott vitni. Jón var mikill afi og hafði yndi af að segja frá og tala um afastrákana og í hópinn var kominn nafni og nú síðast komin lítil afastelpa, nafna ömmu sinnar. Var Jón mjög stoltur af þessum fríða hóp. Hann vissi vel hvað hann átti. Þau hjón Jón og Rannveig ferð- uðust mikið undanfarin ár og höfðu mikla ánægju af að skoða menningu og list sögufrægra staða. Var alltaf gaman að hitta þau og heyra skemmtilegar frásagnir af vel- heppnuðum ferðalögum innan lands og utan. Jón Víðir var sannkallaður uppá- haldsfrændi, það er mikill sjónar- sviptir að honum. Við syrgjum öll sárt góðan dreng og þökkum hon- um heilshugar fyrir að vera sá sem hann var. Jesú sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Við Auður vottum elsku Rann- veigu, dætrum, tengdasonum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Sævar Þ. Guðmundsson. Mig setti hljóða þegar mamma mín hringdi og sagði mér að Jón Steindórs væri látinn. Þessi duglegi og hressi maður. Ég og systkini mín vorum svo heppin að Jón og Ranveig eru búin að vera vinir mömmu og pabba síð- an löngu áður en við fæddumst og ég elst og orðin 40 ára. Það eru margar minningar sem koma upp þegar ég hugsa um benskuárin. Ég man ferðirnar þeg- ar farið var norður í Húnavatns- sýslu og til baka, í samfloti og stoppað og drukkið nesti. Þá var fjör, Jón var alltaf hress, fjörugur og stríðinn. Jón og Rannveig eign- uðust 4 dætur og átti Jón eina áður. Það voru mjög dýrmætar allar stundinar sem mín fjöskylda átti með þeim. Alltaf stóð heimilið þeirra opið fyrir okkur og var óspart notað þegar við vorum að alast upp, þó fólk fjarlægist þegar það eldist. Ég mun geyma minningu um góðan og skemmtilegan mann með- an ég lifi. Elsku Rannveig, Sæja, Magga, Odda, Laufey, Edda og fjölskyldur, ég votta ykkur innilega samúð og veit að missirinn er mikill, Guð styrki ykkur og varðveiti á þessari sorgarstundu. Margrét Óskarsdóttir. Á þessum degi kveðjum við fyrrver- andi samstarfsmann Sigurbjörgu Jóhannsdóttur. Sigur- björg vann í Blóðbankanum frá árinu 1974 til ársins 1994 og stýrði blóðtökudeildinni til margra ára af miklum dug og myndarskap. Öll munum við hve hlýleg hún var við blóðgjafana og talaði um þá sem „sína menn“. Í þann tíma þurfti oftar en ekki að kalla inn blóðgjafa með sér- staka fínflokkun, en fínflokkaðir eru þeir kallaðir sem eru flokkaðir umfram það sem venjulegt er. Ekki tók hún alltaf vel í slík verk- efni og spurði okkur „hvort við héldum að hún byggi til slíka blóð- gjafa“. Sú afstaða risti þó ekki dýpra en svo að innan skamms lét hún vita að búið væri að fá umbeðna blóð- gjafa til að koma og tvo eða þrjá til viðbótar „svona til öryggis“ eins og hún sagði. Sigurbjörgu var það gefið að muna hvernig blóðgjafar féllu inn- an blóðflokka, nokkuð sem við lát- um tölvur gera í dag. Svo mikið helgaði hún sig sínu starfi. Sigurbjargar minnumst við sem stórs persónuleika, hjartahlýrrar konu og góðs vinar. Við minnumst hennar með hlý- hug og þökkum samstarfið. Árna og fjölskyldu sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Starfsfólk Blóðbankans. Sigurbjörg Jóhannsdóttir, jafn- an þekkt undir nafninu Stella, lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnar- firði þann 11.9. sl. á 79. aldursári. Stella var móðir bróðursonar míns og uppeldisbróður, Kristjáns Jó- hanns Jónssonar. Vegna þessara tengsla kynntist ég Stellu vel þeg- ar ég var barn að aldri og kynni okkar héldust æ síðan. Vitrir menn hafa haldið því fram að enginn eigi neitt nema það sem hann er búinn að gefa. Ég er fyrir mitt leyti handviss um að þetta er rétt. Sumum gengur þó afar illa að skilja þetta meðan aðrir virðast alltaf hafa vitað það. Sumu fólki er það svo eðlilegt að gefa að það tek- SIGURBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Jó-hannsdóttir, köll- uð Stella, fæddist 6. júní 1925 á Siglu- firði. Hún lést á St. Jósefsspítala, Hafn- arfirði, laugardag- inn 11. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 21. sept- ember. ur ekki eftir því og veit oft ekki eftir á hverjum það gaf hvað. Það er ríkasta fólkið. Enn þá man ég eftir jólagjöfunum frá Stellu. Eftir að Krist- ján Jóhann kom til okkar í Hrafnkelsdal- inn dreif að okkur jólapakka í ríkara mæli en áður hafði tíðkast þar í sveit. Öll fengum við eitthvað. Ég man í dag lítið eft- ir því hvað var í þess- um pökkum, utan bækurnar. Við drengirnir fengum bækur, spennandi og skemmtileg- ar unglingabækur, svo margar að við lágum og lásum sólarhringum saman. Þetta voru mín fyrstu kynni af bókajólum. Það er að lík- indum erfitt fyrir fólk í dag, í öllu því afþreyingarfári sem nú dynur á þjóðinni, að ímynda sér hvílíkur gleðigjafi þessar bókasendingar voru í fámenninu í þessum af- skekkta dal. Mér er líka minnisstætt þegar Stella kom í heimsókn í dalinn að sumrinu. Ég sem var að alast upp með syni hennar en var henni óskyldur fann sömu væntumþykj- una umvefja okkur báða. Mér er svo minnisstæð þessi hjartahlýja kona sem hafði ferðast yfir þvert landið og borið með sér gjafir til mín, falleg leikföng eða spennandi bækur. Stella kunni vel að velja gjafir handa ungviðinu. Seinna gerðist það, eitt sinn þegar ég var á heldur stefnulausu reki í lífins ólgusjó, að ég sótti um skólavist við Menntaskólann á Laugarvatni til að ljúka þar stúd- entsprófi. Ég fékk synjun og var heldur vondaufur um framgang minn á menntabrautinni. Einhvern veginn frétti Stella af þessu og tók málið í sínar hendur. Hún hringdi í skólameistarann og hætti ekki fyrr en hann gekkst inn á að veita mér skólavist. Ég fór austur um haust- ið og þaðan útskrifaðist ég svo vor- ið eftir. Dvölin á Laugarvatni er ógleym- anleg fyrir margra hluta sakir. Að henni bý ég meðan ég lifi. Ég er alls ekki viss um að Stella hafi nokkurn tíma gert sér grein fyrir því hvað hún gaf mér mikið með þessari afskiptasemi. En Stellu þótti gaman að gefa og hún kunni að velja rétt það sem hún gaf, og stundum gaf hún án þess að muna nákvæmlega hver fékk hvað. Ég kveð Stellu með þakklæti í huga og votta fjölskyldu hennar samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.