Morgunblaðið - 22.09.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.09.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 31 NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásavegur 28 (01 01), þingl. eig. Árni Magnússon og Erna Fannbergs- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 29. septem- ber 2004 kl. 14:00. Áshamar 59, 218-2497, þingl. eig. Halla Vilborg Jónsdóttir og Elías Sigurðsson, gerðarbeiðendur Og fjarskipti hf., Sparisjóður Hafnar- fjarðar og Sparisjóður Rvíkur og nágr., miðvikudaginn 29. september 2004 kl. 14:30. Hásteinsvegur 43, efri hæð og ris, þingl. eig. Hallgrímur S. Rögn- valdsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Akureyri og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 29. september 2004 kl. 15:00. Strembugata 28, efri hæð, þingl. eig. Rebekka Benediktsdóttir, gerð- arbeiðandi Ríkisútvarpið, innheimtudeild, miðvikudaginn 29. septem- ber 2004 kl. 13:30. Suðurgarður (jörð, ræktað land, íbúð og bílskúr) fastanr. 218-2344, 218-2345, 218-2346 og 218-2347, þingl. eig. Árni Óli Ólafsson, gerðar- beiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr., miðvikudaginn 29. september 2004 kl. 16:00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 21. september 2004 FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Málþing í tilefni Evrópska tungumáladagsins 2004 Á að hefja kennslu erlendra tungumála fyrr í skólakerfinu? Menntamálaráðuneytið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum bjóða til málþings föstudaginn 24. septem, nýju nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands kl. 15-17. Dagskrá 15:00 Ávarp menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. 15:10 Auður Torfadóttir, dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands. Hvenær er heppilegast að hefja tungumálanám? 15:30 Lilja Margrét Möller, kennari við Vestur- bæjarskóla. Tungumálakennsla í fyrstu bekkjum grunnskólans: grunnskólakenn- ari segir frá reynslu sinni. 15:50 Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands og forstöðumaður Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Lærum af reynslunni með dönskukennsluna. 16:10 Guðrún Þorkelsdóttir, kennari við Lækjar- skóla. Hvernig er best að kenna ungum börnum tungumál? 16:30 María Kristín Gylfadóttir, formaður Heim- ilis og skóla. Tungumál skipta máli - það vita foreldrar. 16:50 Guðrún Jónsdóttir, skólastjóri leikskól- ans Hjalla í Hafnarfirði. Enskukennsla fimm, sex og sjö ára barna í skólum Hjalla stefnunnar. Ljóðalestur á táknmáli milli dagskráratriða Upplýsingaefni um afrakstur fyrstu ramma- áætlunar Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz 2000-2003 verður til sýnis að málþingi loknu. Fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum Astma- og ofnæmisskólinn heldur rabbfund á vegum Astma- og ofnæmis- félagsins fimmtudaginn 23. september nk. kl. 20 í Síðumúla 6 í húsakynnum SÍBS. Michael V. Clausen, barnalæknir og sérfræð- ingur í ofnæmissjúkdómum barna, fjallar um fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum og svarar spurningum fundarmanna. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á astma og ofnæmi. Stjórnin. Efling-stéttarfélag Ársfundur Starfsgreinasambandsins allsherjaratkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa Eflingar-stéttarfélags á ársfund Starfsgreinasambands Íslands, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum í Reykjavík 14.-15. október 2004. Tillögum með nöfnum 42 aðal- fulltrúa og 42 varafulltrúa, ásamt meðmælum 120 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrif- stofu Eflingar-stéttarfélags í Sætúni 1 eigi síðar en miðvikudaginn 29. september fyrir kl. 16.00. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags. Í kvöld kl. 20.00 Hjálparflokkur hjá Pálínu, Safamýri 50. Allar konur velkomnar. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Alfanámskeið hefst í kvöld kl. 19.00 með léttum kvöldverði. Enn er hægt að skrá sig á nám- skeiðið. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma 564 2355 eða á www.vegurinn.is Nýr söfnuður í Reykjavík! Við bjóðum þér að vera með á skemmtilegum samkomum sem marka upphaf nýs safnaðar í Reykjavík! Oslo Kristne Senter er þekkt fyrir að miðla fagnaðarerindinu í frelsi og gleði í Noregi og ætlar nú að stofna nýjan söfnuð í Reykjavík. Þú ert velkomin/n á allar sam- komur sem haldnar verða í Ými tónlistarhúsi Karlakórs Reykja- víkur í Skógarhlíð 20 dagana 21.—24. september kl. 20:00 og einnig helgina 25.—26. septem- ber kl. 14:00.  HELGAFELL 6004092219 IV/V Fjhst.  GLITNIR 6004092219 I Fjhst. I.O.O.F. 9  1852298½ I.O.O.F. 7  18509227½  ÁS. I.O.O.F. 18  1859227½  Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is MARGAR kynslóðir Íslendinga hafa verið svo heppnar að hafa alist upp við að hafa skákborð á heimilinu og flestir kunna mannganginn. Þessi hefð stafaði ekki síst af því að fram- boð af afþreyingu var af skornum skammti lengst af tuttugustu öld- inni. Hinir hörðu vetur buðu upp á lítið annað en að stunduð væri iðja inni og varð þá skák oftar en ekki fyrir valinu. Á síðustu fimmtán árum hefur framboð ýmiss konar tóm- stundaiðju aukist til mikilla muna. Oftar en ekki er þar boðið upp á mik- inn hraða og að manneskjan sé ein- göngu mótttakandi upplýsinga en ekki virkur gerandi. Fyrir ungviðið getur þetta haft ýmsa ókosti í för með sér þar sem þörfin minnkar til að þjálfa sig í að veita hlutum athygli og skapa eitthvað. Skák er heppileg iðkun fyrir krakka enda reynir þar á marga andlega hæfileika, ekki síst á einbeitingu og ímyndunarafl. Í stað þess að foreldrar láti krakka horfa á sjónvarp eða spila tölvuleiki ættu þeir að dusta rykið af gamla taflsett- inu og taka eina bröndótta við krakk- ana sína! Einnig er það möguleiki að senda þau á æfingar til þeirra fjöl- mörgu aðila sem bjóða upp á æfingar og kennslu fyrir krakka í skák. Flestir þessara aðila hefja einmitt vetrarstarf sitt um þessar mundir og þess vegna tilvalið að gera grein fyr- ir starfi þeirra. Skákskóli Íslands og grunnskólar landsins Í rúman áratug hefur verið starf- ræktur Skákskóli Íslands og hefur hann aðsetur í Faxafeni 12. Helgi Ólafsson stórmeistari er nú skóla- stjóri hans og býður skólinn upp á námskeið fyrir krakka á öllum getu- stigum fyrir drengi og stúlkur. Aðal- kennari í byrjenda- og framhalds- flokkum er Davíð Ólafsson og er þar farið yfir öll helstu grunnatriði skák- listarinnar. Hóflegt gjald er tekið af þátttakendum þessara námskeiða en verði miklar framfarir hjá þeim er mögulegt að komast í úrvalsflokk en þar fer kennsla fram án endurgjalds. Nánari upplýsingar um Skákskólann veitir framkvæmdastjóri hans, Ásdís Bragadóttir, en hún er við á virkum dögum kl. 10–13 í síma 568-9141. Í mörgum grunnskólum landsins er boðið upp á skáknámskeið. Íþrótta– og tómstundaráð Reykja- víkur hefur til að mynda staðið fyrir slíku í nokkra áratugi. Stundum fer fram einhver kennsla en venjulega er þar teflt af miklu kappi. Misjafnt er hverjir sjá um námskeiðin. Áður fyrr var algengt að kennarar við skólann sæju um þau en nú er al- gengara að umsjónin sé á herðum skákmanns sem stendur fyrir utan skólann. Í gegnum tíðina hafa Torfi Leósson og Harpa Ingólfsdóttir ver- ið dugleg við að sjá um starf sem þetta en Smári Teitsson sér um nokkra skóla í Kópavogi. Hinn ótrú- lega iðni Vigfús Óðinn Vigfússon hafði umsjón með þessu starfi í Rimaskóla í nokkur misseri og það ásamt miklum áhuga skólastjórans Helga Árnasonar hefur gert það að verkum að skólinn er orðinn að miklu skákstórveldi. Sveit skólans varð Íslandsmeistari barnaskóla- sveita og mun á næstunni taka þátt í Norðurlandamóti fyrir slíkar ásamt því að tefla á Norðurlandamóti sveita fyrir krakka 16 ára og yngri. Helgi hefur tekið virkan þátt í starfi Skákfélagsins Hróksins og er nú einn af forsprökkum skákdeildar Fjölnis. Barna- og unglingastarf Reykjavíkurrisanna, Hróksins, Hellis og TR Skákfélagið Hrókurinn hefur að- setur í Skúlatúni 4 og eru þar æfing- ar fyrir krakka á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17 og 19. Fé- lagið hefur undanfarin ár í samstarfi við Eddu útgáfu gefið þriðju bekk- ingum í grunnskólum landsins bók- ina „Skák og mát“ eftir Anatoly Karpov í þýðingu Helga Ólafssonar stórmeistara. Heimsóknir Hróks- manna hafa vakið mikla athygli fjöl- miðla og krakkanna sjálfra en átak- inu hefur verið fylgt eftir með fjölteflum Hróksmanna í skólunum. Svo stórhuga eru menn Hróksins að þeir kenna einnig grænlenskum krökkum að tefla. Fyrrnefndur Helgi Árnason sendi umsjónarmanni skákþáttarins pistil um ferð sem far- in var til Grænlands í byrjun ágúst sl. en Hrókurinn bauð nokkrum af efnilegustu meðlimum sínum með í för. Þarna voru á ferðinni þær Júlía Guðmundsdóttir, Júlía Rós Hafþórs- dóttir og Sigríður Björg Helgadóttir úr Fjölni Grafarvogi, auk Mikaels Luis Gunnlaugssonar og Sigurðar Þráins Geirssonar. Krakkarnir létu ekki sitja við orðin tóm heldur smöl- uðu saman grænlenskum krökkum og unglingum að taflborðunum. Það ríkti sannarlega mikil gleði meðal æskunnar í Tasiilaq þegar setið var tímunum saman að tafli við íslensku krakkana. Á sólríkum sunnudegi var svo haldið barna- og unglingaskák- mót undir berum himni og fór þátt- takan fram úr björtustu vonum. Alls tóku 24 krakkar og unglingar þátt í mótinu, sem var fimm umferða skák- mót samkvæmt Monrad-kerfi. Grænlenskir félagar þeirra sýndu skemmtileg tilþrif og mikið keppn- isskap. Fróðlegt verður að sjá hvaða ávöxt starf Hróksins mun bera bæði hér á landi og á Grænlandi. Í marga áratugi var Taflfélag Reykjavík eina virka taflfélagið í höfuðborginni. Sterkustu skákmenn landsins hafa verið aldir upp í félag- inu en félaginu hefur gengið misjafn- lega að halda þeim innan sinna vé- banda. Á hverjum laugardegi á slaginu tvö heldur félagið ókeypis æfingar fyrir krakka fimmtán ára og yngri. Unglingamót eru haldin sam- hliða stórmótum félagsins sem eru annars vegar Haustmótið og hins vegar Skákþing Reykjavíkur. Flest- ar sveitakeppnir eru haldnar í húsa- kynnum félagsins í Faxafeni 12. Taflfélagið Hellir var stofnað 1991 og hefur byggt upp öflugt barnastarf undir styrkri stjórn Vigfúsar Óðins Vigfússonar. Efnilegustu krakkar landsins á aldrinum 10–14 ára koma frá félaginu og hafa þeir alist upp við æfingar á mánudögum hjá félaginu en þær hefjast að jafnaði kortér yfir fimm. Á síðasta ári hélt félagið sitt fyrsta alþjóðlega barnaskákmót og hyggst það endurtaka leikinn nú í ár. Einnig hefur félagið verið í góðu samstarfi við Skákfélag Akureyrar og hafa yngstu meðlimir félaganna heimsótt hverjir aðra með reglulegu millibili og att kappi saman. Krakkastarf annarra taflfélaga Þó að félögin utan Reykjavíkur séu minni bjóða þau einnig upp á öfl- ugt barna- og unglingastarf. Hin unga skákdeild Hauka hefur aðsetur á Ásvöllum og sér Steinar Stephens- son um reglulegar æfingar fyrir krakka. Taflfélag Garðabæjar hefur einnig reglulegar æfingar fyrir börn og unglinga sem og Taflfélag Vest- mannaeyja. Skákfélag Akureyrar hefur aðstöðu í Íþróttahöllinni og eru þar ókeypis vikulegar æfingar haldnar fyrir krakka á laugardögum frá kl. 13:30. Nánari upplýsingar um starfsemi þessara taflfélaga og fleiri er að finna á heimasíðum þeirra en þær er hægt nálgast á www.skak.is. Skák og krakkar – holl og góð blanda! SKÁK Ísland BARNASTARF SKÁKHREYFINGARINNAR September 2004 Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.