Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 33 DAGBÓK Miðasala á atburði DjasshátíðarReykjavíkur hefst í dag, en eftirviku verður Djasshátíðin sett í Ráð-húsi Reykjavíkur í fjórtánda sinn og stendur hún til 3. október. Bakhjarlar hátíð- arinnar eru sem fyrr Reykjavíkurborg og FÍH – Félag íslenskra hljómlistarmanna. Alls verða 15 formlegir tónleikar á hátíðinni á fimm dögum víðsvegar um borgina auk þriggja djassklúbba sem starfræktir verða á vegum hátíðarinnar frá fimmtudegi til laugardags. Alls verða 15 formlegir tónleikar á hátíðinni og að auki mun hátíðin starfrækja djassklúbba frá fimmtudegi til laugardags á nokkrum stöðum sem fólk getur valsað á milli. Spurður um hvað standi upp úr dagskránni segir Friðrik Theo- dórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, „erfitt að gera upp á milli barnanna sinna, en þó held ég, að öðrum ólöstuðum, að Van Morrison tón- leikarnir í samvinnu við Concert ehf. sé merkasti viðburður hátíðarinnar í ár. Annað séreinkenni þessarar hátíðar má einnig telja að fjórir íslensk- ir djassleikarar sem hafa um skeið starfað er- lendis koma nú heim til leiks með erlenda félaga sína með sér og er að því mikill fengur. Þar má telja bassaleikarana Árna Egilsson og Gunnlaug Guðmundsson auk trommuleikarans Einars Vals Scheving,“ segir Friðrik og bætir við að hinn ungi básúnuleikari Helgi Hrafn Jónsson leiki á lokatónleikum hátíðarinnar á Broadway ásamt sveitinni Beefolk og austurríska gítarleikaranum Wolfgang Muthspiel. Hvaða þýðingu hefur svona hátíð fyrir íslenskt tónlistarlíf? „Svona djasshátíð hefur geysimikla þýðingu fyrir íslenskt djasslíf vegna þess fjölda íslenskra djasslistamanna sem jafnan koma fram með metnaðarfull verkefni, annaðhvort hver með öðr- um eða, eins og hefur gerst í auknum mæli und- anfarin ár, með frægum djasslistamönnum er- lendis frá. Í upphafi var einmitt mörkuð sú stefna hjá Djasshátíð Reykjavíkur að hátíðin veitti íslensku djassfólki tækifæri til þess að koma á framfæri sinni tónlist, að reynt yrði að mætti að fá hingað til leiks valinkunnt erlent djasslistafólk og að hátíðin ynni að því að efla vit- und og áhuga meðal almennings á þessu ein- stæða menningarformi tónlistarinnar. Hvað er það sem heillar við djassinn? „Helstu einkenni djasstónlistarinnar hafa alltaf verið sveiflan og spuninn, en eins og Ellington sagði forðum „It don’t mean a thing if it ain’t got that swing.“ Djasstónlistin umvefur líka önnur tónlistarform, enda algengt að djasslistafólk sæki sér stef í klassíska tónlist, popp, þjóðlög og kirkjutónlist og útfæri þessi stef með sveiflu og snarstefjun sem fyrir þá sem unna djassinum nærast á. Stuðmenn gáfu okkur viðeigandi ein- kunnarorð í laginu Það jafnast ekkert á við jazz.“ Tónlist | Miðasala á atburði Djasshátíðar Reykjavíkur hefst í dag  Friðrik Theodórsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1937. Lauk prófi við VÍ 1955 og hefur m.a. starfað hjá SÍS, Iceland Seafood, Loftleiðum og Rolf Johansen & co. Hann hefur leikið á kontra- bassa með ýmsum hljómsveitum í 25 ár, og einnig á básúnu í síðari tíð. Friðrik hefur setið í stjórn Djasshá- tíðar Reykjavíkur síðustu 13 árin og verið framkvæmdastjóri hennar síðustu 4 ár. Það jafnast ekkert á við djass Krosssaumur og útsaumsgarn KÆRAR þakkir til allra þeirra sem sendu mér útsaumsgarn og krosssaumsmunstur þegar ég ósk- aði eftir því fyrir meira en ári. Þetta hafa verið mér mikil búdrýg- indi þar sem ég er mikið fyrir krosssaum og þá aðallega það sem er talið út. Og ef svo vel vill til að einhverjir lumi á garnafgöngum eða hálfklár- uðum stykkjum þá er ég alltaf tilbúin að þiggja og síminn hjá mér er 865 9702. Árdís Indriðadóttir, Hólabraut 10, 545 Skagaströnd. Áskorun til ríkissáttasemjara ÉG skora á ríkissáttasemjara að koma nú þegar með sáttatillögu í kennaradeilunni. Það er engin ástæða til þess að bíða með það. Vilhjálmur K. Sigurðsson, Njálsgötu 48a, R. Þakkir til Hróksins Í SÍÐUSTU viku kom 8 ára sonur minn heim úr skólanum með bók sem Taflfélagið Hrókurinn hafði gefið honum. Ég vil koma á fram- færi þökkum mínum fyrir þetta frábæra framtak. Móðir. Halló, kisuvinir ÉG er 4 mánaða læða, svört með hvítar hosur, trýni og bringu og þarf að komast á gott heimili. Er kát, kelin og kassavön. Upplýsingar í síma 567 8210 og 860 7013. Kettlingur í óskilum SVARTUR og hvítur kettlingur með bláa ól er í óskilum í Selja- hverfi. Upplýsingar í síma 557 8011. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is LEÓ Snæfeld Pálsson datt í lukkupottinn á föstudaginn er hann varð sá 50 þús- undasti sem keypti sér miða hér á landi á teiknimyndina Shrek 2. Myndin er sú vinsælasta á árinu það sem af er. Leó fékk að launum veglegan gjafapoka frá kynningardeild Sambíóanna. Með honum á myndinni eru Hafdís Ásgeirsdóttir og Christof Wehmeier kynning- arstjóri myndarinnar fyrir Sambíóin. 50 þúsund á Shrek Slóg- og slordælur með öflugum karbít hnífum. Áratuga reynsla. fg wilson Sími 594 6000 Slógdælur Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 9-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 EIGNIR ÓSKAST Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið upp á staðgreiðslu eða langan afhendingartíma: • Einbýli/parhús/raðhús í Hafnarfirði. Höfum kaupendur að bæði litlum húsum í gamla bænum og glæsivillum í nýrri hverfum. • Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og Smáíbúðahverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Breiðholti. Verðbil 20-40 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Árbæjarhverfi. Verðbil 25-70 millj. • Hæðum í Hlíðunum, Laugarneshverfi og vesturborginni. • 2ja, 3ja og 4ra herb. í Grafarholti og Grafarvogi. Verðbil 10-30 millj. • 2ja, 3ja og 4ra herb. í miðbæ Reykjavíkur. • 2ja, 3ja og 4ra herb. fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími getur verið í boði. • 2ja, 3ja og 4ra herb. í Árbæjarhverfi, Ásum og Kvíslum. Verðbil 9-30 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. • Einbýli/parhús/raðhús á Seltjarnarnesi, vesturbæ Reykjavíkur, Skerjafirði og miðbæ Reykjavíkur. Verðbil 30-100 millj. HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS. VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Á byrjendanámskeiðinu eru sagnir helsta viðfangsefnið, enda sjálf spilamennskan mest þjálfun fyrst í stað. Þegar upp er staðið kunna nemendur grundvallarreglurnar í Standard-sagnkerfinu og eru orðnir vel spilahæfir. Á framhaldsnámskeiðinu er jafnframt lögð mikil áhersla á varnarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Það hentar fólki sem hefur nokkra spilareynslu, en vill taka stórstígum framförum. Vönduð kennslugögn fylgja báðum námskeiðum og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 daglega. Námskeiðin fara fram í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, Reykjavík. BRIDSSKÓLINN Innritun á haustnámskeið BYRJENDUR Hefst 27. september Tíu mánudagskvöld. FRAMHALD Hefst 29. september Tíu miðvikudagskvöld. 1. b3 d5 2. Bb2 c5 3. e3 Rc6 4. c4 d4 5. Rf3 e5 6. exd4 cxd4 7. d3 f6 8. g3 Rge7 9. Bg2 Rf5 10. O-O Be7 11. Rbd2 O-O 12. He1 Rd6 13. a3 Bf5 14. Rf1 Dd7 15. b4 Bd8 16. Rh4 Bg4 17. f3 Bh5 18. g4 Bf7 19. c5 Rb5 20. Rf5 Be6 21. R1g3 Re7 22. Bh3 Rxf5 23. gxf5 Bf7 24. Kh1 Rc7 25. Hg1 Rd5 26. Bc1 Rf4 27. Bxf4 exf4 28. Re4 Bd5 29. Dd2 Bxe4 30. fxe4 Bc7 31. Hg4 Hae8 32. Hag1 He7 33. Bf1 Da4 34. Dg2 Hff7 35. Da2 Kf8 36. Be2 Hd7 37. Bd1 Da6 38. Db3 b5 39. Bc2 Db7 40. Bb1 Db8 41. h4 f3 42. Dc2 Bh2 43. Hf1 Bf4 44. Hxf3 Be3 45. Ba2 h5 46. Hg6 Hfe7 47. Dg2 a5 Norðurlandamóti barnaskólasveita lauk fyrir skömmu í Laugalækjaskóla en undanfarin fjögur ár hefur sveit Svía unnið keppnina. Í ár brá hins- vegar svo við að tvær íslenskar sveitir röðuðu sér í efstu sætin. Daði Óm- arsson tefldi fyrir Laugalækjaskóla en hann hafði hvítt í stöðunni gegn Norð- manninum Even Emberland. 48. Hxf6+! Ke8 svartur hefði orðið mát eftir 48...gxf6 49. Dg8#. 49. Dg6+ og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Rimaskóli 15½ vinningur af 20 mögulegum 2. Laugalækjaskóli 15 v. 3. Svíþjóð 12 v. 4. Danmörk 7 v. 5. Noregur 6 v. 6. Finnland 4½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Námskeið í október Í DAGLEGU lífi í gær birtist viðtal við Padmal DeSilva þar sem fram kom að hann myndi halda námskeið í dag, 22. september, á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Hið rétta er að hann mun halda námskeiðið hinn 22. október nk. Skráningarfrestur á námskeiðið rennur út 1. október. LEIÐRÉTT Bókin Hvað er á bak við fjöllin? er komin út hjá Máli og menningu, en þar skráir Helgi Guðmundsson niður frásagnir Tryggva Ólafs- sonar listmálara. Í bókinni segir Tryggvi þroskasögu sína, rekur upp- vöxt sinn á Norðfirði og greinir frá kynnum sínum af fjölda fólks, sveitad- völ, sjómennsku og námsárunum í Reykjavík og síðar Kaupmannahöfn þar sem hann settist að. Ævisaga PP Forlag minnist 200 ára afmælis danska þjóð- skáldsins H.C. Andersens með út- gáfu fimm mynd- skreyttra bóka með ævintýrum hans. Böðvar Guð- mundsson rithöf- undur endursegir ævintýrin í nútíma- máli, en Þórarinn Leifsson myndskreytir bækurnar. Ævintýrin sem um ræðir eru: Eldfær- in (1835), Litla stúlkan með eldspýt- urnar (1848), Ljóti andarunginn (1844), Nýju fötin keisarans (1837) og Næturgalinn (1844). PP Forlag vill að sem flest börn kynn- ist ævintýraheimi danska þjóðskálds- ins. Því verða myndskreyttar bækurnar seldar ódýrt eða undir 1.000 kr. hver bók. Bækurnar eru væntanlegar í verslanir í byrjun október. Ævintýri Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.