Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 35 MENNING STEINGRÍMUR Eyfjörð hefur þá skemmti- legu eiginleika að geta tekið lítilfjörlega hluti og teygt þá út í óravíddir, gert þá að þunga- miðju endalausra vangaveltna sem skilja mann eftir hálfringlaðan en samt einhvers vísari. Sem dæmi þá snerist sýning hans í Gerð- arsafni árið 2001 um undirföt sem Erla Þór- arinsdóttir listakona fann í skáp einum í nýrri íbúð sinni og Steingrímur gerði úr heilmikið rannsóknarverkefni. Leitaði m.a. til miðils sem þreifaði á nærfötunum fyrir framan mynd- bandsupptökuvél, beintengdur heimi hinna dauðu, og lýsti upplifun sinni. Afraksturinn var ein besta sýningin á Íslandi árið 2001 sem færði honum Menningarverðlaun DV. Mér hefur jafnan þótt það eitt af hlut- verkum myndlistarmanna að efla vitund okkar á skynrænni upplifun þar sem vísindin og heimspekin sjá ágætlega um fræðin og rök- rænuna. Upplifun er Steingrími augljóslega hugleikin og er jafnframt hans helsta tól í myndlistarsköpuninni. Á sýningu hans sem nú stendur yfir í 101 galleríi rannsakar listamað- urinn eftirprentun af skissu eftir Ásgrím Jóns- son frá árinu 1905 sem nefnist „Fýkur yfir hæðir“ og vísar til samnefndrar skáldsögu Emily Brontë og í ljóð Jónasar Hallgríms- sonar, „Móðurást“, en teikningin sýnir barn sitjandi hjá látinni móður sinni. Færir Stein- grímur hádramatískt mótífið yfir í „listþerap- ískar“ teikningar sem hann gerði í samstarfi við Ásmund Ásmundsson myndlistarmann, þar sem látin móðirin tekur á sig teiknimynda- legt draugaform. Því næst færir hann draug- ana yfir í þrívítt form, alls 16 peð á stöplum, og fær 16 valinkunna listamenn til að lýsa upp- lifun sinni á þeim og gefa þeim heiti. Fyrir of- an peðin hanga kjuðar sem listamaðurinn not- aði sem skapalón fyrir andlit þeirra og á vegg má sjá málverk sem sýna mynd kjuðanna og virkar þá sem draugar þeirra, hvítt form á hvítum fleti. Myndmál Steingríms má rekja til teikni- myndasagna og þá popplistar. Kann sumum að sýnast peðin gerð undir áhrifum af verkum Gabríelu Friðriksdóttur og má það vel vera, en þau áhrif eru væntanlega gagnkvæm. Það er líka dæmi um smæð íslenska myndlist- arheimsins að popp-súrrealískt myndmál skuli jafnan tengt við Gabríelu, en myndmálið er bæði alþjóðlegra og eldra en það. Ég sé frekar skyldleika á milli Steingríms og Öyvind Fa- hlström sem var alveg sér á báti í popplist sjö- unda áratugarins. Fahlström átti það líka til að teikna og mála með því að tengja einn hlut við annan sem virkaði bæði sem teiknimyndasög- ur og sem formrænar myndir. Þannig má líka líta á málverk eins og Steingrímur sýndi á Carnegie Art Awards í fyrra, í Kling & Bang fyrir rúmum mánuði og nú í 101 galleríi, verk sem hann gerði í samstarfi við Margréti Blön- dal myndlistarkonu. Textar virka þá sem sjálf- ráð teikning og/eða lesefni. Að lokum ber að nefna verk Steingríms sem byggist á þátttöku sýningargesta. Þeim er boðið að standa á hangandi palli með bundið fyrir augun, teikna síðan upplifun sína á blað og festa á vegg. Enn og aftur er hér ferli í gangi sem sýnir túlkun á skynrænni upplifun og enn og aftur nýtir Steingrímur aðstoð ann- arra til að gera henni trúverðug skil. Stein- grímur virðist sérlega laginn við að virkja aðra inn í sköpunarferli sitt, sem kann að vera meg- inástæðan fyrir því að hann helst eins frjór og raun ber vitni. Þetta er fjögurra stjörnu sýn- ing hjá Steingrími sem jafnast á við áð- urnefnda sýningu hans í Gerðarsafni. Draugar í óravíddum Morgunblaðið/Jim Smart Frá sýningu Steingríms Eyfjörð, Fýkur yfir hæðir, í 101 galleríi. MYNDLIST 101 gallerí Opið fimmtudag til laugardags frá 14–17 eða eftir samkomulagi. Sýningu lýkur 30. október. BLÖNDUÐ TÆKNI – STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Jón B.K. Ransu „FRÁSAGNIR mínar frá Bagdad eru mínar frásagnir“ segir Åsne Seierstad í formála bókar sinnar um lífið í Bag- dad dagana fyrir innrás Bandaríkja- manna í landið, lífið meðan á stríðinu stóð og eftir að stjórnkerfi Saddams Hússeins hrundi og Bandaríkjamenn tóku völdin í sínar hendur. Og hún bætir við: „Sannleikurinn um Írak er ekki til.“ Sú afstaða sem þessi orð lýsa ræður mestu um hve upplýsandi og áhugaverð bók Seierstads er. 101 dag- ur í Bagdad er frá upphafi fullkomlega laus við allar tilraunir til að greina ástandið eða fólkið til fulls, fella dóma um það eða um stríðið. En það merkir ekki að frásögnin sé hlutlaus, enda eru hlutlausar frásagnir ekki til, síst af öllu á stríðstímum. Bókin hefur fengið mikið lof fyrir að lýsa hlutskipti venjulegs fólks. Það má til sanns vegar færa. En þó er meg- instyrkur hennar sá að höfundinum tekst að draga upp trúverðuga mynd af hinum margvíslegu karakterum sem birtast í leikhúsi Íraksstríðsins. Þar fer kannski minnst fyrir hinum venjulega Íraka. Aðalleikararnir eru blaðamenn eins og Åsne sjálf, embætt- ismenn og fólk sem er henni til að- stoðar, bílstjórar og eigendur veitinga- húsa svo dæmi sé tekið. Samtöl og samskipti við „venjulegt fólk“ eru miklu minni og miklu takmarkaðri, einkum framan af. Seierstad virðist þó eiga óvenju auðvelt með að setja sig í spor fólks – henni tekst að draga upp lýsingar af einstaklingum, ekki síst fólki við hrikalegar aðstæður, sem eru bæði grípandi og sannfærandi og miðla þeirri samkennd sem frásögn blaðamannsins getur miðlað án þess að verða kjánalegar eða væmnar. Það merkilega er að þrátt fyrir mik- inn straum skrifa og annars fjölmiðla- efnis frá ófriðarsvæðum á borð við Írak, Afganistan og Kosovo er fátítt að blaðamenn eins og Åsne Seierstad, stríðsfréttaritarar sem lifa í miðpunkti átakanna, senda fréttir heim til sín og sögur úr stríðinu í bunum, skrifi bæk- ur sem jafnast á við hennar að gæðum. Bóksalinn í Kabúl, sem varð met- sölubók fyrir tveimur árum, er einstök frásögn af einstaklingum og fjöl- skyldulífi í Kabúl. Þó að 101 dagur í Bagdad sé ekki jafn sérstök og við- fangsefni hennar annað og miklu al- mennara er hún líka frábærlega vel heppnuð frásögn sem færir lesand- anum ferskt og óvenjulegt sjónarhorn á þær hamfarir sem innrás Banda- ríkjamanna í Írak leiddi af sér beint og óbeint. Fyrsti hluti bókarinnar, þar sem sagt er frá fyrstu dögum Seierstad í Bagdad, tilraunum hennar til að kom- ast í kringum þær skrifræðisreglur sem erlendir blaðamenn þurftu að lúta, samskiptunum við embætt- ismennina og síðast en ekki síst fyrstu hugleiðingum hennar um þann veru- leika sem hún er komin inn í, gefa tón- inn í bókinni. Hún hefur gott næmi fyrir þeim átökum og togstreitu sem stöðug erting menningarheimanna, hins íslamska og hins vestræna, hefur leitt af sér í gegnum tíðina. Umhverfið er til að byrja með kunnuglegt frekar en framandi. Útsýnið yfir Tígris minn- ir á biblíumyndir, Bagdad er borg dul- úðarfulls sagnaheims sem lifir í barns- minni allra þeirra sem einhvern tímann lásu 1001 nótt eða hlustuðu á óteljandi ævintýri og sögur tengdar landinu milli fljótanna. En þessi stemmning varir ekki lengi. Hversdagurinn er fljótt farinn að snúast um vonlitla baráttu vest- ræns blaðamanns í austrænu einræð- isríki að reyna að átta sig á hversdags- lífinu, tala við venjulegt fólk, fá það til að segja sér eitthvað annað en það sem opinber söguskoðun yfirvaldanna krefst. Eftir því sem glundroðinn eykst eru fleiri til frásagnar og frá- sagnirnar verða margbreytilegri. Um leið verður lesandanum ljós sú und- arlega mótsögn Íraksstríðsins að vera í senn ógnvænlegt hrun ríkjandi skipu- lags sem setur líf fólks á annan endann og frelsun undan grimmilegri harð- stjórn og skoðanakúgun. Sá venjulegi Íraki sem Seierstad, eins og fleiri blaðamenn á staðnum, eru stöðugt að reyna að ná sambandi við lifir í furðulegum heimi breytinga sem ná miklu dýpra en hrun ríkisins eitt og sér leiðir af sér. Afstaða fólks til atburðanna og heimsmynd þess breyt- ist frá degi til dags. Hver einasti mað- ur þarf að endurskoða líf sitt í heild og það er misjafnt hvað sú endurskoðun leiðir af sér. Fyrir sumum er hún end- urlausn – fyrir öðrum upplausn sem skilur þá eftir vegalausa. Andúðin á innrásarliðinu minnkar ekki heldur styrkist, ekki síst þegar sögurnar af þvermóðsku, skilningsleysi, mistökum og hreinum illvirkjum hrannast upp. Þegar bókinni lýkur er Saddam fallinn en aðeins óreiða hefur komið í staðinn. Embættismenn og útsendarar stjórn- arinnar gufa upp en óöldin sem tekur við setur blaðamanninum nýjar skorð- ur og kemur í veg fyrir að hann fari frjáls ferða sinna og tali við fólk óhindrað. Veruleikinn sem Åsne Seierstad yf- irgefur í lok bókarinnar er miklu flókn- ari og margræðari en sá sem mætti henni 101 einum degi fyrr og ennþá minna hægt að segja um hann í heild sinni. Sannleikurinn um Íraksstríðið er þá ekki annar en hlutskipti hvers ein- staklings fyrir sig og óumflýjanlegt val þeirra sem frelsinu er þröngvað upp á. Jón Ólafsson BÆKUR Åsne Seierstad Erna G. Árnadóttir þýddi Mál og menning 2004 Samtímasaga 101 DAGUR Í BAGDAD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.