Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 22.09.2004, Síða 36
Morgunblaðið/Einar Falur Guðbergur Bergsson Guðbergur Bergsson hefurfengið óvenjulega harðyrtandmæli við fyrirlestri sem hann flutti í Norræna húsinu á af- mælisdegi Sigurðar Nordals fyrir skömmu. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur kallar Guðberg „skuggalegan íhaldskúk“ í stuttum bloggpistli á vefritinu Kistunni og segir að fyrirlesturinn hafi í heild- ina verið „yfirlýsing gamallar nöld- urkerlingar um að hún fylgist ekki með því sem er að gerast í heiminum, eins og það sé eitt- hvað mark- vert“ og bætir við: „Kannski var hún einu sinni klár og skemmtileg, en það er fölnað og sennilega hefur hún aldrei vitað að fræðimennska og vísindi eru líka hluti af hámenn- ingu. Að minnsta kosti vottaði ekki fyrir neinum skilningi á því, þótt ljóst væri að allt sem einhverjir myndu kannski kalla lágmenningu er ekki menning at all.“    Hermann Stefánsson flutti síðanöllu ýtarlegri og athygl- isverðari en ekki síður gagnrýninn pistil um fyrirlestur Guðbergs í Víðsjá á mánudaginn (einnig birtur á Kistunni) þar sem hann bendir á að mikil líkindi séu með málflutn- ingi Guðbergs og ræðu sem spænski rithöfundurinn Juan Goyt- isolo flutti á bókamessu í Madríd í fyrra. Báðir tala þeir Guðbergur og Goytisolo um „trénaða og fyr- irsjáanlega menningu, dekur við lágkúru og drasl og smjaður við skuggalistina sjálfa, kvikmynda- listina“ segir Hermann. Hann rekur hugmyndir Goytisolos um það sem hann kallar hamborgarabók- menntir sem öllu tröllríða nú um stundir í stað raunverulegra bók- mennta eftir alvöru höfunda. „Go- ytisolo telur að ofvöxtur hafi á síð- ustu árum hlaupið í þær bókmenntir sem hann kallar aktú- elar og að sannkallaðar sam- tímabókmenntir hafi í staðinn borið skarðan hlut frá borði. Hann segir aktúel bókmenntir nauðsynlegar og fordæmir þær ekki en segir þó að þær séu gjarnan soðnar saman á bókaforlögum og hugsaðar til hraðrar neyslu; þær tali til núsins, ekki framtíðarinnar og ekki fortíð- arinnar og ekki hugsunar í samtím- anum sem tengir saman. Flestir skáldsagnahöfundar í samtímanum nota skáldsöguna einvörðungu sem millilendingu eða stökkpall á leið- inni á hvíta tjaldið og þannig er skáldsagan ekki raunverulegt sjálf- stætt listaverk heldur hráefni á leið í vinnslu, að mati Goytisolo,“ segir Hermann sem þykir ræða spænska skáldsins betri en ræða Guðbergs. Hann játar það enn fremur að hafa „kvikindislegt gaman af því að Guð- bergur og Goytisolo bergmáli hvor annan þó þetta mikið þegar þeir eru að tala um hvað allt sé skugg- um slegið“. Hermann segist myndu ætla að „sjálfsögð krafa til ræðu- manns sem leggur svo mikla áherslu á frumleika og verður svo tíðrætt um skugga væri sú að sam- bærileg ræða hafi ekki verið haldin suður í löndum nokkrum mánuðum fyrr“.    En Hermann lætur ekki nægjaað reyna að afhjúpa vinnu- brögð íslenska skáldmeistarans heldur mótmælir hann harðlega hugmyndum hans og Spánverjans um að allt sé á fallanda fæti. Hvað með það þótt skáldsögur séu bara drög að kvikmyndum? spyr Her- mann. Og honum þykir kenningin um að við lifum á tímum skugga- menningar eða eftirlíkinga af því sem áður var ekki sannfærandi. Þar hittir Hermann þó kannski sjálfan sig fyrir því fáir íslenskir höfundar hafa fjallað jafnrækilega um samtímann sem menningu eft- irlíkingarinnar og hann. Og Her- mann er reyndar að gefa út smá- sagnasafn í haust sem nefnist Níu þjófalyklar og inniheldur meðal annars söguna „Stolið frá höfundi stolið frá höfundi stafrófsins“. Ef Hermann er í rauninni (ekki?) höf- undur þeirrar bókar mætti ætla að hann hefði nú pissað í skóinn með þessum ásökunum um ritstuld Guð- bergs. Pissað í skóinn? ’Þar hittir Hermann þókannski sjálfan sig fyrir því fáir íslenskir höf- undar hafa fjallað jafn- rækilega um samtímann sem menningu eftirlík- ingarinnar og hann. ‘ AF LISTUM Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is 36 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000 Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20 Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 23/9 kl 20, Fö 24/9 kl 20, Síðustu sýningar LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 26/9 kl 14, Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Fös . 1 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 8 .10 20 .00 LAUS SÆTI AKUREYRI Íþróttahöllin Fös . 24 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI „Hár ið er rosa lega krö f tug og orkumik i l sýn ing sem sner t i mig“ -K ja r tan Ragnarsson , le iks t jó r i - MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI ALLRA SÍÐASTA SÝNING Söngleikurinn FAME þakkar fyrir sig og kveður Smáralindina Fim. 23. sept. kl. 19.30 LOKASÝNING Hollywood Rhapsody – kvikmyndatónlist HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER KL. 19.30 FÖSTUDAGINN 24. SEPTEMBER KL. 19.30 Græn áskriftaröð #1 Hljómsveitarstjóri ::: John Wilson Einsöngvari ::: Gary Williams Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Það besta af hvíta tjaldinu Sinfóníuhljómsveitin býður nú upp á spennandi efnisskrá: Hollywood Rhapsody með breska söngvaranum Gary Willams, sem líkt hefur verið við ekki ómerkari menn en Nat King Cole og Frank Sinatra. Flutt verður m.a. tónlist úr Gone With The Wind, Star Wars, Uppreisninni á Bounty, Singing in the rain, More than you know og They can't take that away from me, svo fátt eitt sé talið. Komdu í magnað ferðalag um hvíta tjaldið! STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á þessu starfsári í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. Að þessu sinni verður efnisskráin helguð Count Basie, einum merkasta og áhrifamesta stórsveitarstjóra djass- sögunnar, en hann hefði orðið 100 ára 21. ágúst sl. Sænski hljómsveit- arstjórinn Daniel Nolgard stýrir sveitinni á tónleikunum og er aðgang- ur að þeim ókeypis. Þroski í Harlem, sígandi lukka Djasspíanósnillingurinn og tón- skáldið William Allen Basie, betur þekktur sem Count Basie, fæddist 21. ágúst árið 1904 í bænum Red Bank í New Jersey. Móðir hans kenndi hon- um á píanó, en síðar nam hann listir orgelsins hjá Thomas „Fats“ Waller, sem Basie sagði síðar að hefði verið meðal helstu áhrifavalda sinna í tón- listinni. Á þriðja áratug síðustu aldar fluttist Basie, eins og svo margir ungir djassistar, til Harlem þar sem hann brýndi hæfileika sína með fjölda ólíkra tónlistarmanna. Þar á meðal Bennie Moten, sem stýrði sveit sem Basie lék með. Þegar Moten lést árið 1935 flutti Basie til Kansas City, þar sem segja má að stórsveit Count Basie hafi byrjað að myndast, þegar Basie hóf að leika með mörgum af fyrrverandi kollegum úr hljómsveit Bennie Mot- ens. Einum tónleikum var útvarpað og kallaði kynnirinn Basie „greif- ann“, til að vega á móti „hertoganum“ Ellington. Plötuútgefandinn John Hammond heyrði til sveitarinnar og tók hana upp á sína arma. Eftir það fóru hjólin hægt að snúast hjá Count Basie og varð hann fljótt víðfrægur þótt peningarnir rökuðust ekki bein- línis saman hjá honum. Þannig gerð- ust kaupin á eyrinni í djassgeiranum á þeim tímum. Basie fékk aldrei stef- gjöld fyrir marga sígilda smelli sína. Í dag telja margir tónlistarmenn stórsveit Count Basie vera fyrirmynd hrynskynjunar og jafnvægis í tónum hjá hljómsveitum, en nákvæmni og léttleiki sveitarinnar sló tóninn fyrir stíl fjórða áratugarins. Stíll Basie í píanóleik, með sér- stæðu hrynfalli og mikilli nákvæmni í hljómum hafði einnig mikil áhrif á leik píanista í marga áratugi. Þá var sveit Basie mikil uppeldisstöð fyrir vaxandi snillinga á sviði djassins. Þar má nefna tenórsaxófónleikarann Les- ter Young, trompetleikarana Buck Clayton og Thad Jones, bassaleik- arann Walter Page, trommarann Jo Jones og marga fleiri. Basie lést í Hollywood í Flórída 26. apríl 1984, tæplega áttræður að aldri, en þá hafði hann nýlega leikið í gam- anmynd Mel Brooks, Blazing sadd- les, þar sem hann kom fram í stuttu atriði sem hyllti gullöld stór- sveitadjassins. Hrífandi og aðgengileg tónlist Sigurður Flosason, einn af með- limum Stórsveitarinnar, segir áhrifa Basie gæta í öllu starfi stórsveita heimsins. „Hin áreynslulausa sveifla sem einkennir leik hljómsveitar hans og áhrifarík notkun á öfgakenndum styrkleikamun á stundum er meðal atriða sem eru auðþekkjanleg fyrir flesta tónlistarunnendur. Þá má segja að hrynsveit Basie-bandsins á ár- unum 1938–39 hafi haft mjög mótandi áhrif á hrynsveitaleik almennt, ekki bara í stórsveitum heldur einnig í litlum sveitum í næstu stílum sem komu á eftir. Einnig má segja að viss- ir einleikarar sveitarinnar hafi haft afar sterk áhrif á næstu kynslóðir.“ Bendir Sigurður þar sérstaklega á Lester Young. Sigurður bætir við að lokum að tónlist „Basie-bandsins“ sé afar hríf- andi og aðgengilega tónlist, en um leið full af metnaði og spennandi hug- myndum. Tónlist | Count Basie Frumkvöðli fagnað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.