Morgunblaðið - 22.09.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.09.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 37 MENNING EINAR Már Guðmundsson er einn af vin- sælustu skáldsagnahöfundum Danmerkur, af norrænum höfundum utan dönskum að minnsta kosti. Margir Danir halda að hann sé danskur og þræta jafnvel fyrir það, ef þeim er bent á íslenskan uppruna hans. Einar Már á sér líka fastan danskan les- endahóp, rétt eins og íslenskan, sem bíður spenntur eftir nýju rit- verki úr fórum hans. Hvernig stendur á þess- um vinsældum? Það var í upphafi 9. áratugarins að Erik Vagn Jensen, þáverandi for- leggjari Vindrose- bókaforlagsins í Dan- mörku, sýndi kraftmiklum frumburðum Einars Más á ritvellinum – ljóðum hans – áhuga. Einar Már var þá við nám í bókmenntum í Danmörku og sýndi honum þrjár ljóðabækur sínar, tvær sem hann hafði gefið út sjálfur og eina sem gefin var út hjá Iðunni. Jensen var heillaður. Erik Skyum-Nielsen var fenginn til að þýða nokkur valin ljóð úr bókunum, sem voru gefin út í einu riti árið 1981. Ljóðaúrvalið vakti mikla athygli, ungt, íslenskt ljóðskáld kvaddi sér hljóðs og gagnrýnendur voru stórhrifnir. Og restin fylgdi á eftir. Nær öll ritverk Einars Más síðan, allar skáldsögur hans auk smásagna- og ljóða- safna, hafa verið gefin út síðan hjá sama forlagi, þýdd af sama þýðanda. Þegar Einar var tilbúinn með fyrstu skáldsögu sína, Riddarar hringstigans, var henni strax tekið fagnandi og gefin út af Vindrose. Lesendur urðu strax hrifnir af sögunni og Einari. „Hann hefur því verið vinsæll rithöfundur í Danmörku í yfir 20 ár núna,“ segir Jens Christiansen, núverandi útgefandi Vindrose- forlagsins, sem staddur var hér á landi fyrir skömmu. „Þó að hann sé íslenskur er hann höfundur sem stendur hjarta okkar Dana nærri og mikilvægur hluti af bókmennta- senu okkar.“ Sama forlag, sami þýðandi En það þarf meira til en að skrifa góðar bækur til að komast í þá stöðu á dönskum bókamarkaði, sem Einar Már er í og hefur verið á undanförnum árum. Hvernig skýrir Jens þessar vinsældir Einars Más í Dan- mörku? „Ég held að það skipti miklu að hann hafi alltaf verið hjá sama útgefanda og sama þýðanda. Þannig er einskonar áfram- hald í verkum hans, sem er einnig að finna í bókum hans – þær tilheyra sama alheim- inum, ef svo má segja,“ svarar hann. Jens segist telja Einar Má öflugan tals- mann þeirra sem segja sögur. „Hann hefur oft sagt það sjálfur að hann sé talsmaður þeirra sem ekki geta sagt sínar sögur sjálfir á opinberum vettvangi, kannski einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að út- gáfufyrirtæki. En hann hefur líka getuna til að umbreyta sögum sem spretta úr daglegu lífi í sannleika, sem tilheyrir öllum mann- eskjum, hvar og hvenær sem er. Hann get- ur töfrað upp slík ritverk úr sögum af venjulegu fólki,“ segir hann. Að mati Jens hefur sú staðreynd að Einar Már er Íslendingur líka haft mjög jákvæð áhrif á vinsældir hans í Danmörku. „Hann kemur frá menningu sem við Danir teljum okkur vera hluta af og er hluti af sögu okk- ar. Einar býður okkur tengingu við þessa sögu og vissa eiginleika í lífinu sem eru ekki algengir lengur meðal Dana, þó að við eig- um okkur öll sameiginlega norræna sögu. Við vorum öll víkingar á öldum áður og í vissum skilningi standa Íslendingar nær þeirri sögu heldur en við Danir, sem höfum með tímanum orðið miklu evrópskari í hugs- un. Öðru hverju finnum við fyrir þörf til að tengja okkur við þessa gömlu sögu og Einar aðstoðar okkur á vissan hátt við það. Hann skrifar samkvæmt hefð sem á sér rætur í Íslendingasögunum og höfðar til þess að okkur finnst við hluti af einhverju stærra í alheiminum. Við þurfum stundum að leita út fyrir Danmörku að þeirri tilfinningu.“ Íslendingasögu-töfraraunsæi Það er erfitt að skilgreina ritstíl Einars Más í bókmenntasögulegum skilningi, að mati Jens, en þar sem Einar hefur sjálfur viðurkennt að ritstíll hans sé skyldur suður- ameríska töfraraunsæinu segist Jens telja að það sé örugg leið til að skilgreina hann. „Maður finnur samskonar blöndun hins raunverulega lífs og hins yfirnáttúrulega í bókum hans. Þetta finnur maður bæði í Ís- lendingasögunum og suður-amerískum bók- menntum. Við lestur þeirra öðlast maður þá tilfinningu að einhverjir æðri kraftar búi að baki hinu hversdagslega lífi okkar.“ Það er ljóst að Vindrose-forlagið hefur staðið sig vel gegnum tíðina á kynningu á rithöfundinum Einari Má Guðmundssyni í Danmörku, því vinsældir hans fara víst stöðugt vaxandi þar í landi. „Ég myndi segja að Einar Már sé rithöfundur sem kynnir sig afar vel sjálfur,“ segir Jens þeg- ar blaðamaður innir hann eftir aðferðum í markaðsmálunum. „Hann heimsækir Dan- mörku nokkuð oft til að lesa upp á ólíkum stöðum, og er tilbúinn til að hitta danska blaðamenn og ræða um bækur sínar ef hann hefur tíma. Það er besta aðferðin til að kynna hvaða höfund sem er, að fólk fái að hitta hann í eigin persónu.“ Þá skaðar sjálfsagt ekki að Einar hefur búið í Danmörku og þekkir bæði tungumál og þjóðfélagið vel, eða hvað? „Nei, hann gerir það og á auk þess marga vini í Dan- mörku, enda er mjög auðvelt að kynnast honum. Fólk sem hittir hann í tengslum við upplestra eða viðtöl finnur mjög fljótt fyrir því.“ Viðamikil útgáfa Söluhæsta bók Einars Más í Danmörku er, líkt og víðar, Englar alheimsins. En vax- andi vinsældir hans hafa gert Vindrose- forlaginu kleift að koma með ýmsar ólíkar útgáfur af verkum hans. Til dæmis hefur verið gefin út svokölluð Reykjavíkur- trílógía, sem inniheldur fyrstu þrjár skáld- sögur Einars Más; Riddara hringstigans, Vængjaslátt í þakrennunni og Eftirmála regndropanna. Einnig stendur til að gefa út tvöhundruð blaðsíðna ljóðasafn eftir Einar. „Bókin mun innihalda ljóð frá fyrstu bók- unum og allt til nýjustu ljóða Einars sem hafa ekki verið birt á dönsku áður, sem hann hefur valið sjálfur ásamt Erik Skyum- Nielsen, þýðanda sínum,“ segir Jens og bætir við að þó að ef til vill seljist ekki eins mörg eintök af ljóðaúrvalinu og skáldsögum hans, sé mikill vilji fyrir því hjá forlaginu að gefa það út. „Því ljóðin eru góð og auðvitað munum við selja nokkuð af þeim. Til dæmis seldum við um þúsund eintök af smásagna- safninu Kannski er pósturinn svangur, sem er ansi gott fyrir smásagnasafn. Við munum því ekki tapa neinum peningum á útgáfu ljóðanna.“ Þessi viðamikla útgáfa á verkum Einars Más af hálfu Vindrose-forlagsins ber ein- ungis einu merki, eins og ljóst er: Að Einar Már nýtur mikill vinsælda í Danmörku. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort Jens Christiansen, sem tók við stjórn for- lagsins árið 1995 af Erik Vagn Jensen – þeim er upphaflega veitti Einari tækifæri, telji að einhver hefði getað séð fyrir þessar vinsældir þegar stúdentinn Einar Már Guð- mundsson gekk inn til dansks forleggjara með þrjár íslenskar ljóðabækur undir hend- inni. „Ég get auðvitað ekki sagt til um hvað Erik Vagn Jensen var að hugsa á sínum tíma. En það er margt varðandi Einar sem er afar sérstakt: Hann hefur einstakan hæfi- leika til að ná manni á sitt vald, og er töfra- maður síns eigin tungumáls. Það gleður mann að heyra hvað hann hefur að segja því hann er sannfærandi, án þess að vera ýtinn. Ég ímynda mér að ef maður hefði hitt Ein- ar sem mjög ungan mann, hafi hann og verk hans haft þessi sömu áhrif á mann, rétt eins og núna.“ Bókmenntir | Vindrose-forlagið í Danmörku hefur gefið út nær öll ritverk Einars Más Guðmundssonar Töframaður síns eigin tungumáls Morgunblaðið/RAXJens Christiansen Einar Már Guðmundsson ingamaria@mbl.is FRÁ ÞVÍ var sagt í breskum fjölmiðlum í gær að Victoria og Albert safnið, sem er eitt frægasta safn borgarinnar, neyðist til að hætta við áform um að byggja við safnið nýja álmu sem hönnuð var af Daniel Liebeskind. Sú ákvörðun var tekin í kjölfar þess að um- sókn safnsins um fjármögnun úr sjóði þeim sem ávaxtar sitt pund með lotteríi í Bret- landi, var hafnað. Kostnaðurinn við bygg- inguna var áætlaður um sjötíu milljónir punda (ríflega fimm og hálfur milljarður) og hljóðaði umsóknin í lotterísjóðinn upp á fimmtán milljónir punda. Álman sem hinn heimsfrægi arkitekt Lieb- eskind hafði hannað, gengur undir nafninu Spírallinn, og er dæmigerð fyrir hugmyndir hans sem iðulega ganga þvert á hefðbundin form í byggingarlist. Ein frægasta bygging hans er hið nýja Gyðingasafn í Berlín, þar sem honum þykir hafa tekist að samtvinna arkitektúrinn þeirri ótrúlegu átakasögu sem gyðingar eiga í Þýskalandi, með brota- kenndum formum og táknrænum rýmum. Hann vann einnig til verðlauna í New York fyrir tillögur sínar að nýjum byggingum á lóð tvíburaturnanna í World Trade Center. Að sögn Mark Jones, sem stýrir Viktoria og Albert safninu, er ákvörðunin að hans mati, „mikill missir fyrir V&A safnið og fyrir Lundúnaborg sem heild. [...] Það var trú okk- ar að spírallinn hefði getað orðið ein áhugaverðasta og sérstakasta bygging í borginni“. Byggingarlist | Spírall Liebeskind í London Hætt við áform um tímamóta- byggingu Módel af „Spíral“ Daniels Liebeskind, eins og hann hefði litið út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.