Morgunblaðið - 25.09.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 25.09.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 261. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Gróðurhús Valgeirs Rekur eigið hljóðver og hefur unn- ið með Björk í sex ár | Menning Lesbók | Yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur  Ragnar Bjarnason  Íslendingar á djasshátíð Börn | Prinsar og prinsessur  Keðjusagan Gátur Íþróttir | Undanúrslit í bikarnum  Sérblað um enska boltann BÖRNIN á leikskólanum á Klömbrum við Háteigsveg í Reykjavík biðu í eft- irvæntingu eftir „táknmálsbangsanum“ í gær í tilefni af degi heyrnarlausra á sunnudaginn kemur. Slagveðrið gerði það hins vegar að verkum að ekki var hægt að fara út að taka á móti honum og því biðu þau eftir honum í tryggu skjóli. Spáð er skúrum um sunnanvert landið í dag en bjartviðri á sunnudag með heldur kólnandi veðri. Í öðrum landshlutum er spáð skúrum. Morgunblaðið/RAX Beðið eftir „táknmálsbangsanum“ FJÖLSKYLDA Kenneths Bigleys, bresks gísls í höndum mannræn- ingja í Írak, lét í gær dreifa tugþús- undum flugrita í Bagdad þar sem borgarbúar eru beðnir að gera hvað þeir geta til að bjarga lífi Bigleys. Alls voru dreifimiðarnir um 50.000 talsins og einkum dreift í Mansour- hverfinu þar sem Bigley og tveimur Bandaríkjamönnum var rænt. Hafa hryðjuverkamennirnir hálshöggvið báða Bandaríkjamennina. Tveimur egypskum fjarskipta- verkfræðingum var rænt í Bagdad í fyrrinótt og fjórum löndum þeirra og tveimur Írökum í fyrradag. Voru all- ir mennirnir starfsmenn sama fyr- irtækis. Ekkert er enn vitað með vissu um örlög tveggja ítalskra kvenna, sem rænt var fyrir nokkru. Hjálpar- beiðni í flugritum Liverpool. AFP.  Átta/18  Leiðari/30 ÍSLENSKT fyrirtæki, 3-PLUS hf., hefur hannað og þróað leiktæki og gagnvirka fræðsluleiki sem nú er selt undir merkjum leikfangarisans Fisher Price í Bandaríkjunum og Berchet í Evrópu. Leik- tækið sem er þráðlaust breytir venjulegum DVD- spilara í leikjavél fyrir gagnvirka og þroskandi leiki ætlaða börnum frá 3 ára aldri. Í Bandaríkjunum selur Fisher Price tækið und- ir heitinu InteracTV en í Evrópu er það markaðs- sett undir heitinu DVD-kids. Fisher Price er í eigu Mattel sem er langstærsta leikfangafyrirtæki í heimi. 100 þúsund leikir seldir í Frakklandi Nú þegar hefur Fisher Price dreift 600 þúsund tækjum og yfir einni milljón leikja í verslanir vestra. Stefnt er að því að milljón tæki fari í sölu í Bandaríkjunum fyrir jólin en Fisher Price ætlar sér ekki að setja vöruna á aðra markaði en Banda- ríkjamarkað fyrr en á næsta ári, að sögn stofn- enda fyrirtækisins, Helga G. Sigurðssonar og Jó- hannesar Þórðarsonar. DVD-kids fór fyrst á markað í Frakklandi árið 2003 og var með söluhæstu vörum dreifiaðila 3- PLUS, leikfangarisans Berchet. Á síðasta ári seldust 45 þúsund leiktæki í Frakklandi og 100 þúsund leikir. Leikir fyrir DVD-kids og InteracTV eru byggð- ir á þekktum teiknimyndapersónum t.d. skjald- bökunni Franklin, Dodda, fílnum Babar og Svampa Sveinssyni. Þegar hafa verið gefnir út 14 leikir á átta tungumálum og fleiri eru í vinnslu. Leiktækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Með hljóðum, myndum, táknum og fleiru geta börn tekið þátt í því sem fram fer í sjón- varpinu á gagnvirkan hátt og aðeins með því að snerta réttan flöt á stýrispjaldinu. DVD-kids mun koma í verslanir á Íslandi 20. október, á sama tíma og í Skandinavíu. Myndform hefur tryggt sér söluréttindi á DVD-kids á Íslandi. Fyrirtækið 3-PLUS hf. var stofnað árið 1999 og eru hluthafar á þriðja tug og starfsmenn 11. Að- alskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík og er 3- PLUS einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Öll framleiðsla fer fram í Asíu. Íslenskt fyrirtæki selur gagnvirkt leiktæki undir merkjum Fisher Price Stefnt að sölu millj- ón tækja í Banda- ríkjunum fyrir jól  Breytir/6 GAGNVIRKNI í sjónvarpi hefur verið þekkt tækni um árabil og notuð t.d. í tölvuleiki fyrir eldri börn en yngri börn höfðu ekki notið henn- ar í neinum mæli. „Þarna var tækifærið,“ segir Jóhannes Þórðarson, sem stofnaði 3-PLUS ásamt Helga G. Sigurðssyni. „Við sáum að þarna var hilla sem var alveg tóm og ekki margir sem voru að spá í þetta,“seg- ir Helgi. „Þetta olli okkur erfiðleikum fyrst í stað, því þetta var algjörlega óþekkt en þetta hjálpaði okkur á seinni stigum. Við vorum á réttum stað á réttum tíma.“ Einn af útgangspunktunum var að barnið gæti leikið sér eitt í tækinu, án aðstoðar foreldr- anna, en það var einnig nýtt hvað tölvutengt efni fyrir ung börn varðaði. „Þetta var gatið sem við sáum og við einbeittum okkur að,“ segir Jóhann- es. Morgunblaðið/Golli Leiktækið er framleitt í tveimur útgáfum, allt eftir því hvar það fer á markað. Á réttum stað á réttum tíma TÉKKUM, sem vilja gefa blóð eða beinmerg, verður hér eftir launað fyrir með tveimur stórum glösum eða einum lítra af bjór. Er það liður í herferð- inni „Bjór fyrir blóð“ en henni er ætlað að fjölga reglulegum blóð- og beinmergsgjöfum. Jaroslav Novak, ritstjóri tékknesks bjórtímarits, átti hugmyndina að þessu og verð- ur herferðinni hleypt af stokk- unum í Prag og síðan um landið allt. Búist er við, að landsmenn muni bregðast vel við enda eru Tékkar heimsins mestu bjór- svelgir og skola niður 162 lítr- um á hvern íbúa árlega. Fá bjór fyrir blóð Prag. AFP. Lesbók, börn og íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.