Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúrulegan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. Kom, sá og sigraði. Erfiðlega hefurgengið að fá fólktil starfa í fisk- vinnslu og fleiri greinum atvinnulífsins, þrátt fyrir umtalsverðan fjölda at- vinnulausra. „Það gengur mjög illa að fá fólk til vinnu. Það virðist eiga við um fiskvinnsluna í það heila tekið,“ segir fisk- verkandi sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann tekur undir skoð- un fleiri viðmælenda að tafsamt og flókið sé að ráða útlendinga til starfa. „Það tekur lengri tíma en áður. Þetta er flókið og leiðinlegt ferli.“ Birgir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Ný-fisks ehf. í Sandgerði, segir að þó að full- mannað í sé í vinnslunni hjá hon- um í dag hafi það tekið langan tíma að ráða starfsfólk og ekki hafi tekist að manna línuskip sem gert er út. Fólk sem svari auglýs- ingu um störf stoppi oft stutt við. Að sögn Birgis tekur marga mán- uði að ráða erlent fólk til starfa. „Þetta er orðið miklu strangara og erfiðara en áður var og óhemju- pappírsflóð í kringum þetta.“ Fjölskylduvænni störf Alls eru nú 246 manns á at- vinnuleysisskrá á Suðurnesjum, 91 karl og 155 konur. Haft var eft- ir Páli Ingólfssyni, starfsmanna- stjóra hjá Þorbirni-Fiskanesi hf., í blaðinu sl. fimmtudag að erfiðara væri en áður að fá erlent verka- fólk til vinnu þar sem nýjar reglur gerðu það mun erfiðara en áður að flytja inn verkafólk. Egill Heiðar Gíslason, verkefn- isstjóri hjá Vinnumálastofnun, kannast ekki við að nýjar reglur hafi verið settar sem geri þennan feril erfiðari en áður. Með inn- göngu nýrra ríkja í ESB fyrr á árinu stækkaði sameiginlegur vinnumarkaður EES-svæðisins. Íbúar nýju aðildarþjóðanna þurfa atvinnuleyfi til starfa hér en hafa þó forgang til starfanna umfram fólk sem hingað kemur frá löndum utan EES-svæðisins. Það kemur Arnari Sigurmunds- syni, formanni Samtaka fisk- vinnslustöðva, talsvert á óvart, að á sama tíma og nokkurt atvinnu- leysi er á Suðurnesjum skuli ganga illa að manna fiskvinnslu- fyrirtæki þar. Arnar segir það áhyggjuefni ef töluvert er um að fólk á atvinnuleysisskrá hafni vinnu án þess að hafa fyrir því eðlilegar ástæður. Spurður hvort fiskvinnslan þurfi að laga starfsemi sína og vinnutíma betur að þörfum fjöl- skyldufólks segir Arnar að það hafi þegar verið gert. „Það var gerð mikil breyting á árunum 1998 og 1999 en þá var dagvinnu- tíma þjappað saman með styttri neysluhléum. Dagvinnutími í mörgum fyrirtækjum er á bilinu frá kl. sjö á morgnana til hálffjög- ur á daginn, en það var gert til að gera þessi störf fjölskylduvænni.“ Hefur beðið á fjórða mánuð Erfiðleikar á að afla nauðsyn- legra leyfa til að ráða útlendinga til starfa eru ekki bundnir við fisk- vinnsluna. Kristmann Þór Einars- son, eigandi Skerpingar sf. í Kópavogi, segir sínar farir ekki sléttar. Fyrirtækið hans veitir sérhæfða þjónustu við skerpingar á hjólsagarblöðum fyrir málm og tré og er með tvo starfsmenn í vinnu. Kristmann er kvæntur taí- lenskri konu og hugðist ráða mág- konu sína og mann hennar frá Taí- landi til starfa í sumarbyrjun. Hann hefur nú beðið í á fjórða mánuð eftir að fá leyfi til að ráða þessa tvo starfsmenn til vinnu. Að sögn hans var umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi fyrst lagt fyrir Efl- ingu – stéttarfélag, sem hafnaði umsókninni vegna atvinnu- ástandsins. Efling sendi gögnin þessu næst til Útlendingastofu 21. júní. Að sögn Kristmanns tjáði starfsmaður Útlendingastofu honum að stofnunin tæki sér tvo mánuði til að afgreiða umsóknir. Eftir 3–4 vikur kom svo bréf þar sem honum var sagt að undir- skriftir á umsóknunum þyrftu að vera eins og í vegabréfum fólks- ins, þ.e. á taílensku. Var þessu bjargað með faxsendingu á tveim- ur dögum. Útlendingastofa sendi síðan gögnin til Vinnumálastofn- unar. Vinnumálastofnun tilkynnti Kristmanni bréflega að hann þyrfti fyrst að auglýsa störfin á EES-svæðinu í þrjár vikur og hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðis- ins þar sem umsækjendurnir kæmu frá landi sem er utan EES- svæðisins. Kveðst hann hafa feng- ið aðstoð starfsmanns Vinnumiðl- unar við gerð auglýsingar á EES- svæðinu en sér hafi ekki verið greint frá því að hann þyrfti að óska sérstaklega eftir að auglýs- ing yrði birt hjá Vinnumiðluninni. Að þremur vikum liðnum kom svo í ljós að Kristmann þurfti fá aðra auglýsa birta og ferillinn lengdist um þrjár vikur til viðbótar. Aðeins einn svaraði auglýsingunni og segist Kristmann ekki hafa treyst sér til að ráða þann mann. Þegar hér var komið sögu synjaði Vinnu- málastofnun svo umsókninni með vísan til atvinnuástandsins. Segist Kristmann hafa fengið þær upp- lýsingar í félagsmálaráðuneytinu að aðeins væru veittar undanþág- ur frá reglum EES ef um eigin- konu eða börn væri að ræða. Fréttaskýring | Erfitt að manna störf „Flókið og leið- inlegt ferli“ Stjórnendur í fiskverkun segja tafsam- ara en áður að flytja inn verkafólk Gengið hefur illa að manna fiskvinnsluna. Í heilmiklum vandræðum  Kristmann Þ. Einarsson, eig- andi Skerpingar sf., hefur beðið á fjórða mánuð eftir að fá leyfi til að ráða tvo Taílendinga til vinnu. „Það er ótrúlegt að opinberar stofnanir skuli vinna svona. Ég hef alla tíð verið kurteis í sam- skiptum mínum við þá. Fyrir- tækið er eitt sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu og vegna aukinna verkefna er nauðsynlegt að bæta við starfsfólki. Ég er kominn í heilmikil vandræði,“ segir Kristmann. omfr@mbl.is EINELTI gegn kynferðisbrota- mönnum á fangelsinu Litla-Hrauni veldur Valtý Sigurðssyni fangelsis- málastjóra áhyggjum og lítur hann málið alvarlegum augum. Hefur hann því sent föngum í fangelsum ríkisins bréf þar sem hann gerir þeim grein fyrir því að þeir megi búast við aga- viðurlögum ef þeir verða staðnir að því að leggja samfanga sína í einelti. Muni slík viðurlög að sjálfsögðu hafa áhrif á framvindu þeirra í refsivistinni og einnig kunni málið að verða kært til lögreglu. Eins og fyrr segir beinist eineltið aðallega gegn föngum sem sitja inni fyrir kynferðisbrot og þora sumir þeirra ekki út úr klefa sínum nema nauðsyn þyki til. Einnig veigra þeir sér við að nýta sér þá takmörk- uðu útivist og íþróttaaðstöðu sem í boði er. Fangelsismálastjóri getur þess í bréfinu að eineltið valdi þeim sem fyr- ir verða miklum vandræðum og van- líðan umfram það sem fangavistin leiðir af sér. Einnig eru aðstandendur fanganna kvíðnir. Þá segir hann það skjóta skökku við þegar einstaka fangar leggja stein í götu Fangelsis- málastofnunar, við að bæta aðbúnað og auka réttindi fanga, með því að beita samfanga sína ofbeldi og vinna þar með markvisst gegn eigin hags- munum og fanga í heild. Lítur hann framkomu sem þessa alvarlegum augum og mun beita sér fyrir því að fyrirbyggja slíkt. Hvetur hann fanga til að láta af hverslags einelti gegn samföngum sínum. Kynferðisbrotamenn lagðir í einelti í fangelsum landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.