Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 9
Morgunblaðið/Sverrir Svona var umhorfs í landi Skálabrekku við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. SKIPULAGSSTOFNUN bíður enn svara frá sveitarfélaginu Blá- skógabyggð vegna framkvæmda sem hafnar eru við sumarhúsabyggð í landi Skálabrekku við Þingvallavatn. Hvorki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu né fram- kvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu en landeigendur hafa samt sem áður ráðist í vegagerð og framkvæmdir við lagningu vatns-, rafmagns- og símaleiðslna að fyrirhuguðum bú- stöðum. Hafa samþykkt auglýsingu skipulagsins Að sögn Ásdísar Hlakkar Theo- dórsdóttur, starfandi skipulags- stjóra, sendi Skipulagsstofnun sveit- arfélaginu fyrirspurn í byrjun síðustu viku vegna málsins og bíður nú svara. Sveitarfélagið er með í undirbúningi auglýsingu á deili- skipulagstillögu fyrir umrætt land og hefur Skipulagsstofnun nú staðfest þær tillgögur eftir að hafa í millitíð- inni óskað eftir frekari skýringum og nánari útfærslu á þeim. Svör vegna framkvæmda í Skálabrekku hafa hins vegar enn ekki borist, sem fyrr segir. „Við bíðum bara átekta enn sem komið er,“ sagði Ásdís Hlökk. Íbúafundur um nýtt deiliskipulag fyrir svæðið verður haldinn á Hótel Valhöll í dag, laugardag. Sumarhúsabyggð undirbúin í landi Skálabrekku við Þingvallavatn Engin svör enn borist Skipulagsstofnun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Hausttilboð 15% afsláttur af úlpum og kápum Samkvæmisfatnaður Kjólar - pils - toppar - jakkar - dress Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Paul og shark vetrarvörurnar eru komnar frá Ítalíu Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is / paulshark.it Mörkinni 6, sími 588 5518. Vattúlpur, dúnúlpur, ullarúlpur og dúnkápur Hattar, húfur og kanínuskinn Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar vörur Verð kr. 8.900 Kennt í Jógastöðinni Heilsubót, Síðumúla 15. Hefst 4. október - mán. og mið. kl. 20.00. JÓGA GEGN KVÍÐA Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Næsta jógakennaraþjálfun hefst 8.-10. október. VELKOMIN Á VIT ALLS ÞESS BESTA SEM VETURINN GEYMIR NORDICA - LOFTLEIÐIR - FLUGHOTEL - FLÚÐIR - RANGÁ - KLAUSTUR - HÉRAÐ www.icehotels.is SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, átti í vikunni fund með sendiherra Afgan- istan gagnvart Íslandi, dr. Zia Nez- am. Ræddu þau m.a. um jafnrétt- ismál og uppbyggingu í Afganistan og aðkomu Íslendinga að rekstri flugvallarins í Kabúl. Sendiherrann verður með aðsetur í Vín en hann er fyrsti sendiherra Afganistan gagn- vart Íslandi. Hann er ennfremur sendiherra gagnvart Ungverjalandi, Bosníu og Sameinuðu þjóðunum. Sólveig sagði í samtali við Morg- unblaðið að fundurinn hefði verið gagnlegur og ánægjulegur. Greindi sendiherrann m.a. Sólveigu frá for- setakosningum sem fram fara í Afg- anistan 9. október nk. „Það eru átján manns í framboði, þar af ein kona,“ segir Sólveig. Hún spurði sendiherrann sérstak- lega um stöðuna í mannréttindamál- um í Afganistan. „Hann sagði að al- þjóðasamfélagið hefði hjálpað Afganistan mjög mikið undanfarið við að taka á mannréttindamálum, einkum varðandi jafnréttismál og trúmál. Það er gert ráð fyrir að minnsta kosti 25 af þingsætunum verði bundin við konur og að minnsta kosti tvö þingsæti í hverju sveitarfélagi verði eyrnamerkt kon- um,“ segir Sólveig. „Varðandi stöðu kvenna var það nú þannig fyrir þremur árum að konur máttu ekki vinna og nánast ekkert gera, en þetta hefur nú breyst og þær eru þátttakendur í nánast öllum starfstéttum, m.a. lög- reglunni.“ Sólveig spurði sendiherrann um samgöngumál, t.d. flugvöllinn í Kab- úl. „Hann segir að árangursrík starfsemi á Kabúlflugvelli skipti þá verulegu máli og er mjög ánægður með aðkomu Íslendinga að því verk- efni þar sem flugsamgöngur séu ákaflega mikilvægar og ein aðalsam- gönguæðin milli landshluta.“ Sendiherrann sagði endurreisn- inni í Afganistan miða hægt. „En hann lagði áherslu á það að almenn- ingur væri mjög vinveittur Vestur- löndum og að almenningur upplifði það að Vesturlandabúar væru að veita þeim hjálp við að endurreisa landið eftir talibanastjórnina.“ Sólveig Pétursdóttir alþingismaður fundaði með fyrsta sendiherra Afganistan gagnvart Íslandi 25 þingsæti verða bundin við konur Morgunblaðið/Golli Sendiherra Afganistan, dr. Zia Nezam, ásamt Sólveigu Pétursdóttur. ÍSLENDINGUM gefst í fyrsta skipti kostur á að senda keppendur í alþjóðlega samlokukeppni á veg- um fyrirtækisins Delifrance í Lyon í Frakklandi í janúar 2005. Verður af því tilefni haldin svipuð keppni á Nordica hóteli á morgun og sá sem þar ber sigur úr býtum verður fulltrúi Íslands í Lyon í Frakklandi. Átta íslenskir keppendur munu á morgun sýna hugmyndir sínar um hina fullkomnu samloku, sem verð- ur að uppfylla ýmis skilyrði Deli- france. Hún verður að vera girni- leg, áferðarfalleg og gómsæt. Þá má hún ekki vera of dýr og hana verður að vera hægt að útbúa á stuttum tíma og hráefnið verður að vera hægt að nálgast víðast hvar í heiminum. Þá verða menn að nota brauð frá Delifrance. Keppnin hefst kl. 13 og verður gestum boðið að smakka á ýmsum réttum. Keppa í samlokugerð Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra falið að fara með norræn samstarfsmál af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún tekur við því embætti af Siv Frið- leifsdóttur, sem var samstarfsráð- herra frá 1999, samhliða störfum sínum sem umhverfisráðherra. Þar sem Íslendingar gegna for- mennsku í Norrænu ráðherra- nefndinni á þessu ári kemur það í hlut Valgerðar að stjórna sínum fyrsta samstarfsráðherrafundi í Stokkhólmi í tengslum við Norð- urlandaráðsþing dagana 1.–3. nóv- ember. Valgerður verður samstarfsráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.