Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 11 FRÉTTIR ÍSLENSK viðskiptasendinefnd, undir forystu Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti sér sjávarútveg í Seattle og Alaska í Bandaríkjunum í vikunni. Heim- sóknin, sem hófst á mánudag og lauk í gær, var skipulögð af Útflutn- ingsráði Íslands. Markmið ferðarinnar var að efla enn frekar tengsl landanna á sviði sjávarútvegs. Bandarísk sjávarút- vegsfyrirtæki hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum og hafa viðskipti landanna á þessu sviði verið að aukist jafnt og þétt, bæði hvað varðar viðskipti með sjáv- arafurðir og ekki síst með vélbúnað og hátækni fyrir fiskvinnslu og út- gerð. Í sendinefndinni eru fulltrúar 10 íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Meðal fyrirtækja sem eiga fulltrúa í sendinefndinni eru Icelandic USA, E. Ólafsson ehf., Eimskip, Maritech, Íslandsbanki, Landsbankinn. Tvær viðskiptaráðstefnur voru haldnar, sú fyrri í Seattle þar sem höfuðstöðvar flestra sjávarútvegs- fyrirtækja eru staðsettar. Einnig var haldin viðskiptaráðstefna í Kodi- ak í suðvestur hluta Alaska. Jafn- framt voru skipulagðir viðskipta- fundir á báðum stöðum fyrir þau fyrirtæki sem voru í sendinefndinni. Í ræðu sinni fjallaði Árni M. Mathiesen um þær breytingar sem orðið hafa á íslensku viðskiptalífi undanfarin ár og um þá miklu og öflugu útrás sem á sér stað. Vakti hann sérstaka athygli á þeirri fjöl- breyttu þjónustu sem fyrirtækin í sendinefndinni hafa upp á að bjóða og nefndi sérstaklega bankþjón- ustuna sem táknræna fyrir þá miklu umbyltingu sem íslenskt viðskiptalíf hefur gengið í gegnum. Á fréttavef IntraFish er haft eftir Árna að bjart væri yfir íslenskum sjávarútvegi um þessar mundir og útlitið gott á næstu árum. Sömu sögu væri að segja af sjávarútvegi í Seattle og Alaska. Íslendingum væri kunnugt um að sjávarútvegur á þessum slóðum væri einn sá öflug- asti í heimi og fiskistofnar vel á sig komnir. Þess vegna myndi fiskiðn- aðurinn þar halda áfram að dafna, rétt eins og á Íslandi. Árni sagði að íslensk fyrirtæki væru ekki aðeins að leita nýrra markaða fyrir tækni og búnað á Norðvestur-Kyrrahafssvæðinu, heldur væru íslenskar fiskvinnslur einnig að leita nýrra leiða til að afla hráefnis. Núna væri rétti tíminn til að færa út kvíarnar, því nýir mark- aðir væru að opnast og nýjar þjóðir að hasla sér völl í fiskiðnaði heims- ins, einkum í fiskvinnslu. Íslensk sendinefnd í Seattle og Alaska Möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki ÚR VERINU ÖRYGGISVIKA sjómanna var sett í gær en hún er nú haldin í annað sinn í tengslum við alþjóðasigl- ingadaginn. Þema öryggisvik- unnar er að þessu sinni „For- varnir auka öryggi“. Öryggisvika sjómanna var fyrst haldin árið 2002 en er orðin hluti af verkefnaáætlun um öryggi sjó- farenda. Ákveðið hefur verið að halda hana annað hvert ár í Reykjavík en hitt árið verða haldnir málfundir víðs vegar um land þar sem öryggismál sjó- manna eru rædd og yfirfarin. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra setti öryggisvikuna formlega í gær þegar hann þeytti lúður Sæbjargar, skólaskips Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Í setningarræðu ráðherrans kom fram að hann telur að öryggi sjó- farenda verði alltaf best tryggt með góðri og stöðugri þjálfun sjó- manna og samstilltu átaki stjórn- valda, útgerðar og sjómanna á sviði öryggismála. Hluti af þeirri stefnu væri undirritun þjónustu- samnings á milli Slysavarnaskóla sjómanna og samgönguráðuneyt- isins sem var undirritaður að Gufuskálum í gær. Á Alþjóðasiglingadaginn, nk. sunnudag kl. 13.00, hefjast hátíð- arhöld á Miðbakkanum í Reykja- vík. Þar verða til sýnis varðskip, hafrannsóknaskip og fiskibátar, auk þess sem skólaskipið Sæbjörg verður opið gestum. Þar verður m.a. kynning á áætlun um öryggi sjófarenda og kaffisala slysavarna- kvenna. Eins mun Landhelg- isgæslan sýna björgun úr sjó með þyrlu og keppt verður í flotgalla- sundi. Öryggisvikunni lýkur svo með ráðstefnu um öryggismál sjó- manna í hátíðarsal Sjómannaskól- ans í Reykjavík föstudaginn 1. október. Öryggisvika sjómanna var sett í annað sinn í gær Forvarnir auka öryggi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þeytir lúður Sæbjargar með aðstoð Hilmars Snorrasonar, skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna. PORVOO-guðfræðiráðstefna stend- ur nú yfir í Skálholti og lýkur henni næsta mánudag. Þátttakendur eru um 40 biskupar og prestar frá bisk- upakirkjunni í Bretlandi, Eystra- saltsríkjunum og lúthersku kirkj- unni á Norðurlöndunum. Að sögn Sigurðar Árna Þórð- arsonar, prests í Neskirkju og skipuleggjanda ráðstefnunnar, er umfjöllunarefnið að þessu sinni nú- tímamaðurinn og þau „trúartæki sem hann þarfnast til að trúin virki“. Af því tilefni komu nokkrir bisk- upar og þátttakendur í ráðstefnunni saman við Hallgrímskirkju áður en haldið var í Skálholt með verkfæra- tösku sem tákn um þau „verkfæri“ sem kristin kirkja þarf á að halda. Að sögn Sigurðar má rekja sam- starf kirknanna til fyrrihluta 20. ald- ar en Porvoo-sáttmálinn, um gagn- kvæm samskipti, opnun og stuðning þeirra í millum, var undirritaður um miðjan tíunda áratuginn í hinum forna kirkjustað Porvoo í Suður- Finnlandi, og dregur sáttmálinn nafn sitt af honum. Að sögn hans var hugmyndin sú að aðilar að sáttmál- anum gætu m.a. tekið þátt í kirkju- starfi innan hinna kirknanna og skipst á prestum. Morgunblaðið/Sverrir Karl Sigurbjörnsson biskup, John Neil, erkibiskup á Írlandi, og Ragnar Perseníus, biskup í Uppsala, bregða á leik með verkfæratösku. Ræða nútímamann- inn og ýmis trúartæki MIÐFJARÐARÁ og Langá hafa nú farið yfir 2.000 laxa markið, veiði er lokið í Langá og endaði hún með 2.242 laxa, en veiði lýkur í Miðfjarð- ará í dag, en á fimmtudaginn var tala hennar 2.020 laxar. Þá er Eystri Rangá búin að sprengja af sér öll fyrri met og er komin yfir 3.000 laxa og Ytri Rangá er skammt undan og gæti sem hægast farið yfir 3.000 laxa markið á næstu dögum. Að sögn Ingva Hrafns Jónssonar leigutaka Langár veiddist 71 lax síðasta daginn í Langá, m.a. fjórir sem voru grálúsugir. Laxarnir veiddust svo að segja frá neðsta stað og upp í þann efsta. „Þetta er 21 laxi minna en í fyrra, en það er þó tals- vert meira af laxi nú, t.d. hafa 1.700 laxar farið um teljarann í Sveðju, eða 10% meira en í fyrra. Þurrk- arnir hafa haldið veiðinni niðri, en eigi að síður hefur þetta verið frá- bært sumar,“ sagði Ingvi. Hjá Lax-á, leigutaka Miðfjarð- arár, fengust þær fregnir að menn vissu vart í hvorn fótinn þeir ættu að stíga, svo mikil hefðu umskiptin verið í ánni, en hún stekkur frá rúmum 500 löxum í fyrra upp í yfir 2.000 laxa. Þó var slæmt ástand á vatnsbúskap árinnar mestan hluta veiðitímans vegna þurrka. Í Eystri Rangá hafa verið að veið- ast um og yfir 50 laxar á dag að undanförnu að sögn Valgerðar veiðiumsjónarmanns og enn veiðast margir nýgengnir laxar. Það er í raun ógerningur að spá um hver lokatala árinnar verður. Ýmis tíðindi Reykjadalsá í Borgarfirði hefur verið með mjög góðan sept- embermánuð og hollin gjarnan að landa 10 til 20 löxum. Eitt var meira að segja með 37 laxa sem er með ólíkindum í Reykjunni. Mest er um 5 til 7 punda lax að ræða, en slatti hef- ur veiðst af 12 til 14,5 punda fiski að undanförnu. Síðasta holl í Tungufljóti var með 11 fiska, 8 birtinga og 3 laxa, þá voru komnir alls 335 birtingar/ urriðar úr ánni, 18 laxar og 63 bleikjur. 129 birtingar/urriðar veiddust þar af í vor. Stórir fiskar hafa verið í aflanum að undanförnu, slatti af 8 til 16 punda fiski og enn stærri tröll sést. Það hefur líka verið góður gang- ur í Geirlandsá og Fossálum, nýlegt holl í Geirlandinu var t.d. með 34 birtinga, allt að 15 punda og holl í Fossálum var með 15 fiska, allt að 11,5 punda. Morgunblaðið/Golli Ríkarður Hjálmarsson með lax úr Vonarskarði í Breiðdalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Komnar yfir 2.000 laxa markið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefurtilkynnt ýmsar breytingar á utan- ríkisþjónustunni. Þær fela m.a. í sér að Sigríður Á. Snævarr, sem lætur af sendiherrastörfum í París í nóv- ember, muni ganga til liðs við al- þjóðaskrifstofuna hér á landi og hún muni þar einkum sinna und- irbúningi og kynningu á framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Nýr sendiherra í París er Tómas Ingi Olrich. Kornelíus Sigmundsson sendi- herra, sem einnig mun starfa á al- þjóðaskrifstofunni, mun bera ábyrgð á Eystrasaltsráðinu og und- irbúningi formennsku Íslands þar til 2005. Þá er m.a. greint frá því að Krist- ján Andri Stefánsson, sem starfað hefur í forsætisráðuneytinu, verði sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni frá 1. október og muni starfa á við- skiptaskrifstofu. Að auki hefur Sighvatur Björg- vinsson verið gerður að sendiherra, en mun áfram veita Þróunarsam- vinnustofnun forstöðu. Undirbýr framboð til öryggisráðs SÞ ENGIN merki fundust um málm- þreytu í byggingarkrananum sem féll á fjölbýlishús í Hafnarfirði í lok ágúst. Orsök slyssins er talin vera sú að í sterkri vindhviðu hafi kran- inn hallast upp að steyptum kanti á fjórðu hæð hússins en við það kom brot í burðarvirki kranans, að sögn Hauks Sölvasonar, deildarstjóra hjá Vinnueftirlitinu. Fjöldi manns var við vinnu í og við bygginguna þegar þetta gerðist. Ástæðan fyrir því að kraninn var í notkun var sú að hætta var á tjóni á þaki byggingarinnar vegna foks. Hugðist verktakinn hífa járnabúnt þangað upp til að fergja það niður. Haukur segir að kraninn hafi verið nýlegur og í góðu lagi en ekki þolað vindálagið. Slíkir kranar séu gerðir fyrir vindstyrk upp að um 20 m/s en í hviðum hafi rokið farið upp í 30 m/s. Vindhviða lagði kranann að velli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.