Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 19
Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur blásið til íbúaþings 10. október næstkomandi. Íbúaþingið er eins konar niðurlag á verk- efni sem bæjarstjórn Bolungarvíkur setti í gang á vordögum þar sem leitast er við að fara yfir og meta kosti og galla frekari samvinnu eða sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Í sum- arbyrjun unnu fagnefndir og embætt- ismenn bæjarstjórnar að þessu verkefni þar sem unnin var ákveðin grunngreining á viðfangsefninu. Ráðgjafarfyrirtækið Parex hefur síðan farið yfir efnið og sett fram til- lögur sem kynntar verða á íbúaþinginu. Afrakstur íbúaþingsins verður síðan not- að til frekari stefnumótunar sveitarfé- lagsins til betri framtíðar.    Fyrir um mánuði hófust framkvæmdir við gerð sparkvallar á lóð Grunnskóla Bol- ungarvíkur, en fyrr á þessu ári kynnir Knattspyrnusamband Íslands átak í gerð sparkvalla í þéttbýlisstöðum landsins og er gerð þessa vallar liður í því átaki. Mjög verður vandað til vallarins sem verður af- girtur og upphitaður völlur, lagður gervi- grasi. Stefnt er að því að ljúka gerð vall- arins fyrir veturinn en áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd er 7,3 milljónir króna. Knattspyrnuáhugamenn á öllum aldri munu án efa fagna þessari nýju aðstöðu til íþróttaiðkunar.    Nú hafa fréttir borist af því að merkja megi að ástarvikan sem efnt var til hér í Bolungarvík í ágúst síðastliðnum sé farin að bera ávöxt. Eitt af markmiðum ástarvik- unnar var að fjölga íbúum staðarins og nú hefur það sem sagt heyrst að fjölgunar sé von hjá nokkrum Bolvíkingum í maí á næsta ári.. Verðlaun eru í boði fyrir ávexti ást- arinnar. Þannig munu til dæmis börn sem fæðast þegar níu mánuðir eru liðnir frá ástarvikunni fá vöggugjöf frá Bjarnabúð. Að efna til ástarviku sem leið til íbúa- fjölgunar var sett fram af framboði Bæj- armálafélags Bolungarvíkur við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Með skipulagn- ingu ástarvikunnar í ágúst síðastliðnum var Bæjarmálafélagið að efna þetta loforð sitt. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Skorradalur | Sumarhúsaeigendum í Skorradal var nýlega boðið til kynningar á umhverfisverkefninu Staðardagskrá 21 sem nefnd á vegum sveitarfélagsins und- irbýr. Stór hluti hugmyndafræðinnar á bak við Staðardagskrá 21 er að taka tillit til og hafa samráð við íbúa og aðra hagsmuna- aðila á viðkomandi svæði um þau verkefni sem sett eru á oddinn. Skorradalshreppur er um margt óvenju- legt sveitarfélag. Íbúar eru rúmlega 50 en sumarhúsaeigendur á sjötta hundrað. Kom það fram á kynningarfundinum að margir þeirra hafa áhyggjur af fjölgun sumarbú- staða í dalnum, þar sem ör fjölgun og þétt- ing byggðarinnar geti haft neikvæð áhif á upplifun fólks af fegurð og kyrrð á svæð- inu. Um sextíu sumarhúsaeigendur mættu á fundinn og lýstu margir yfir ánægju með þau verkefni sem kynnt voru, sérstaklega fyrirhugað aukið samráð og auknar upp- lýsingar til þessa stóra hóps, sem hvorki hefur þá skilgreiningu að vera „íbúar“ sveitarfélagsins né „gestir“. Hvort þau markmið sem sett eru fram í Staðardag- skrá 21 nást eða ekki veltur á samvinnu og vilja landeigenda, sveitarstjórnar og sum- arhúsaeigenda en drögin að Staðardag- skrá 21 fyrir Skorradalshrepp er að finna á slóðinni www.skorradalur.is. Sumarhúsa- eigendur taka þátt Staðardagskrá 21 í Skorradal Grindavík | Hringtorg verður á næstunni sett upp við innkomuna til Grindavíkur. Aðalgata bæjarins verður jafnframt lag- færð og fegruð. Talsverður hraði er á umferðinni eftir Víkurbraut sem liggur inn í bæinn. Til að slá á hraðann hefur verið ákveðið að setja upp hringtorg á fyrstu gatnamótunum og framfylgja 50 km hámarkshraða innan hringtorgsins. Hringtorgið verður eins konar bæjarhlið Grindavíkur. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að framkvæmdin verði boðin út á næstu dög- um. Jafnframt verði Víkurbrautin þrengd og lagfærð inn í byggðina. Hringtorg við bæjarhliðið Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Atvinnu- og ferða-málanefnd Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar hef- ur óskað eftir viðræðum við ríkisvaldið um upp- byggingu á Nátt- úrugripasafni Íslands í Skagafirði. Nefndin telur að Náttúrugripasafn Ís- lands myndi sóma sér vel í héraðinu og staðsetning þar verða lyftistöng fyrir starfsemi safnsins og það starf sem unnið er á sviði náttúrufræða í Skagafirði. Fram kemur í frétta- tilkynningu að Skaga- fjörður búi yfir fjöl- skrúðlegri náttúru og nærfærinni nýtingu henn- ar. Tekið er fram að óvíða á landinu eru stundaðar eins víðtækar rannsóknir á náttúru Íslands. „Skag- firðingar hafa það að markmiði að byggja Skagafjörð enn frekar upp sem miðstöð rannsókna, mennta og þekkingar um náttúru landsins sem þjóni landsmönnum öllum,“ seg- ir enn fremur. Náttúrusafn Afhjúpað hefur verið upplýsingaskilti í Aldamóta-skóginum á Gaddstöðum við Hellu. Tilefnið er að fjögur ár eru liðin frá því skóginum var plantað og tal- in þörf á að kynna svæðið sem búist er við að verði fjöl- sótt útivistarsvæði í framtíðinni. Á aldamótaárinu var plantað trjám í 130 hektara gróðurlítið svæði á Gaddstöðum. Sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga unnu að gróðusetningu í Aldamótaskógunum en Búnaðarbankinn, nú KB banki, lagði til allar plöntur og áburð. Nú er árangur starfsins að koma í ljós og hefur farið fram úr björtustu vonum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfn þegar Sólon Sig- urðsson, fulltrúi KB banka, og Sigríður Heiðmund- ardóttir, formaður Skógræktarfélags Rangæinga, af- hjúpuðu upplýsingaskiltið en á því er kort af svæðinu og ýmsar upplýsingar. Upplýsingar á Gaddstöðum Sigurður Jónsson tann-læknir orti um upp- hlaup kvenna hjá Fram- sókn: Mörgum er í hamsi heitt í hópi framsóknarkvenna. Og Halldór segir aðeins eitt: Ekki er það mér að kenna. Helgi Seljan las um dag- inn nýútkomna bók sem lofuð var í hástert vegna snilli hins erlenda höf- undar. Berorðar og ná- kvæmar kynlífslýsingar voru þar afar áberandi svo Helga blöskraði og segist þó ýmsu vanur af lestri bóka. Hann orti um höf- undinn þetta fallega vers: Afbragðssnilld ég enga fann þó ausinn sé hann lofinu. En eitt þó ljóst að hefur hann sitt heilabú í klofinu. Þórir Jónsson í Ólafs- firði orti áður en flóðin urðu svo mikil að kæmust í fréttirnar: Svifin burtu er sumarhlýja, sólskinsdagar lygnir. Fjöllin kikna’ undan fargi skýja; ferlegt er hvað hann rignir! Og hann lét þar ekki staðar numið: Ærið er dimmt um Ólafsfjörð eigi get séð í fjöllin. Berjast við leka í blautri jörð bölvandi hamratröllin. Heilabú fundið pebl@mbl.is ♦♦♦ Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Akureyri | Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir neðst í Kaupvangsstræti á Ak- ureyri undanfarnar vikur. Skipt hefur verið um malbik, byggðar nýjar umferðareyjar, gerðar lagfæringar á gangstéttum og þá hefur malbikið verið fjarlægt á móts við göngugötuna, gatan hækkuð og fallegir steinar settir í staðinn. Einnig hefur verið sett þrenging í götuna, meðal annars með það að markmiði að hægja á umferð um Gilið. Það hefur verið heldur vot- viðrasamt á Akureyri, eins og víðast um landið, síðustu dagana og þeir Orri Jóhannsson og Hrannar Sigursteinsson voru því klæddir í samræmi við veðr- ið við vinnu sína. Morgunblaðið/Kristján Endurbætur gerðar í Gilinu Haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.