Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR                             ! !       "! !     #  "    $!   % ! &    '    Umboðsmaður óskast á Selfossi Þarf að geta hafið störf 26. október. Umsóknarfrestur er til 1. október. Upplýsingar veitir Bergdís Eggertsdóttir í síma 669 1306 og 569 1306 á skrifstofutíma. Hjá Morgunblaðinu starfa rúmlega 350 starfsmenn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík en einnig er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. En hvernig skyldi hafa verið að vinna að þessu verkefni. „Það hefur verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt. Mér hefur verið vel tekið, enda nær ómögulegt að vinna verkefni af þessu tagi ef ekki væri einhver áhugi hjá sjómönnum og öðrum áhugamönnum um sjósókn í sýslunum. Samskiptin við þessa að- ila, unga sem aldna, hafa því verið ánægjuleg,“ segir Ómar. Mismunandi heiti Hann segir að hjá þeim eldri séu upplýsingarnar frá fyrstu hendi, en þeir yngri segi frá miðum sem feð- ur þeirra lögðu á. En er ekki eitt- hvað um að fiskimiðin hafi fleiri en eitt nafn? Því svarar Ómar játandi og segir það ósköp eðlilegt í ljósi þess að til dæmis hafi Húsvíkingar notað sín nöfn á meðan Tjörnes- ingar hafni notað önnur og þannig skarist þetta á sumum stöðum. „Það fer mikill tími í að samræma upplýsingar sem og að sannreyna heimildargildi þeirra. Eina leiðin sem er fær í þeim efnum er að bera upplýsingarnar sem ég hef safnað undir eins marga fiskimiðafróða menn og unnt er og skrá niður at- hugasemdir þeirra. Upphaflega skráningarsvæðið var stækkað frá því að vera fiskimið á Skjálfanda í fiskimið í Þingeyjarsýslum. Nokkuð er til af skráðum heimildum um fiskimið í Suður-Þingeyjarsýslu en heimildir er varða norðursýsluna eru aðallega í munnlegri geymd. En það stendur vonandi til bóta,“ segir Ómar Þorgeirsson. Haukadalur | Veðurguðirnir léku við „hvurn sinn fingur“ þegar göngustígar aðgengilegir öllum voru teknir formlega í notkun í Haukadalsskógi. Er þetta ekki fyrsti þurri sunnudagurinn í sept- ember? spurði einn gestanna, og líklega er það rétt. Eftir allt vot- viðrið glampaði sól á gesti skóg- arins. Vorið 2002 kom Hreinn Ósk- arsson, skógarvörður á Suður- landi, að máli við Svan Ingvars- son, formann Sjálfsbjargar á Suðurlandi, og bað um samstarf við að gera stíga um Haukadals- skóg sem allir gætu farið um. Sótt var um styrk í Pokasjóð, sem hefur styrkt verkefnið dyggilega. Einnig komu fleiri að og styrktu verkefnið, ýmist með fjárframlagi eða vinnu. Stígarnir eru nú um einn og hálfur kílómetri á lengd. Svanur Ingvarsson sagði meðal annars við opnunina að þetta væri ekki eins og að aka um á parketi eða malbiki, en það að koma og reyna sig við stígana væri ögrun og það væri skemmti- legt að reyna á sig og sigrast á nýjum verkefnum. Hreinn skóg- arvörður opnaði svo stíginn form- lega með því að saga sundur grein, og Svanur aðstoðaði við verkið. Ekki eins og að aka á parketi Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Tóku lagið Labbi í Glóru og bræðurnir Svanur og Þröstur Ingvarssynir sungu nokkur lög við opnunina. Opnun Hreinn Óskarsson sagar greinina og opnar formlega stígana í Haukadalsskógi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.