Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 26
Hvað kom til að þið völduð Rimini? „Ég sá óperunámskeið auglýst í bæklingi sem einhver skildi eftir í Nýja söngskólanum – Hjartans mál. Ég fór á Netið og skráði mig. Óperuakademían sem ég var á námskeiði hjá og tungumálaskól- inn eru með samstarf sín á milli og maðurinn minn ákvað að koma með, svo við fórum bæði á ítölskunámskeið saman.“ Hafðir þú lært ítölsku áður? „Nei, ég kunni ekki orð og fékk vægt „sjokk“ þegar ég kom í tíma, kennarinn talaði bara ítölsku og allt nám fór fram á því máli, kennarinn kunni ekki einu sinni ensku svo ekki þýddi að spyrja hana. Ásgeir hafði heldur ekki lært neitt í ítölsku þannig að við vorum bæði eins stödd.“ Gátuð þið eitthvað séð ykkur um í nágrenni Rimini? „Nei, það gafst ekki mikill tími til þess, námskeiðið var mjög strangt. En við fórum samt sem áður til Veróna – í Arena-hringleikahúsið, og sáum þar La Traviata sem var alveg stórkostleg sýning, í einu hlut- verkinu var kennari minn úr óperuakademíunni, Alessandro Cal- amai. Arena-leikhúsið er undir berum himni og það voru skúraleið- ingar, þegar fór að rigna þá sá maður undir iljar sellóleikaranna og síðar hinna hljómlistarmannanna, svo þegar stytti upp komu þeir aftur og fóru að leika á sama stað þeir hættu. Fólkið söng í sæt- unum og sumir voru með hljóðfæri með sér og spiluðu. Aðrir opn- uðu kampavínsflöskur. Það var mjög hlýtt í veðri svo regndroparnir þornuðu fljótt. Í óperuakademíunni voru haldnir sex tónleikar og einn „masterklass“, tónleikarnir voru í Rimini og fleiri bæjum, m.a. San Leo, sem er einstaklega fallegur bær upp á fjallstindi. Kenn- arinn í „masterklassinum“ var Mirella Fremi, sem er stórstjarna a.m.k. á Ítalíu. Það var mikill heiður að fá að hitta hana og hún er mikill kennari. Mirella og Pavarotti eru talin jafnokar í söng á Ítalíu og sagan segir að þau hafi fæðst á sama tíma á sömu fæðing- ardeildinni.“ Höfðuð þið mikið gagn af ítölskunáminu? „Já, heilmikið. Við vorum farin að bjarga okkur á ítölsku og gátum m.a. pantað okkur allan mat á því máli, einnig haldið uppi einföldum samræðum. Ég ætla að læra meira í ítölsku, það er pottþétt. Skólinn sem ég var í heitir I Malatesta á Rimini.“ Í júlí sl. voru hjónin Dagrún Leifsdóttir söngnemi og Ásgeir Einarsson ljósmyndari með meiru á Rimini á Ítalíu þeirra erinda að læra ítölsku og hún var einnig á söng- námskeiði. Söngur og ítölskunám Hvaðan ertu að koma? Dagrún Leifsdóttir: Ítalíufari. Morgunblaðið/Golli 26 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÞEGAR dvalið er í erlendum stórborgum er mikilvægt að andrúmsloftið á gististaðnum sé með þeim hætti að mönnum líði vel. Staðsetningin skiptir líka máli, ekki síst í menning- arborg eins og Berlín, þar sem fjölbreytnin er slík að maður verður að hafa sig allan við til að meðtaka þau undur sem borgin hefur að bjóða. Holly- wood Media Hotel – Berliner Filmhotel er fjögurra stjörnu hótel sem uppfyllir bæði þessi skilyrði og hefur auk þess þá sérstöðu að vera eins konar vísir að kvikmyndasafni, sem gefur því afar sérstakt yf- irbragð. Hótelið stendur við eina af að- algötum Berlínar í vesturhlut- anum, Kurfürstendamm, en við hana og í hverfinu í kring hafa ris- ið mörg hótel, leikhús og kvik- myndahús, þar eru söfn af ýmsu tagi, aragrúi kaffihúsa, veit- ingastaða og glæsilegar verslanir og fyrirtæki. Í göngufæri frá hót- elinu er til dæmis hið 22 hæða háa Europa-Center, eins konar „borg í borginni“, með verslunum, veit- ingahúsum og skrifstofum upp um allar hæðir. Kurfürstendamm er breiðgata, með akrein- um til beggja átta og trjágróður á milli. Um- hverfið er svo vinalegt að maður gleymir því að maður er staddur í stórborg. Hótelbarinn er opinn út í götuna og þar situr fólk yfir glasi af góðum veigum, spjallar saman og horfir á mannlífið líða framhjá. Eitthvað vinalegt við myndirnar Stórleikarinn Sir Richard Burt- on tekur á móti mér á hótelher- berginu, – eða næstum því. Það hangir stór innrömmuð mynd af honum á veggnum fyrir ofan rúmið og önnur af honum og Elizabeth Taylor á veggnum fyrir ofan skrifborðið. Þegar maður er staddur einn á hót- elherbergi í erlendri stórborg er eitthvað vinalegt við að hafa myndir á veggjum af fólki sem maður þekkir – þótt ekki sé nema af afspurn. Hugurinn reikar ósjálfrátt til kvikmynda á borð við Kleópötru og Hver er hræddur við Virginíu Wo- olf? en hér gefst ekki tóm til gleyma sér í kvikmyndapæl- ingum, þótt Hollywood Media Hotel gefi fullkomið tilefni til að hella sér út í hugleiðingar um slík efni. Hótelið er nefnilega eins og kvikmyndasafn, eða vísir að slíku safni. Tónninn er strax gefinn þegar komið er að hótelinu, yfir dyrum er röð ljósa- pera í hinum klassíska stíl kvik- myndahúsa frá gullaldarárum kvikmyndalistarinnar, um og fyrir miðja síðustu öld. Í móttökunni er hátt til lofts og vítt til veggja og þar hanga innrömmuð veggspjöld af sögufrægum kvikmyndum frá hinum ýsmu tímum. Inn af mót-  EFTIRMINNILEGT HÓTEL | Hollywood Media Hotel í Berlín Í sambýli við frægar filmstjörnur Gestamóttakan og setustofan: Eins og vísir að kvikmyndasafni. Sir Richard Burton: Það er eitt- hvað vinalegt við að hafa mynd- ir á veggjum af fólki sem mað- ur þekkir, þó ekki sé nema af afspurn. Það er mikilvægt að vinnatraust fólks og á ferðalagium framandi slóðir, einsog regnskógar Amazon eru Íslendingum, skiptir öllu að ferðalangarnir geti treyst því að leiðsögumaðurinn viti hvað hann er að gera,“ segir Robby Delgado nátt- úruleiðsögumaður frá Equador, sem dvaldi hér á landi í sumar á vegum ferðaskrifstofunnar Emblu. Robby er mörgum viðskiptavinum Emblu að góðu kunnur, enda hefur hann farið með hópa Íslendinga um Ekva- dor og Galapagos. Hann segir Íslendingana oft fyrst í stað smeyka við fjölbreytilegt og lifandi dýralífið í Amazon. „Til að byrja með maka Íslendingarnir gjarnan á sig kremum til að fæla frá skordýr, klæðast fatnaði sem hylur allan líkmann og ganga með flugna- net til að hindra að skordýrin komist nokkurs staðar að,“ segir Robby brosandi og kveður viðbrögðin fylli- lega skiljanleg við svo framandi að- stæður. Hann segist því sýna skor- dýrin í návígi til að venja fólk við. „Til að byrja með gríp ég nokkur skordýr til að sýna og þá er gaman að fylgjast með andlitum manna. Flestir eru fullir vantrú og vita ekki við hverju þeir eiga að búast. Það er hins vegar mjög fræðandi að skoða dýrin og að sjálfsögðu vel ég dýr á borð við þúsundfætlur sem ekki eru hættuleg. Ég segi reyndar alltaf að enginn skordýr séu hættulegt svo fram- arlega sem maður lætur þau í friði. Það er jafnvel í lagi að taka upp fuglakönguló [tarantúlu] án þess að nokkuð gerist, en ef farið er að atast í henni mun hún að sjálfsögðu verja sig rétt eins og mannfólkið. Dýrin í regnskógum Amazon ráðast heldur ekki á fólk ánægjunnar vegna, held- ur aðeins til verja sitt svæði.“ Eftir svolítil kynni af þessu fjölbreytilega dýralífi er fólk líka fljótt að láta af pöddufælninni að sögn Robbys. „Þegar ferðalangarnir finna svo orðið til öryggis gagnvart umhverfi sínu fara þeir gjarnan að taka upp þúsundfætlur í gríð og erg til að sýna öðrum og láta taka af sér myndir með dýrunum. Mér er sérstaklega minnisstæð kona nokkur sem stóð skjálfandi með þúsundfætluna í höndum og sagði: „Taktu mynd af mér, börnin mín  EKVADOR Fær Íslendinga til að borða sítrónumaura Morgunblaðið/Þorkell Robby Delgado: Segir Ísland geta virkað ekki síður framandi fyrir útlend- inga en Ekvador. Það fer stundum það orð af Íslendingum að þeir séu pöddufælnir. Náttúruleiðsögu- maðurinn Robby Delgado frá Ekvador kann ráð við því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.