Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 27 FERÐALÖG eiga aldrei eftir að trúa þessu.““ Sund í miðjum Amazon- regnskógunum er líka á dagskrá. „Þetta er gullfallegur staður með hlýtt stöðuvatn inni í miðjum regnskógunum. Algjör paradís þar sem litríkir fuglar á borð við arn- páfa fljúga um og þangað förum við og syndum. Í vatninu er hins vegar líka að finna píranafiska og krókódíla og sund í vatninu er góð leið til að sýna fólki fram á að regn- skógarnir séu ekkert endilega hættulegur staður,“ segir Robby og tekur til samanburðar hug- myndir sumra útlendinga um Ís- land. „Þetta er í raun það sama og þegar ég tilkynnti fjölskyldu minni að ég væri að fara til Íslands. Þau horfðu á mig með áhyggjusvip og leist ekkert á blikuna. Mamma mín leit á mig og sagði ÍS-land, það hlýtur að vera rosalega kalt þar. Ertu viss um þetta eigi eftir að vera í lagi? Á endanum snýst þetta líklega allt saman um fyrirfram mótaðar hugmyndir manna.“ Náttúruleiðsögn á Íslandi Dvöl Robbys hér á landi í sumar er til komin vegna hugmynda um að þjálfa sérstaka náttúruleiðsögu- menn til starfa hér á landi. En á veg- um ferðaskrifstofunnar Emblu er nú unnið að undirbúningi slíks náms. Spurður um hvað felist í skilgrein- ingunni náttúruleiðsögumaður segir Robby viðkomandi þurfa að búa yfir mikilli þekkingu á bæði vistkerfi og náttúru. „Í mínu tilfelli þá þarf ég að vera vel að mér í vistkerfum Suður- Ameríku, regnskógum, fjalllendi og öðru. Íslenskur náttúruleiðsögu- maður þarf að búa yfir samskonar þekkingu á íslenskri náttúru. Hann þarf að skilja bæði landið og fólkið og geta miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna á sama tíma og hann kennir þeim að umgangast náttúr- una á ábyrgari hátt þannig að hún beri ekki skaða af ferðamanna- straumnum heldur sé líka varðveitt fyrir komandi kyn- slóðir. Það má búast við að ferðamönnum til Íslands eigi eftir að fjölga umtalsvert á næstu árum og það er mik- ilvægt að ferðaþjónustan geti vaxið án þess að henni fylgi mengun og eyðilegging.“ Robby hefur ferðast þó nokkuð um Ísland í sumar og segir hann sér hafa komið ánægjulega á óvart hversu duglegir ferðamenn hér séu að hirða upp eftir sig rusl og eins að flestir virði göngu- stíga. „Helsta vandamálið hér virðist hins vegar tengjast akstri fjórhjóladrifinna öku- tækja utan vegar. Þar virðist fólk ekki alltaf gera sér grein fyrir að það tók náttúruna þúsund ár að móta svæði sem bíllinn eyðileggur svo á tveim- ur sekúndum.“ Gómsætir sítrónumaurar Á ferðum um Ekvador skoða ferðalangar jafnt hálendi Andes- fjallanna sem regnskóga Amazon og svo Galapagos-eyjarnar. Í slíkum ferðum hefur Robby fengið íslenska ferðamenn til að borða maura. Hann segir vantrúuðum blaðamanni að það hafi hreint ekki verið erfitt. „Það var í raun auðvelt og ekki vegna þess að Íslendingar séu auð- trúa heldur eru það áhrifin af ferð- inni í heild sinni og ævintýraand- anum sem vaknar með fólki.“ Að sögn Robbys blandast þar saman góðar upplýsingar, traust á leið- sögumanninum og fullvissa fólks um að það sé ekki að gera eitthvað galið. „Ég útskýri fyrir fólkinu að fjöldi maurategunda, snákar, krókódílar, beltisdýr og píranafiskar séu hefð- bundin fæða heimamanna,“ segir Robby og bætir við að píranasúpa sé sannkallaður herramannsmatur. „Þegar fólk er komið með þessar upplýsingar í hendur hljómar mauraát ekki jafnbrjálæðislega. Þetta er einfaldlega eitthvað sem heimamenn gera.“ Hann segir maurana, sem Íslendingarnir borð- uðu, vera svonefnda sítrónumaura - súra maura sem bragðast eins og sítróna. „Heimamenn hafa öldum saman litið á þá sem eins konar sæl- gæti, auk þess sem þeir eru bæði próteinríkir og fitulausir. Það er gaman að sjá svipinn á fólki þegar það meltir þessar upplýsingar og veltir því fyrir sér hvort það eigi að láta vaða eða ekki. Þegar menn hafa svo smakkað maurana er ekki síður gaman að sjá á þeim undrunarsvip- inn og heyra þá hrópa upp yfir sig: „Ja hérna, þetta bragðast eins og sí- tróna. Þetta er gott. Get ég fengið meira?“ Og þegar mauraátið er skoðað í víðara samhengi er auðvelt að sjá að það er ekki svo galið. Ég meina, hér á landi borðið þið hákarl svo þú getur séð að þetta virkar á báða bóga.“ annaei@mbl.is Ævintýri í regnskógunum: Fljótasigling er meðal þess sem er á dagskrá. tökunni eru setustofur með þægi- legum sófum og hægindastólum og þar hanga ljósmyndir af frægum atriðum úr kvikmyndasögunni. Öll herbergin á hótelinu, sem eru tileinkuð þekktum kvikmynda- stjörnum, eru rúmgóð og með nú- tímaþægindum, loftkælingu, síma, litasjónvarpi, sturtu og baðkari, mini-bar, hárþurrku og jafnvel er boðið upp á nettengingu og mynd- bandstæki fyrir þá sem þess óska. Á sjöttu hæðinni eru svo svítur til- einkaðar hinum ýmsu kvikmynd- um, sem þykja hafa brotið blað í sögu kvikmyndanna og er þar veg- legust Titanic-svítan, 90 fermetrar að stærð. Alls eru herbergin og svíturnar 185 talsins, en auk þess er hægt að fá íbúðir með eldhús- krók og svölum. Á fyrstu hæð hótelsins eru funda- og ráðstefnusalir,og enn- fremur kvikmyndasalur með 100 sætum. Þar er líka veitingasal- urinn, Bel Air, þar sem borinn er fram morgunverður, vel útilátið hlaðborð á evrópska vísu og geta menn jafnvel fengið sér glas af kampavíni ef sá gállinn er á þeim. Í sumaráætlun Icelandair var tekið upp beint áætlunarflug til Berlínar tvisvar í viku og vonandi verður því haldið áfram næsta sumar því Íslendingar, eins og aðr- ir, eiga fullt erindi til hinnar nýju höfuðborgar Þýskalands. Og vita- skuld er hægt að sækja borgina heim eftir öðrum leiðum.  Hollywood Media Hotel, Kurfürsterdamm 202, 10719 Berlin www.filmhotel.de sími: 030/889 10-0 fax: 030/889 10-280 tölvupóstfang: info@filmhotel.de Venjulegt verð á eins manns her- bergi er frá 132 evrum upp í 182, tveggja manna herbergi frá 154 evrum í 204, svíta með einu her- bergi 202 til 254 evrur, svíta með 2 herbergjum 212 til 300 evrur og Titanic svítan frá 300 í 400 evrur. Helgarverð eru lægri, en þá kosta tveggja manna herbergi frá 120 evrum í 140, svo dæmi sé tekið. svg@mbl.is Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is VERÐ FRÁ 14.280 KR. FYRIR 7 TÓNLEIKA, eða 2.380 kr. á mánuði í sex mánuði í sætaröð 21–28 og 16.600 kr. í sætaröð 1–20 eða 2.767 kr. á mánuði í 6 mánuði sé greitt með Visa kreditkorti. 7. OKTÓBER Svar sovésks listamanns 18. NÓVEMBER Fyrsti enski framfarasinninn 13. JANÚAR Sjö síðustu orð Krists 17. FEBRÚAR Leyndardómur Bruckners 7. & 9. APRÍL Víóla Vengerovs 12. MAÍ Svanasöngur Mahlers 26. MAÍ Setið um Leníngrad Þegar Maxím Vengerov, magnaðasti fiðluleikari heims, sækir okkur heim í vetur verður hann með margslunginn víólukonsert Júsupovs í farteskinu. Þetta verk og mörg önnur mögnuð og stórbrotin eru uppskriftin að rauðu áskriftar- röðinni hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fáðu þér áskrift að öruggu sæti og betra verði hjá Sinfóníuhljómsveitinni í vetur. Bach, Beethoven, Mozart – og að sjálfsögðu Júsupov STÓRBROTINHLJÓMSVEITARVERK aðeins 2.380 á mánuði Rauðtónleikaröð NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.