Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 29 BÍLAR Seinni blaðamannadagurinn á alþjóðlegu bílasýningunni í París og ennþá margt nýtt að skoða. Guðjón Guðmundsson skoðaði nýjan Chevrolet framleiddan af Daewoo, nýjan Kia Sportage og smábílinn Swift. Tveir jepplingar og sportlegur Swift Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson  Kia Sportage er stærri og breiðari en fyrri gerð og betur hannaður. Chevrolet S3X er laglegur sjö manna jepplingur sem kemur á markað 2006. gugu@mbl.is T veir nýir jepplingar eru sýndir á bílasýning- unni í París; bílar sem eiga eftir að koma í sölu á Íslandi og gætu hæglega selst í um- talsverðu magni. Báðir eru þeir smíðaðir í Suður-Kóreu en annar þeirra er með forn- frægt og heimsþekkt bandarískt merki framan á sér; Chevrolet. S3X, en svo heitir jepplingur Chevrolet, er smíðaður af Daewoo en frá og með næstu áramótum munu allir Daewoo-bílar bera Chevrolet-merkið og selj- ast um alla Evrópu sem Chevrolet. Bíllinn er laglega hannaður og þótt hann sé enn eingöngu sýndur sem hugmyndabíll virðist hann nær framleiðslu en ætla mætti; hann er ekki sagður koma á markað fyrr en 2006. Miðað við allan frágang og smíði er eins og um tilbúinn framleiðslubíl sé að ræða og ef lág- prófíldekkin, loftinntök með net- möskvum og framúrstefnuleg framljósin væru ekki á bíln- um væri vel hægt að ímynda sér að hér væri komin endanleg gerð hans. S3X er stærri en hann virðist á mynd- um og er með sætum fyrir sjö. Að innan er hann eins og lúxusbíll, með við í stýri og leðri á langá.is BílaleigaGolfklúbbur Borgarness Sendum Röggu með stæl til Ítalíu Styrktargolfmót í Borgarnesi Sunnudaginn 26. september frá klukkan 10.00. Ragnhildur Sigurðardóttir fer til Ítalíu 20. október til að gera aðra tilraun til að komast inn á evrópsku kvennamótaröðina. Í fyrra munaði síðasta púttinu á síðustu brautinni, núna gerist það. Velja má um texas- scramble eða punktaleik, aðalatriðið er að hafa rosa gaman á Hamarsvelli enda flott veðurspá. Glæsileg verðlaun: M.a. Fluguveiðiskóli eða veiðileyfi í Langá 20.000 kr. úttekt hjá BMW 15.000 kr. úttekt hjá Hjólbarðahöllinni Fellsmúla 3x5.000 kr. gjafabréf frá Par fimm í Faxafeni Þátttökugjald kr. 2.500. Bókið í síma 437 1663 eða á golf.is Það er bara bæjarleið og verið velkomin í Borgarnes sætum og hurðaspjöldum. Athygli vakti líka að aðrir Daewoo-bílar á sýningarsvæðinu voru komnir með Chevr- olet-merkið þótt breytingin í Evrópu, úr Daewoo í Chevr- olet, taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hinn kóreski jepplingurinn er Sportage, sem hefur fengið algjöra yfirhalningu. Hann er lengri og breiðari en eldri gerðin og nútímalegri í útliti. Hann er væntanlegur á markað á Íslandi upp úr áramótum og verður boðinn með 2,0 lítra, 142 hestafla vél og 2,7 lítra V6, 175 hestafla vél og jafnframt 2,0 lítra dísilvél, 112 hestafla. Sportage er með sítengdu aldrifi og verður fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Suzuki kynnti nýja gerð Swift, en í gegnum tíðina hefur sá bíll verið einn mesti sölubíll Su- zuki. Swift er í stærðarflokki með VW Polo og Opel Corsa. Swift er fyrsti bíll Suzuki sem er þróaður og hannaður í Evrópu fyrir evrópskan markað. Bíllinn virkar kraftalegur og sportleg- ur að utan og er með frísklega innréttingu. Hann verður boðinn með nýrri 1,3 l og 1,5 l bensínvélum og fá- anlegur jafnframt með 1,3 lítra samrásardís- ilvél. Bíllinn kemur á markað á Íslandi um mitt næsta ár.  Suzuki Swift er sportlegur smábíll sem verður kynnt- ur hérlendis á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.