Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í viðhorfspistli dagsins hef ég hug á að kynna lesendur fyrir Patreki enda er hann mér mjög kær. Hann varð til á St. Patreksdag hinn 17. mars sl. en Patrekur er þó ekki barn eins og margir kynnu að halda. Pat- rekur er maður litla mannsins. Hann berst fyrir jafnrétti og út- breiðslu alheimsfemínismans. Hann er svo meðvitaður um áhrif félags- og kynmótunar að hann er hvorki karl né kona. Hann er heldur ekki samkyn- hneigður eða gagnkynhneigður, fatlaður eða ófatlaður, svartur eða hvítur. Patrekur er fyrst og fremst manneskja. Patrekur er vel menntaður, víðsýnn og víðförull. Hann hef- ur lokið kennaraprófi, heim- speki og mannfræði í háskólanum og leggur nú stund á lög- fræði og skemmt- anastjórnun. Hann hefur dvalið langdvölum í ýmsum Evrópulöndum og að sjálfsögðu vestanhafs líka auk þess að hafa ferðast um leynda afkima Asíu og Afríku. Hvert sem hann kemur leggur hann sig í líma við að kynna sér sögu og menningu heimamanna. Hann hefur dansað salsa á Kúbu, rætt um jarðsprengjur í Afganistan, sungið í karókí í Malasíu, dúllað sér með hryðju- verkamönnum í Katar og svo mætti lengi telja. Þegar Patrek- ur er á erlendri grund er hann fljótur að tileinka sér siði heimamanna. T.a.m. heilsaði hann virðulegum múslima í Malasíu með hinu hefðbundna handataki þorpsbúa svo að við- staddir gátu alls ekki séð að Patti litli hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera. „God bless you“ sagði hann svo uppfullur af virðingu þegar hús- freyjan hnerraði við mat- arborðið og spurði örskots- stundu síðar hvort það væri svínakjöt á boðstólum. Patrekur er sprellari af guðs náð. Á góðum dögum grillar hann í liðinu og skeytir lítt um hvort fólki finnst hann sniðugur eða ekki. Hann veit sem er að hann er yfirmáta fyndinn og fólk sem ekki hlær með hlýtur að vera að misskilja grínið. Hann gerir sér vel grein fyrir eigin ágæti og blaðrar oft út í eitt um nýjustu greinina sína á Sellunni eða sérlega vel skrif- aða forsíðufrétt Morgunblaðs- ins. Patreki er ekkert óviðkom- andi og hvort sem reynsla hans er góð eða slæm nýtir hann hana á jákvæðan hátt sér og öðrum til handa. Til að mynda rekur Patrekur mikinn áróður fyrir eldvörnum og athugar ástand reykskynjara hvar sem hann kemur um leið og hann brýnir fyrir íbúum að verða sér úti um eldvarnarteppi. Ekki nóg með það heldur er hann í mikilli herferð gegn kynferðislegu of- beldi og hefur lagt gríðarlegan metnað í að rannsaka vinnuum- hverfi barna á Íslandi. Þrátt fyrir að Patrekur sé vanalega ljónheppinn þá fer hann samt varlega vitandi að óvarkárni er ekki til góðs. Áhugi hans á fyrirbyggjandi að- gerðum er svo mikill að hann sem fyrirbæri er eiginlega fyr- irbyggjandi. Hann veit að með samstilltu átaki er hægt að auka hamingjuna í heiminum og útrýma fátækt og vesæld. Ef fólk aðeins hlustaði á Patrek gætu sjúkdómar og slys heyrt sögunni til. Patrekur tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Hann á til dæmis ekki sjónvarp og er alfarið mótfallinn allri popp- menningu. Patrekur á heldur ekki bíl og fer allra sinna ferða gangandi eða á hjóli, nema þeg- ar hann lætur mömmu sína keyra sig. Hann tekur engan þátt í útlitsdýrkun samfélagsins og þess vegna segir hann eng- um frá því þegar hann fer í ljós. Þetta tengist að sjálfsögðu lífs- speki Patreks; að það sem sést ekki er ekki. Þess vegna passar Patrekur sig að hafa drasl heimilisins undir rúmi eða inni í skáp og ef hann á von á gestum er hann fljótur að fela fartölv- urnar sínar og kennir sambýlis- fólkinu um forláta leðursófasett og brjálæðislega steríósam- stæðu. Patrekur er vel meðvitaður um samtakamátt alþýðunnar og veit hve mikil áhrif grasrót- arstarf getur haft á framgang mála í þjóðfélaginu. Þess vegna er Patrekur virkur og óvirkur meðlimur í ýmsum samtökum, bæði pólitískum og ópólitískum. Amnesty International, Rauði krossinn, Orator, Samtök her- stöðvaandstæðinga, knatt- spyrnufélag Magnúsar Finns- sonar, Femínistafélag Íslands, Ísland-Palestína og Háskólakór- inn fá öll að njóta samvista við Patrek. Hann blaðrar um þjóð- nýtingu við Vinstri græna, mik- ilvægi frelsis við frjáls- hyggjumenn og dásamar markaðsvædda einkavæðingu í félagsskap krata. Patrekur er á móti gróðasjón- armiðum og vill helst alltaf versla við lítil fyrirtæki sem standa höllum fæti. Hann er meðvitaður neytandi og kaupir sér pefsí frekar en kók og talar hátt um hin hrikalegu, siðlausu stórfyrirtæki. Samt veit hann að til þess að geta ferðast um heiminn og útbreitt fagnaðar- erindið verður hann að eiga peninga. Og til þess að græða peninga neyðist hann til að versla í Bónus. Patrekur skilur mikilvægi þess að alþjóð fái innsýn í þær dásamlegu hugmyndir sem brjótast um í kolli hans. Hann heldur því úti virkum blogg- síðum, ritar greinar bæði í blöð og vefrit og nýtir sér ljós- vakamiðlana við að koma skoð- unum sínum á framfæri. Pat- rekur hikar heldur ekki við að halda ræður við hvert tækifæri, hvort sem það er pólitískt eða hátíðlegt. Það sem er kannski merkileg- ast við Patrek er að vinsældir hans má fyrst og fremst rekja til þess að hve miklu leyti fólk sér sjálft sig í Patreki. Því Pat- rekur er maður fólksins og fólk- ið er Patreks. Patrekur – svo miklu, miklu meira! Patrekur Hann tekur engan þátt í útlitsdýrkun samfélagsins og þess vegna segir hann engum frá því þegar hann fer í ljós. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is AÐ undanförnu hefur nokkuð farið fyrir því í umræðu um háskóla- menntun að greinarmunur sé gerður á rannsóknarháskólum og öðrum há- skólum og vangaveltum um hvað í slíkri aðgrein- ingu felst. Ekki er hægt að gera ítarlega grein fyrir inntaki þessarar umræðu en gera má ráð fyrir að í rannsóknarhá- skóla sé eðlilegt að rannsóknir séu stund- aðar og að nemendum gefist tækifæri til að taka þátt í rannsókn- arstarfinu, t.d. í formi framhaldsnáms. Í tengslum við þessa orð- ræðu hefur sterklega verið ýjað að því að Háskóli Íslands (HÍ) sé og ætti að vera eini íslenski rannsókn- arháskólinn og jafnvel að slík einokun sé ákjósanleg fyrir íslenskt samfélag. Þessi umræða vekur áleitnar spurningar um starfsemi háskóla á Íslandi. Hún felur það í sér að hvergi utan HÍ séu stundaðar rannsóknir og að nemendur fái hvergi annars staðar tækifæri til þess að taka þátt í rann- sóknarstarfi. Þegar þetta er skrifað eru starfræktir níu skólar á há- skólastigi á Íslandi, auk HÍ. Er raun- in sú að í þessum skólum fari einungis fram kennsla á háskólastigi en að starfsfólk og nemendur sinni ekki rannsóknum? Rannsóknir við Háskólann í Reykjavík (HR) Þessu verður hver að svara fyrir sig en hér er reynt að gera grein fyrir hluta rannsóknarstarfs sem fram fer innan veggja HR. Við HR eru starf- ræktar þrjár deildir, laga-, tölv- unarfræði- og viðskiptadeild. Þó að deildirnar séu ungar að árum og mis- langt á veg komnar í þróun rannsókn- arstarfs og framhaldsnáms eiga þær það sammerkt að leggja áherslu á hvort tveggja. Hér á eftir fer stutt en á engan hátt tæmandi lýsing á því sem hæst ber í rannsóknum við við- skiptadeild HR. Við deildina er starfrækt Rann- sóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, en þar er lögð áhersla á tvö rannsóknarsvið. Annars vegar er rannsakað umfang og um- hverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi með þátttöku í Global Entrepreneur- ship Monitor (www.gemconsorti- um.org). Hins vegar er lögð áhersla á rann- sóknir á sviði tæknimið- aðrar frumkvöðla- starfsemi. Mikilvægi rannsókna á þessu sviði er undirstrikað af nauð- syn þess að aðilar at- vinnulífins og stjórnvöld hafi áreiðanlegar upplýs- ingar sem nýst geta við ákvörðunartöku og stefnumótun en ítrekað hefur verið bent á að frumkvöðlastarfsemi er einn aðaldrifkraftur atvinnulífsins og undirstaða hagþróunar. Viðskiptadeild tekur þátt í Cranet- samstarfinu (www.cranet.org) sem fulltrúi Íslands. Cranet eru samtök rannsóknarstofnana í yfir þrjátíu lönd- um sem hafa það að markmiði að kanna aðferðir og stöðu mannauðs- stjórnunar víðsvegar um heiminn. Cranet-könnunin, sem er sú stærsta á þessu sviði, gerir kleift að bera fyr- irkomulag stjórnunar á Íslandi saman við það sem gerist annars staðar. Markmiðið með rannsóknum HR á þessu sviði er að grafast fyrir um skýr- ingar á því að framleiðni vinnuafls á Ís- landi er lakari en í helstu við- skiptalöndum með það fyrir augum að gefa íslensku atvinnulífi vísbendingar um hvað betur megi fara. Að auki stundar allnokkur fjöldi kennara rannsóknir fyrir utan þessi verkefni, en alls sinna 10–12 kennarar og sérfræðingar slíku starfi. Í viðskiptadeild er boðið upp á rann- sóknartengt framhaldsnám, bæði til meistara- og doktorsgráðu, og stunda nú um tuttugu nemendur slíkt nám. Í haust var í fyrsta skipti boðið upp á meistaranám í fjármálum og gert er ráð fyrir að fyrstu nemendurnir út- skrifist árið 2006. Í doktorsnámi vinna nemendur undir handleiðslu kennara HR en námið er í samstarfi við Copen- hagen Business School. Afrakstur rannsóknarstarfs þessa má sjá í útgáfu og þátttöku starfs- fólks í rannsóknarsamfélaginu. Á árinu 2003 liggja eftir starfsfólk við- skiptadeildar þrjár ritrýndar tíma- ritsgreinar, einn bókarkafli, ein dokt- orsritgerð, fimm ráðstefnugreinar, fjórtán erindi og veggspjöld á ráð- stefnum auk greina í tímaritum og dagblöðum. Starfsfólk deildarinnar hefur einnig sinnt ritrýni og ritstjórn, skipulagt ráðstefnur og setið í dóm- nefndum. Fjármögnun rannsókna í íslenskum háskólum Ólíkt því sem er hjá HÍ, þar sem rannsóknarstarf er að stórum hluta fjármagnað með föstum fjár- framlögum hins opinbera, eru rann- sóknir við HR nánast að öllu leyti fjármagnaðar með sjálfsaflafé. Verk- efnin sem greint er frá hér að ofan hafa verið fjármögnuð að hluta með styrkjum úr íslenskum og erlendum samkeppnissjóðum, tilfallandi styrkj- um frá opinberum stofnunum, aðilum atvinnulífsins og íslenskum fyr- irtækjum. Með hliðsjón af ofangreindu má fullyrða að rannsóknir eru stundaðar innan veggja HR. Að auki er ljóst að nemendur hafa tækifæri til þátttöku í þeim og eftir því sem framhaldsnámi við skólann vex fiskur um hrygg má gera ráð fyrir að slík þátttaka aukist. Því er ljóst að rannsóknir eru stund- aðar víðar en í HÍ og hlýtur það að teljast jákvæð þróun. Ef slík þróun er almennt talin til bóta liggur beint við að spyrja hvort ekki sé ástæða til þess að jafna þann aðstöðumun sem íslenskir háskólar búa við þegar kem- ur að fjármögnun rannsóknarstarfs. Er hugsanlegt að nýta megi opinbert fé til rannsókna betur með því að beina því þangað sem áhugaverðar rannsóknir eru stundaðar, óháð því hvað viðkomandi stofnun heitir? Eru stundaðar rann- sóknir í öðrum háskólum en Háskóla Íslands? Finnur Oddsson fjallar um háskólarannsóknir ’…rannsóknir erustundaðar innan veggja HR.‘ Finnur Oddsson Höfundur er lektor og forstöðumaður rannsókna við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. UM daginn auglýsti fyrirtæki nokkurt eftir fólki til starfa. Störfin sem fyrirtækið auglýsti voru krefj- andi en um leið mjög spennandi fyrir rétta aðila. Þó nokkur hópur fólks sótti um en að lokum valdi fyr- irtækið tíu umsækj- endur fyrir jafnmörg störf. Þessir tíu voru nú kallaðir á fund og þeim gefin nánari lýsing á því sem í starfinu fólst. „Þetta er krefjandi starf og þið getið aldrei slakað á meðan á því stendur, það er svo fjöl- breytt og lifandi að þrátt fyrir mjög skýran vinnuramma getið þið aldrei verið viss um hvað hver dagur ber í skauti sínu, né hvort þið eruð yfirleitt tilbúin til að takast á við það sem gerist. Vinnutím- inn er oft langur en þið fáið ekki sér- staklega borgað fyrir yfirvinnu, því það samræmist ekki stefnu fyrirtæk- isins. Þið hafið sveigjanlegan vinnu- tíma, en þurfið samt alltaf að mæta kl. 8:00 og vera til kl. a.m.k. 15:00.“ Umsækjendur voru reyndar flestir tilbúnir í starf af þessu tagi en þó kom hik á marga þegar vinnuveitandinn tilkynnti þeim um kaup og kjör. „Það er dýrt að reka fyrirtæki, og þótt ég þurfi tíu starfsmenn get ég bara borgað sex þeirra laun, og þar sem það gengur ekki að fjórir starfs- menn fái engin laun hef ég ákveðið að skipta þessum sex laun- um á milli ykkar allra. – Ein og hálf milljón á mánuði er nú töluvert mikið fyrir fyrirtækið, þið skiljið það er það ekki?“ bætti hann við þegar hann sá að hik kom á umsækjendur. „Ja, ég get svo athug- að að hækka launin ykk- ar eitthvað síðar meir ef þið eruð þá tilbúin að vinna meira, er það ekki bara fínt?“ Þessi saga er tilbún- ingur, en þó ekki. Það myndi aldrei neitt fyrirtæki með snefil af sjálfsvirðingu bjóða fólki upp á svona kjör, með þessum hætti. Ja engir nema sveitarfélögin, með fulltingi ríkisins. Þetta er nákvæm- lega sú staða sem blasir við kenn- urum. Þeir eru svo margir að það er svo dýrt að borga þeim öllum laun. Þar er bara ákveðin kaka sem myndi kannski borga 3.000 kennurum mannsæmandi laun, en henni á að skipta á milli allra 4.500. Segjum að þessi tala sé rétt, kakan dugi handa 3.000 kennurum. Eigum við þá ekki bara að horfast í augu við stöðuna og fækka kennurum um 1.500, fjölga í bekkjum og minnka þjónustuna sem þessu nemur. Það verða þá u.þ.b. 40–60 nemendur í hverjum bekk sem ætti þá að halda kennurunum við efnið þannig að þeir séu ekki alltaf að svíkjast um. Þá loksins yrðu allir ánægðir; kennararnir með launin sín, sveit- arfélögin með að kennarar settu þau ekki á hausinn með kröfum sínum, umhyggjusamir foreldrar yrðu him- insælir því loksins væri rétti barna þeirra til skólagöngu fullnægt, og skattgreiðendur gætu glaðst því skattarnir þeirra færu þá áfram í aðra mikilvægari hluti. Eða hvað? Ath. Tölurnar í greininni byggjast ekki á neinum útreikningum heldur eru nefndar sem dæmi. Sönn saga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar um kjaramál kennara ’Það myndi aldrei neittfyrirtæki með snefil af sjálfsvirðingu bjóða fólki upp á svona kjör.‘ Ásthildur Lóa Þórsdóttir Höfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.